Austurland


Austurland - 19.08.1960, Blaðsíða 2

Austurland - 19.08.1960, Blaðsíða 2
AUSTL'KLAND Neskaupstað, 19. ágúst 1960. Frá degi íil dags íslenzk mannanöfn Það hvílir mikil ábyrgð á for- eldrum, er þeir velja börnum sín- um nafn. Sumir kunna ef til vill að hugsa, að ekki skipti miklu fyr- ir barni’i hvaða nafn því er valið en þet:-i er mesti misskilningur Mafnið er nokkuð, sem fyigir manninum frá vöggu til grafar. Það er engum manni lítilsvirði að bera þjóðlegt nafn, sem lýtur lög- málum tungunnar. Nafnaskrípi geta án efa haft óheppileg, sál- ræn áhrif á þann, sem það ber. Að velja barni nafn, er því vánda- samt verk, sem ekki má kasta höndum að. Og víst er um það, að margir foreldrar gera sér far um að vanda valið á lieiti barna sinna. Og ekki má heldur gleyma þeirri málspillingu, sem útlend og afbök uð mannanöfn hafa í för með sé \ Til eru lög um mannanöfn. Væri þeim framfylgt, mundi nafnaskríp- um og óþjóðlegum nöfnum fækka skjótt og þau hverfa, er fram liðu stundir. En því miður eru þessi lög þverbrotin og eru það fyrst og fremst prestamir, sem ábyrgð bera á því. Ekki efa ég, að prestar hafi oft haft vit fyrir foreldrum í þess- um efnum, en alltof oft hafa þeir verið kæruleusir í þessum efnum, eða látið undan þrábeiðni foreldra. Foreldrum er nokkur vorkunn, þó þeir hafi oft verij seinheppnir í vali nafna handa bömum sínum, því tilfinnanlega hefur skort' skrá um íslenzk mannanöfn. En nú er sú afsökun ekki frambærileg leng- ur, því mjög myndarlega hefur verið bætt úr þessari vöntun. Nýlega kom út á. forlagi Heims- kringlu bókin íslenzk mannanöfn, eftir Hermann Pálsson, lektor i Edinborg. Þar er að finna marg- háttaðan sögulegan fróðleik um mannanöfn, skrá um íslenzk mannanöfn ásamt drögum að merkingu þeirra, skrá um óþjóð- leg nöfn, sem hér tíðkast o fl. um þessi efni. Bók þessi fæst í bókaverzlunum og hjá umboðsmönnum Máls og menningar, en félagar Máls og m.enningar fá bókina, sem og aðr- ar útgáfubækur Heimskringlu með 25% afslætti. Foreldrum, sem þurfa að velja barni sínu nafn, er bent á þessa á- gætu bók. En hún er einnig skemmtileg og fróðleg fyrir alla þá, sem gaman hafa af að velta fyrir sér merkingum mannanafna og þróun þeirra. Og sálusorgarar okkur mættu gjarnar rækja betur þá skyldu sína, að hafa eftirlit með því, að börn séu hvorki skírð nafnaskríp- um eða óþjóðlegum nöfnum. Hvað dvelur Bjarna Ben Þafi er nú komið á sjöundu viku síðan út rann umsóknarfrestur um embætti bæjarfógetans í Neskaup- stað, en enn er ekki farið að veita það. Ekki stafar það þó af því, að enginn hafi sótt um embættið, því vitað er um a. m. k. þrjá umsækj- endur. Ég býzt nú ekki við, að neinn bæjarbúi hafi fundið til þess, að embættið skuli ekki hafa verið veitt og kannski hafa menn ekki tekið eftir því. Haukur Davíðsson, hinn setti bæjarfógeti, er áreiiðan- lega ekki ver til þess fallinn að l gegna embættinu, en sá fráfar- andi, þó líklega sé hann ekki eins mikil ,,mubla“. Okkur dygði Hauk ur áreiðanlega, en hann mun ekki í hópi umsækjenda. En hver er þá ástæðan fyrir þessum óskiljanlega drætti? Naumast koma nema tvær til greina. 