Austurland


Austurland - 22.12.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 22.12.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. desember 1956. Efnahagsmálatillögurnar Skúli Þorsteinsson fimmiugur Framhald af 1. síðu. færslugjald á erlendan gjaldeyri, sem þeir láta af hendi. Undan- þegnar eru þó brýnustu lífsnauð- synjar og rekstrarvörur sjávar- útvegs og landbúnaðar. 2. Innheimta skal 80% innflutn. ingsgjald af tilteknum vöru- flokkum. :Þdssir tveir tekjuíiðir eiga að skila 154.5 millj. 3. Bankarnir greiði 50% af gengismun og provisíon. Áætlað 10 millj. 4. Á selda farmiða til útlanda skal lagður 10% skattur. 5. Heimilt er að innheimta 125 gjald af fob-verði bifreiða og bifhjóla, í stað 100% nú. Þess- ir tveir liðir eiga að skila 11.7 millj. 6. Greiða skal 10% gjald af ið- gjöldum vátryggingarfélaga, und- anþegnar líftryggingar, bruna- tryggingar húsa, skipa- og afla- tryggingar o. fl. 7. Skattur á innl. tollvörutegi undir skal vera 80% og eiga þær tekjur að nema 5.5 millj. 8. Skattar af innl. framleiðslu og þjónustu eiga að gefa í tekjur 19.9 millj. Alls hafa hér verið taldar tekj- ur 201.6 millj. — Auk þess er gert ráð fyrir gjaldi af duldum greiðslum o. fl. 30.7 millj. Verða þessar tekjur þá í heild 232.3 millj. og fær útflutningssjóður 80%, en ríkissjóður 20. Stórejgnaskattur Innheimta á á næstu árum sér- stakan stóreignaskatt a. m. k. 80 millj., þar af skal innheimta 15 millj. strax eftir álagningu og fénu varið til íbúðabygginga. Skattfríðindi láglaunamanna og sjómanna Lækka á um þriðjung tekju- skatf þeirra fjölskyldumanna, sem hafa innan við 45 þús. kr. tekjur, og einhleypinga með innan við 35 þús. kr. tekjur. Sjóklæðafrádráttur sjómanna verður um það bil tvöfaldaður og þsim auk þess veitt talsverð skatt- fríðindi. Hámarksverð og verðlags- eftirlit Sett verður á fót strangt verð- lagseftirlit og álagning lækkuð. Skal ráðherra skipa verðlags-' stjóra, sem leyta skal samstarfs við stéttasamtökin um land allt. Kaupgjaldsmál Kaupgjald skal greitt eftir vísi- tölunni 178 til loka febrúarmán- aðar n, k., en eftir það skal kaup breytast eins og útreiknuð kaup- gjaldsvísitala segir til um, þó svo, að 6 vísitölustig skulu bundin framvegis, einnig hva:ð snertir verð. landbúnaðarvara. Fiskverð til _ bátasjómanna hækkar úr 130 au. í 138 au. pr. kg. af þorski. Nýjar Iagasetn,ingar boðaðar Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni á næstunni fly.tja nokkur frumvörp, sum beinlínis í sambandi við það mál, sem hér hefur verið rætt. Eru það frum- vörp um lækkun tekjuskatts á láglaunum, um aukin skattfríð- indi og stóreignaskatt. — Þá mun hún og flytja frumvörp um húsa- leigu, endurskipulagningu banka- mála og endurskipulagningu út- flutningsverzlunarinnar, en hún er nú sumpart í 'höndum einokunar-1 hringa íhaldsins, sem miskunnar- laust hafa notað aðstöðu sína til að féfletta landsmenn. Nægir þar að minna á saltfiskhringinn, sem hvað eftir annað hefur orðið upp- vís að hinum svívirðilfljgustu brögðum til að hafa fé af fram- leiðendum. Ólík vinnubrögð Síðustu rikisstjórnir hafa með öllu neitað að hafa samstarf við stéttasamtökin, þegar gera hefur þurft ráðstafanir til að halda út- flutningsframleiðslunni gangandi. Niðurstaðan hefur jafnan verið sú, að byrðunum hefur verið velt yfir á bak almennings, en þeim hlíft, sem hagnazt hafa á viðskiptn um við útgerðina. Þetta hefur aft- ur leitt til tíðra verkfalla og alls- konar truflana í atvinnulífinu, sem aftur hafa orðið orsök minni framleiðslu. Hér við bætist, að ráð. stafanir hafa ekki verið gerðar í tíma og hefur það leitt til stöðv- ana veiða vikum saman oft og einatt. Nú eru vinnubrögðin önnur. Nú eru trúnaðarmenn launþega og framleiðenda kvaddir til samráða og reynt að tryggja að þessir að- ilar fallist á fyrirhugaðar aðgerð- ir. Með þessu vinnst, að verk- fallshætta verður minni og trufl- anir í rekstrinum fátíðari. T. d. mun útgerð báta geta hafizt þeg- ar eftir áramótin. Þetta á að tryggja aukna framleiðslu. Ef íháldið réði Ef svo illa hefði tekizt til, að íhaldið hefði verið við völd, hefði það sagt alþýðunni stríð á hendur, lækkað gengið og velt öllum þung- anum yfir á almenning. Afleiðing- in hefði orðið tíð og langvinn verkföll, sem lamað hefðu stór- lega framleiðslu þjóðarinnar. Ihaldið hefði aldrei setzt að samningaborði með verklýðssam- tökunum, til að semja um lausn vandamálanna. Það hefði þjösnazt áfram í blindri þjónustu við auð- menn og okurkarla. Það er sú aðstaða, sem Alþýðu-i bandalagið fékk 1 kosningunum í sumar, sem gert hefur gæfumun- inn. lagði leið sína til Þýzkalands og Norðurlanda. Skúli er frjór í kennslu og fund- vís á margt sem vel má fara. Hjá honum hef ég séð sérstaklega smekklegar og vel unnar vinnu- bækur barna. