Austurland - 11.08.1961, Page 2
2 AUSTURLAND
Hveri æilar Framsókn?
Einmitt nú, þegar ríkisstjórn
íhalds og krata sýnir öllum al- ,
menningi, svo ekki verður um
villzt, sitt rétta afturhaldsinnræti, i
þá er eðlilegt að sú spurning leiti
æ fastar og fastar á meðal vinstri '
manna: livað Framsóknarflokk- '
urinn raunverulega ætlist fyrir.
Lokun áfengisbúða
og áfeugisdrelíiug
póstsins
I landlegum um síldveiðitímann
er venja að loka útsölustöðum
áfengig á síldveiðihöfnunum. Þetta
er auðvitað alveg sjálfsögð ráð-
stöfun.
En á sama tíma afgreiðir Áfeng-
isverzlunin vín í pósti til þessara
sömu hafna og spillir þannig fyrir |
árangrinum af lokuninni.
Ekkert er því til fyrirstöðu, að !
t d. áfengisútsalan á Seyðisfirði !
sendi áfengi til annarrar síldveiði-
hafnar t. d. Neskaupstaðar, á i
sama tíma og útsalan á Seyðis-
firði er lokuð.
Ekkert er heldur því til fyrir-
stöðu að Seyðfirðingar eða menn 1
þar staddir láti senda sér áfengi
í pósti til næsta pósthúss, t. d. að
Egilss‘öðum. Trúað gæti ég, að
þeir gætu látið senda sér það á
pórthúsið á Seyðisfirði.
Með þessu móti er auðvitað
spillt fyrir árangri lokunarinnar.
Sé réttlætanlegt að loka áfengis-
búðum á síldveiðihöfnum, hlýtur
að vera jafn réttlætanlegt að
fcanna áfengisflutninga í pósti til
sömu hafna og nágrennis þeirra. —
Annars er áfengisdreifing póstsins
kapítuli út af fyrir sig, sem ástæða ]
kynni að vera til að gera að sér- j
stöku umtalsefni.
Til að fyrirbyggja misskilning
vil ég taka það fram, að mér vit-
anlega hafa hér í bæ ekki stafað
nein vandræði af drykkjuskap síld-
veiðisjómanna.
Or bænuTD
Andlát.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, kona
Ásmundar Guðmundssonar í
Skuld, andaðist að heimili sínu 1.
ágúst. Hún fæddist í Sandvík í
Norðfjarðarhreppi 17. jan. 1884,
en átti hér heima síðan 1907.
Jón B. Sigfinnsson, verkamað-
ur andaðist að heimili foreldra
sinna, Hlíðargötu 23, hinn 3. ág- i
úst. Hann fæddist hér í bæ 10. j
sept. 1938 og átti jafnan hér
heima.
Karl Karlsson, kaupmaður,
Hlíðargötu 13A, andaðist á Vífils-
staðahæli 5. ágúst. Hann fæddist
að Krossi í Mjóafirði 6. ágúst 1907,
eix fluttist hingað með foreldrum
sínum 1912.
Menn spyrja: hvert ætlar Fram-
sókn? Ætlar hún til hægri eða
vinstri?
Afstaða Alþýðubandalagsins er
öllum Ijós. Það segir hiklaust, að
nú verðí vinstri menn í landinu að
standa saman.
Alþýðubandalagið segir: Allir
vinstri menn í landinu, þ. e. Al-
þýðubandalagsmenn, Framsóknar-
menn, Þjóðvarnarmlenn og aðrir
vinstri menn, verða nú að taka sér
ákveðna stöðu sem vinstri fylking
gegn hægri fylkingu íhalds og
krata.
Þessi vinstri fylking þarf að
koma sér saman um stefnu í
nokkrum mikilvægustu málefnum
þjóðarinnar og lýsa síðan afdrátt-
arlaust yfir, að hún ætli að fella
hægri fylkinguna frá völdum í
landinu og mynda stjórn vinstri
manna, sem hafi að markmiði að
framkvæma tiltekna vinstri
stefnu. Alþýðubandalagið dregur
enga dul á hvað það vill og af-
staða þess til málefna er skýr.
