Austurland


Austurland - 01.04.1960, Blaðsíða 2

Austurland - 01.04.1960, Blaðsíða 2
AUSTURLAND Frá degi iil dags 2 ¥ Abending til útvarpsins Á hverjum morgni segir þulur- inn akkur stutt ágrip af efni for- ystugreina helztu blaða Bretiands. Þetta er vel þegið, þó gjarnan mætti sleppa einhverju af þvi, sem okkur er sagt af hræringum kon- ungsfjölskyldunnar. Hinsvegar sé ég ekki ástæðu til að einskorða þennan fréttaflutning við Bret- land. Hvers vegna má ekki svona til tilbreytingar, flytja okkur við og við útdrátt úr forystugreinum blaða í cðrum löndum? En anna,rs var það ekki endur- sögn á forystugreinum erlendra blaða, sem ég ætlaði að gera að umtalsefni, heldur annað nærtæk- ara. Það eru nefnilega líka gefin út blöð á Islandi. Víða um land eru póstsamgöng- ur strjálar, einkum að vetrinum og í strjálbýlinu eiga menn því ekki gott með að fylgjast með gangi þjóðmá'a. Hér við bætist það, að fæstir hafa tök á að kaupa og lesa blöð allra flokka og gildir það hvar sem menn eru búsettir á Iandinu. Mér finnst það sjálfsöigð þjón- usta við útvarpshlustendur, að útvarpið flytji stuttan údrátt úr forystugreinum dagblaðanna í Reykjavík og ég efast ekki um að það yrði betur þegið en margt annað, sem útvarpið flytur akkur. En nú munu sumir segja, að með þessu yrði hlutleysi útvarps- ins brotið. Á það get ég ekki fall- izt. Með því að binda þennan fréttaflutning við forystugreinar eins blaðs frá hverjum flokki, er þeim öllum gert jafn hátt undir höfði. Ég er ekki í neinum vafa um, að útvarpið hefur á að skipa mörgum mönnum, sem treysta má til að búa svona efni til flutn- ings, án þess að persónulegar skoðanir hafi áhrif á störf þeirra. Til athugunar kæmi líka að fela blöðunum sjálfum að gera slíkan útdrátt miðaðan við, að lengd hans færi ekki fram úr 'ákveðnu marki. Ég vona, að forráðamenn út- varpsins taki þessa ábendingu til greina og mun það hljóta þakkir lilustenda fyrir. Freðsíld í bræðslu Á undanförnum árum hefur Is- lendingum opnazt nokkur markað- ur fyrir frosna síld í Austur-Ev- rópu. Markaður þessi er mjög þýðingarmikill og getur sala freð- síldar þangað farið vaxandi. Skiptir því miklu máli, að við höldum þeirri aðstöðu, sem við þar höfum náð. Viðskipti okkar við þessi lönd eru öll á vöruskiptagrundvelli. Því aðeins getum vij selt afurðir okk- ar þangað, að við kaupum aftur I jafnvirði þeirra. Nú hefur það gerzt, að ríkis- stjórnin ætlar að gefa mikinn hluta utanríkisverzlunarinnar frjálsan. Afleiðingin hefur orðið sú, að kaupsýslumenn hafa dreg- ið úr vörukaupum frá vöruskipta- löndunum og bíða eftir frílista ríkisstjórnarinnar, svo þeir geti byrjað að flytja inn „vestrænar" vörur, sem auðveldara er að braska með og eru eftirsóttari, því almenningi hefur verið talin trú um það — með réttu eða röngu, — að vestrænar vörur séu vandaðri en austrænar. En auðvitað eru vestrænar þjóðir ekkert upp á það komnar að kaupa síldina, sem vi;ð höfum fryst handa Pólverjum, en getum ekki selt þeim vegna duttlunga kaupsýslumanna. Alþýðublaðið birti fyrir tveim eða þrem dögum þá frétt, að