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsskap austfirzkra kennara. Með honum hefur veri gott og gaman að starfa. Hann er mikill fundarmaður, enda mjög vanur ræðumennsku. Hann er mælskur og málhagur og ræður hans eru heitar. Skúli er hressilegur og aðsóps- mikill. Það gustar af andlegri fyr- irmennsku þar sem hann er á ferð. Hann er Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur að Óseyri við Stöðvarfjörð, sonur hjónanna Þorsteins Mýrmanns og Guðríðar Guttormsdóttur. Sem að líkum lætur ann hann Austurlandi og um það ort: Meðan hjalar sær við sand sjónir vaka og minni. Aldrei glatar Austurland undrafegurð sinni. Snemma fór hann að ríma og búa til bögu. Um ferskeytluna hefur hann þetta kveðið: Ferhendan er flestum skjól fyrir blaki af hrinum, yljar þjóð um byggð og ból, bezf þó sínum vinum. Þó hann hafi mörgum stund- Mér er sagt að þú sért að verða fimmtugur, Skúli. í tilefni þeirra tímamóta langar mig til að mega færa þér beztu heillaóskir frá stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Þegar UlA hóf göngu sína fyrir rúmum 15 árum, varst þú einróma kjörinn formaður og hefur gegnt því starfi óslitið, að tveim árum Dr bænum Nausíahvammur — ekki Skuggahlíð. Horfið hefur verið fráþví að hafa í Skuggahlíð tæki þau, sem bæta eiga hlustunarskilyrði hér í byggðarlaginu. Verða þau sett upp í Naustahvammi hér í bænum. Talið er að verki þessu muni lokið fyrir jól, og eins að hlust- unarskilyrði batni stórlega við þessar framkvæmdir. Sölubúðum verður lokað ld. 1 á aðfangadag og gamlársdag. um notið einn yls stökunnar hef- ur hann meira að gert í bundnu máli og ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Hann hefur og samið vinsælar barnabækur sem vekja áhuga hinna ungu fyrir náttúr- unni, fegurð hennar, gróðri og dýralífi. Málfar bókanna ber merki hins orðhaga hagyrðings. I bókinni Börnin hlæja og hoppa, eru til dæmis heiti þátt- anna þannig að hljómi: Kolbrún og köngulóin, Kalli og kletturinn o. s. frv. Flestir þættirnir byrja líka á frumortri bögu um efnið. Það er hverjum hollt að eiga hugðarefni og geta sinnt þeim, þegar stund gefst frá skyldustörf- unum. Skúli er svo lánsamur að geta horfið inn í heim orðlistarinnar á slíkum stundum og verið þar einn að leik. Heimilið er þó mesta hamingja hans, konan og börnin. Hann er kvæntur Önnu Sigurð- ardóttur, Þórólfssonar, skóla- stjóra að Hvítárbakka, og eiga þau þrjú efnileg börn. Margar hlýjar kveðjur munu þangað berast á þessum merku tímamótum í lífi húsbóndans. Austfirzkir kennarar senda þér, Skúli, alúðarkveðjur og árnaðar- óskir og þakka unnin störf. Ég þakka þér fyrir ánægjuleg og vax- andi kynni. Lifðu heill. Sigfús Jóelsson. undanskildum, þar til á sl. vori þegar þú baðst undan endurkosn- ingu eflaust m. a. vegna þess að þú avaldir þá erlendis. Það var engin tilviljun að þér var falið þetta forystuhlutverk. Margt stuðlaði þar að. Áhugi þinn á félagsmálum al- mennt, náin og löng kynni á starf- semi ungmennafélaga og msðfædd- ir forystuhæfileikar. Við, sem höf- um starfað með þér í stjórn UlA, vitum mæta vel hve mikið starf og margþætt þú hefur lagt þeim sam- tökum, bæði heima fyrir og út á við ekki síður. Á þingum UMF íslands og ann- arra heildarsamtaka og ung- menna- og íþróttahreyfingarinnar, varst þú alltaf hinn skörulegi og skeleggi fulltrúi UlA og aflaðir sambandinu virðingar og álits. Þessi fátæklegu orð eiga að vera lítill þakklætisvottur frá núverandi stjórn UlA fyrir allt, sem því hef- ur unnið í þess þágu. Lifðu heill, Skúli. Islandi allt. Gunnar Ólafsson. (Form. UlA). Afmælisk veðj a til Skúla Þorsteinssonar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.