Austurland


Austurland - 18.06.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 18.06.1965, Blaðsíða 2
2 r AUSTURLAND Neskaupstað, 18. júní 1965. _ / Aðalfundur F.I. Aðalfundur Flugfélags Islands hf. fyrir árið 1964 var haldinn að Hótel Sögu 4. júní sl. Guð- mundur Vilhjálmsson formaður stjórnar Flugfélags íslands setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Magnús Brynjólfsson og fundar- ritari Jakob Frímannsson. Eftir að fundur hafði verið settur flutti Örn Ó. Johnson, for- stjóri félagsins skýrslu um starf- semina á liðnu ári. Flugið I skýrslu Arnar kom fram, að flugið hafði á árinu 1964 verið rekið með svipuðu sniði og árið áður. Flogið var til sömu staða en ferðum fjölgað. Mikil aukn- ing varð í farþegaflutningunum bæði innanlands og milli landa. Á áætlunarleiðum félagsins milli landa voru fluttir 36.952 farþegar og varð aukning þar 27.7 % miðað við fyrra ár. Inn- anlands voru fluttir 69.834 far- þegar, aukning 12.5%. Samanlagður fanþegafjöldi Flugfélagsins á áætlunarleiðum varð því 106.786 á rnóti 90.993 árið áður, aukning er 17.4%. Allmargar leiguflugferðir voru farnar á árinu og voru farþegar í þeim 5.529. Alls flugu því 112.315 manns með flugvélum fé- lagsins árið 1964. Milli landa voru fluttar 412 lestir af vörum, aukning 23.9% óg 115 lestir af pósti, aukning 26.9% miðað við árið áður. Innanlands voru fluttar 1049 lestir af vörum, aukning 7.7% og 128 lestir af pósti, aukning 9.4%. Starfsemi félagsins gekk vel á árinu, flugvélar þess voru á lofti í samtals 10.104 klst. og saman- lagt flugu „Faxarnir" nokkuð á fjórðu milljón kílómetra. Afkoma félagsins Þá ræddi forstjóri afkomu Flugfélagsins á liðnu ári. Hann sagði, að þrátt fyrir aukna flutn- inga og auknar tekjur, hefði vax- andi dýrtíð hér og í sumum ná- grannalandanna, valdið því, að hagnaður af rekstri félagsins hefði orðið minni en vonir stóðu til. I' l Svo sem á liðnum árum, varð hagnaður á millilandafluginu, en tap á innanlandsfluginu, þó það minnsta um árabil, eða 3.9 millj. króna. Örn kvað það skoðun sína að með hinum nýja flugvéla- kosti til innanlandsflugs, „Blik- faxa“ og hinni Friendshipflugvél- inni, sem félagið fær að vori, batnaði rekstrarafkoma innan- landsflugsins og myndi skila hagnaði áður en langt um liði. Kaup Fokker Friendship skrúfuþotu til innanlandsflugs kvað hann merkasta áfanga í sögu félagsins á liðnu ári. Hann kvaðst í sambandi við þjálfun ~R3g«, starfsmanna Flugfélags Islands til reksturs hinna nýju flugvéla, sem bæði hefði farið fram hér heima og erlendis, vilja geta þess, að það hefði verið ánægju- legt fyrir Flugfélagið hversu mjög starfsmenn, bæði flugvirkj- ar og flugmenn hefðu lagt sig fram og hve góðum árangri þeir hefðu náð. Það hefði verið bæði Flugfélaginu og þjóðinni í heild til hins rnesta sóma, sem félagið þakkaði þeim af alhug. Þá drap forstjóri á kaup Cloudmasterflugvélarinnar „Sól- faxa“, sem kom til landsins 4. janúar 1964. Heildarvelta félagsins árið 1964 var 180.3 millj. króna. Hagnaður af rekstri millilanda- flugsins var 5 millj. en tap á inn- anlandsfluginu 3.9 millj. Rekstr- arhagnaður félagsins á árinu var 1.1 millj. og höfðu þá