svo kynni að fara, að mikið magn af freðsíld yrði brætt. Bar það hinn kunna útgerðarmann Sturlaug Böðvarsson á Akranesi fyrir fréttinni. Þetta er ein af afleiðingum ,,vilj- reisnarinnar". Verður uppbóta- kerfið tekið upp aftur ? Eins og kunnugt er, h'efur það verið eitt höfuðmarkmið ,viðreisn- arinnar", að hverfa frá uppbóta- kerfinu svokallaða. ,,Viðreisnin“ átti að skapa atvinnuvegunum möguleika til að komast af án uppbóta. Margt bendir til, að þess verSi ekki langt að bíða, að uppbótar- kerfið verði tekið upp aftur í ein- hverri mynd. Á öðrum stað í blað- inu er frá því skýrt hvert öng- þveiti hefur skapazt í fiskverðs- málunuim. Munu nú frystihúsaeig- endur hafa farið fram á, að upp- bótakerfið verði aftur innleitt og sjá víst ekki áðra leið til að leysa þann rembihnút, sem nú er við að eiga. Verði aftur horfið að uppbóta- kerfinu, verður sjálfsagt reynt að draga fjöður yfir ósigur stjórn- arstefnunna með því að gefa því nýtt nafn. Afturhvarf til uppbótakerfisins táknar gjaldþrot stjómarstefn- unnar. Það verður því áreiðan- lega ekki tekið upp fyrr en í fulla hnefana. En fari svo, að það verði tekið upp aftur, er brostinn starfsgrundvöllur ríkisstjómar- innar og naumast fært fyrir hana að halda völdum eftir það. Genf Á landhelgisráðstefnunni í Genf hefur ekkert gerzt, sem gefi til kynna hvað þar verður ofan á. Bandaríkjamenn hafa tekið for- ystuna fyrir þeim ríkjum, sem fjandsaimlegust eru hinum ís- lenzka málstað og berjast eins og ljón gegn þessu lífsnauðsynlega má!i okkar. Þeim fylgja flestir bandamenn okkar í Nato. Islendingar eru mjög reiðir Bandaríkjamönnum fyrir afstöðu þeirra og af Reykjavíkurblöðun- um má álykta, að í þeim efnum skiptast menn ekki eftir pólitísk- um flokkum. Fordæmingin á Bandaríkjunum fyrir afstöðu þeirra er algjör og einróma. Öflugastan stuðning hafa Is- lendingar fengið frá Sovétríkjun- um. Þeim fylgja öll sósíalistísku ríkin og mörg önnur, einkum í Asíu og Afríku og einnig í Suður- og Mið-Ameríku. Þá hafa Kan- adamenn reynzt óhvikulir banda- menn Islendinga, og halda fast við þá stefnu, sem þeir mörkuðu 1958. Enginn vafi er á því, að 12 mílna landhelgin á miklu meiri- hlutafylgi að fagna á ráðstefn- unni. En til þess að ályktanir hennar hljóti alþjóðlegt lagagildi, verða tveir þriðju þeirra ríkja, isem sækja hana, að samþykkja þær. Og það verður að játa, að ekki eru miklar líkur fyrir svo yfirgnæfandi meirihluta. Nokkur skoðanamunur er uppi milli þeirra ríkja, sem vilja út- færs'u fiskveiðilandhelginnar. Brýn nauðsyn er á því, að þess- um ríkjum takist að samræma sjónarmið sín til fullnustu og væri þá nokkur von um sigur. Það er okkar málstað líka hættulegt, að á ráðstefnunni blandast saman tvö atriði, annars vegar víðátta landhelgi, hinsveg- ar víðátta fiskveiðilögsögu. Sum- ir bandamenn okkar leggja mikla áherzlu á stækkun landhelgi, en við aftur á móti leggjum meginá- herzlu á útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Bandamenn okkar í þessu máli þurfa að ná fullri samstöðu og í því máli skiptir mestu, að hægt sé