Austurland


Austurland - 04.06.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 04.06.1965, Blaðsíða 4
4 r AUSTURLAND Neskaupstað, 4. júní 1965. Ný gerð raflínu áíormuð við lögn háspennulínunnar Irá Hallormsstað til Fljótsdals Hallormsstað, 26. maí. —S. Bl. Á sl. sumri var í stórum drátt- um mælt fyrir háspennulínu til Fljótsdals frá Hallormsstað, þar sem núverandi Upphéraðsveita endar. Er áformað að leggja raf- magn á meiri hluta bæja í Fljóts- dal í hinuim fyrirhugaða áfanga, eða allan miðdalinn út að Brekku- gerðishúsum og inn að Valþjófs- stað, yfir Múlann um Langhús og inn að Víðivöllum fremri. En að þessu sinni verða dalabæirnir eft- ir og Arnheiðarstaðir að utan. Það var ætlunin, að þessi lína yrði lögð nú í sumar, en hvort hún lifir af 20% niðurskurð rík- isstjórnarinnar á verklegum framkvæmdum, er enn ekki vitað. Um sl. imánaðamót voru hér á ferð tveir menn á vegum Raf- magnsyeitna rikisins, þair Tryggvi Sigurbjarnarson, rafveitustjóri á Siglufirði, og Guðmundur Hann- esson, línuverkstjóri frá Reykja- vík. Erindi þeirra var að athuga línustæðið á nýjan leik með til- liti til nýrrar gerðar háspennu- iínunnar, sem fyrirhugað er að nota þarna. Eins fasa Iína aðeins einn strengur Hingað til hefur tíðkazt að nota tvo strengi í eins fasa háspennu- línu, en nú verðar aðeins notaður einn strengur. í stað hins vírsins er jörðin notuð. Tryggvi Sigurbjarnarson raf- veitustjóri, sem er rafmagnsverk- fræðingur frá Tækniháskólanum í Dresden í Austur-Þýzkalándi, hef- ur sérstaklega kynnt sér þessa aðferð við lagnir á háspennulín- um. Hann skrifaði nmi hana próf- ritgerð sína við háskólann, skv. ábendingu Eiríks Briem raf- magnsveitustjóra ríkisins. Þegar Tryggvi og Guðmundur voru hérna um daginn, sögðu þeir mér frá þessari nýstárlegu tækni. Af eðlilegum ástæðum hafði Tryggvi orðið fyrst og fremst og leyfði hann mér að hafa eftir sér fyrir lesendur Austurlands þær upplýsingar, sem fram koma í þessum pistli. Reynslan komin frá Rússiun Rússar hafa einir þjóða veru- lega reynslu í að leggja eins fasa raflínur með einum vír. I Sovét- ríkjunum hafa íþúsundir kíló- metra af slíkum- línum verið lagðar í strjálbýli. Og Rússar eru þeir einu, sem hafa rannsakað þessa aðferð fræðilega og skrifað u;m hana vísindarit. Eiríkur Briem hafði af þessu pata. Þegar Tryggvi ætlaði að velja sér verk- efni í prófritgerð sína í Dresden, skrifaði hann Eiríki og spurði, hvort hann gæti bent sér á nokk- urt verkefni, sem komið gæti Is- lendingum sérstaklega að gagni. Eiríkur benti honum á þetta verkefni, þar eð í Dresden væru til þess sérstök skilyrði, sakir ná- innar samvinnu Austur-Þjóðverja og Rússa um ýmis efni. Tryggvi viðaði að sér öllum þeim bókum, sem ritaðar höfðu verið um að- ferðina og lét þýða fyrir sig úr rússnesku inntak þeirra. Á grund- velli þessarar þekkingar er svo verið að vinna hér uppi á Héraði við Fljótsdalslínu. Þess verður og að geta hér, að tvær þjóðir hins „frjálsa heims‘‘ (eins og komizt er að orði í frétt- um Ríkisútvarpsins) hafa notað sér þessa aðferð á undan íslend- ingum: Ástralíumenn og Nýsjá- lendingar. Simatruflanir aðalvandamálið Til þess að hægt sé að leiða annað skautið í jörð, eins og hér er gert, þarf að. vera hægt að leggja liáspennulínuna í nægilegri fjarlægð frá síma — annars veld- ur raflína símatruflunum. Ekki er hægt að gefa almenna formúlu um þessa fjarlægð. Þetta fer eft- ir því, hve lengi raflínan liggur í nánd við síma. Ef það verður á of löngu bili, truflar það símann, sérstaklega eins vírs síma. Geta þessar truflanir orðið óbærilegar. En um þessar mundir er verið að kanna, hvernig þetta kemur út, þar sem sími er lagður á tveimur vírum. Þá er imikið komið undir því, að jarðvegur sé vel rakur, þar sem rafskautið er tekið í jörð. Aðferðin nothæf við þriggja fasa línu Þriggja fasa háspennulínu er á sama hátt hægt að leggja með tveimur vírum í stað þriggja, eins og tíðkazt hefur. Er þá jörð lát- in koma í stað þriðja vírsins. Að sjálfsögðu gildir þar hið sama úm fjarlægð frá síma eins og við eins fasa línu. Þetta hefur verið reynt hérlendis á línu milli Fossvatns- virkjunar