Austurland


Austurland - 07.06.1963, Blaðsíða 4

Austurland - 07.06.1963, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 7. júní 1963. AUSTFIRZKIR S30MENN Munið landhelgismálið á sunnu- daginn 9. júní Lúðvík Jósepsson undirritar hina söguíræg'u reglugerð um stækkun Iandhelginnar 1958. Gerið kosningadaginn að sjómannadegi Sjómannadagurinn átti að réttu lagi að vera á sunnudaginn kemur. En ríkisstjórnin tók þá upp á því, að efna til Alþingis- -kosninga þann dag og rændi þannig sjómennina sjómannadeg- inum. Er það ekki í fyrsta sinn, öeoa núverandi ríkisstjórn ger- ir sig bera að ránskap í garð sjómanna. En sjómenn hafa það í hendi sér að gera sunnudaginn 9. \ ; júní að eftirminnilegum sjómannadegi. | Þann dag geta þeir kvittað fyrir svik ríkisstjórnarinnar í ; landhelgismálinu með því að kjósa G-listann. ; Þann dag geta þeir k-vittað fyrir gerðardóminn í síldveiði- ; dei-lunni í fyrra sumar með því að kjósa G-listann. Þann dag -geta þeir lýst sig samiþy-kka stefnu þeirri, sem | Lúðvík Jósepsson markaði og framkvæmdi í landhelgismálinu ; með því að kjósa G-listann. Þann dag geta þeir, með því að kjósa G-listann, lýst van- : ; þóknun sinni á þeirri fyrirætlun ríkisstjórnarinnar og stór- I atvinnurekenda, að láta gerðardóm lækka síldarverðið. Þann da-g geta þeir, með því að kjósa G-listann, kvittað I; fyrir það gerræði er stjórnarflo-kkarnir og Framsókn læk-k- ! uðu með lögum nýlega umsamið fiskverð í ársbyrjun 1959. Sjómenn. Gerið sunnudaginn 9. júní að áhrifamiklum sjómannadegi, með því að kjósa lista Alþýðubandalagsins — G-listann. I^^A^AA^/W»AA/WWWVWWWWWWWWWVWWWWWWVWWV\^^V»^^^^^^yVWW En-gir ættu fremur að muna hvað gerzt hefur í land- he-lgismálinu og skilja hvaða hættur enn eru fra-mundan í því máli, en sjómenn á Austurlandi. Þegar ríkisstjórnin h-ljóp frá gefnum yfirlýsingum í marzmánuði 1961 og samdi við brezku ofbeldismennina um rétt þeim til handa -að veiða í ísienzku landhelginni í næstu 3 ár, þá var þes-si undansláttur veittur sérstaklega á kostnað Austfirðinga. Samkvæmt undansláttarsamningnu-m mega Brietar veiða allt árið á svæðinu frá Langanesi að In-gólfshöfða, aðeins með no-kkrum til-færslum -á miðunum. Eniginn ilandshluti var leikinn jafn hart í þessu.n uppgjafasamningi og Austurland. Þessa eiga austfirzkir sjómenn að minnast á kosninga- daginn. Sjóimönnum á Auisturlandi ber brýnni s-kylda en öllu-m öðru-m, að svara fyrir sig í landh'Elgismálinu í kosningun- um 9. jún-í. Þeirra hlutur var gerður verstur í samningun- við Bneta, -en auk þess er svo í kjöri í Austurlandskjör- dæmi sá maður, sem mest ailra einstaklinga vann að því að stækka landh-e.’gina út í 12 mílur 1958, en það er Lúðvík Jósepsson. Enginn sjómaður á Austunlandi má kasta a-t-kvæði sínu í þessum kosningum á Alþýðufilokkinn eða Sjálfstæðis- flokkinn, se-m sviku Austfirðinga í málinu. Sjó-menn á Austurlandi ættu ailir með tölu að þakka Lúðvíki Jósepssyni fyrir hans þátt í landhelgismálinu með því að kjósa hann í þessum kosningum. Það væri svar, sem tekið yrði eftir. Enn sækja brezkir útgerðarmenn á í landhelgism-álinu. Nú bjóða þeir upp á kaup um landhelgisréttindi og ísfisk- landanir í Bretlandi. Ef sjómenn svara ekki fyrir sig á eftirminnilegan hátt, er mikil hætta á að gefið verði eftir fyrir Bretum. Einn af þekktustu gömlu fiskimönnum Austurlands lét nýlega eftirfarandi orð faQl-a um þetta mál: ,,Ég hef kosið Sjál-fstæðisflokkinn í mörg ár. En nú er ég fastákveðinn í því, að kjós-a Lúðvík Jósepsso-n vegna 'landhelgismálsins fyrst og fremist". Austfirzkir sjómenn, í þessum kosnin-gum látum við engin flokkamörk binda o-kkur. Nú kjósum við um landlheilgism-álið. Nú svörum við fyrir okkur og látum flokkana skilja, að fyrir okkur er landhelgismálið stórmál. Austfirzkir sjómenn, fylkjum okkur allir um Lúðvík Jósepsson í þessum kosningum og þökkum hcnum þannig ótrauða og ötula baráttu í þessu hagsmunamáli okkar og þessu stórmáli þjóðarinnar. / A sunnudaginn kjósum við G-listann

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.