Austurland - 01.04.1960, Blaðsíða 4
4
AUSTURLAND
Leikvallagerð
'gæzluhúsið staðið, með snyrtiher-
bergjum, herbergi fyrir fóstru og
geymslu fyrir leiktæki, sem ekki
væru í notkun.
Fyrir 10 árum réðst bærinn í
að stofn- og starfrækja dagheim-
ili í barnaskólanum og hefur það
verið starfrækt allt til þessa
með prýðis árangri.
Allt að 60 börn hafa dvalið þar
á hverju sumri, frá kl. 9 á morgn-
ana til 6 á kvöldin, undir umsjá
lærðrar fóstru, og fyrir mjög lágt
verð, og er ekki að efa að þær
mæður, sem sent hafa böm sín á
dagheimilið, hafa metið að verð-
leikum þau þægindi og þá óbeinu
heimilisaðstoð, sem það veitir.
Og þar sem mestar líkur eru á.
að Norðfjörður sé á leij að verða
mikill sí’darbær, sem kailar á alla
starfskrafta á sumrin, er það mik-
ill munur fyrir húsmóðurina, og
ekki svo lítið búsílag fyrir heim-
ilin, ef konurnar geta unnið úti,
áhygg^ulausar og óbundnar af
börnunum.
En þó barnaheimilið leysi vand-
ann við barnagæzlu að nokkru,
þarf að gera miklu meira á því
sviði, því nauðsynlegt er að halda
börnunum frá götunni, börnum á
öllum aldri og lengri tíma en
barnaheimilið er starfandi, því
lítið duga umtölur og valdbeiting
við börnin, heldur verður að gera
þeim einhvern eftirsóttan steO,
eða staði, þar sem þau geta dval-
ið við sín áhugamál.
• Við hliðina á barnaskólanum er
lf-till leikvöl'ur, að mestu ætlaður
barnaheimilinu, fátækur að tækj-
um og illa staðsettur, til að ná
þeim tilgangi að fá börn af göt-
unum, þar þyrfti að gera bót á.
Á fjárhagsáætlun bæjarins fyr-
ir 1960 eru áætlaðar tíu þús. kr.
til leikval'iar og þá trúlega til
nýrra, því tilfinnanleg vöntun er
á leikvöllum fyrir inn- og miðbæ-
inn, valla sem hægt væri að opna
í byrjun maí og hafa opna til
septemberloka, eða eins og veður
leyfir, því ef góður völlur eða
veilir með fullikomnum leiktækj-
um kæmust upp á næstu árum, er
ekki að efa að leikir barna á göt-
unni, í fjörunni og á bryggjunum
mundu minnka stórlega og óþarft
er að taika fram nauðsynina á að
bægja þeim frá þessum hættu-
svæðum.
Til að byrja með þarf að athuga
hvar í bænum er hentugast að
korna upp leikvöllum, og ber þá
að hafa þrennt í huga:
1. Hvar þörfin er mest.
2. Hvar völlurinn færi bezt, þ. e.
a. s. ónotað landrými, fegurðar-
auki fyrir bæinn og samræmi við
umhverfi.
3. Kostnaður við framkvæmd.
Hvað viðvíkur fyrsta atriði, er
auðséð að þörfin er mest einhvers
staðar í miðbænum, en þar er þó
ekki rr.argra kosta völ, hvað land-
rými snertir, en þó hef ég í huga
cbyggt svæði, sem a. m. k. full-
nægir tveim fyrstu skilyrðunum,
en um kostnaðarhliðina, er ekki
gotit að segja, að órannsökuðu
jnúli,
Þessi staður er svæðið milli
sundlaugar og skrúðgarðs, en eins
oig þaO lítur núna út er það mjög
til óprýðis fyrir bæinn, þar sem
hálfgrafinn og gróðurlaus melur-
inn ,,skartar“ á milli tveggja feg-
urstu staða bæjarins.
