Austurland - 19.02.1960, Blaðsíða 4
AUSTURLAND
Neskaupstað, 19. febrúar 1960.
Frá mörgu er aö segja
Afmœlisrabb við Pál í Hrauni sjötugan
Framhald
Þar sem við sitjum og röbbum
saman í hlýrri og vistlegri stof-
unni í Hrauni, virði ég fyrir mér
stóra mynd af húsbóndanum, þar
sem hann stendur milli tveggja
gæðinga og heldur í taumana. Ég
minnist þess, að Páll hefur oft
átt góða og fallega hesta og spyr
hann hvort hann hafi verið eig-
andi þessara tveggja.
— Nei, þessa hesta átti Ólafur
heitinn Gíslason, ég hirti þá fyr-
ir hann. Seinna eignaðist ég þó
annan þeirra. Og Páll bætir því
Hér í blaðinu hefur nokkuð ver-
i5 rætt um áhrif „bjargráðanna"
á afkomu sveitarfélaganna, en
mikið hefur skort á, að fyrir
hendi væru fullnægjandi upplýs-
ingar um þau efni til að unnt
væri að gera sér fulla grein fyrir
málinu.
Nú hefur blaðinu tekist að afla
sér nokkurra upplýsinga um þær
fyrirætlanir, sem efstar eru á
baugi hvað þetta snertir, en þó
vantar mikið á, að þær séu tæm-
andi.
Er hér um að ræðá tillögur
stjórnskipaðrar nefndar sem enn
hafa ekki verið lagðar fram í frum
varpsformi og óvíst hvort þær
verða lagðar fram óbreyttar og
eins er óvíst hvort þær hljóta stað
festingu.
Mikill kostnaðarauki.
Um það verður ekki deilt, að
„bjargráðin“ leiða af sér mjög
mikla hækkun á rekstrarkostn-
aði, en einkum þó á öllum kostn-
aði við hverskonar framkvæmdir.
Öll efnivara, hækkar stórlega í
verði og ekki verður til lengdar
staðið gegn kauphækkunum. Hlýt-
ur það að leiða til eins af tvennu,
minnkandi framkvæmda eða hækk-
andi álaga. Vaxtahækkunin, sem
fcoðuð er, leiðir einnig til stór-
aukinna útgjþlda og minnkandi
framkvæmda.
Söluskatturinn.
Gert er ráð fyrir því, að fimmt-
ungur söluskattsins renni til
sveitarfélaganna, eða 56 milljónir
króna ails á þessu ári. Skattin-
um mun skipt milli sveitarfélaga
í hlutfalli við fólksfjölda þeirra
og má þá reikna með 320 kr. 4
við, að hann hafi alltaf haft mik-
ið yndi af hestum og hesturinn sé
vitur og skemmtileg skepna.
— Já, þú hefur mikið umgeng-
ist dýrin, þar sem þú munt eink-
um hafa haldið þig að landbú-
skapnum.
— Já, víst er svo. Árið 1928
réðist ég til Páls Þormars í Þórs-
mörk. Hann hafði þá allstórt bú,
m. a. 9 kýr. Það var mikið verk að
heyja fyrir þessum gripum og
hirða. Mest allur heyskapurinn fór
fram úti á Bökkum. Þá voru ekki
vélarnar til þess að létta undir
með heyskapnum, allt unnið í
hvern íbúa, en það þýðir um 460
þúsund krónur handa Neskaup-
stað.
Frá sjónarmiði sveitarfélag-
anna er hér um jákvæða ráðstöf-
un að ræða og mun hún vega
mikið upp útgjaldaaukninguna.
Tryggingagjöldin.
Eins og kunnugt er hækka
bætur Almannatrygginganna veru
lega að krónutali og munu flestir
hafa ætlað, að sú hækkun legðist
1 með' fullum þunga á sveitarfélög-
in. Svo mun þó ekki til ætlast.
Ætlast mun til, að framlög þeirra
til trygginganna hækki um 20%,
en það svarar til 65 þús. fyrir Nes-
kaupstað. Eftir verða þá ajf sölu-
skattinum um 400 þús. kr. til að
mæta öðrum útgjöldum og hjálp-
ar það til að halda útsvörunum í
skefjum. en útsvarlækkun verður
ekki möguleg, en allt bendir til,
að hægt verði að komast af án
stórfelldrar útsvarshækkunar á
þessu ári.
Útsvarsstigi lögfestur.
Fram að þessu hefur hvert sveit
arfélag samið sinn eigin útsvars-
stiga, og hafa þeir oft verið mjög
ólíkir, þó á síðari árum hafa skap
ast nokkurt samræmi í álagninga-
reglum.
Nú er gert ráð fyrir að lög-
festa útsvarsstiga. Þó er gert ráð
fyrir því, að hann hækki eða
lækki hlutfallslega jafnt eftir
þörfum. Þarfir sveitarfélaganna
eru misjafnar og gjaldþol þegn-
anna misjafnt. Því er ekki unnt
að lögbjóða skilyrðislaust ákveð-
inn útsvarsstiga.
Framh. á 2. aíðu.
höndum. Og á vetuma að flytja
allt heyið utan frá Bökkum og
heim í Þórsmörk. Já, vinnudagur-
inn var oft langur, því sjálfur
hafði maður þá einnig nokkra
gripi.
— Varstu þá búinn að byggja
Hraun ?
— Já, ég byggði mitt hús 1924
Þá fannst flestum, sem Hraun
væri upp undir fjalli en nú er það
að verða í miðri húsaþyrpingunni.