eignir ver- ið afskrifaðar um 11.5 millj. kr. Starfsmannafjöldi félagsins var um sl. áramót 312 og hefur tvö- faldazt á sl. 10 árum. Á saima tíma hefur „framleiðsla“ félags- ins rúmlega fjórfaldazt. Flugfélagið hélt uppi víðtækri landkynningarstarfsemi á árinu eins og áður, með heimboðum ferðaskrifstofumanna og útgáfu fræðslurita um ísland á erlend- um málurn o. fl. Þá skýrði Örn forstjóri frá því að nú væru í athugun hjá félag- inu kaup á fullkominni þotu til millilandaflugs og sagðist hann vænta þess, að þær athuganir leiddu til niðurstöðu seint á þessu ári. Hér væri um mestu fjárfestingu í sögu félagsins að ræða, því þotur af þeirri gerð, sem henta mundi Flugfélaginu, mundu kosta frá 150—250 millj. króna ásamt varahlutum og þjálfun starfsmanna. Þá ræddi Örn samninga, sem staðið hefðu yfir milli Flugfé- lagsins og Björns Pálssonar um stofnun sameiginlegs flugfélags til rekturs sjúkraflugs, leiguflugs og áætlunarflugs til smærri staða, en þeim samningum væri ekki lokið. Samþykkt var tillaga er stjórn Flugfélags Islands lagði fram um að gefin yrðu út jöfnunarhluta- bréf þannig, að verðgildi núver- andi hlutabréfa yrði fimmfaldað. Richard Thors, sem setið hef- ur í stjórn Flugfélags Islands í 20 ár, baðst undan endurkosn- ingu. I stjórn voru kosnir: Guð- mundur Vilhjálmsson, Bergur G. Gíslason, Birgir Kjaran, Jakob Frímannsson og Björn Ólafsson. I varastjóm voru kjörnir Sig- tryggur Klemenzson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Endurskoðendur þeir Einar Th. Magnússon og Magnús Andrésson. Margir tóku til máls á fundin- um, sem var fjölsóttur. Fram kom mikill eiöhugur um að standa trúan vörð um félagið og hrinda hverri árás sem það kynni að verða fyrir, svo það mætti í Framhald af 1. síðu. Þar með var stórlega veikt að- staðan til að knýja fram hag- stæða samninga, enda kom það fljótt í Ijós, að þessi undirritun hafði stórlega lamað baráttuþrek ýmsra verklýðsfélaga. Víðast hvar hér eystra hefði tekizt að fá hagstæðari kjör baráttulítið og líklega alls staðar þar sem Fram- sóknarmenn ráða atvinnutækjun- um, því þeir geta ekki staðið sig við annað, en að ganga að hóf- legum kjarabótum, eftir allt skraf þeirra um nauðsyn kjara- bóta. I Neskaupstað hefði líka tekizt greiðlega að semja." Atvinnureksturinn á Austur- landi hefði ekki þolað stöðvun. Allar þrær voru að fyllast af síld og mikið vantaði á, að lokið væri undirbúningi síldarútgerðar og síldarvinnslu. Vígstaða verklýðs- félaganna var því eins góð og hugsazt gat, en þau báru ekki gæfu til að notfæra sér hana til neinnar hlítar, vegna sundrungar og samtakaleysis. Austfirzkur verkalýður átti þess kost, að knýja fram verulegar kjarabætur og ryðja brautina fyrir aðra jafn- framt. En hann gerði það ekki. Þess í stað sættir hluti hans sig við þær smávægilegu kjarabætur, sem Norðurlandssamningur'nn færir honum. Aðrir fá að vísu helmingi meiri grunnkaupshækkun og nokkru styttri vinnuviku, en þó hefði auðveldlega verið hægt að fá mun meiri hækkun á grunn- kaupi. Bleik brugðið Þess hefur lítt orðið vart, að austfirzku verklýðsfélögin hafi notið stuðnings heildarsamtak- anna. Eins og málin standa nú gat sá