Austurland


Austurland - 10.09.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 10.09.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaup-staS, 10. september 1963. Hvað er í fréiium? Frá Eiðum Eiðum, 5. sept. — Á.H. Endlurvarpið Frá því var sagt hér í blaðinu í vor, að til stæði að breyta end- urvarpsstöðinni á Eiðum í lang- bylgjustöð til að betrumbæta hlustunarskilyrði á Austurlandi. Framkvæmdir við það hófust snemma í sumar, og var byrj'að á að staðsetj'a viðbótarmastur, sem koma á austur af hinu, sem fyrir er og verða um 200 m á milli. Þetta á víst að verða járn- grindaverk á steyptri undirstöðu og postulín, jafnhátt því gamla. Svo verður strekktur vír á milli, loftnet. Bláin er nokkuð blaut og djúpt ofan á fast. Byrja þurfti á að leggja vegi þvers og kruss og var gert imeð þeim hætti að aka grófri möl ofan á grasið. Síðan voru grafnar gryfjur ofan á fast og steyptar í stagfestur a.m.k. 6 auk undirstöðunnar. Þá þarf víst að stækka stöðvarhúsið fyrir nýj- ar vélar en ekki er byrjað á því. Þetta er mikið verk og tekur sjálfsagt langan tíma. Af heyskapnum er ekkert sér- stakt að frétta, nema hvað hey- fengurinn er alltof lítill vegna kalsins, og þarf að kaupa hey eo'a fækka gripum. Hins vegar er grasvöxturinn góður, þar sem ókalið er og nýting allgóð. Hey- skapartíðin hefur verið hagstæð hér í Eiðaþinghá. Of snemmt að segja nokkuð um korn og garð- mat. Skólastjóraskipti á Eiðum eru nú um þessar mundir. Þórarinn Þórarinsson lætur af skólastjórn eftir 35 ára starf við skólann. Hann réðst sem kennari að skól- anum haustið 1930 og varð skóla- stjóri 1938 eftir Jakob Kristins- son. Eiðaskóli hefur tekið mikluim breytingum í tíð Þórarins. Hann tók við tveggja vetra skóla með milli 40 og 50 nemendum en nú hin síðustu ár hafa verið í skól- anum 120—130 nemendur í fjór- um bekkjum. Miðskóladeild (landsprófsdeild) var koimið á fót fljótlega eftir að „nýju“ fræðslulögin tóku gildi eða 1946, almennri gagnfræðadeild (3. bekkjar) var komið á fót 1951 og var henni skipt í bóknáms- og verknámsdeild. Árið 1963 var gagnfræðadeildinrii breytt í tví- skipta miðskóladeild (almenna miðskóladeild og landsprófsdeild) og gagnfræðadeild, 4. bekk, bætt við. Miklar framkvæmdir í bygg- ingarmálum hafa orðið á skóla- stjórnartíma Þórarins. Iþróttahús með sundlaug og fimleikasal var tekið í notkun 1942. Árið 1949 lauk byggingu heimavistarhúss, og fjölgaði þá nemendum í 110. Verknámshús var byggt á árun- um 1957—1960. Vorið 1960 brann aðalskólahúsið að miklu leyti. Árið eftir var byrjað á nýrri byggingu í stað þess, og fyrri áfangi tekinn í notkun 1962 um árarnót, en sá síðari er í smíðum. Öll hús búsins á Eiðum hafa ver- ið endurbyggð nú á síðari árum. Þórarni og fjölskyldu hans var haldið kveðjuhóf í félagsheimilinu nýja í Egilsstaðakauptúni nú 4. sept. Samsætið var haldið að til- hlutan hreppanna á Héraði og sóttu það á þriðja hundrað manns úr öllum hreppum héraðsins. Hófinu stjórnaði Sveinn Jónsson á Egilsstöðum og afhenti Þórarni og fjölskyldu hans gjöf frá hreppunum í þakklætisskyni fyrir margháttuð störf að menningar- og framfaramálum