Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 1
LANDSLIÐIÐ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Svíinn Lars Lagerbäck var í gær kynntur til sög-
unnar sem næsti landsliðsþjálfari karla í knatt-
spyrnu. Eyjamaðurinn geðþekki Heimir Hall-
grímsson verður honum til halds og trausts.
Lagerbäck er ráðinn fram yfir undankeppni HM
en hún hefst á næsta ári.
Þegar dregið var í riðlana var Ísland í neðsta
styrkleikaflokki. Morgunblaðið spurði Lagerbäck
hvort það gæfi að hans mati rétta mynd af styrk
íslenska liðsins.
„Úrslit eru úrslit og lítið við þeim að segja. Við
gætum staðið hér lengi og rætt um fyrirkomulag-
ið varðandi styrkleikaflokkana en miðað við það
sem ég hef séð til íslenska landsliðsins höfum við
tækifæri til að gera betur. Ég sá tapleikinn á móti
Noregi í Ósló og það voru ekki sanngjörn úrslit að
mínu mati en fótboltinn er þannig að maður þarf
að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Á und-
anförnum árum hafa margir ungir leikmenn verið
teknir inn í landsliðið og frá því sjónarmiði lítur
þetta ágætlega út. Ég tel að forveri minn Ólafur
Jóhannesson hafi staðið sig afar vel hvað þetta
varðar,“ sagði Lagerbäck við Morgunblaðið.
Hugarfarið er svipað
Spurður um hvort fótboltinn í Svíþjóð og á Ís-
landi eigi margt sameiginlegt nefndi hann hug-
arfarið sérstaklega. „Já, í báðum tilfellum er um
að ræða fámennar þjóðir sem eru með flesta sína
leikmenn erlendis. Þó ég hafi einungis séð ís-
lenska leikmenn úr fjarlægð þá tel ég að hér sé
mjög gott hugarfar ríkjandi í íþróttum. Það er
ekki ósvipað því sem þekkist í Svíþjóð og er ein
ástæða þess að Svíþjóð hefur gengið vel. Sænsku
landsliðsmennirnir hafa verið sterkir persónu-
leikar og hafa haft mikinn áhuga á því að ná ár-
angri. Vilji maður vinna eitthvað í fótbolta þá þarf
slíkur liðsandi að vera til staðar,“ sagði Lager-
bäck og hann sagðist hafa hrifist af landi og þjóð í
þau skipti sem hann hefur komið til landsins.
Hann hafi þó ekki velt landsliðsþjálfarastarfinu
sérstaklega fyrir sér fyrr en nýlega.
„Mér hafði aldrei verið boðið starfið og hafði
þar af leiðandi ekki leitt hugann að því. Geir Þor-
steinsson hringdi í mig fyrir nokkrum vikum og
spurði mig út í þetta og þá kviknaði strax áhugi
hjá mér. Mér var það sönn ánægja að taka við
starfinu og tel það vera mikil forréttindi. Ég
hlakka mjög til,“ sagði Lagerbäck.
Litlar breytingar á starfsteyminu
Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hvort Lag-
erbäck ætti eftir að taka einstaklinga með sér inn
í teymið sem vinnur í kringum landsliðið. „Á þess-
ari stundu get ég ekki svarað því með vissu. Ég
reikna með því að nánast allir í teyminu muni
halda áfram. Heimir er nýr aðstoðarþjálfari eins
og fram hefur komið en við eigum eftir að ræða
um frekari breytingar. Kannski munum við ræða
um það sem snýr að útsendurum landsliðsins en
ég er ekki viss. Það yrði þá hámark einn ein-
staklingur. Ég þekki ekki teymið en mér er sagt
að hér séu fagmenn sem sinni sínum störfum af
kostgæfni. Á meðan svo er þá tel ég það kost að
vera með Íslendinga í kringum liðið.“
KSÍ ræddi við nokkra menn
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var lukku-
legur með að landa Svíanum þegar Morgunblaðið
ræddi við hann. „Þetta er mjög góður dagur fyrir
knattspyrnusambandið því við erum að ráða topp-
menn til starfa. Með Lars fáum við mikla og góða
þekkingu inn í íslenska knattspyrnu því hann vill
starfa náið með okkar þjálfurum í efstu deildum
til að miðla af sinni reynslu og heyra um þeirra
reynslu,“ sagði Geir en fram kom á blaðamanna-
fundinum að KSÍ hefði rætt við nokkra menn
vegna starfsins. Hversu margar umsóknir bár-
ust?
Lars alltaf ofarlega á blaði
„Alla vega þrjátíu nöfn komu inn á borð til okk-
ar. Frá Bretlandseyjum, Norðurlöndum og einnig
innan úr Evrópu eins og Hollandi og Þýskalandi.
Ég átti ekki von á því að nöfnin yrðu svona mörg
en þetta er kannski hluti af því að þessi heimur
fer minnkandi. Almennt séð ræddum við við
nokkra þjálfara, innanlands sem utan, í kringum
þessa ráðningu en Lars var alltaf ofarlega á blaði
hjá okkur. Fyrsti kostur var að ráða erlendan
þjálfara,“ sagði Geir við Morgunblaðið.
Áhuginn kviknaði strax
Lagerbäck telur gott hugarfar ríkja hjá íslensku íþróttafólki Hrósar Ólafi
fyrir að taka unga menn inn í liðið Alla vega þrjátíu nöfn voru á borði KSÍ
Morgunblaðið/Ómar
Samvinna Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson léttir í lund á blaðamannafundinum í gær.
