Austurland


Austurland - 19.08.1960, Blaðsíða 4

Austurland - 19.08.1960, Blaðsíða 4
4 AUSTUKLAND Neskaupstað, lð. ágúst 1960. Tekjur í Neskaupstað hækkuðu um 17 af hundraði árið 1959 Stefán Þorleifsson, framkvæmda- stjóri 101.650 (122.276) Jóhann P. Guðmundsson húsgagna smíðameistari 101.550 (113.960) Aðalsteinn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri 100.000 (110.000) Listi þessi og aðrar upplýsingar sem vinna má úr skattskránni, geifa tilefni til margvíslegra hug- leiðinga, en ég geymi mér þær. Framh. af 1. stðu. Þingvöllum. Þess er vænst, að fund þennan sæki einn fulltrúi fyr ir hvert sveitarfélag á landinn, kjörinn af . viðkomandi héraðs- neind. Búist er við að sá fundur standi fram yfir hádegi á laugar- dag, og verður þar væntanlega stofnað til skipulegra landssam- taka herstöðvarandstæoinga. Síðan hefst almennur fundur hernáimsandstæðinga á Þingvöll- um og er þess vænst, að þann fund sæki fjölmenni mikið hvaðanæfa að af landinu. Á sunnudaginn er gert ráð fyr- ir, að fram fari í Reykjavík funda- höld og skemmtanir á vegum sam- takanna. Víða er hafinn undirbúningur að almennri þátttöku í fundinum og leitast héraðsnefndirnar við að skipuleggja þessar ferðir og fá þær eins ódýrar og mögulegt er. Við Austfirðingar eigum erfið- ari þingsókn en margir aðrir. En við megum ekki láta það aftra okkur frá því að sækja fundinn, þó það kosti okkur nokkuð meira fé og fyrirhöfn, en þá, sem nær búa. Nokkrir tugir Austfirðinga verða að halda uppi merki fjórð- ungsins á Þingvöllum. Helzt þyrftu nokkur hundruð Austfirð- ingar að taka sig upp og skunda á Þingvöll. Hver sá, sem hefur hug á að sækja fundinn, ætti sem fyrst að hafa samband við héraðsnefndina í sínu byggðarlagi varðandi út- vegun farartækis og aðra fyrir- greiðslu. Menn hér í bæ, sem ætla sér að sækja fundinn, ættu sem fyrst að hafa samband við formann hér- aðsnefndarinnar í Neskaupstað, Hólmfríði Jónsdóttur, Nesgötu 20. Jón Guðmundsson, verkstjóri 107,300 (112.990) Kristinn Marteinsson, skipstjóri 106.250 (143.500) Vilhjálmur Sigurðsson vélstjóri 106.050 (119.420) Jóhannes Stefánsson framkvæmda stjóri 104.050 (133.542) Guðmundur Sigmarsson, vélstjóri 103.850 (122.748) Guðmundur Helgason, vélstjóri 103.500 (135.716) Hjörtur Arnfinnsson, vélstjóri 103.000 (123.000) Gunnar Þórarinsson, skipasmiður 102.650 (113.306) Hallgrímur Þórarinsson, vélstjóri 102.500 (112.922) Ef maður ber saman skattskrá og útsvarsskrá þessa árs, og sömu plögg frá fyrra ári, kemur í Ijós, isvo ekki verður um villst, að það eru fyrst og fremst þeir, sem hafa tekjur í hærra lagi, sem hagnast á þeim breytingum, sem síðasta þing gerði á skatta- og útsvars- lögum. Verður þa,’ð atriði ef til vill athugað nánar síðar. Betur laun- uðu mennirnir fá lægri gjöld, svo þúsundum króna skiptir en hinir láglaunuðu fá kannski hundruð eða ekki neitt. En það, sem beinu skattarnir lækka á þeim betur meg andi, eru láglaunamenn látnir borga í söluskatti og öðrum ó- beinum sköttum. Skattskrá Neskaupstaðar hefur nú verið Íögð fram og er þar að finna fróðlegar upplýsingar um tekjur.. bæjarbúa siðasta ár, bæði heildartekjur, tekjur einstaklinga og einstakra starfsihópa. Niðurjöfnunarnefndin sá í hendi sér, að tekjur bæjarbúa hlutu að hafa vaxið til muna, enda er sú raun nú á orðin. Mér reiknast svo til, að nettó- tekjur einstaklinga árið 1959 hafi samkvæmt skattskrá numið kr. 3J.740.600,oo, en árið áður kr. 27.068.700.oo. Hafa þær því hækk- að um kr 4.671.900,oo eða 17%. Nettótekjur á hvern bæjarbúa voru til jafnaðar kr. 21.800, en kr. 19.100 árið 1958. Hafa þær því hækkað um kr. 2.700 á hvern íbúa bæjarins til jafnaðar. Frá þessum tekjum er búið að draga allt það, sem skattalögin segja fyrir um að frá skuli dregi'ð s. s. kostnað við húseignir, vexti útgjöld vegna trygginganna, náms- kostnað, skattfríóindi sjómanna og giftra kvenna o. fl. Til að fyrir- byggja misskilning, skal tekið fram, að ekki er búið að draga persónufrádrátt frá þessum tekj- um. Skattskráin er ekkert leyniskjal heldur hafa allir afnot af henni. Ég tel mér því heimilt að birta úr henni það, sem mér sýnist. Fer hér á eftir skrá um þá, sem skatt- skráin segir að hafi haft 100 þús. kr. eða meir í nettótekjur. Innan sviga eru brúttótekjur. Þorleifur Jónasson, skipstjóri 189.350 (227.286) Þorsteinn Árnason, héraðslæknir, 178.000 (210.000) Sveinbjörn Sveinsson, skipstjóri og 'útgerðarm. 