En hvað ætlar Framsókn að
gera? Hvað vill Framsóknarflokk-
urinn? i«|.jj
Menn spyrja: er Framsóknar-
flokkurinn ekki reiðubúinn til þess
að mynda ríkisstjórn með Alþýðu-
bandalaginu og öðrum vinstri
mönnum, skapist meirihlutaað-
staða til þess?
Þessu verður Framsókn að
svara. Menn spyrja líka um mál-
efnin:
Ætlar Framsókn að samþykltja
brottför hersins eða ekki?
Við þessu verður að fást svar.
Og menn spyrja: vill Framsókn
ríltisreka olíuverzlunina í landinu
og spara þannig þjúðinni tugi
milljóna?
Vill Framsókn taka utanríkis-
verzlun landsins undir öruggt eft-
irlit ríkisins svo tryggt sé að
gróðabrallsfélög íhaldsins geti
hvorki stórgrætt á útflutningi
landsmanna né innflutningi ?
Vill Framsókn þjóðnýta vá-
tryggingarfélögin í landinu, eða
stórlækka vátryggingarkostnað
með öflugri ríkistryggingu ?
ViII Framsókn fallast á það
grundvallarákvæði í stjórnar-
stefnu vinstri manna, að landinu
verði stjórnað í fullu samráði við
vinnustéttimar og unnið áð því að
|bæta kjör verkafólks, sjómanna
og bænda?
Þessum spurningum verður
Framsókn að svara afdráttar-
laust.
Það er á allra vitorði, að innan
Framsóknarflokksins eru uppi
t\ær algjörlega andstæðar skoð-
anir varðandi þessi mál öll.
Þorri Framsóknarmanna vill að
lierinn verði látinn fara undan-
bragðalaust.
En nokkrir áhrifamenn í flokkn-
um eru hinsvegar algjörir her-
námssinnar.
Hvorir eiga að ráða?
Ef forysta flokksins heldur
áfram að mæla gegn hlutleysis-
stefnu landsins og lofsyngja Nato,
jafnvel á meðan Nato er að svíkja
af okkur landhelgina, þá trúir
enginn sannur hernámsandstæð-
ingur flokknuni. -
Hér á Austurlandi er það á vit-
orði allra, að ritstjóri blaðs Fram-
sóknarmanna á Austurlandi,
„Austra“, Vilhjálmur SigUrbjörns-
son, er t. d. a'.gjör liernámssinni
og fullkomlega ándstæður öllu
vinstra samstarfi.
Neskaupstað, 11. ágúst 1961.
Vilhjálmur er hægri maður, sem
vill samstarf Framsóknar og
íhaldsins.
Svipað má segja um fleiri af
trúnaðarmönnum Framsóknar.
En hitt er þó ekki að efa, að
mikill meirihluti Framsóknar-
nianna t. d. á Austurlandi, eru á-
kveðnir vinstri inenn, sem vilja
vinstri stjórn um vinstri stefnu.
En nú er kominn tími til þess
að foringjar Framsóknarflokksins
segi hvað þeir hyggjast fyrir í
þessum efnum.
Hvert ætlar Framsókn? Til
hægri eða vinstri?
Félagsheimilin og
drykkj u skapuriim
Á undanförnum árum hefur
víða um land, ekki sízt í sveitum
og smærri kauptúnum, verið kom-
ið upp fjölda veglegra félagsheim-
ila. Þeim er ætlað að verða menn-
ingarmiðstöð fyrir viðkomandi
ihéruð og er þeim sannarlega ekki
ætlað óveglegt hlutverk.