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
íþróttir
Bestur Efsta sætið í M-gjöf Morgunblaðsins einn af ljósu punktum sumarsins hjá Matthíasi
Vilhjálmssyni. Hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og telur sig tilbúinn í slaginn 2-3
Íþróttir
mbl.is
Veigar Páll Gunn-
arsson lagði upp
tvö marka Våle-
renga í sigri á
Viking frá Stav-
anger, 3:0, í
norsku úrvals-
deildinni í knatt-
spyrnu í gær-
kvöld. Þar með er
Veigar kominn í
efsta sætið ásamt
tveimur öðrum yfir þá sem hafa átt
flestar stoðsendingar í deildinni á
þessu tímabili, 10 samtals. Veigar átti
fimm slíkar fyrir Stabæk og hefur nú
lagt upp fimm mörk eftir að hann var
seldur til Vålerenga síðsumars. Hann
lét því ekki vangaveltur um maðk í
mysunni í félagaskiptum sínum trufla
sig. Nancy í Frakklandi hótar að fara
í mál við Stabæk vegna sölunnar á
Veigari en Frakkarnir telja að 80 pró-
sent söluverðsins hafi verið falin í
samningi um annan leikmann. Nancy
átti að fá helming verðsins. vs@mbl.is
Veigar í
toppsætið
Veigar Páll
Gunnarsson
Íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spyrnu, skipað leikmönnum undir
17 ára, sigraði Grikki, 1:0, í öðrum
leik sínum í undanriðli Evrópu-
keppninnar í Ísrael í gær. Páll Ol-
geir Þorsteinsson skoraði sigur-
markið á 48. mínútu og íslensku
strákarnir eru þá komnir með þrjú
stig eftir tvo leiki.
Ísraelsmenn, sem lágu fyrir
Grikkjum, 1:4, í fyrsta leik sínum,
gerðu sér lítið fyrir og sigruðu
Svisslendinga, 3:2, en Sviss vann Ís-
land 5:1 í fyrstu umferðinni. Þar
með eru allar fjórar þjóðirnar með
þrjú stig en í lokaumferðinni á
mánudag leikur Ísland við Ísrael og
Sviss við Grikkland. Riðillinn gæti
því ekki verið jafnari og meira
spennandi. vs@mbl.is
Strákarnir
unnu Grikki
Kristín Jóhanna
Clausen, horna-
maður Stjörn-
unnar, er úr leik
og leikur ekki
meira með liðinu í
N1-deildinni í
handknattleik á
nýhafinni leiktíð.
Hún sleit kross-
band í hné og
þarf af þeim sök-
um að gangast undir aðgerð. Þetta
er í þriðja sinn á ferlinum sem Krist-
ín verður fyrir því óláni að slíta
krossband.
Skarð er fyrir skildi í Stjörnulið-
inu við brotthvarf Kristínar. Hún er
einn reyndasti leikmaður liðsins auk
þess að vera góður horn- og varn-
armaður. iben@mbl.is
Kristín Clau-
sen úr leik
Kristín Jóhanna
Clausen
LANDSLIÐIÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir 20 ára hlé er leitað út fyrir landsteinana á ný
eftir landsliðsþjálfara karla í fótbolta. Síðast var
það hinn geðþekki Bo Johansson, Svíinn sem
stýrði íslenska landsliðinu 1990 og 1991 og gerði
það síðar gott sem landsliðsþjálfari Dana. Nú er
það landi hans, Lars Lagerbäck, sem í gær var
ráðinn þjálfari íslenska liðsins til næstu tveggja
ára og tekur formlega við um áramótin.
Ferilskrá Svíans er alls ekki slæm. Hann kom
sænska landsliðinu á stórmót í fimm skipti í röð,
frá 2000 til 2008, en lét af störfum eftir að það
mistókst í sjötta sinn. Fyrst niðurstaðan var á
annað borð sú að ráða erlendan þjálfara, er Lag-
erbäck eflaust vænlegur kostur. Ekki er ástæða
til annars en að óska honum velfarnaðar í starfi.
Hann mun njóta þess að forveri hans, Ólafur Jó-
hannesson, var óhræddur við að gefa ungum og
efnilegum leikmönnum tækifæri. Lagerbäck fær
því í hendurnar óvenju reyndan hóp ungra og
metnaðarfullra fótboltamanna.
Ég er þó hugsi yfir því hve sannfærð KSÍ-
forystan var um að Svínn væri rétti maðurinn,
umfram aðra áhugasama. Og ég er satt best að
segja dálítið undrandi á því að fyrst maður á borð
við Steve Coppell sýndi starfinu mikinn áhuga, og
var samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum
tilbúinn til þess að taka því á þeim launum sem
hér voru í boði – að ekki skyldi vera rætt við hann
áður en lengra var haldið. Fyrir mína parta var
Coppell mun áhugaverðari kostur fyrir íslenska
landsliðið. Fyrst menn telja sig á annað borð hafa
efni á erlendum þjálfara.
En ég sé ekki um að ráða landsliðsþjálfara. Mál-
ið er afgreitt og tilgangslítið að velta sér frekar
upp úr því. Nú skiptir öllu máli að nýi þjálfarinn
sé klár í það verkefni sem bíður hans. Hann hefur
fengið til liðs við sig úrvalsaðstoðarmann, Heimi
Hallgrímsson, sem gjörþekkir íslenskan fótbolta
og hefur sýnt sig og sannað. Vonandi fer þetta
tvíeyki með landsliðið okkar upp á næsta þrep.
Var betri kostur í boði?