Austurland


Austurland - 23.08.1957, Side 1

Austurland - 23.08.1957, Side 1
Málgagn sósfalista 7. árgangur. Neskaupstað, 23. á Anstnr landi ágúst 1957. 30. tölublað. Bygging síldarverksmiðj u er hagsmunamál allra bæjarbúa í fyrrakvöld boðaði stjórn Sam- vinnufélags útgerðarmanna til stofnfundar hlutafélags, er reisa skyldi og reka síldarverksmiðju iiér í bænum og skyldi þátttaka öiium heimil. Af félagsstofnun- inni varð þó ekki þar sem í Ijós kom, að helmingur síldarútvegs- manna höfðu önnur sjónarmið í málinu, vildu stofna lokað félag eigenda 12 síldarbáta og 4 ann- arra aðila, enda yrði tryggt, að útgerðarmenn hefðu tögl og hagldir í félaginu. Þetta sjónar- mið hafði ekki komið fram áður og varð það úr að félagsstofnun- inni var frestað, vonandi þó ekki til ’aunframa, því málið þolir ekki bið, ef tími á að vinnast til að Ijúka framkvæmdum óskapa- laust fyrir næstu síldarvertíð. Sameiginlegra átaka er þörf Bygging síldarverksmiðju með 2500 mála afköstum, er stórmál og hún verður ekki hrist fram úr erminni. Telja má fullvíst að hún kosti 10—15 milljónir með hæfi- legum þróm, lýsisgeymi, mjölhúsi og löndunartækjum. Það er því á- reiðanlegt, að ekki veitir af því að sameinaðir séu til þeirra átaka allir þeir aðilar, sem eitthvað vilja á sig leggja til að hrinda málinu í framkvæmd. Og því fleiri sem að baki fyrirtækisins standa, því auðveldara er að hrinda því í framkvæmd og því meira trausts nýtur það hjá rík- isstjórn og lánsstofnunum. Takist ekki samstarf allra þeirra, sem ■\ ilja leggja málinu lið, er þvi stefnt í beinan voða. Hver á að eiga bræðsluna Vera kann, að sumir séu þeirr- ar skoðunar, að litlu eða engu máli skipti hver á bræðsluna og rekur. Þetta er mesti misskilning- ur. Jafnhliða því, sem bræðslan er byggð, þarf að gera ráðstaf- anir til þess, að fyrirbyggja að hún lendi í höndum aðija, sera i engu sambandi standa við út gerðina. Það sjónarmið hefur komið fram, að útgerðarmenn yrðu að tryg-gja sér umráð yfir bræðsl- unni. Hér eru nú 12 síldarbátar og gert er ráð fyrir að eigendur þeirra verði hluthafar. En hver er kominn til að segja hverjir verða útgerðarmenn eftir nokkur ár? Þetta er breytingum undir- orpið, menn hætta að gera út af einhverjum ástæðum og nýir menn hefja útgerð. Innan skamms gæti því farið svo, að síldar\rerksmiðj- an væri í höndum einstaklinga, sem ekki kæmu nálægt útgerð. Skynsamlegast er að samtök fólltsins í bænum s. s. samvínnu- félög og bæjarfélagið, væru stórir aðilar í þcssum samtökum. Það er haldbærasta tryggingin gegn þeirri hættu, að fyrirtækið lendi í höndum aðila, sem ekkert lífrænt samband hafa við framleiðsluna. Þessi samtök hafa líka mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við síldarverksmiðju og það hlýtur að vera þeirra áhugamál, að sem mest sé greitt fyrir viðskiptum Norðfjarðarbáta við verksmiðj- una. Ekkert einkamála útgerðar- manna Því fer víðs fjarri, að bygging síldarverksmiðju sé eitthvert einkamál útgerðarmanna, þó ekki verði á móti því mælt, að þeir hafa þar hagsmuna að gæta um- fram flesta eða alla aðra. Ekki má gleyma þvi, að sjómenn eiga nær helmiing aflans. Hvaða rétt- læti er í því að gefa þeim ekki kost á þátttöku í þessum samtök um? Ýms fyrirtæki önnur en sam- vinnufélögin, hefðu mikinn hag af starfrækslu síldarbræðslu. Má þar til nefna verzlanir, vélsmiðju og skipasmíðastöð. Viðskipti við þessa aðila mundu vaxa til mik- illa muna við auknar hingaðkom- ur síldarbáta. Hvers vegna skyldi þessum aðilum ekki leyfast að leggja fram fé til að þessi við- skipti geti tekizt? Bæjarfélagið hefur mjög mikilla hagsmuna að gæta i þessu máli. Síldarverk- smiðja mundi væntanlega þýða stórauknar tekjur