Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 2
KÖRFUBOLTI Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Þá eru fjögur lið eftir í umfjöllun okkar og mér sýnist sem svo að þetta séu þau lið sem eiga mesta er- indið í slaginn um deildarmeist- aratitilinn. Það þarf heldur ekkert hugrekki til að fullyrða að liðið sem mun lyfta Íslandsmeistaratitlinum árið 2012 verði eitt þessara liða. Forsmekkurinn af þeirri spennu sem ég spái þetta tímabil hófst á sunnudaginn þegar Grindvíkingar unnu glæsilegan flautukörfusigur á KR og hömpuðu fyrsta titli vetr- arins. Í þeim leik sáum við nokkur haustmistök en einnig stórkostleg tilþrif, spennandi leik og tvö lið sem komu bæði ákveðin í að sigra – eitt- hvað sem ég vona svo sannarlega að eigi eftir að einkenna flesta leiki. Ég man ekki eftir því að lið sem endaði deildina fyrir neðan 4. sætið hafi nokkurn tíma orðið Íslands- meistari. Í fyrra komst Stjarnan nærri því og mörgum sinnum hefur lið úr neðri hlutanum verið nálægt því að spila úrslitarimmuna. Bar- áttan um þessi fjögur efstu sæti verður vissulega alveg jafn hörð og um sætin fyrir neðan og ég held að munurinn verði naumari en á síðasta tímabili. Þá munaði aðeins 4 stigum á fyrsta og fjórða sæti, sem skipti deildinni svolítið upp í tvær ein- ingar. landsins gefur Snæfell 4.sætið. 3. sætið – Grindavík Þjálfari: Helgi Jónas Guðfinnsson. Ég held að ég muni aldrei aftur setja jafn sterkt lið á „pappír“ í þriðja sæti. Helgi Jónas er toppþjálfari með topplið í höndunum, á því leikur eng- inn vafi. Að hafa landað Sigurði Þor- steins og Jóhanni Ólafs er kænska sem allir viðskiptajöfrar ættu að taka sér til fyrirmyndar og viðbót sem ger- ir liðið tröllvaxið. Hvers vegna set ég lið með ofan- greindum mönnum ásamt Páli Axel, bræðrunum Þorleifi og Ólaf Ólafs, Ómari Sævars og tveimur „Könum“ í þriðja sætið? Undirbúningstímabilið hjá Grindavík hefur ekki verið eins og best verður á kosið. Þetta stjörn- umprýdda lið hefur ekki náð að æfa eins mikið saman og þeir hefðu viljað; meiðsli og landsleikjaprógram hafa sett strik í reikninginn. Af þessum sökum held ég að þeir eigi eftir að hiksta aðeins í byrjun tímabils og það mun kosta þá deildarmeistaratitilinn. Þetta er feikisterkt lið með lands- liðsígildi í næstum hverri stöðu; þeir sigra KR með flautukörfu til að landa fyrsta titli tímabilsins, þeir eru Meist- arar meistaranna og lið sem í mínum huga á að verða Íslandsmeistari. 2. sætið – Stjarnan Þjálfari: Teitur Örlygsson. Eftir Öskubuskuævintýri Teits og félaga í fyrra eru allir hættir að efast um getu þessa liðs. Þeir unnu þrek- Hreinsson en fá Hafþór Gunnarsson og tröllið að norðan, Ólaf Torfason. Nýir útlendingar og nýtt tímabil í skugga vonbrigða síðustu úr- slitakeppni þar sem Snæfell datt óvænt út gegn Stjörnunni án þess að vinna leik gegn þeim. Heimavöll- urinn verður sem fyrr helsta vígi Snæfells og ef Ingi Þór og félagar ná að halda heimavelli hreinum í deild- arkeppninni eins og í fyrra þá enda þeir líklega ofar en fjórða sæti. Nonni Mæju og Pálmi Sigurgeirs verða í aðalhlutverkinu ásamt út- lendingum; vel sjóaðir Íslendingar sem valda sínu hlutverki vel. Ég held að Snæfell komi vel undan hausti og hefndarhugurinn ætti að vera rétt stilltur eftir hamfarir síð- asta tímabils. Öflug liðsheild, stöð- ugleiki og sterkasti heimavöllur Þarf KKÍ stærðfræðiséní? Þetta bil mun minnka svo um munar í vetur; liðin raða sér mun þéttar og jafn mörg stig að lokinni deildarkeppni verða algengari sjón en á síðasta tímabili. KR og Keflavík voru jöfn í fyrra, ÍR og Njarðvík, og svo Tindastóll og Hamar. Núna kæmi það mér ekkert á óvart ef ein- hvers staðar í töflunni yrðu 4-5 lið í einni kös með jafnmörg stig eftir deildakeppni og að KKÍ þyrfti stærðfræðiséní til að aðstoða sig við útreikning á stöðunni eftir síðustu umferð. Maður getur bara vonað. 4. sætið – Snæfell Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson. Deildarmeistarar síðasta árs missa Emil Jóhannsson og Atla Morgunblaðið/Ómar Reynslubolti Hreggviður Magnússon er einn af reynsluboltunum í liði meistaranna og hann verður í stóru hlutverki hjá KR-ingum. Mikilvægur Bandarí Flautukörfusigurinn v  Snæfell væntanlega með rétt stilltan hefndarhug eftir hamfarir síðasta tímabils  Grindavík hikstar í byrjun og vinnur ekki deildina en á að verða Íslandsmeistari  Stjörnumenn ekki lengur „undir-hundar“ heldur með skotmark á bakinu  Öflugt starf í Vesturbænum skilar toppliði ár eftir ár þrátt fyrir blóðtökur 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Undankeppni EM U17 Ísland – Skotland..................................... 