Austurland


Austurland - 09.07.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 09.07.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. júlí 1965. Frá aðalfundi sýslunefndar Suður-Múlasýsíu Aðalfundur sýslunefndar Suð- ur-Múlasýslu var haldinn á Eski- firði dagana 15. og 16. júní sl. Aðalverkefni fundarins var sam- þykkt fjögurra ára áætlunar um framkvæmdir á sýsluvegum sýsl- unnar, en til þeirra verður varið um 1 millj. kr. þessi fjögur ár, er áætlunin nær yfir, og eru vegirn- ir alts um 87 km að lengd. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar Suður-Múlasýslu eru kr. 1.245.667.52, en sýslusjóðsgjald samtals kr. 1.225.000.00. Til menntamála er varið kr. 366.510. 00, til heilbrigðismála kr. 135. 000.00, til atvinnumála kr. 130. 000,00, til samgöngumála auk sýsluvegakostnaðar kr. 50.000.00 og til löggæzlu kr. 275.000.00. Eins og undanfarin ár var einnig lagt í framkvæmdasjóð Suður- Múlasýslu kr. 100.000.00 og hafa þá alls verið lagðar í hann kr. 300.000.00. Fé úr framkvæmda- sjóðnum var nú veitt í fyrsta skipti kr. 100.000.00, sem óaftur- kræft framlag til byggingar í- þróttahúss á Eskifirði. ' Framlag þetta var veitt til minningar um Axel V. Tulinius er var sýslumaður Suður-Múlasýslu frá 1895 til 1911, en síðar fyrsti forseti I.S.I. og skátahöfðingi Is- lands, í tilefni þess, að 6. júní sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. En hann var fæddur á Eskifirði og í sýslumannstíð sinni gekkst hann mjög fyrir fimleika- iðkunum ungra manna, sem þá var mjög fátítt hér á landi. Ennfremur voru veittar kr. 35.000.00 úr sýslusjóði til Ung- menn- og íþrótasambands Austur- lands til að gangast fyrir hollum samkomum fyrir æskulýðinn, þar sem áfengi er ekki haft um hönd. Meðal ályktana, er sýslufundur- inn gerði, voru ályktanir um at- vinnumál og um samgöngumál og fara þær hér á eftir: Samgöngumál Sýslufundur Suður-Múlasýslu 1965 ályktar, að hlutur sýslunnar til nýlagninga þjóðvega í nýgerðri vegaáætlun sé óeðlilega lítill mið- að við ástand vega innan sýsl- unnar og hversu erfitt er þar að leggja vegi. Sýslufundur bendir á til samanburðar, að á Isafjarðar- svæðinu einu á Vestfjörðum er varið til nýlagninga vega yfir 40 millj. kr. samkvæmt sérstakri AmXmXmú Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT vegaáætlun um Vestfirði umfram aðra landshluta. Fundurinn skorar á þing og stjórn að hefja þegar undirbún- ing að sérstakri vegaáætlun fyrir Austurland, þar sem hlutur þess sé stórbættur. Þá lætur fundurinn í ljós á- hyggjur yfir, að þeir vegir, sem fullgerðir hafa verið, hljóta að ganga nnjög úr sér á áætlunar- tímabilinu, þar sem sama krónu- tala er látin nægja til viðhalds og undanfarin ár, en ekkert tillit tekið til aukinnar umferðar og minnkandi verðgildis fjárins. Oddvita var veitt heimild til að taka lán f. h. sýslusjóðsins hjá Sparisjóði Fáskrúðsfjarðar allt að 1.5 millj. kr. og endurlána Vegagerð ríkisins til að hefja framkvæmdir við vegagerð út fyr- ir Vattarnes til Fáskrúðsfjarðar. Atvinniamál Aðalfundur sýsluefndar Suður- Múlasýslu 1965 fagnar því, að hilla skuli undir síldarverksmiðj- ur á Djúpavogi og Stöðvarfirði, en ítrekar fyrri ályktanir um nauðsyn þess, að byggð verði stór síldarverksmiðja sunnan Gerpis, væntanlega á Mjóeýri við Eski- fjörð, að reist verði tunnuverk- smiðja á Reyðarfirði, að bætt verði á næstu árum hafnarskil- yrði á Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Ennfremur verði hafizt handa um hafnarbætur og undirbúning byggingar síldarverk- smiðju við Mjóafjörð. Þá telur fundurinn mikilvægt, að aukin FLJUGID mcd >* r FLUGSYN verði aðstoð til einstaklinga og félaga vegna kaupa á nýjum fiskiskipum, þar sem nauðsynlegt er vegna atvinnuuppbyggingar. Fundurinn telur, að efla beri landbúnað, m. a. með svo öflug- um stuðningi við ræktun og bú- stofn, að frumbýlingum skapist möguleikar til búreksturs, og þannig að honum búið, að hann geti keypt vinnuafl til jafns við aðra atvinnuvegi. Fundurinn ítrekar ábendingu um brýna nauðsyn á aukningu rafmagnsfraimleiðslu fyrir Aust- urland til daglegra þarfa og efl- ingar iðnaðar í næstu framtíð. Þá vill fundurinn ítreka, að sem allra fyrst verði kannaðir til hlít- ar möguleikar á hagnýtingu jarð- hita og jarðgass á Austurlandi. r Utgáfa nafnskírteina Umboð Neskaupstað: Örn Sclieving, símar 79 og 263. Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög um útgáfu nafnskír- teina. Samkvæmt þeim skal Hag- stofan, fyrir hönd Þjóðskrárinn- ar, gefa út nafnskírteini til allra 12 ára og eldri, sem skráðir eru hér á landi. Tilgangur þessarar lagasetningar er í fyrsta lagi sá að skapa grundvöll fyrir fram- kvæmd gildandi ákvæða um tak- mörkun á athafnafrelsi barna og ungmenna. Sýnir reynslan, að þessi ákvæði eru ekki framkvæm- anleg, nema gefin séu út persónu- skilríki til ungs fólks allt að 25 ára aldri. I öðru lagi er stefnt að því, — með útgáfu nafnskírtein- is til allra einstaklinga á starfs- aldri — að nota hið svonefnda^ nafnnúmer Þjóðskrárinnar sem tæki til að koma á víðtækri vél- væðingu skrifstofustarfa, einkum í opinberri starfrækslu, en þó einnig í einkarekstri, þar sem skilyrði eru fyrir hendi til að hagnýta skýrsluvélar. Möguleik- ar eru á að nota nafnskírteini með ávinningi á svo að segja öll- um sviðum opinberrar starf- rækslu, þar sem um er að ræða samskipti borgara og opinberra aðila. — I þriðja lagi á nafnskír- teinið að fullnægja almennri þörf fyrir persónuskilríki, sem menn nota til þess að sanna aldur sinn og hverjir þeir séu. Nú er lokið við að gera nafn- skírteini fyrir alla 12 ára og eldri og er tala þeirra um 140.000. Sýslumenn og bæjarfógetar annast dreifingu nafnskírteina ut- an Reykjavíkur, og hefst hún áður en langt líður. Verður hún tilkynnt nánar með auglýsingum. I lögum um útgáfu nafnskír- teina er svo fyrir mælt, að hver sá, sem skírteini er gert fyrir, skuli gefa sig fram í skrifstofu lögreglustjóra eða hreppstjóra í því umdæmi, þar sem hann var á íbúaskrá næstliðinn 1. desember, til þess að fá skírteinið afhent. Einhleypingar þurfa sjálfir að vitja skírteinis síns, en hver með- limur fjölskyldu, sem náð hefur 12 ára aldri (eða gerir það á ár- inu 1965) fær, þegar svo ber und- ir, afhent öll skírteini fjölskyld- unnar. Nafnskírteinið er 10.5x7.6 cm að stærð eða jafnstórt ökuskír- teini. Það er afhent í plastpoka, sem er 11x8.2 cm, og rúmast það því vel í venjulegum veskjum og handtöskum. Á nafnskírteininu eru þessar upplýsingar um skírteinishafa: Nafn, eins og það er ritað á þjóðskrá. Nafnnúmer samkvæmt þjóð- skrá. Fæðingardagur og -ár ásamt svonef ndu , ,f æðingar dagsnúmeri' ‘. Fæðingarstaður, tilgreindur með tákntölu, t. d. 00 Reykjavík, 60 Akureyri, o. s. frv. Útgáfutími skírteinis, mánuður og ár. Lögheimili samkvæmt þjóðskrá næstliðinn 1. desember, þ. e. tákntala heimilissveitarfélags, en hús í því er tilgreint á mæltu máli. Reitur fyrir mynd. Það er ekki skylda að hafa mynd á nafnskírteininu, en hins vegar hafa menn minni not af því en ella, ef það er myndlaust. Og að því er varðar notkun nafn- skírteinis í sambandi við opinber fyrirmæli um að tiltekinn aldur sé skilyrðí fyrir viðskiptum eða fyr- ir komu eða dvöl á stað, er skír- teinið því aðeins sönnunargagn um aldur, að á því sé mynd skír- teinishafa, með embættisstimpli lögreglustjóra. Þetta þýðir, að börn og ungmenni geta ekki not- að nafnskírteinið til að sanna ald- ur sinn, þegar löggæzlumenn, dyraverðir, afgreiðslumenn o. fl. krefjast þess, nema á því sé mynd. Er af þessum sökum öllum á aldrimnn 12—25 ára eindregið ráðlagt að láta setja mynd á skírteini sitt, helzt um leið og þeir fá það afhent. Or bænum K.irk5&n Sunnudagur 11. júlí. Messa kl. 2. Afmæli. Sigurður Jónsson, verkamaður, Miðstræti 24, varð 65 ára 3. júlí. Hann fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Guðrún Eiríksdóttir, húsmóðir, Þiljuvöllum 21, varð 50 ára í gær, 8. júlí. Hún fæddist að Apavatni í Árnessýslu, en hefur búið hér síðan 1940.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.