héraðsins. Hófið stóð langt fram á nótt með ræðuhöldum og söng. Um 20 Héraðsbúar, karlar og konur not- uðu þetta tækifæri til að rifja upp kynni við Þórarin og konu hans Sigrúnu Sigurþórsdóttur og flytja þeiim þakkir. Stefán Pétursson stjórnaði almennum söng, og þá söng Karlakór Fljótsdalshéraðs allmörg lög undir stjórn Stefáns. Einnig söng kvartett Eiðaþing- hármanna við undirleik Helgu Þórhallsdóttur á Ormsstöðum. Samsætinu lauk með því, að' Þór- arinn flutti snjalla ræðu og stjórn- aði almennum söng fyrir og eftir ræðuna. Að byggingu félagsheimilisins á Egilsstöðum standa allir hrepp- ar á Héraði, og hefur Þórarinn beitt sér mikið fyrir samtökum hreppanna um byggingu þess og er formaður byggingarnefndar. Byggingunni er langt á veg kom- ið og þótti vel fara á að forvígja hana, ef svo mætti segja, með þessum hætti. Við skólastjórn á Eiðum tekur nú ungur Reykvíkingur, Þorkell Steinar Ellertsson, kennari. Hann hefur auk kennaramenntunar sérmenntun á sviði íþrótta og hefur starfað að íþrótta- og æskulýðsmálum í Reykjavik. Kona hans er Guðrún Bjartmars- dóttir frá Sandi. Frá Breiðdal Staðarborg, 28. ágúst. — H.Þ.G. Hér "ér norðan kuldi í dag og snjór í tindum. Enginn vonast nú lengur eftir sumartíð á þessu ,,sumri“. Haustið er farið að minna á sig með ýmsu móti. Græni liturinn í náttúrunni tek- inn að víkja fyrir haustlitunum, brúnum, rauðum og gulum. Kal- blettirnir í túnunum og gult hey- ið falla jafnvel smekklega inn í þessa litadýrð, þó enginn dáist að því. Kartöflugarðarnir, hvítir af hélu um nætur, en svartir af föllnu grasi þess á milli. Berja- vöxtur lítill. Rétt handa fuglum himinsins í nesti til heitu land- anna. Þá mega þeir nesta sig að heiman sem koma hingað til lax- og silungsveiða því flestir fara tómhentir úr þeim reisum. Úr sjó fæst varla bein þó reynt sé með handfæri eða línu. Náttúran er sem sagt ekki gjöful við þetta byggðarlagið að þessu leyti. Hér hefur þó verið imikil at- vinna. Stafar það einkum af vinnu við síldarbræðsluna, sem búin er að bræða um 50.000 mál frá ára- mótum, og af óvenju miklum hús- byggingum á Breiðdalsvík. En þar er verið að byggja stóra mjölskemmu við Síldariðjuna og 8 íbúðarhús. Búið er að jafn niður útsvörum hér í hreppi. Jafnað var niður kr. 1.170.800.00 sem er rétt um 100% hækkun frá fyrra ári. Slegið var 40% af útsvarsstiganum. Hæstu gjaldendur voru: Síldariðjan hf. 174.800 Og af einstaklinum: Síra Kristinn Hóseasson 41.000 Svanur Sigurðss. skipstj. 37.800 Einar Jóh.son verksm.stj. 29.000 Elís P. Sigurðss. -bílstj. 28.500 Páll Guðm. Gilsárstekk 28.100 Aðstöðugjöld námu 382 þús. Þar var hæst Síldariðjan með kr. 143. þús. Hér hefur verið1 imikill ferða- mannastraumur í sumar, flestir á leið til Hornafjarðar eða frá. Um miðjan mánuðinn gerði hér stór- rigningu svo mikla, að allar leiðir tepptust héðan anstur eða til Hér- aðs. Lentu þá ýmsir ferðamenn í vandræðuim- og töfum. Þó hitti ég einn mann, sem sagði, að sér lægi ekkert á, hann væri nefnilega ekki í sumarfríi. Hann var víst einhver löggiltur eftirlitsmaður. En hér hefur verið á ferðinni, að mér virðist, sægur af