Ekki efa ég, að félagsheimilin
hafi haft mikla þýðingu fyrir fé-
lagslíf og menningarsamtök
strjálbýlisins og gert aðkomnum
listamönnum fært að flytja heima-
mönnum listina heim í hlað.
Sennilega hefur því tilgangurinn
með byggingu félagsheimilanna
náðst.
En jafnframt blasir við sú öm-
urlega staðreynd, að mörg félags-
heimilanna er líka miðstöð spill-
ingar og lasta. Eru það ófagrar
lýsingar, sem sjónarvottar gefa
af samkomum í sumum félags-
heimilum, af drykkjuskap ung-
linganna og hverskonar siðleysi.
Þarna hefur fjárgræðgin borið
skynsemi forráðamannanna ofur-
liði. Þeir einblína um of á að afla
fjár til að borga niður byggingar-
skuldirnar, en hirða minna um
hvernig féð er fengið.
Hér í Neskaupstað er bygging
félagsheimilis komin á þann rek-
spöl, að tímabært er að menn fari
að gera sér grein fyrir hvernig
rekstri þess skuli háttað og þurfa
eigendur þess að fara að undir-
búa reglugerð þar um.
Ég er ekki í neinum vafa um
það, að félagsheimilið á eftir að
verða mikið fyrirtæki og arðbært
og það án þess að hagnast á áfeng-
isfýsn manna. Og án efa leysir
það margvísleg félagsleg vanda-
mál, sem við nú eigum við að etja.
Þarna á að vera opið hús, veiting-
ar jafnan á boðstólum og gisting
a. m. k. yfir sumarmánuðina. Það
er með öllu ástæðulaust, að hafa
þessa miklu byggingu lokaða og
til engra nota, nema þegar böll eru
og kvikmyndasýningar.
En það, sem ég ætlaði einkum
að koma orðum að í sambandi við
framtíðarrekstur félagsheimilisins
er afstaðan til áfengisnautnar,
einkum á dansleikjum.
Ég veit, að það er afar erfitt og
kannske með öllu óframkvæman-
legt, að útiloka áfengisnautn með
öllu af dansleikjum. Það er eins
5og menn hafi alltaf einhver ráð til
að afla sér áfengis.
En það á að banna ölvuðum
mönnum aðgang að samkomum í
félagsheimilinu, það á að banna
með öllu áfengisnautn í húsinu og
það á að vísa út þeim mönnum,
sem brotlegir gerast við reglur og
verði þeir berir að ítrekuðum
brotum þá á að banna þeim að-
gang að dansleikjum um vissan
tíma, stuttan eða langan eftir at-
vikum.
Sumir kunna að telja, að þetta
sé óframkvæmanlegt, en ég er
ekki þeirrar skoðunar. Sé málið
tekið föstum tökum þegar í upp-
hafi og engin linkind sýnd, kemst
skjótt það orð á, að ekki sé til
neins að ætla sér að vera ölóður
á dansleik á Norðfirði og menn
hætta að reyna það.
Nú kunna sumir að segja, að fé-
lagsheimilið hafi ekki efni á að
útiloka ölæðinga. Fólkið sæki ekki
slíka skemmtistaði, heldur fari
eitthvað þangað, sem ekki sé eins
hart tekið á þessum lesti.
Því er til að svara, að ef ein-
hver félagsheimili geta verið
þekkt fyrir að halda fylliríisskröll,
sé ég ekki eftir hinum ölvuðu til
þeirra. Auk þess trúi ég því ekki,
að menn geti ekki skemmt sér á
dansleikjum, nema viss hluti gesta
sé viti sínu fjær af ölæði.
Æskilegast væri auðvitað, að fé-
lagsheimilin hér fyrir austan
tækju sig saman um að útiloka
ölvaða menn frá þátttöku í sam-
komum. Mundi þá skjótt færast
meiri menningarbragur á sam-
komur þeirra og það óorð, sem nú
fer af þeim sumum leggjast af.
Framhald á 3. síðu.