Austurland - 29.04.1960, Side 4
4
AUSTURLAND
Neskaupstað, 29. apríl 1960.
Frá Reyðarfirði
Félagslíf hefur hér verið með
daufasta móti í vetur og má heita
að samkomuhald hafi legið niðri
síðan þorrablót var haldið á
þorradag, en það var hið myndar-
legasta eins og venja er til.
Félög eru þó nokkur til og eru
þau mjög mismunandi öflug og
þróttmikil í félagsstarfseminni, en
mættu þó öll betur gera. Ung-
mennafélagið Valur hefur haldið
fáeina skemmtifundi fyrir félags-
menn sína og eru þaó mestmegn-
is unglingarnir, sem þá fundi
sækja. Auk þess hefur félagið
staðið fyrir nokkru tómstunda-
starfi fyrir unglingana s. s. frí-
merkjaklúhb og kenndur hefur
veri j nótnalestur. Þá hetfur Aðal-
steinn Eiríksson bifvélavirki
kennt drengjum glímu með góðum
árangri og við lofsverðan áhuga.
Allt er þetta góðra gjalda vert,
því fátt er nauðsynlegra ungling-
unum en þeim sé séð fyrir hollri
tómstundaiðju. Félagið hefur enn
ekki haldið aðalfund sinn, en
stjórn þess skipa: form. Kristinn
Einarsson, ritari Valtýr Sæmunds-
son, gjaldk. Aðalsteinn Eiríksson.
Heldur hefur félagsstarfsemi
verið dauf hjá verkalýðsfélaginu,
enda mjög fámennt á þeim fund-
um, þar sem ekki liggja fyrir nein
þýðingarmikil mál. Þó hélt félag-
ið einn mjög fjölsóttan fund í
febrúar og voru þar ræddar efna-
hagsráðstafanir þær, er þá voru
nýlega samþykktar. Urðu umræð-
ur allfjörugar, en fáir reyndust
vilja mæla aðgerðunum bót. And-
úð sinni á afturhalds lögunum
lýsti fundurinn með yfirgnæfandi
meirihluta. Aðalfundur félagsins
var haldinn 9. apríl sl. og var all-
fjölmennur. I verkalýðsfélaginu
eru nú yfir 120 félagar, þar af ná-
lægt 40 meðlimir í kvennadeild fé-
lagsins, en formaður þar er Lára
Jónasdóttir. Fjárhagur félagsins
má mjög góður teljast og eignir
allmiklar þar sem félagið er einn
aif éigendum Félagslundar. Samn-
ingum var sagt upp á árinu og
bíða menn nú átekta hvað gerist,
en flestra álit er það, að verka-
lýðshreyfingin eigi ekki annars
úikosta en leita réttar síns með
öllum tiltækilegum ráðum. í stjórn
voru kjörnir fyrir næsta ár: for-
ma'ður Helgi Seljan, ritari Sigfús
Jóelsson, gjaldk. Sigurjón Ólason.
Varaform. Pétur Jóhannsson. I
trúnaðarráði eru: Benedikt Ein-
arsson, Bergur Þorkelsson, Hans
P. Beck og Jóhann Björnsson.
Alger samstaða er milli vinstri
manna í félaginu.
Kvenfélagið hefur enn sem fyrr
vcrið fjörugasta félagið hvað
fundarhöld snertir. Það heldur
fund í hverjum mánuði og koma
félagskonur saman á heimilum
hverrar annarrar til skiptis. For-
maður er Lára Jónasdóttir, en
aðrar í stjórn eru: Sigurrós Odd-
geirsdóttir, ritari og Sesselja
Magnúsdóttir, gjaldkeri.
Sunnudaginn 3. apríl hélt
fcarnaskólinn skemmtun og voru
þar sýndir 4 leikþættir við góðar
undirtektir. Mikil fyrirhöfn er við
að æfa svo stóran hóp bama, um
70 að tölu. Ráðgert er að ung-
lingasikólinn hafi sína samkomu á
sumardaginn fyrsta og verða þar
sennilega sýndir tveir leikþættir,
ein skrautsýning og fleira verður
til skemmtunar. Það er fyrst og
fremst skólastjóranum, Sigfúsi
Jóelssyni, sem þakka ber þessa
lcfsverðu viðleitni, en hann hefur
al't frá því hann kom fyrst að
skólanum hér sýnt frábæran
dugnað við að koma á fót slíkum
leiksýningum barnanna. Hefur
honum tekizt það, sem flestir hafa
gefizt upp á, en það er að leyfa
öllum nemendunum að leika eða
koma fram, sem eðlilega kostar
miklu meira umstang og erfiðis-
auka. (Framb. í næsta blaði).
1. maí
Framh. af 1. síðu.
inu í landinu, að það hafi lifað um
efni fram, að það þurfi að herða
sultarólina og fóma mað kristi-
legu hugarfari nokkru af þeim
Iflísgæðum sem það hafi of mikið
af. Oflærðir og eintrjáningslegir
hagfræðingar, sem ekki hafa
minnstu hugmynd um lífskjör al-
þýðunnar, eða neina þekkingu á
gangi atvinnuveganna, eru látnir
ganga fram fyrir skjöldu kaldrifj-
aðra stjómmálamanna, en að
baki þeim standa aftur auðmenn-
irnir. Þessir kuldalegu valdhafar,
knúnir áfram af auðstéttinni,
reyna nú að ræna alþýðu manna
þeim árangri bættra lífskjara, sem
þrotlaus pólitísk og stéttarleg
barátta hefur fært henni að und-
ai.förnu. Þeir vilja gera fátækt-
ins að fylgifiski verkalýðsins,
Litlum dreng bjargaö
frá drukknun
Það er ekki ósjaldan, »5 við sjá-
um lítil börn umhirðulaus niðri á
bryggjum og plönum við höfnina.