stuðningur naumast verið öðruvísi en siðferðilegur. Það var því með nokkurri eftirvæntingu og tilhlökkun, að menn settust við útvarpstækið sitt á laugar- dagskvöldið til að hlusta á grein- argerð forseta Alþýðusambands- ins um launamálin. Menn þóttust þess fullvissir, að Hannibal mælti nokkur eldheit hvatningarorð til þeirra, sem í baráttunni standa, eins og hann hefur svo oft gert áður. En mikil hljóta vonbrigði verkamanna á Austfjörðum og í Reykjavík að hafa verið. Er bezt að hafa sem fæst orð um greinar- gerð Hannibals, en hann hcfði betur afþakkað boð útvarpsins um að koma að hljóðnemanum þetta kvöld, eða sent annan, sem skeleggari er i þessu máli. Verður taxtinn greiddur? Eðlilega vaknar sú spurning, framtíðinni, sem og hingað til veita landsmönnum þú þjónustu, sem það frá upphafi hefur lagt sig fram um að rækja sem bezt. hvort taxtinn verður greiddur refjalaust, eða hvort grípa þarf til vinnustöðvunar til að knýja hann fram. Vafalaust er þetta dálítið misjafnt eftir stöðum, en að óreyndu verður því ekki trú- að, að til átaka þurfi að koma þar sem kaupfélögin ráða ríkjum. Norðfirzkur atvinnurekstur hef- ur nokkra sérstöðu. Að undan- teknu kaupfélaginu, sem ekki er mjög stór atvinnurekandi, eru norðfirzk atvinnufyrirtæki ekki í vinnuveitendasamtökum. Þau þurfa því ekki að sækja undir högg hjá þeim. Þó hafa þau að- hald. Forsætisráðherrann, sem skrifar Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins, sagði sl. sunnudag í pistlum sínum, að síðar muni gef- ast færi á að gera upp við þá, sem ekki vildu sætta sig við þann hlut, sem Bjarni Ben. hefur skammtað þeim. Mun þessari hót- un beint jafnt að þeim verklýðs- félögum og þeim atvinnufyrir- tækjum, sem leyfa sér að semja eftir öðrum formúlum, en Bjarni hefur samið. Og þetta segir forsætisráðherra í ríkisstjórn, sem hefur lýst yfir því, að hún muni ekki skipta sér af launadeilum. Þær séu einkamál "launþega og atvinnurekenda. Engar samningaviðræður hafa farið' fram hér heima. Samning- ar, sem norðfirzkir atvinnursk- endur hafa tekið þátt í, hafa því raunverulega ekki verið reyndir. Þetta eru mistök hjá verklýðs- félaginu, enda engin ástæða til að ætla annað en samizt hefði um svipuð kjör og fram eru sett í taxtanum. Væntanlega sjá norðfirzkir at- vinnurekendur sér fært að viður- kenna taxtann, þrátt fyrir aðvör- unarskot forsætisráðherrans. Kröfum verkalýðsins er líka mjög í hóf stillt. — Raunar er aðstaða atvinnurekenda nú þannig, að ekki getur verið um annað að ræða, en að ganga að taxtanum. Það er líka bezt fyrir alla aðila, ekki aðeins atvinnurekendurna sjálfa, heldur og þá, sem við þá skipta, svo sem síldveiðiskipin, og fyrir þjóðarheildina, en vinnu- stöðvun hefur í för með sér millj- ónatap í gjaldeyri á degi hverj- um. Ríkisstjórnin ætti því að spara sér hótanir í garð þeirra verklýðsfélaga og vinnuveitenda, sem forða því, að verkföll skelli á. Hún ætti að vera þeim þakklát. Og vonandi stendur ekki á verkafólkinu að knýja atvinnu- rekendur, sem kynnu að reyna að komast hjá að greiða taxtann, til að viðurkenna hann. B.I>. Viðhorfin í kjaramálunum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.