að samræma það sjónar- mið, sem Sovétríkin hafa túlkað og það, sem Kanadamenn hafa flutt. Ef ekki semst Vel getur svo farið, að ekki ná- ist tilskilinn meirihluti fyrir neinni tillögu á þessari ráðstefnu fremur en þeirri fyrri. Fari svo vaknar sú spuming í huga hvers Islendings, hvað muni gerast í viðskiptum okkar við Breta. Halda Bretar áfram að beita okkur hernaðarlegu ofbeldi, eða gefast þeir upp fyrir almenn- ingsálitinu í heiminum? Og hvað eigum við að gera, ef Bretar halda uppteknum hætti? Að svo stöddu verðum við að ganga út frá því að Bretar haldi áfram ofbeldisaðgerðum sínum. Neskaupstað, 1. april 1960. En við megum aldrei gefast upp. Við megum ekki láta undan síga um hársbreidd fyrir ofbeldinu. Ef við erum staðfastir og stöndum fast á rétti okkar án þess að láta nokkurn tíma bilbug á okkur finna, sigrum við brezka ljónið fyrr eða síðar. Að þvi kemur, að það snautar í bæli sitt með skottið á miSli fótanna. Aldan rís Margir munu hafa orðið hissa í gærkvöldi, þegar tilkynningalest- ur hófst í útvarpinu klukkan tíu mínútur yfir sjö, eða hálftíma fyrr en venjulega. Það var engu líkara en jólin væru í námd og kaupahéðn ar hefðu úti öll, spjót til að pranga út varningi sínum. En þessi nýbreytni vissi ekki á gott. Það var verið að auglýsa viðreisnarverðið. 1 dag er nefni- lega 1. apríl, dagurinn sem sölu- skatturinn kemur til framkvæmda. Það var verið að auglýsa hækkun <á verði þeirra vara, sem háðar eru verðlagsákvæðum. Einnig voru auglýstar ýmsar verðhækk- anir vegna gengislækkunarinnar. Allar vörur í landinu hækka í dag í verði og ýmsar verzlanir aug- lýstu 'okun sölubúða vegna út- reikninga á viðreisnarverðinu. Verðtafla sú, sem birt er á fyrstu síðu, er þegar úrelt. Svo ör- ar eru verðhækkanimar. Meðal annars hækkar verð flestra búvara og neyzlufiskur. Einnig brauðvörur. Kaffi hækkar nú í annað sinn á fáum vikum og ikostar nú 46 kr. kg. brennt og maláð. Viðreisnarverð á benzíni hækk- ar í 4 kr. líterinn úr kr. 3.02 fyr- ir viðreisnina. Olía til húsakynd- ingar hækkar úr kr. 1.08 líterinn í kr. 1.35. Allt hækkar — nema kaup. En nú geta launþegasamtökin ekki beðið öFu lengur. Árásin á al- þýðuheimilin er svo geigvænleg, að ekki verður hjá því komizt að snúast til varnar. Skömmtun liætt Frá því í stríðsbyrjun haustið 1939 hefur vöruskömmtun átt sér stað á íslandi. Um mörg ár hefur þessi skömmtun aðeins náð til smjörs og smjörlíkis. Raunar hef- ur hér ekki verið um eiginlega skömmtun að ræða1, heldur aðferð til aö greiða niður verð þessarar vöru. Allir gátu keypt þessar vör- ur miðalaust, en fyrir hærra verð. Þessi niðurgreiðsla hefur mun- að almenning nokkru. Hér í bæ mun hafa verið úthlutað skömmt- unarseðlum, sem jafngiltu 25 þús. kr. niðurgreiðslu á mánuði. Ekki er meiningin að hætta nið- urgreiðslu þessara vara. Fram- vegis á hún að ná til alls smjörs og smjörlíkis og verð vörunnar á að verða meðaltal verCs skammt- aðrar og óskammtaðrar vöru. Þetta þýðir, að verð á smjöri og smjörlíki til heimilanna hækkar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.