Austurland


Austurland - 23.08.1957, Qupperneq 3

Austurland - 23.08.1957, Qupperneq 3
Neskaupstað, 23. ágúst 1957. AUSTUHLAND F 3 Sleppt úr haldi Fólki því, sem verið hafði í sótt- kví og frá er sagt á öðrum stað í blaðinu, var leyft að fara heim til sín í fyrrakvöld eftir sólar- hrings dvöl á Bjargi. Ástæðan fyrir því að sóttvörn- um var hætt, var sú, að heilbrigð- isyfirvöldin höfðu ákveðið að taka ekki upp almennar varnir gegn Asíuinfluenzunni, enda mun hún þegar fyrir nokkru hafa náð hér fótfestu. Ákvörðun heilbrigðisyf- irvaldanna mun hafa verið tekin í samráði við nágrannalönd okk- ar, en þar hefur faraldurinn stungið sér niður, en sóttvörnum hætt. Inflúenza þessi breiðist vafa- laust út með Moskvaförunum og öðrum ferðamönnum. í gær var frá því skýrt að til Svíþjóðar hefði hún borizt með skátum, sem sóttu skátamót í Englandi. Bæjarstjórnin hér sá ekki á- stæðu til að halda fólkinu í sótt- kví eftir að fréttist um ákvörð- un heilbrigðisstjórnarinnar, enda hefði það verið gagnslaust, nema jafnframt hefði verið sett sam- göngubann við bæinn um ófyrir- sjáanlegan tíma. Því banni hefði verið mjög erfitt að framfylgja og svo dýrt í framkvæmd, að varla er í það leggjandi að halda uppi vörnum gegn svo vægum sjúkdómi, sem hér virðist á ferð-J inni. Sem sagt: Bærinn er ekki yfir- valdslaus lengur, Atyinnutækj anefnd tii Austfjarða Eins og kunnugt er er starf- andi á vegum ríkisstjórnarinnar svokölluð atvinnutækjanefnd. Hlutverk hennar er að fylgjast með ástandi atvinnumála í hin- um ýmsu byggðarlögum og að gera tillögur um öflun nýrra at- vinnutækja fyrir þá staði, sem þess þurfa, svo og að gera tillög- ur um skiptingu þeirra atvinnu- tækja, sem aflað er á vegum rík- isstjórnarinnar. Atvinnutækjanefnd hefur gert sér mikið far um að afla sér sem haldbeztra upplýsinga um at- vinnuástandið á hverjum stað, bæði með skýrslusöfnun og heim- sóknum í byggðarlögin. Nú á næstunni mun nefndin ferðast um Austurland og ræða við sveitarstjórnir og stjórn Fjórðungsþings Austfjarða um atvinnumál. Mun nefndin væntair- lega fara til Hornafjarðar um miðja næstu viku og halda síðan sem leið liggur norður firðina. Gjafir og áheiit til Sjúkrahússins. Gjöf B. J. Nesk. kr. 200.00, frá konu á Fáskrúðsfirði kr. 500.00, áheit frá NN kr. 50.00, áheit frá NN kr. 100.00, áheit frá NN kr. 50. — Með þakklæti móttekið. Stefán Þorleifsson, N orSfjarSarbió Glötuð ævi j Amerísk stórmynd, gerð eftir frásögn í metsölubók- inni „Amatomy of a Crime“, um ævi afbrotamanns og hið fræga „Boston rán“, eiitt mesta og djarfasta peninga- rán, er um getur. Aðalhlutverk: Toni Curijs, Julia Adams George Nader. Sýnd föstudag (í kvöld) kl. 9. Myndasafn Sýnd sunnudag kl. 5. Ótti Frábærlega gerð og afburða vel leikin þýzk stórmynd með Ingrid Bergman í aðalhlut- verki. Leikstjóri er Koberto Rosselline Sýnd laugardag kl. 9. Sýnd suimudag kl. 9. Ath.: Kvikmyndin verður send út í næstu viku. Er því enginn möguleiki að hafa fleiri sýningar á myndinni. Sóttkví Framhald af 4. síðu. á að komast um borð, að þeir máttu ekki vera að því að bíða þess að skipið fengi löglega af- greiðlu. í þeim hópi eru, auk toll- varðarins (sóttgæzlumanns), stað- gengill bæjarfógeta, lögiregilu- þjónn, hafnarvörður og tveir ígripa-löggæzlumenn. Alls eru í sóttkví um 20 manns. Þar á með- al verður að telja að sé öll sótt- varnranefndin, nema héraðslækn- irinn, sem þó hefði máske verið