En ef melurinn yrði stallaður
niður í samræmi við sundlaugina
og skrúðgarðinn, gilið fyllt upp
og þeir b'.ettir ræktaðir, sem ekki
verða notaðir fyrir leiktæki, gæti
allt svæðið frá rafstöð að kirkju
verið sérkennilegasti og fegursti
blettur í bænum.
Og einmitc þarna mætti svo
setja upp fullkominn leikvöll á
stöllunum, búinn fullkomnum
leiktækjum, sandikössum, rólum,
söltum, sveiflum, hringjum, renni-
braut, rugguhestum o. s. frv., o.
s. frv.
En upp við Miiðstræti gæti
Vestri girðing skrúðgarðsins
þyrfti auðvitað að standa, en vel
mætti vera hlið á girðingunni við
sundlaugina, svo börnin gætu
skroppið í laugina að vild.
Og annan leikvöll sömu stærð-
ar og við barnaskólann, þyrfti að
gera fyrir innbæinn, en þar sem
mikt'3 landrými er um að ræða á
þeim slóðum, verða eflaust lítil
vandræði að koma honum niður.
Auðvitað hrökkva skammt þær
kr. 10.000.00 sem ég gat um áðan,
■sn ekki efa ég, að bæjarstjórn
bæti við þá upphæð á næstu árum,
eða þegar málið kemst á rekspöl,
því öllum er það eðlilegast að
börnin, því þau eru tvímælalaust
dýrmætasta eign hvers bæjarfé
!ags.
V. Sig.
Þing Sósíalistaflokksins
Tó’fta þing Sósíalistaflokksins
var haldið í Reykjavík um síð-
u-:tu helgi. Þingið sóttu 117 kjörn-
ir fulltrúar hvaðanæfa að af
landinu og er þetta fjölsóttasta.
þing flokksins til þessa.
Á þinginu voru samþykktar
ýmsar ályktanir, meðal annars
stjórnmálaályktun. Var hún ein-
róma ' samþyiklkt eftir ítarlegar
umræður.
Miðstjórn og flokksstjóm eru
að mestu eins skipaðar og áður.
Vottur seldur
Togarinn Vöttur, eign Austfirð-
ings hf. hefur nú verið' seldur á
nauðungaruppboði. Var hæstbjóð-
andi Bæjarútgerð Hafnarfjabðar,
sem fókk skipið fyrír 4.3 millj.
kr. — Er það lágt verð og hljóta
eigendur að verða fyrir miklu
tapi, því vitað er að skipið hefur
tapað stórfé á undanförnum ár-
um.
Hinn togari félagsins, Aust-
firðingur, hefur legið í Reykjavík
síðan snemma í nóvemfoer og er
búizt við að hann veröi líka seld-
ur á nauðungaruppboði innan
skamms.
Gerpir
Norðfjarðartogarinn Gerpir,
sem legið hefur í Reykjavík vegna
mannleysis síðan í jauúar, fór aft-
ur á veiðar á mánudagskvöld.
Flestir eru hásetar Færeyingar.
Ekki er afráðið hvar Gerpir
leggur upp afla sinn. Fer það
sjálfsagt mest eftir því hvar skip-
,ið verður statt þegar veiðifehðinni
lýkur.
Fremur er ósennilegt að skipið
sigli, því markaður «r talinn ó-
tryggur úr þessu.
Andstæðingar Sósíalistafiokks-
ins ha.fa gert mikið veður út af ó-
samlyndi, sem þeir hafa sagt í
flokknum, og hörðum átökum
mlili ,,Moskvukomma“ og „hægri
komma“. — Slíkt er engin ný-
lunda. Þessháttar sögum er jafn-
an hampað þegar sósíalistar halda
þing.
Þing Sósíalistáflokksins eru
engir ,,landsfundir“ í líkingu við
isamkomur Sjálfstæðisflokksins,
sem til er smalað umboðslausum
mönnum og að því einu keppt, að
höfðatalan verði sem mest. Hlut-
verk þessara funda er það eitt, að
hlusta á ræður nokkurra foringja
og lofsyngja störf þeirra.