2:2 Hanna Kristín Hannesdóttir 17., Berglind Rós Ágústsdóttir 61. Austurríki – Kasakstan ......................... 11:0  Ísland er komið áfram í milliriðil. Ísland hlaut 7 stig, Skotland 5, Austurríki 4, Ka- sakstan 0. Undankeppni U17 karla Sviss – Ísland.............................................5:1 Emil Ásmundsson Grikkland – Ísrael .................................... 4:1 Undankeppni HM S-Ameríkuriðill: Venesúela – Argentína ........................... 1:0 Fernando Amorebieta 62. Bólivía – Kólumbía .................................. 1:2 Walter Flores 84. – Dorlan Pabon 48., Falcao 90. Paragvæ – Úrúgvæ ................................. 1:1 Richard Ortiz 90. – Diego Forlan 67. Síle – Perú ................................................ 4:2 Waldo Ponce 2., Eduardo Vargas 18., Gary Medel 47., Huberto Suazo 63. (víti) – Clau- dio Pizarro 49., Jefferson Farfan 59.  Úrúgvæ er efst með 4 stig, Argentína 3, Ekvador 3, Kólumbía 3, Perú 3, Venesúela 3, Paragvæ 1, Bólivía 0. KNATTSPYRNA N1-deild kvenna FH – Fram ............................................ 16:30 Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 4, Kristrún Steinþórsdótt- ir 4, Hind Hannesdóttir 1, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1. Mörk Fram: Elísabet Gunnarsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Sigur- björg Jóhannsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Stella Sigurðardóttir 3, Anna María Guð- mundsdóttir 1, Karólína V. Torfadóttir 1. Grótta – Valur...................................... 25:41 Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 7, Guðríður Ósk Jónsdóttir 4, Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir 3, Elín Helga Jónsdóttir 3, Sigrún Birna Arnardóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Laufey Ásta Guðmunds- dóttir 2, Rebekka Guðmundsdóttir 1. Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Dagný Skúladóttir 8, Karólína B. Gunnars- dóttir 8, Arndís María Erlingsdóttir 5, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 4, Ragnhild- ur Rósa Guðmundsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Kristín Guðmundsdótt- ir 1, Nataly Sæunn Valencia 1. Staðan: Valur 3 3 0 0 102:65 6 HK 2 2 0 0 58:41 4 Fram 2 1 0 1 52:44 2 FH 2 1 0 1 47:58 2 ÍBV 2 1 0 1 45:57 2 Haukar 2 1 0 1 55:52 2 Stjarnan 1 0 0 1 20:28 0 KA/Þór 1 0 0 1 19:30 0 Grótta 3 0 0 3 70:93 0 Þýskaland A-deild karla: Grosswallstadt – Kiel...........................25:32  Sverre Jakbosson lék með Grosswall- stadt en skoraði ekki mark.  Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins. Hildesheim – Füchse Berlín................27:31  Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlín. Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins. A-deild kvenna: Buxtehuder – Blomberg Lippe...........25:23  Hvorki Karen Knútsdóttir né Hildur Þorgeirsdóttir skoruðu fyrir Blomberg. Svíþjóð A-deild karla: Caperiotumba – Guif ...........................27:27  Haukur Andrésson skoraði eitt marka Guif. Kristján Andrésson er þjálfari Guif. Noregur Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Levanger – Storhamar ........................23:30  Rakel Dögg Bragadóttir lék með Lev- anger en skoraði ekki mark. Nína Björk Arnfinnsdóttir skoraði eitt mark fyrir Lev- anger. Ágúst Jóhannsson er þjálfari liðsins. A-deild karla: Haslum - Nøtterøy................................32:30  Hreiðar Levy Guðmundsson varði 7 skot í marki Nøtterøy. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Ásvellir: Haukar – Akureyri ............... 18.30 Digranes: HK – FH.............................. 19.30 Híðarendi: Valur – Fram ..................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IE-deildin: Grindavík: Grindavík – Keflavík ......... 19.15 DHL-höllin: KR – Þór Þ. .................... 19.15 Grafarvogur: Fjölnir – ÍR.................... 19.15 Í KVÖLD! Kristinn Geir Friðriksson fjallar um körfuboltann í Morgunblaðinu á komandi keppnistímabili. Kristinn er 39 ára gamall og lék í úrvals- deildinni í 17 ár, með Keflavík, Þór á Akureyri, Skallagrími, Tindastóli og Grindavík, og lék einnig með BK Odense í Danmörku. Hann þjálfaði lið Tindastóls og Grindavíkur um skeið, auk þess að spila með þeim. Hann lék 13 A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Kristinn fjallar um liðin 12 í Ice- land-Express deild karla, í þremur greinum. Í dag birtist þriðja og síð- asta greinin, um þau fjögur lið sem hann telur að hafni í fjórum efstu sætum deildarinnar í vetur. Kristinn fjallar um körfuna KEPPNISTÍMABILIÐ Í KÖRFUBOLTANUM AÐ HEFJAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.