1 fyrsta lagi gæti verið, að dóms málaráðherra telji engan umsækj- enda hæfan til að gegna starfinu. Það verður þó að telja ólíklegt, því kunnugir telja Ófeig Eiriks- son prýðilega hæfan mann til að gegna svona embætti. 1 öðru lagi, og það er miklu lík- legra, gæti svo verið, að Bjarai Ben vantreysti öllum umsækjend- um til að reka erindi íhaldsins, af þeim skörungsskap og með þeim árangri, sem hann ætlast til af mönnum í dómara- og lögreglu- stjórastörfum. Sagan segir þó, að allir séu umsækjendur íhaldsmenn einn að visu nokkujð snöggsoðinn, en ýmist munu þeir ekki hæfir til þeirra fjósverka, sem Bjami ætl- ar þeim að vinna, eða að þeir hafa ekki til að bera það sérkennilega hugarfar, er til þess þarf að rækja vel þjónustustarf í þágu íhaldsins. Þörf á Reykja- víkurgöngu Allir landsmenn kannast við hina voldugu og velheppnúðu Keflavíkurgöngu, sem líkleg er til að hafa mikil áhrif, þvi að hún er upphaf mikillar sóknar gegn her- náminu og fyrir ævarandi hlut- leysi. En það væri sannarlega ástæða til að efna til Reykjavíkurgöngu. Fólkið utan af landsbyggðinni á sannarlega erindi við ríkistjórn- ina, og það eiga raunar Reykvík- ingar líka. Við þurfum sannarlega að hópa okkur saman við stjórn- arráðið og krefjast þess, að ekki yrði látið undan í landhelgismál- inu. Við þyrftum að geta haldið ráðherrunum í herkví þar til trygg ing væri fengin fyrir því, að ekki yrði hvikað í landhelgismálinu. Koma ekki út Blöð Framsóknar og íhalds, Austri og Þór, hafa ekki komið út í hálfan annan mánuð eða meir og mætti halda, að þetta væru öauðamörk. Svo þarf þó ekki að vera. Smáblöð liggja oft niðri um tíma árlega, t. d. vegna sumarfría, en þetta er orðið nokkuð langt hlé. Ekki var haft fyrir því, að láta lesendur vita, að hlé yrði á útgáfu. Á einhverjum fjórðungsfundi | Framsóknarmanna snemma í júlí J var ákveöið að efla Austra mjög j og kosin 11 manna ritnefnd dreífð ' um allt kjördæmið. Jafnframt var ákveðið að fjórðungssamtök flokksins tækju við útgáfu blaðs- ins og bjuggust menn nú við, að j það mundi gerast hið vígreifasta ' og höggva títt til hægri og vinstri. ! En fram að þessu hefur nýskip- anin ekki gefið betri raun en svo, j að síðan hún var upp tekin, hefur ekkert blað komið út. Ekki mun þó blaðið dautt, held- ur liggur þajð ’’ dvala. Gagnstætt sumum öðrum kvikindum í norð- lægum löndum, liggur það í dvala á sumrin. Eftir því, sem bezt er vitað, byrjar Austri að koma út að nýju um næstu mánaðamót. Reynist all- ir hinir 11 ritstjórar miklir skrif- finnar, verður naumast hjá því komist að stækka blaðið eða fjölga útgáfudögum þess. Allt mun óráðnara með Þór. Páll ritstjóri og erindreki hefur hlaupist úr vistinni og er nú kom- inn til Reykjavíkur. Hann var nú aldrei mikill vinnumaður í íhalds- þjónustunni. Ekki er vitað, hvort Þór hafa með þessu verif5 veittar nábjarg- irnar. Blaðið hefur alla tíð verið næsta þróttlítið og svarar varla kostnaði fyrir íhaldið að setja það á vetur. Ráðagerðir munu þó uppi um það, að senda annan erindreka tO höfuðs Austfirðingum. Á sá að sögn að hafa bækistöð sína á