ástæða til að hafa með í hópnum, því eðlilega komst hann ekki hjá að hafa mök við skipið og far- þega þess. Auðséð var á sumum þeirra, sem ruðst höfðu um borð, að Rússar höfðu gert sér ailt far um að láta þeim ekki leiðast í prís- undinni, því í hópnum mátti sjá nokkra þeirra „vel drukkna“ og létu sumir all-dólgslega. Hafa þeir hvorki orðið sjálfum sér né öðrum til neins sóma með fram- ferði sínu, en hinsvegar orðið gott fréttaefni fyrir blöð og útvarp. Fólk þyrfti sannarlega að temja scr aðra umgengnishætti í sam- bcndi við skipakomur frá útlönd- um og hvorki láta brennivíns- þorsta eða annað knýja sig til lögbrota Og sérstaklega verður að gera þá kröfu til þeirra, sem laga og réttar eiga að gæta, að þeir hafi ekki forgöngu um að fótumtroða lögin. Hið rússneska skip hélt áleiðis til Reykjavíkur nokkru fyrir klukkan 9 um kvöldið. Á þvi var 75 manna áhöfn. (21. | Oxlar með hjóhim | fyrir aftanívagna og kerrur, bæði vörubíla- og fólksbílahjól á öxlum. Líka beizlisgrindur fyrir kassa og heygrind. Jeppakerra. : ■ Til sölu hjá Kristjáni Júliussyni, Vesturgötu 22, Reykja- | víb, sími 81040. — Póstkröfusendi. * i Skyggnilýsingar hefur frú Lára Ágústsdóttir miðill í Samkomuhúsinu í Nes- kaupstað föstudaginn 23. ág. 1957 kl. 20.30. Aðgöngumiðar við innganginn. ■w Bíll iil sölu Studebaker fólksbifreið, smíðaár 1942 í ágætu lagi, er til sölu. Óskar Jónsson. Aivinna ■ ■ ■ Okkur vantar nokkra trésmiði og járniðnaðarmenn : nú þegar. Getum bætt við einum nema í skipasmíði. : ■ ■ Dráttarbrautin h. f. Það á að vigta síldina Eins og kunnugt er er síld, sem látin er í hinar stærri síldarverk- smiðjur, mæld en ekki vegin. Vafalaust eru síldarmálin lög- gilt og ekki er að. efa að þau eru rétt, svo langt sem það nær. En við löggildingu málanna er notuð ný síld. Aftur á móti er mjög oft landað gamalli síld og þykjast sjómenn þess fullvissir að þá tekur síldarmálið miklu meiri þunga, en þegar riý síld er mæld. Sérstaklega hefur sjómönnum þótt áberandi hve sviknir þeir eru á málinu, þegar þeir höfðu til samanburðar vigtun á síld hjá litlu verksmiðjunum hér eystra. Heyrt hef ég af' einum skipstjóra, sem taldi sig. hafa í báti sínum um 370 mál miðað við löndun á Raufarhöfn, en reyndist vigtað 440 mál. Það á að vera ákveðin krafa, sjómanna og útgerðarmanna, að bræðslusíld sé skilyrðislaust vegin. Anstnrland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu Binni í viku. Lausasala kr. 2.00. MSSPRENT H-P Tapatl-Funclitl Hjólkoppur, gulur að lit ■ ■ með rauðum stöfum, af Play- : mouth-bíl, tapaðist milli Eski-: fjarðar og Norðfjarðar. Finn-» j andi vinsamlegast skili honum : til Þorleifs Jónssonar Eskifirði.: - fi j : .■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■• Grímsárvirkjun seinkar Upphaflega var svo ráð fyrir gert, að Grímsárvirkjun yrði lokið 15. nóv. í haust, en að undanförnu hefur verið talið að stöðin mundi fullbúin um áramót. Jakob Gíslason, raforkumála- stjóri, lét upp það álit á Reyðar- firði á mánudaginn, að virkjunin mundi ekki geta tekið til starfa fyrr en eftir áramót, vegna ófyr- irsjáanlegra tafa, sem orðið hafa á verkinu. Enda þótt Grímsárvirkjun verði ekki lokið fyrr en eftir áramót, taka Rafmagnsveitur ríkisins við rekstri rafstöðvarinnar í Nes- kaupstað 1. jan. nk. — Rafmagns- veiturnar tóku við rekstri raf- veitunnar á Seyðisfirði 1. ágúst.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.