Þing Sósíalistaflokksins eru allt
annars eðlis. Þau eru sótt af full-
trúum, sem kjörnir eru eftir á-
kveðnum reglum. Þar eru málefn-
in rædd af hreinskilni og hispurs-
leysi og þau krufin til mergjar og
leitazt vi'3 að komast að sameig-
inlegri niðurstöðu, ef um ágrein-
ing er að ræða, eins og jafnan
hlýtur að vera, þar sem jafn-
margir menn eru saman komnir.
Slík vinnubrögð eru aðalsmenki
lýðræðislegs stjórnmálaflokks.
Oddsskarð
opnað
I gær var byrjað að ryðja snjó
af veginum um Oddsskarð. Var
byrjað að sunnanverðu. Talið er,
að verkið taki 50—55 stundir.
I sambandi við opnun Odds-
skarðs má vekja athygli á þvi, að
til þess verks þarf að vanda bet-
ur en gert var í fyrra. Þá var um
það eitt hugsa.j að brjótast í gegn.
Verkið þarf að vinna þannig, að
vegurinn verði sem fyrst fær og
að hann liggi ekki úndir skemmd-
um vegna vatnsrennslis.
Neskaupstað, 1. april 1960.
Virkjun Smyria-
bjargaár
Allir þingmenn Austurlands-
kjördæmis, að Jónasi Péturssyni
undanskildum flytja þingsálykt-
unartillögu um virkjun Smyrla-
bjargaár í Suðursveit.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar a(ð fela ríkis-
stjórninni að láta hefja virkjun
Smyrlabjargaár í Austur-Skafta-
fellssýslu á árinu 1960 og hraða
svo framkvæmdum við virkjun-
ina og línulagningu frá orkuver-
inu, að orkuverið verði fullgert og
háspennulína lögð til Hafnar í
Hornafirði fyrir árslok 1961“.
1 greinargerð, sem fylgir álykt-
unartillögunni segir:
Með lögum nr. 22/1952 um nýj-
ar orkuveitur rafmagnsveitna rík-
isins var ríkisstjórninni heimilað
að virkja Smyrlabjargaá í Aust-
ur-Skaftafellssýslu til raforku-
vinnslu og leggja frá orkuverinu
aða'iorkuveitu til Hafnarkauptúns
og um nálægar byggðir.
Samkvæmt tíu ára áætluninni
um framkvæmdir í raforkumálum
1954—1963 átti að virkja Smyrla-
bjargaá og leggja háspennulínu
frá orkuverinu til Hafnetr í Horna,-
firði á árunum 1958—1960. Sam-
kvæmt því var efni keypt í orku-
verið 1958 og sumt af því flutt
á virkjunarstað.
Að tilhlutun fyrrverandi ríkis-
stjórnar voru geúðar sl. vetur
breytingar á 10 ára raforkuáætl-
uninni og þá m. a. horfið frá að
virkja Smyrlabjargaá að sinni.
Hér er lagt til að Alþingi feli
ríkisstjórninni að láta hefja virkj-
un Smyrlabjargaár á þessu ári
og hraða svo framkvæmdum við
virkjunina og línulagningu frá
orkuverinu, að orkuverið verði
fullgert og háspennulína lögð til
Hafnarkauptúns fyrir árslok
1961.
Samningar
tókust
Klukkan tólf á miðnætti að-
faranótt miðvikudags hófst verk-
fall yfirmanna á togurum og náði
það til skipstjóra, stýrimanna,
vélstjóra og loftskeytamanna.
Sem betur fór stóð verkfallið
ekki 'engi og tókust samningar
snemma í gærmorgun fyrir milli-
göngu sáttasemjara.
Ekki veit blaðíð um hvaða
kjör var samið, en upphaflega var
farið fram á að skipstjórar hefðu
þrefalt hásetakaup og 1. vélstjóri
og 1. stýrimaður 185% háseta-
kaups.
Af samningum um kjör háseta
fréttist ekkert, en vonandi verður
nú ekki dregið lengi að bæta kjör
þeirra.