slíkum mönnum, einn til tveir saman. Trúlega þróast þetta þannig með tímanum, að þeir ferðist 15—20 saman í „rútubíl" í sparnaðar- skyni. Það myndi einnig spara heimamönnum viðvik þar, sem því hagar svo til t. d. að kjötvog, fiskvog og búðarvog eru einn og sami hluturinn. Nýlega voru bif- reiðaeftirlitamenn á Reykjavíkur- bíl hér á leið til Homafjarðar. Þeir sneru við á Berufjarðar- strönd að sagt er vegna ófærðar á þjóðveginum. Trúlega er lög- giltur eftirlitsmaður með færð á þjóðvegum ókominn. Félagslífið hefur verið með daufara móti eftir því sem gerist yfir sumarið. Skemmtanir hafa aðallega byggzt á aðkomnum skemmtikröftum, leikflokkum og ýmsum sýningum, auk að'komu- hljómsveita, sem haldið hafa dansleiki. Margir eru þetta au- fúsugestir en þó misjafnir. Þá er að lokum að segja frá heyskaparhorfunum. En þær eru eins og flestir vita alveg með ein- dæmuim hér um slóðir. Þess eru dæmi, að ekki sé komið strá í hlöður sumra bændi, þegar þetta er ritað. Menn telja í hundruðum hestburða, sem þá vantar af heyi í haust þó allt hirðist vel sem búið er að slá og eftir er að slá. Fyrirséð er, að ef ekki verður flutt mikið magn af heyi inn í hreppinn verða bændur að fóðra búpening sinn á blýi þetta haust- ið. Frá Eskifirði Eskifirði, 6, sept. — G.E.J. Fjallganga Við, sem alin erum upp í skugga Hóhpatinds, höfum smám saman vanizt þeirri hugsun að hann sé eitt af þessum snilldar- verkum skaparans sem ekki sé mögulegt að sigrast á. Menn tóku það því ekki sér- lega alvarlega þegar það fréttist, að Sig.mundur Eiríksson, ættaður úr Skagafirði, sagðist hafa geng- ið upp tindinn hérna beint á móti kaupstaðnum. Það var því slegið í veðmál og Sigmundur gerði sér lítið fyrir og gekk upp tindinn aftur, beinustu leið. Gangan upp tók aðeins tvo tíma og fylgdust margir með í kíki, svo ekki dugði að efast lengur. Þar með hafði mikilleiki Hólmatindsins beðið óbætanlegt tjón í fyrsta sinn. Sigmundur er vanur bjargmað- ur úr Drangey og mesta karl- menni. Knattspyrna Knattspyrnumót Austurlands stendur nú yfir og taka 4 félög þátt í því, Austri, Eskifirði, Leiknir, Fáskrúðsfirði, Spyrnir, Fljótsdalshéraði og Þróttur, Nes- kaupstað. Fjórir leikir hafa þeg- ar farið fram hér. Helgina 29. og 30. ágúst léku saman Spyrnir— Þróttur og Leiknir—Þróttur. Meðan þessir leikir fóru fram, var svo mikill stor-mur (stóð eft- ir vellinum endilöngum) að úti- lokað var að leika almennilega knattspyrnu. Leikirnir voru frá upphafi þóf á öðrum vallarhelm- ingnum þar sem annar aðilinn leitaðist við að láta knöttin fjúka í netið, en hinn reyndi að láta hann fjúka framhjá. Er skemmzt frá að segja að Þróttur tapaði báðum leikjunum með 0:1 og verður það að teljast mikil ó- heppni fyrir Þrótt miðað við leik liðanna. 4. sept. léku Spyrnir og Austri og lauk þeim leik með 8:0 fyrir Austra. í hálfleik stóðu leikar 1:0 en í seinni hálfleik féll Spymis- liðið hreinlega saman og held ég, að óhætt sé að segja, að það hafi verið fremur heppið að marka- talan var því ekki enn óhagstæð- ari. 5. sept. léku Þróttur og Austri Framh. á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.