Það er auðvitað erfitt að fyrir-
byggja slíkt, þar sem svo skammt
er frá heimilunum niður á bryggj-
urnar og ekki margra kosta völ
um leiksvæði fyrir smáfólkið og
bryggjurnar heilla með allt sitt
aíhafnalíf, bátana og veiðina. En
þetta eru mikil hættusvæði fyrir
börn, sem ekki hafa lært sund o?
vissulega hafa orðið alvarleg slys
hér við höfnina og núna í fyrri
viku munaði mjóu, að svo yrði. Þá
féll í sjóinn tveggja ára drengur
Þorleifur Gunnarsson en var
bjargað af Tómasi R. Zoega, 13
ára.
Tíðindamaður blaðsins náði tali
a.f Tómasi og spurði hann um til-
drög þessa og sagðist honum svo
frá:
,,Ég var staddur niðri í vélbátn-
um Smára, er lá í króknum við
ytri bæjarbryggjuna. Þegar ég
var að koma upp úr lúkamum, þá
heyrði ég tvo litla stráka hrópa,
að einhver hefði dottið í sjóinn,
Ég hljóp aftur fyrir stýrishúsið og
sá þá hvar lítill strákur maraði í
kafi. Ég bjó mig strax undir að
ná honum úr sjónum, brá mér úr
skóm og reyndi að gera mér grein
fyrir því hvert myndi bezt að
synda með hann og sá ég strax að
helzt myndi að reyna að komast í
einhvern bryggjustaurinn og fá
hjálp til þess að koma okkur upp
á bryggjuna.
Ég stakk mér strax aftur af
Smára og náði fljótlega tökum á
stráknum og synti með hann að
einum bryggjustaumum. Þá kom
þar að Guðjón Marteinsson, verk-
stjóri og fleiri, og drógu okkur
upp á bryggjuna. Strákurinn var
með meðvitund því hann sprikl-
aði dálítið, en ég held að hann
hafi verið búinn að sökkva tvisv-
ar.“
Tómas hefur sýnt þarna snar-
ræði og ályktað rökrétt við björg-
unina, en það er mikið atriði und-
ir svona kringumstæðum að vega
og meta allar aðstæður og vera
fljótur að draga af þeim réttar á-
lyktanir. Þama sannast sem og
cft áður, að góð íþrótt er gulli
betri og e. t. v. er sundið allra
íþrótta nytsamast. S. Þ.
Af mæli:
Sigurbjörg Jónsdóttir Svends-
aas, ekkja, Hafnarbraut 18, varð
70 ára 26. apríl. Hún fæddist í
Vaðlavík í Helgustaðahreppi en
flutti hingað 1917.
gera atvinnuleysið landlægt. Þeir
sakna hinna gömlu og góðu tíma,
þegar fátæki maðurinn var auð-
sveipur þeim ríka. Sú ríkisstjórn,
sem nú fer með völd, hefur gert
margvíslegar ráðstafanir til lífs-
kjaraskerðingar. Hún telur það
nauðsyn. En hver trúir því, að
kjör eða aðstaða hinna ítnörgu
ríku, sem hafa hundruð þúsunda
króna í árstekjur og eyða þeim
öllum, að tekjur þeirra verði
minnkaðar. Allar þessar ráðstaif-
anir eru gerðar til þess að þetta
peningafólk geti áfram veitt sér
allt og meira en áður. Það er þetta
ríka fólk, sem stjórnar árásunum
á alþýðuna.
Verkafólkið, sjómennirnir og
allir launþegar finna næstum dag-
lega hvað kaupmáttur tekna
þeirra fer rýrnandi. Slíkt er ekki
hægt að láta bjóða sér. Verkalýðs-
samtökin gera því 1. maí 1960
sérstak’ega að baráttudegi gegn
því fjandsamlega ríkisvaldi ,sem
nú hefur sagt þeim stríð á hend-
ur. 1. maí verða verklýðssamtök-
in að sýna styrk sinn og láta
valdhafana finna, að þeim líðst
ekki að skerða kjör vinnandi
fólks hiö minnsta. Þau verða að
samfylkja bændum, millistéttum,
smáútvegsmönnum og öllum laun-
þegum í landinu gegn kjaraskerð-
ingarstjórninni. Þeim verður að
takast með baráttuhug og mætti
samtakanna að velta þeirri ríkis-
stjórn úr sessi, sem ræðst gegn
lífsafkomu og bættum kjörum al-
þýðu manna.
NorSfjar&arbió
GIFT RlKUM MANNI
Sýnd föstudag (í kvöld) kl. 9.
HRAKFÖLL I TONNATALI
Sýnd laugardag kl. 9.
VERTIGO
Ákaflega spennandi mynd með
James Stewart og Kim Novak.
Sýnd sunnudag kl. 9.
1. maí
Fyrsta maí-hátíðarhöldin hefjast á bæjartorginu kl. 2 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Ræða: Guðmundur Sigurj ónsson.
2. Upplestur: Birgir Stefánsson (frumsamið).
3. Ræða: Bjami Þórðarson.
Lúðrasveit Neskaupstaðar leikur á milli atriða undir stjóm
Haralds Guðmundssonar.
Kl. 5: Baraasýning í bíó. Sýn d verður kvikmyndin Hviti
hundurinn o. fl.
Nefndin.
AAAA/WAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^VAAAAAAAAAAAAAAAA-
Þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug og
vináttu með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 70 ára afmæli
mími. Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg J. Svendsás,
MAAlMlAAAAAAAAAA^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^AO^^AAAA^MXlAA/MMMMKMVl