Það var býsna erfitt að byggja
þá, engu síður en nú. Þegar ég
byrjaði að byggja. kostaði sem-
entstunnan 70 krónur, en féll svo
niður í 26 kr. Árslaun mín hjá
Sameinaða voru þá 3500 krónur.
Auk þess vann ég nokkuð 1 skipa-
vinnu, aðallega kola- og saltupp-
skipun.
— Voru árslaun þín hjá Sam-
einaða miðuð við ótakmarkaðan
vinnutíma ?
— Nei, þá var búið að stofna
verklýðsfélagið og vinnudagurinn
var ákveðinn 10 klst. og greitt
fyrir eftirvinnu. Ólafur Gíslason
hjá Sameinaða var fyrsti atvinnu-
rekandinn, sem /samþykkti það,
hinum til hinnar mestu óþurftar.
Ég man að Konráð Hjálmarsson
sagði eitt sinn við mig: „Já, hann
Ólafur tók upp á þessum and-
skota.“
Það kom strax í ljós, að allir,
sem tóku laun sín hjá öðrum,
höfðu mikinn stuðning af verklýðs
félaginu.
— Var ekki uppskipun á kol-
um og salti í þá daga vond vinna
og erfið?
— Jú, það var vond vinna, sér-
staklega þegar þurfti að bera mik-
ið á bakinu. Menn voru oft með
fleiðraðan hrygg eftir kolin og
steiktan eftir saltið.
— Ég man þá tíð, að Páll Þor-
mar var hér með refarækt. Þú
varst refahirðirinn ?
— Jú, jú hann var hér með all-
mikla refarækt, sem ég sá um.
Einnig svolítið með svínarækt.
Svín þóttu mér leiðinlegar skepn-
ur.
— En refurinn, er hann eins
kænn óg af er látið ?
— Já, refurinn er skynsöm
skepna, en grimm. I þeirri hjörð,
sem ég gætti var móraijði refur-
inn í meirihluta svo og þokkuð af
bláref og einnig 3 hvítir refir.
Mórauðu refirnir vpru mjög
grimmir við þá hvítu syo ég varð
að setja þá hvítu í sér girðingu,
sem var við hliðina á aðalgirðing-
unni, bara girt með hænsnaneti
á milli. Þessir hvítu refir féllu þó
fyrir ofsóknum og grimmd þeirra
Ahrif „bjargrád-
anna„ á afkomu
sveitarfélaganna
dökku, sem brutust inn í girðingu
þeirra og drápu þá og átu.
— þetta er rétt eins og hjá
mannskepnunni, nema þar eru það
hinir hvítu, sem ofsækja þá dökku
þótt þeir éti þá ekki.
— Sluppu aldrei refir úr girð-
ingunni hjá þér?
— Jú, það sluppu eitt sinn tveir
refir, sem Konráð, sonur Páls
átti. Þeir voru sér í girðingu. Þeir
náðust báðir eftir nokkra leit og
eltingaleik. Annan hröktum við í
sjóinn fyrir neðan Bakkabúðina
og skipaði ég Konráði að synda
á eftir honum, sem hann og gerði
og flæmdi hann rebba fljótlega
upp í fjöru, en þar greip ég dýr-
ið. Konráð var kaskur strákur.
Hinn gátum við króað af í Sig-
fúsartjörninni.
Annars var verulega gaman að
virða fyrir sér háttu rebba, þótt
þessi náttúrunnar börn nytu sín
illa í þröngri girðingunni. Þeir
voru slyngir að fela matinn hver
fyrir öðrum, stela honum síðan og
fela á nýjan leik.
Stundum gaf ég mér tíma til að
leika mér svolítið við greyin. Ég
settist þá kannski á kassa í miðri
girðingunni og lét ekkert á mér
kræla, sat, sem dauður væri. Það
leið aldrei langur tími, þar til ég
fann ,að glefsað var í jakkalaf
mitt. Fyrst varlega, með nokkru
millibili, en svo þéttar og þéttar
og fastar og fastar, og að lokum
voru öll kvikindin skriðin út úr
holum sínum til þess að ná í hluta
af ,,bráðinni“ en þegar „bráðin“
svo stökk á fætur ljóslifandi,
tvístraðist hópurinn og hver þaut
inn í sína holu.
— Þú hefur mikið umgengist
ferfætlingana og að mér virðist
á nokkuð annan hátt en flestir
aðrir.
— Jú, í þeirra hópi hef ég átt
marga góða vini.
— Ég man eftir hundi, sem þú
áttir, sem ætlaði hreint að rífa
mann í sig, ef maður sagði: Ég
skal taka í Pál, hvað þá ef maður
gerði sig líklegan til þess.
— Já, hann var skynsamur og
tryggur greyið. Annars er það
svo með allar skepnur, að hver
þeirra hefur sína vissu greind, að
yísu (mismunandi mikla. En til
þess að læra að þekkja einstakl-
ingana meðal þeirra, þá verður
maður að tala við þá líkt og við
mann. Þannig geta skapast per-
sónuleg tegnsl milli mannsins og
skepnunnar, sem oft geta orðið
skemmtileg og stundum nauðsyn-
leg fyrir þann, sem á að sjá um
alla hirðingu og umönnun skepn-
unnar.
— Jú, í vísu stendur: „Milli
manns og hests og hunds, hangir
leyniþráður.“
Það er langt síðan þú fórst að
fást við dýralækningar.
— Já, það er alllangt síðan. Ég
hef fikrað mig áfram við þetta
Framh. á S. síðu