142.000 (243.293) Jón Ölversson, skipstjóri 140.850 (160.500) Ólafur Eiríksson, vélstjóri 140.300 (173.938) Sigurjón Iinvarsson, skipstjóri 130.950 (167.654) Oddur A. Sigurjónsson, skólastjóri 127 300(148.524) Einar Elíasson, pípulagningameist- ari, 124.550 (136.234) Ingim. Sæmundsson, vélsmíða- meistari 122.000 (129.000) Einar Kjartansson, stýrimaður 119.450 (149.449) Guðröður Jónsson, kaupfélags- stjóri 117.250 (121.054) Peynir Zöega, vélsmíðameistari 117.000 (122.000) Guðjón Marteinsson verkstjóri 114.300 (133.548) ívar Kristinssonð húsasmíðameist ari 110.150 (158.890) Elías Eyvindsson yfirlæknir 110.000 (130.000) Ólafur J. Ólason, skipasmiður 109.850 (134.402) Þorfinnur Isaksson, verkstjóri 109.000 (118.817) Kristján Lundberg, rafvirkjameist ari 108.500 (114.860) Sigfinnur Karlsson, skrifstofumað ur 107.600 (121.601) Kristján Jónasson, læknir 107.500 (127.724) Þingyallafundurinn Togaraútgerðin og Austfirðingar Fyrir nokkrum dögum var Brim nes, togari Seyðfirðinga, seldur á nauðungaruppboði. Skipið hafði raunar gengið Seyðfirðingum úr greipum fyrr, þó Seyðisfjarðar— kauipstaður hafi að nafninu til •verið eigandi skipsins. Ríkissjdlur keypti Brimnes fyr- ir 7 milljónir kr. en allmiklu hærri upphæð mun hafa hvílt á því, og fer ekki hjá því, að bærinn fái verulegan skell af útgerðinni. Með sölu Brimness er í bili lok- ið togaraútgerð Austfirðinga. Á fáum mánuðum hafa allir togar- arnir fjórir verið seldir, og allir á nauiðungaruppboði, nema Gerpir. Hér verður ekki rætt um orsak- ir þess, að togaraútgerð gat ekki þrifist á Austurlandi. Ástæðurnar eru án efa margar og sjálfsagt ekki allsstaðar hinar sömu. Tog- araútgerð landsmann hefur átt erfitt uppdráttar lengi, enda ver- ið sett skör lægra en bátar við á- kvörðun fiskverðs. Og þegar þar j við bætist svo aðstaða ,sem ekki er upp á það bezta og þröngur f jár hagur, er ekki von að vel fari. I j sumar hefur togaraútgerð gengið l mjög illa. Svo til engin veiði hefur verið við Nýfundnaland og oftast tregt hér vi|5 land. Þó Norðfirðing- ar hefðu þrjózkast gegn sölu Gerp- is og komið honum á veiðar, hlyti hann að hafa stöðvast strax vegna aflatregðunnar. Helzt mun von um að hægt sé að reka togara, ef rekstur þeirra er tengdur frystihúsi. Austfírzku togararnir voru það engir. Kannski hefur það verið örlaga- ríkasta glappaskotið, sem gert var í sambandi við togaraútgerð Aust firðinga, að hún var ekki tengd frystihúsunum, þannig ,að sami aðili ræki togarana og frystihús- ið. Skortur á samvinnu milli þorp- anna um togaraútgerðina hefur líka án efa valdið tjóni. En við erum þó reynslunni rík- ari. Hún hefur fært okkur heim sanninn um það, að útgerðin og fiskvinnslustöðvarnar verða að vera undir einum hatti. Frysti- húsin verða að tryggja sér hrá- efni með því að gera út. Hugsan- legt tap á útgerðinni verður að reyna að vinna upp með gróða á frystihúsunum, en sá rekstur skil- ar áreiðanlega góður arði ef hrá- efnisskortur stendur honum ekki fyrir þrifum. En þó austfirzk togaraútgerð hafi nú lagst niður og togaramir allir verið fluttir suður, eins og svo margt annað gott, er engin ástæða til að ætla, að togaraut- gerð frá Austfjörðum sé búin að vera um aldur og æfi. Þeir tímar Framh. á 3. síðu. Dr bænum Kirkjan Sunnudagur 21. ágúst. Messa kl. 10 f. h.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.