Eg- ilsstöðum og m. a. gefa út Þór, en áðeins mánaðarlega 8 síður í senn. Margt bendir til, að hér eystra ætli íhaldið einkum að beita sér á Fljótsdalshéraði og reyna að grafa þar sundur máttarviði Fram sóknarveldisins, en ekki er víst að það verði áhlaupaverk, þrátt fyrir sparisjóð og verzlunarfélag. Ekki víst að árangurinn verði meiri en í Neskaupstað. Setti stolinn fyrir dyrnar Um langt árabil hafa íhalds- menn á Austurlandi misnotað verzl unarmannahelgina til að afla fjár til pólitískrar starfsemi sinnir. Hafa þeir haldið fjáröflunarsam- komur miklar í Egilsstaðask.gi og að sögn grætt stórfé. í sumar féll þessi gróðaskemmt- un niður. Ástæðan var sú, að enn er fjarri því, að um heilt sé gróið með Sveini bónda og íhaldinu eft- ir hin grimmilegu átök í fyrra um efsta sæti á íhaldslistanum. Mein- aði Sveinn íhaldsmönnum aðgang að skálum þeirra, er þeir hafa reist í skóginum og varð því ekk- ert af skógarförinni og mun nú flokks'jóðurinn léttari en við var búist. Með þessari framkomu hefur Sveinn sýnt flokksbræðrum sínum hve mikið vald hann hefur og kom ið fram nokkrum hefndum fyrir það, er honum var ómaklega bægt frá þingsetu, en sætinu skipt milli Jónasar á Klaustri og Einars ríka. Hér getur líka verið um að ræða leik í taflinu um þingsæti í næstu kosningum, því ekki er víst að Sveinn sé af baki dottinn, þó far- inn sé að reskjast. Annars sagði mér maður ný- lega þær fréttir, ofan úr Héraði, að þingmannsfóstur það er Sveinn hefur lengi gengið með, væri nú dautt og hefði hann fengið holda- naut í staðinn. Alþýðusanibands- þing í haust Samkvæmt lögum Alþýðusam- bandsins’ heldur það þing í haust og hefur miðstjórnin auglýst, að það verði í nóvember og verður kosið til þess í september og okt- óber. Kosningar til þessa þing verða vafalaust mjög harðsóttar. Ríkis- stjórnin og flokkar hennar munu gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur til að tryggja sér meirihluta á þinginu. Með því á að afvopna verkalýðinn. Og það gefur auga leið, að takist verkfærum stjómar innar að ná völdum í heildarsamtök um verkalýðsins verður miklu erfið ora að heyja þá baráttu, sem óhjá- kvæmilegt er að heyja í haust og vetur. Þó mörg einstök verklýðs- félög séu öflug, verður barátta þeirra miklu erfiðari og langvinn- ari, en ef hægt er að beita heildar- samtökunum. Ekkert verklýðsfélag má láta það henda sig, að senda stjórnar- sinna til þings, ekki heldur þó hann lofi að beita sér gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Slík heit eru oft unnin en ásetningurinn oft að svíkja þau. Auk þess könn- umst við vi'5 ótal dæmi þess, að flokksleiðtogar beygja undir vilja sinn og vald óánægða flokksmenn utan af landi, líka þá, sem kot- rosknir eru heima fyrir. Á Alþýðusambandaþinginu verða mikil örlög ráðin. Áhrifanna af samþykktum þess gætir um allt. Það má því ekki henda neitt verk- lýðsfélag að senda til þings full- trúa, sem hætta er á að bregðist umbjóðendum sínum. íslendingar sekir Að vonum eiga stjórnarblöðin erfitt með að verja samningamakk Framh. á 3. síðu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.