Austurland


Austurland - 11.08.1961, Side 1

Austurland - 11.08.1961, Side 1
M á I g a g n s é s í a ! i s t a á Anstnrlandi 11. árgangur. Neskaupstað, 11. ágúst 1961. 31. tölublað. Hneykslið í síldarmálunum meirihluta veiðitíimms í löndunarstöðvun Um síðustu helgi nam heildar- síldveiðiafli sumarsins rúmum 1200 þúsund málum og tunnum. Enginn vafi leikur á, að aflinn hefði getað verið orðinn yfir 2 milljónir mála og tunna, ef veiði- flotinn hefði getað stundað með eðlilegum hætti. Síldveiðisjómenn, sem legið hafa í höfn meirihluta síldveiðitímans og beðið eftir löndun, eru alveg undrandi á hugsunar- og aðgerð- arleysi stjórnar síldarverksmiðja ríkisins og rikisstjórnarinnar í síldveiðimálunum. Þessir aðilar virðast blátt áfram ekkert gera til þess að greiða fyrir löndun aflans og ríkisstjcrnin er jafnvel svo slæm, að hún beitir sér fyrir því að stöðva síhlarsöltunina á3 þarflausu. Það er ástæða til að gera sér grein fyrir í stuttu máli hvernig stjórnarvöld landsins hafa staðið að þessum málum að undanfömu. Engin ríkisverksmiðjan sunnan Langaness Þrátt fyrir skýlaus ákvæði í lög- um frá árinu 1947 um að byggð skyldi 5000 mála síldarverksmiðja sunnan Langaness, fékkst bygging hennar aldrei framkvæmd. I 10 ár eða fram til 1957, var ekkert gert til þess að framkvæma þessi lög. Stjórn síldarverksmiðja rík- isins gerði ekkert og ríkisstjórnir Framsóknar og íhaldsins og Framsólinar, krata og íhalds gerðu heldur ekkert til framkvæmda á þessu lagaákvæði. Það var fyrst á tímum vinstri stjórnarinnar, þegar Lúðvík Jós- cpsson var orðinn sjávarút\egs- málaráðherra, að hafizt var handa um síldarbræðslubyggingar sunn- I an Langaness. Síldarbræðslurnar á Vopnafirði, Seyðisfirði og Neskaupstað, voru byggðar fyrir atbeina vinstri stjórnarinnar. Þá voru ríldsábyrgðir veittar fyrir stofnlánum og hlutazt til um að flytja gamlar og ónotaðar vél- ar frá verksmiðjum á Norðurlandi til Austurlandsins. Þessar 3 síldarverksmiðjur vinna nú um 11 þúsund mál síldar á sólarhring. Þær hafa á undan- 1 förnum árum unnið meirihlutann af aílri bræðslusíld, sem til hefur fallið yfir sumarið. Þar sem ekki hafði unnizt tími til að fullgera þessar verksmiðjur á tímum vinstri stjórnarinnar, standa þær enn ófullgerðar vegna fjárskorts. Um helming af ársframleiðslu verksmiðjanna á Vopnafirði og Neskaupstað af lýsi, verður að flytja með ærnum kostnaði til geymslu norður á Hjalteyri eða suður til Vestmannaeyja, vegna þess að þessar verksmiðjur hafa ekki getað fengið stofnfé til þess að byggja lýsisgeyma. Þróarpláss verksmiðjanna í Neskaupstað er 10 þúsund mál, eða aðeins fyrir þriggja sólarhringa vinnslu. Fé til þess að stækka þróna hefur ekki fengizt. Síldarflutningar Og ekki er ástandið betra varð- andi síldarflutninga til verksmiðj- anna á Norðurlandi. Sílaarverk- smiðjur ríkisins hafa svo að segja ekkert gert til þess að flytja síld- ina norður. Þó að norskar síldarverksmiðj- ur hafi marg sýnt, að þær geti flutt hundruð þúsunda mála af síld yfir Atlanzhafið frá síldar- miðunum við Austurland og til Noregs, þá virðast stjórnendur ríkisverksmiðjanna hér ekki treysta sér í flutninga með strönd- um fram. Þannig er sleifarlagið í þessum efnum, að þegar Norð- menn tilkynntu að þeir væru bún- ir að flytja út 550 þúsund hektó- lítra af bræðslusíld nú í sumar, þá voru síldarflutningaskipin, sem áttu að flytja síldina fyrir íslend- inga ekld enn komin til landsins. Síðan hafa Norðmenn flutt mikið magn út, en íslendingar lít- ið magn norður. Útkoman er svo sú, að bátarnir liggja tugum saman með full- fermi af síld og verða að bíða 3—4 daga eftir löndun. Söltun