Austurland


Austurland - 18.06.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 18.06.1965, Blaðsíða 3
Neskaúpstað, 18. júní 1965. AUSTURLAND I 3 * Egilsbúð ROCCO OG BRÆÐXJR HANS Itölsk stórmynd og alþjóðleg verðlaunamynd. Sýnd föstu- dag kl. 9 síðasta sinn. — Hækkað verð. GEIMFARINN Bandarísk Walt Disney-gamanmynd í litum. — Barnasýning sunnudag kl. 3. Síðasta sinn. MJALLHVlT OG TRCÐARNIR ÞRÍR Litkvikmynd í Cinemascope. Leikarar: Carol Ileiss (skauta- drottning 5 sinnum á Olympíuleikuoi), Edison Stroll (leikari og listdansari á skautum). — Sýnd sunnudag kl. 5. Sængurveraefni 52 kr. allabúð Blauprunkt-tækin og borð með skáp fyrir saumavélina. Verzlunin Hólsgötu 7. THkfnning Undirrituð verkalýðsfélög tilkynna hér með, að fra og með 21. júní 1965, verður unnið eftir kauptaxta þeim, sem sendur hefur verið atvinnurekendum á viðkomandi stoðum. 18. júní 1965. Verkalýðsfélag Norðfirðinga. Verkalýðsfélag Breiðdælinga, Breiðdalsvik. Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði. Verkalýðsfélag Vopnafjarðar. ..... n........* Frá Norræna íélaginu Siúkrahiísið fær veglega giöf Hinn 12. þ. m. barst sjúkrahús- inu hér vegleg gjöf, 25 þúsund krónur, sem Önundur Steindórs- son og börn hans gáfu í minningu eiginkonu og móður, Kristjönu Sigurðardóttur, en hún lézt á sl. ári. Ég vil hér með f. h. sjúkra- hússins, þakka hlutaðeigendum þessa veglegu gjöf. Stefán Þorleifsson. 17. juní í Neskaupst. Hátíðarhöldin í Neskaupstað voru með svipuðu sniði og venju- lega. Samkoma var við sundlaug- ina. Þóríi* Sigurbjörnsson, íþrótta- kennari. setti hana og stjórnaði henni, en Gissur Ö. Erlingsson, stöðvarstjóri flutti hátíðarræð- una. Þá var keppt í sundi. Á íþróttavellinum fór fram keppni í handbolta og knatt- spyrnu. Lúðrasveit Neskaupstaðar, und- ir stjórn Haralds Guðmundsson- ar, lék milli atriði á samkomunni við sundlaugina. Veður var gott að öðru leyti en því, að kalt var og dró þáð úr þátttöku almennings. Afmæli Hallbera Hallsdóttir, húsmóðir, Hlíðargötu 31, varð 60 ára 15. júní. Hún fæddist á Viðborðsseli, Mýrahreppi, Austur-Skaftafells- sýslu, en hefur búið hér síðan 1926. | Kristinn Olsen, vélstjóri, Mið- stræti 24, varð 65 ára 14. júní. Hann fæddist á Klöpp í Reyðar- firði, en hefur verið búsettur hér síðan 1940. Happdrætti S.I.B.S. Eftirtalin númer í umboðinu hér komu upp í síðasta drætti: Kr. 5000.00 nr. 2590 Kr. 1000.00: 794 3580 9389 16418 17674 30746 52857 63171 Burt með sauðfé Framhald af 1. síðu. sóma fyrir eigendur þótt blessuð lömbin séu þar undantekning. Ég vildi nú leggja það til, að félag fjáreigenda hér í bæ tæki þessi mál föstum tökum, léti smala bæinn og kæmi bæjarroll- unum á afréttir. Síðan settust fjáreigendur og bæjarstjórn, eða nefndir frá þessum aðilum, á rök- stóla og reyndu að finna lausn á þessum vanda. Ef fjáreigendur vilja ekki sinna þessum málum verða lögregluyfirvöld og bæjar- stjórn að taka hér í taumana og það svo rækilega, að eftir því verði tekið og að haldi komi. Stefán Þorleifsson. Austfjarðabátar á síld Framhald af 1. síðu. Kjartansson SU 111, Jónas Jón- asson GK 101, Krossanes SU 