Austurland - 19.02.1960, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalisía á Austnriandi
10. árgangur. Neskaupstað, 19. íebrúar 1960. 7. tölublað.
Er logaraúigerð Ausi-
firðinga að leggjasi niður
Að undanförnu hafa miklir
erfiðleikar mætt togaraútgerð
Austfirðinga og full ástæða er til
að óttast, að hún sé nú í þann veg-
inn að leggjast niður í bili.
Allir vita hvemig fór um Seyð-
irfjarðartogarann. Hann er nú
rekinn af stjórnargæðingi í Hafn-
arfirði fyrir ríkisins reikning. Og
togarar Austfrðings hf. hafa leg-
ið síðan í haust og eru naumast
lengur í höndum félagsins. Þarf
varla að gera því skóna, að þess-
ir þrír togarar verði framvegir
austfirzk framleiðslutæki,
Þrot togaraútgerðinnar á þess-
um stöðum mun hafa í för með
sér mikinn fjárhagslegan skell
fyrir þau sveitarfélög, sem að
stóðu.
Nú eru allar horfur á, að tog-
araútgerðin í Neskaupstað sé að
fara sömu leiðina. Og það er um
þessa útgerð, sem fjallað verður
hér á eftir.
Upphaf togaraútgerðarinnar
og gildi hennar
Þessi útgerð hófst árið 1947.
Hún hafði geysimikla þýðingu
mörg næstu árin og það er fyrst
og fremst hún, sem stóð undir at-
vinnulífi bæjarins og gerði marg-
háttaðar framkvæmda mögulegar.
Má ljóslega ganga úr skugga um
þetta, ef athugaðar eru skýrslur
um löndun togaranna hér heima á
þessum árum. Ef þeirra hefði ekki
notið við, má fullyrða að fólks-
straumurinn úr bænum hefði orð-
ið enn stórkostlegri en raun varð
á.
Það er staðreynd, að um skeið
kota naer allur sá fiskur, sem
hingað barst frá togurunum og
má á því glögglega sjá, hver
liefði orðið afkoma almennings og
ýmissa fyrirtækja hér i bænum,
ef þeirra hefði ekki notið við.
Og mikill hluti áhafnanna voru
Norðfirðingar. Er vitað, að marg-
ir þeirra dugmiklu sjómanna
hefðu flutzt úr bænum, ef ekki
hefði verið kostur á skipsrúm-
unum á togurunum.
En fjárþagslega átti útgerðin 1
alltaf viö mikla og vaxandi erfið-
leika að etja.
Endalok þeirra togara, sem
hingað komu 1947 urðu hörmuleg
og þarf ekki að rifja þau upp.
En þeir skildu eftir sig milljóna-
töp, sem lentu á bænum, og hafa
hvílt mjög þungt á honum síð-
an.
Útgerð Gerpis
Fyrir þrem árum hófst svo út-
gerð Gerpis og voru miklar vonir
við þá útgerð bundnar. En útgerð-
in hefur gengið illa, afli hefur
oftast verið lítill og þar við bætt-
ist stórkostlegt áfall vegna vélar-
bilunar. Síðasta misserið hefur þó
aflatregðan keyrt um þverbak.
Skipið hefur jafnan verið rekið
með halla, sem farið hefur vax-
andi.
1 vetur var svo komið, að engin
tök voru á að manna skipið nema
ákveðið væri að selja aflann er-
lendis. Og aðeins sárafáir Norð-
firðingar voru um borð í skipinu.
Það var sem sé svo komið, að
fyrir Norðfirðinga hafði útgerð-
in ekkert atvinnulegt gildi, en á-
fram var það rekið með miklum
halla. Það var því ljóst, að í full-
komið óefni stefndi og að ef
engin breyting yrði á, hlaut þetta
að enda með því, að skipið yrði
tekið af tiænum jóg (hann sæti
eftir með ný milljónatöp. Var þvi
engin furða þó bæjaryfirvöldin
gerðust áhyggjufull um framtíð
útgerðarinnar.
Skipinu lagt
Nú er svo komið, að skipið hef-
ur verið bundið við hafnarbakkann
í Reykjavík og engar líkur til þess
að það verði leyst fyrr en eftir
tvo mánuði eða svo. Það er fyrst
og fremst mannekla, sem veldur
því, að skipinu hefur verið lagt,
en jaifnHramt fjfjrhagsörðugleik-
ar og almenn aflatregða á tog-
ara.