við ísafjörð og Súða- víkur, frá Steingrímsfirði í Breiðafjörð og frá Hvolsvelli til Gunnarsholts, svo að nokkur dæmi séu nefnd. I fyrra var lögð 26 km löng liáspennulína á einum vír frá Ár- bæ á Mýrum að Kálfafellsstað í Suðursveit. Með hliðarálmum er þessi veita 40 km. Þarna ihafa eliki orðið símatruflanir til baga. Er því þegar fengin íslenzk reynsla. Sparnaður um þriðjung Með því að leggja eins fasa línu með einum vír skv. hinni rússnesku aðferð reynist kostn- aður við línulögnina 30—40% rninni, imiðað við hina gömlu að- ferð með tvo víra. I fyrsta lagi sparast alveg annar vírinn, hægt er að hafa mun lengra bil milli staura og í þriðja lagi á rekst- ursöryggi að vera miklu meira, þar eð hætta á samslætti víra er ekki fyrir hendi, en einmitt af samslættinum verða oft hvimleið- ar rafimagnstruflanir í hvassviðr- um. Léttir rafvæðingu strjál- býlisins Af því, sem nú hefur verið rak- ið, er það augljóst, að tilkoma þessarar rússnesku aðferðar við lagnir háspennulínu hlýtur að létta mjög rafvæðingu strjálbýlis- ins, sakir hinnar miklu lækkunar á stofnkostnaði. Er þess að vænta, að unnt verði að lengja mjög það meðaltalsmillibil milli notenda rafmagns, sem ákvarðar, hvort talið sé fært að leggja rafmagn á sveitabæi. Hitt er jafnframt Ijóst, 'að aðferðin er ekki nothæf í þétt- býli, þar eð þá koma til síraa- truflanir. Einnig verður að gera sér það ljóst, að með eins vírs línu er fórnað þeim möguleika að geta farið yfir á þriggja fasa straum. í fljótu bragði virðist það þó ekki veruleg fórn í strjálbýli okkar, þegar þess er gætt, að langflestar sveitaveitur okkar, sem fyrir eru, eru aðeins eins fasa. ENGIN UNG- LINGAVINNA í 10 ár hefur verið haldið uppi unglingavinnu á vegum Neskaup- staðar. Hafa allir drengir á aldr- inum 12—14 ára átt kost á þess- ari vinnu. Gunnar Ólafsson, skóla- stjóri hefur staðið fyrir þessari starfsemi svo til allan tímann af miklum dugnaði. Unglingavinnan hefur haft mik- ið gildi. Drengirnir hafa fengið ágætis viðfangsefni við hóflegan vinnutíma og bærinn hefur fengið vinnukraft. Gunnar og drengirn- ir hafa komið mörgu þarflegu í verk, sem áreiðanlega væri margt óunnið enn, ef þeirra hefði ekki notið við. En nú eru allar horfur á, að þessi starfseani leggist niður í sumar. Gunnar er ekki fáanlegur til að taka forstöðu hennar að sér áfram, og ítrekaðar tilraunir í þá átt að fá mann í hans stað, hafa ekki borið neinn árangur. Það er skaði, að unglingavinnan skuli þurfa að leggjast niður. Stöndum saman Enda þótt Alþýðubandalagið hafi farið með stjórn bæjar- mála Neskaupstaðar í nær tvö kjörtímabil, hafa engin formleg samtök Alþýðubandalagsmanna verið til hér í bæ. Þessi vöntun skipulagðra samtaka hefur orðið eðlilegu sam- starfi Alþýðubandalagsmanna fjötur uim fót. Önnur afleiðing skipulagsleysisins hefur orðið sú, að ekki hefur reynzt unnt að halda nægilega traustu, beinu sambandi milli kjósenda Al- þýðubandalagsins og fulltrúa þess í bæjarstjórn, eða að gæta þess lýðræðis, sem ríkja þarf í þessum efnum, þannig, að kjósendur eigi þess kost að fylgjast vel með gangi mála og að segja álit sitt á þeim oftar en aðeins á kosningadögum. Þrátt fyrir þessa lýðræðislegu annmarka, hefur samstarf Alþýðu- bandalagsmanna hér í bæ verið gott og giftudrjúgt innan bæj- ar3tjórnar og utan, en með stofnun formlegra samtaka má gera það traustara og lýðræðislegra. Það hlýtur að vera öllum Alþýðubandalagsmönnum mikið á- nægjuefni, að nú skuli afráðið að stofna formleg samtök Al- þýðubandalagsins hér í bæ. Þessi samtök þurfa nokkurn tíma til að mótast, en fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar þarf starfsemi þess að vera komin í fast horf. Ég vil hvetja alla stuðningsmenn Alþýðubandalagsins til að gerast virkir þátttakendur í stofnun og starfi þessara sam- taka. Alþýðubandalagið á að vera samstarfsvettvangur vinstri manna í bæjarmálum. landsmálum og öllum almennum málum. Gerum samtök Alþýðubandalagsmanna frá upphafi að vo!d- ugu tæki í baráttu norðfirzkrar alþýðu fyrir bættum hag, meiri framförum og auknum félagslegum réttindum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.