stöðvuð, þó að erlend- ir kaupendur biðji um meiri síld Og þannig er ástandið í síldar- söltunarmálunum, að söltun er raunverulega stöðvuð af opinber- um aðilum, þó að fyrir liggi, að erlendir kaupendur óski eftir því að fá meiri saltsíld. Þegar síldarútvegsnefnd stöðv- aði söltun, voru enn eftir að minnsta kosti 50 þúsund tunnur upp í kvótasamninginn við Sovét- rikin. Nú munu Rússar beinlínis hafa óskar eftir að fá meira af sumarveiddri síld, en þrátt fyrir það lætur síldarútvegsnefnd stöðva söltun. Það er líka á allra vitorði, að liægt væri að selja stóraukið magn til Austur-Evrópulanda og til Sov- étríkjanna af saltsíld, ef fullur vilji væri fyrir hendi hjá íslenzk- um stjórnarvöldum. En viðskiptastefna, sem miðar að því að slíta öll viðskiptasam- bcnd Islands við Austur-Evrópu, stendur liér í veginum. Hneykslið í síldarmálunum er þannig í stuttu máli: 1. Neitað er látlaust um fjármagn til þess alð fullgera síldarv'erk- smiðjurnar á Austurlandi. 2. Síldarverksmiðjur ríkisins gera ekkert til þess að koma síldinni norður. 3. Söltun er stöðvuð að þarflausu. 4. Síldarútvegsnefnd hefur einok- Þá hafa íslenzk stjórnarvöld náð hámarki sínu í vesaldómi í atvinnumálum þjóðarinnar. Það nýjasta er að selja síldina úr bát- unum til bræðslu í Noregi. ís- lenzkar síldarverksmiðjur standa ýmist ónotaðar á Norðurlandi eða hálfnotaðar, en síldin er seld ó- unnin í verksmiðjur í Noregi. Norðmenn geta auðvitað flutt síldina erfiðleikalaust yfir hafið til Noregs, þó að Islendingar geti ekki flutt hana með ströndum frarn. Verðið á síldinni, sem þannig er seld til Noregs, er annað hneyksl- ið frá. Norðmenn buðu 128 kr. íslenzk- ar fyrir málið, miðað við eldra gengið, eða tveimur krónum hærra en íslenzka verðið er til bátanna. Þetta verð er langt undir því, sem un á tunnuinnflutningi og hef- ur landið tunnulaust á miðri vertíð. 5. Markaðsmálin eru komin í öngþveiti hjá ríkisstjóminni. C. Afleiðing þessa er, að síldvei'ði- flotinn liggur í löndunarstoppi meirihluta sumarsins. Og á meðan þetta gerist sitja innlendir og erlendiir „hagfræð- ingar“ og reikna út af mikilli speki, að helzta úrræðið í efna- hagsmálum þjóðarinnar sé að lækka gengi krónunnar enn einu sinni og efna þannig til vinnu- deilna og framleiðslustöðvana. Öllu á að bjarga með nógu mik- illi dýrtíð. Og svo er grátið út af gjaldeyr- isskorti og lélegum efnaliag. En þessir herrar sjá ekki, að það er verið að koma í veg fyrir öílun hundruð milljóna í erlendum gjaldeyri. Fer mönnum ekki að skiljast, að vandamál Islendinga í efna- hagsmálum er að losna við núver- andi ríkisstjórn og hagfræðinga- bjálfa hennar? Við þurfum ríkisstjórn, sem skilur framleiðslumál þjóðarinn- ar, sem greiðir fyrir aukinni fram- leiðslu og sem getur og vill selja framleiðsluvörur landsmanna. Við þurfum að losna við fram- leiðslustöðvanir, en ekki að búa þær til. Norðmienn segja sjálfir í blöðum sínum, að verksmiðjur þeirra geti greitt og greiði norskum skipum. En af tillitssemi við íslenzk stjórnarvöld bjóða Norðmenn að greiða íslenzka lága verðið. Síld- arverksmiðjur ríkisins greiða svo íslenzkum síldarskipum aðeins 116 kr. fyrir málið af þessari síld og stinga því á sig 12 krónum af hverju máli og auk þess gengis- breytingunni, sem nemur um 17 krónum á mál. Ríkisverksmiðj- urnar taka því í sinn hlut 29 krón- ur af hverju máli síldar, sem út er flutt með norsku síldarflutn- ingaskipunum. En hefðu íslendingar unnið sjálfir þessa síld í verksmfðjum sínum hefðu fengist nærri þrisvar Pramh. á 3. síðu. SíSdarflutraisigar til Moregs

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.