hafnarsjóðs og auknar tekjur bæjarbúa og þar með betri og öruggari gjaldendur. Hvers vegna skyldi bærinn ekki mega leggja fram fé eftir getu til að tryggja sér þessar tekjur. Og síðast en ekki sízt er það verka- fólkið. Ekki yrði síldarbræðsla þýðingarminnst fyrir það, þvi ætla má að hún hefði í för með sér stóraukna atvinnu. Hvers vegna skyldi verkafólkinu ekki leyfast að leggja fram hlutafé til að tryggja sér aukna vinnu, ef það sér sér það fært? BæjarútgerðSn og bræðslan Svo einkennilega vill til, að ekkert hefur verið minnzt á bæj- arútgerðina í sambandi við bræðsluna. Eins og kunnugt er á bærinn nú einn togara og líkur fyrir að hann eignist annan fljót- lega. Ekkert er líklegra en að því rcki að bæjarútgerðin geri út tog- ara til síldveiða, auk þess sem.bú- ast má við talsverðri löndun á karfa til bræðslu á hverju ári. Ekkert er eðlilegra en bæjar- stjórn hafi áhuga fyrir að tryggja að slíkur afli gæti orðið hagnýtt- ur hér heima. Hvers vegna skyldu í mörgum sjómannabæjum inn- lendum sem erlendum eru starf- rækt sjómannaheimili eða sjó- mannastofur. Af slikum stofnun- um hér á landi er Sjómannaheim- il' stúkunnar Framsókn á Siglu- firði þekktast. Öllum sjómönnum sem ég hef talað við og þar hafa komið ber saman um að þangað sé gott að koma, vistlegt og frið- sælt þar sem sjómaðurinn geti notið fullkomins næðis frá skark- ala og svalli, sem oftast fylgir hafnarbæjum. í sumar, og raunar mörg undan- farin sumur, hefur Neskaupstað- ur haft á sér svip hafnarbæjar. Hér .hafa oft döguín saman legið inni fjölmörg skip. Skipshafnir þessara skipa hafa haft að fáu að hverfa, en rölt hér mest um göt- ur og stundum borið nokkuð á drykkjuskap. Mjög þykir mér líklegt að sjó- mannastofa, þar sem hægt væri 7 menn, sem í dag eru útgerðar- menn, komast upp með að meina bænum að leggja fram það sem hann telur sér fært, til að tryggja að hægt sé að losna við væntan- legan síldar- og karfaafla togara með góðu móti? Og hvemig sem allt gengur, má fullvíst teljast, að bærinn leggi verksmiðjunni til miklu meira hráefni en nokkur að- ili annar. ' Allt það, sem hér hefur verið drepið á, er ástæða fyrir menn að hugleiða. Og það yrði að telja mjög miður farið, ef ekki yrði begar í upphafi tryggilega frá þvi gengið, að verksmiðjan lendi ekki í höndum einstaklinga. Hún á að vera fyrst og fremst í höndum samtaka fólksins eins og öll önn- ur stærstu framleiðslutæki þessa bæjar, að fiskibátum undanskild- um. Það ætti a. m. k. ekki að þurfa að verða ágreiningsefni við þá, sem telja sig sjálfkjörna tals- menn samvinnustefnunnar, þó reynt sé að tryggja samvinnu- samtökunum sem sterkust ítök í stjórn væntanlegrar verksmiðju. Vonandi tekst að samræma til fulls þau sjónarmið, sem uppi eru í máli þessu, svo sá ágreiningur þurfi ekki að spilla fyrir þessu mikla hagsmuna- og áhugamáli bæjarbúa. að fá veitingar með vægu verði, lesa blöð og bækur, tefla o. fl„ hefði verið vel þegin af þessum stóra hópi sjómanna. Hér er nú að rísa stórt og vand- að félagsheimili þar sem fjöl- þættri menningarstarfsemi hefur verið ætlaður samastaður. Þar er meðal annars gert ráð fyrir tóm- stundaheimili og er því ætlað mikið húsrými, eins er og gert ráð fyrir stórum lestrarsal í sam- bandi við bókasafn. I báðum þessúm salarkynnum álít ég að til mála komi að reka sjómannastofu yfir sumarið. Ég veit að sumir munu telja lítt tímabært að tala um slíkan rekstur í húsi sem ekki er hálf byggt. Það er að vísu rétt að okk- ar félagsheimili á langt í land en það er líka jafnvist að sjómanna- stofa verður ekki útbúin svo vel sé á fáum vikum. Til þess þarf Framhald á 3. síðu. Sjómannastoía

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.