220, Hólmanes SU 120. Reyðarfjörður: Gunnar SU 139, Snæfugl SU 20. Fáskrúðsfjörður: Bára SU 526, Hoffell SU 80, Stefán Árnason SU 85. Stöðvarfjörður: Heimir SU 100, Kambaröst SU 200. Breiðdalsvík: Sigurður Jónsson SU 150. Djúpivogur: Sunnutindur SU 59. Hornafjörður: Akurey SF 52, Gissur hvíti SF 55, Hvanney SF 51, Jón Eiríksson og Sigurfari SF 50. AmXuvlmú Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ; NESPRENT ; a/sa/v\a/vwn^/vs/ww'/w'^vv'/vvvv',/'/vvv'aa/ Til SÖlu Hálf húseign mín, Nausta- hvammsvegur 64, er til söla nú þegar ásamt lóð og útihúsum. Ragnar Ágústsson. jVWWWWWWWWWWWWWWWWWW' Fundur á Eskifirði I kvöld verður sameiginlegur fundur verkamannafélagsins og verkakvennafélagsins á Eskifirði um samningana. Ekki taldi for- maður verkamannafélagsins neinn vafa á því, að samningurinn yrði staðfestur. Góðar síldveiði- liorlur Síldveiðin imun nú hafa náð hálfri milljón mála. Að undan- förnu hefur síldin fjarlægzt land- ið og er nú mjög langt á miðin. Leitarskip hafa fundið mjög mikla síld í Seyðisfjarðardýpi og Norð- fjarðardýpi, en hún stendur mjög djúpt. Útvarpið hafði það í gær- kvöld eftir Jakobi Jakobssyni, fiskifræðingi, að ekki gæti orðið langt þangað til breyting yrði á hegðun síldarinnar svo hún tækist að veiðast. Söltun leyfð Frá og með deginum í dag hef- ur söltun verið leyfð á Norður- og Austurlandi á sérverkaðri síld. Verð á söltunarsíld hefur enn ekki verið ákveðið fremur en á bræðslusíld. Neskaupstaðardeild Norræna félagsins hélt aðalfund mánudag- inn 14. þ. m. Þó að félagsstarfið sé ekki um- svifamikið, þá leitast félagið við að greiða fyrir vinasambandi við Norðurlönd með ýmsu móti. Sl. sumar kom hingað hópur danskra kennara og annaðist stjórn og nokkrir félagar móttökur þeirra. Fimm piltar fengu skólavist í al- þýðuskólum á Norðurlöndum sl. vetur fyrir milligöngu félagsins. Dvöldu tveir í Noregi enxþrír í Danmörku. Láta þeir vel af ver- unni og verður þó eflaust ekki fullmetið fyrr en síðar hvers virði ungu fólki það er að verða nokkurn veginn talandi á ein- hverju Norðurlandamáli. Nú er að verða hver síðastur að tryggja sér dvöl á norrænum alþýðuskól- um næsta vetur og ættu því þeir, sem hugsa til að bregða snöggt við og sækja um skólavist. Dagana 22.—24. júlí n. k. verð- ur 19. norræna skólamótið haldið í Reykjavík. Þangað fjölmenna kennarar frá öllum Norðurlönd- um. Þar sem líklegt má telja, að mótið sæki kennarar frá vinabæj- nm Neskaupstaðar, skrifaði stjórnin félagsdeildum vinabæj- anna í febr. sl. og tjáði þeim þá ósk sína, að bjóða heim nokkrum kennurum þaðan, ef þeir væru staddir í Reykjavík í sambandi við norræna skólamótið. Svör hafa borizt frá Stavanger og Es- bjerg. Þakka þeir boðið og telja nær víst að einhverjir kennarar þaðan notfæri sér það. Það eru því líkur til, að hér verði á ferð norrænir gestir í sumar. I stjóm Norræna félagsins í Neskaupstað em nú: Gunnar Ól- afsson, formaður; Eyþór Þórðar- son, ritari; Guðný Björnsdóttir, gjaldkeri og séra Árni Sigurðsson og Stefán Þorleifsson meðstjórn- endur. Félagar eru um 40. ó.Ó.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.