Selt eða leigt?
Útgerðarstjórnin hefur fjallað
um þetta mál, og ákvað að fela
framkvæmdastjóranum að athuga
möguleikana á, að leigja skipið
eða selja. Naumast þarf að taka
fram, að þó stjórnin láti rann-
saka sölumöguleika, hefur hún
ekki vald til að selja skipið. Til
þess hefur bæjarstjórnin ein
vald.
Horfumst í augu við stað-
reyndir
Það er vissulega engum sem að
kaupum þessa skips stóð, sárs-
aukalaust að selja það eða leigja.
En hér dugar ekki annað en að
Árgæzka
Árið 1959 var okkur Vopnfirð-
ingum gott og gjöfult ár og sá
merki áfangi, sem náðist árið áð-
ur — bygging síldarverksmiðju —
gaf ríkulegan ávöxt.
Veðurguðirnir fóru um okkur
mildum höndum, og stórviðrin á
öndverðu árinu sneiddu hér hjá
garði meir .en víðast annarsstaS-
ar. Veturinn í heild var góður og
vorið óvenju hlýtt, sumarið gaf
ííkulega og velverkaða uppskeru,
haust og vetur til áramóta frem-
ur gott, þó óvenju snemma þyrfti
að taka fé til hýsingar vegna
dimmviðris sem kom öllum á ó-
vart 8. nóvember og olli fjárskaða
og óhemju fyrirhöfn á allmorgum
bæjum.
Þau óveður, sem annarsstaðar
geysuðu og leiddu af sér sjóslys-
in miklu í febrúar, snertu okkur
•þó ekki minna en aðra. Tveir
kornungir efnismenn héðan fór-
•ust með Hermóöi og var að þeim
mikill mannskaði. Þeir hétu: Ein-
ar Björnsson, Jóhannssonar skóla
stjóra á Vopnafirði og Kristján
Friðbjörnsson, Einarssonar flokk-
stjóra hjá vegagerðinni. For-
eldrar þeirra eru á lífi og stórir
systkinahópar.
horfast í augu við staðreyndirnar
án.allrar tilfinningasemi.
Verði haidið áfram sem horfir
er fullvíst, að lánardrottnar ganga
að útgerðinni. Skipið verður þá
lagt út einhverjum veðhafa, en
bærinn situr eftir með milljóna-
töp. Þetta. verður að forðast. Svo
langt má þetta aldrei ganga. Við
verður að vera fyrri til og salja
skipið, ef við eftir nákvæma rann-
sókn óg yfirvegun komumst að
þeirri niðurstöðu, að vonlaust sé
að halda skipinu.
Verði Gerpir seldur frjálsri
sölu, og á verði, sem nálgast að
vera sannvirði, verður unnt að
greiða allar skuldir, sem á útgerð-
inni hvíla, þar á meða.l það, sem
bæjarsjóður hefur lagt í skipið
1,5-2 milljónir króna. Meira að
Framhald á 2. síðu.
Sildarverksmiðjan. Mikil
framleiðsla, en söiutregða og
verðfall.
Allmargt fólk fór héðan á ver-
tíð í fyrra eins og jafnan áður,
en atvinna hófst snemma vors
við Síldarverksmiðjuna og fleiri
framkvæmdir og var mjög mikil
atvinna til áramóta. Síldarverk-
smiðja Vopnafjarðarhrepps tók á
móti rúmlega 138 þús. málum
síldar og vann úr því magni ca.
2,900 tonn af mjöli og um 3,000
tonn af lýsi.
Það skyggir mjög á ánægju
hreppsbúa yfir þessari miklu
framleiðslu, að meira en helming-
ur af lýsinu er óseldur og ein 750
tonn seld af mjöli. Nú hefur verð
á báðum þessum framleiðsluvör-
um lækkað um a. m. k. 1000 kr.
á tonnið.
Lánsfjárskortur tefur frek-
ari framkvæmdir
Þessi sölutregða og daufar und-
irtektir stjórnarvalda um lán til
frekari framkvæmda hjálpast að
að draga úr framkvæmdum við
verksmiðjuna í ár, þó verður mjöl-
húsið stækkað um helming og á þá
að taka allt að 3.000 lestum af
Framhald á 2. síðu.
Fréltabréf frá
Vopnafirði