Austurland


Austurland - 17.09.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 17.09.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 17. septeimber 1965. Hvað er í frélium? Frá Bakkafirði Neskaupstað, 12. sept. M.J./B.S. Iskyggilegar atvinnuhorfur Magnús Jóhannesson á Bakka- firði, oddviti Skeggjastaðahrepps, dvaldi hér um helgina, og átt.uim við' saman stutt tal og fara aðal- atriðin úr því hér á eftir. Bakkfirðingar treysta sem og aðrir Austfirðingar orðið mjög á síldveiðarnar og bregðist þær, eru þeir illa staddir í atvinnumálum. Síldin hefur nú algjörlega brugð- izt þeim, og er atvinna þar því sáralítil, en fjárfestingar í sam- bandi við síldarútveginn eru þeim þungur baggi. Lítil sveitarfélög þola ekki aflabrest, þegar svo mjög er treyst á eina atvinnu- grein. I Síldarverksmiðjan Síldarverksmiðja var reist á Bakkafirði árið 1962, og er þetta því fjórða sumarið, sem hún starfar. Hún hef.ur reyndar aldrei fengið neina síld sem heitir. Fyrsta sumarið tók hún ekki til starfa fyrr en 1. ágúst og fékk þá 10—11 þúsund mál. Næsta sumar fékk hún um 14 þúsund og í fyrra 26—27 þúsund mál. 1 ár hefur hún aðeins fengið 1570 mál, og er það eina síldin, seun borizt Ársrit Skógræktar- félags fslands Blaðinu hefur borizt Ársrit Skógræktarfélags Islands 1965. Ársritið er í allstóru broti, 68 les- málssíður að stærð auk fjöl- margra auglýsingasíðna og imyndakápu. Auk þess eru í rit- inu margar myndir. Mikið efni og margvíslegt er í ritinu og má þar m. a. nefna: greinarnar — Áfram skal stefnt — af hagsýni unnið, eftir Hákon Guðmundsson; — Um gróðurskil- yrði og skógrækt, eftir Hákon Bjarnason; — Hiti og raki við Lagarfljót, eftir Pál Bergþórsson og Hauk Ragnarsson og — Skóg- ræktin og íslenzkur jarðvegur, eftir Bjarna Helgason. Þá skrifar Þórarinn Þórarins- son minningu Guttorms Pálsson- ar, skógarvarðar, Ármann Dal- mannsson skrifar um Skógrækt- arfélag Eyfirðinga 35 ára. Sigurður Gunnarsson á grein- ina — Æskan mun ekki bregðast og þýdd grein er um — Þátt skógræktar og viðariðnaðar Norð- urlanda í heimsverzluninni. Margt fleira efni er í ritinu þ. á. m. — Störf skógræktarfélag- anna 1964, sem ritstjórinn, Snorri Sigurðsson, ritar. hefur á land á Bakkafirði í sum- ar. Verksmiðjan tók ekki til starfa í sumar fyrr en eftir verkfallið og fékk þess vegna ekkert úr aflahrotunni, seim varð fyrir það. Flutningaskipin voru þá ekki komin á miðin, en síðan þau komu, hafa þau hirt alla þá síld, sem annars hefði borizt á Bakka- fjörð og Vopnafjörð og víðar. Þessir staðir munu þó hafa orðíð nnest afskiptir vegna sildarflutn- inganna. Ein síldarsöltunarstöð er á Bakkafirði, og hefur hún enga síld fengið í sumar og getur sennilega ekki saltað neitt á þessari vertíð. Verksmiðjan og söltunarstöðin eru eign sama fyrirtækis, sem heimamenn eiga að langmestu leyti og hafa lagt fjármuni sína í. Enginn fiskur Fimm opnir vélbátar ætluðu að stunda í suimar, afli hefur verið með eindæmum lélegur. 14. febr. 1961. 1 þennan sjóð greiða sveitarfélögin árlega 5 krónur af hverjum íbúa og ríkis- sjóður jafnmikið. Hlutverk sjóðsins er „að veita sveitarfélögum og sýslufélöguim styrki eða lán, ef um er að ræða hallæri í sveitarfélaginu eða sýsl- unni vegna óvenjulegra harðinda, langvarandi aflaleysis eða vegna tjóns af náttúruvöldum á mann- virkjum eða búfé, enda hafi ekki verið vátryggt fyrir tjóninu“. Ennfremur er gert ráð fyrir, að einstaklingar geti fengið styrk eða lán úr sjóðnum. Ástand það, sem skapazt hefur í mörgum austfirzkum sveitarfé- lögum vegna kalskemmda í vor og erfiðrar heyskapartíðar í sumar, má hiklaust flokka undir hallæri og tjón af völdum náttúrunnar. Það er því engum blöðum uim það að fletta, að Bjargráðasjóði ber að koma hér til aðstoðar. Það mun hann líka gera, en miklu máli skiptir á hvern hátt það verður gert. Að því er sagt er, mun há- marksaðstoð Bjargráðasjóðs verða lán, sem svarar til helmings þess verðs, seim bændur verða að greiða fyrir aðkeypt hey. Lánin eiga aðeins að verða til 5 ára, um vexti er ekki kunnugt. Sjálfum mun bændum ætlað að greiða helminginn af andvirði heyjanna í byrjun næsta árs. Þessi aðstoð er algjörlega ó- fullnægjandi. Þess er ekki að Grásleppuveiði hefur verið stunduð allmikið á vorin, en í vor eyðilagði ísinn þá veiði að mestu, en ís lá við land fram á hvíta- sunnu. Smábátar hafa oft aflað vel á Bakkafirði, en síðustu sumur hef- ur afli verið lítill, en þó aldrei eins lélegur og í sumar. Heyfengur lítill Sláttur hófst ekki fyrr en í ág- úst, því að vorið var kalt og gras spratt ákaflega seint. Tún eru því ekki slegin nema einu sinni og eiga imiargir mikið hey úti enn. Heyfengur mun því vera um þriðjungi minni en í meðalári. Kai var ekki teljandi í túnum nema á einum bæ, í Miðfirði. 1 þorpinu er ekki mikill land- búskapur, en þó hafa flestir kú, því að mjólkursala er engin. Bændur eru hins vegar allmargir og stunda aðallega sauðfjárrækt. íbúar í Skeggjastaðahreppi eru snilli 16Q og 170, þar af rúmlega 60 búsettir 1 þorpinu. vænta, að bændur geti eftir nokkra mánuði greitt helminginn af heyjunum, eftir þau miklu á- föll, sem þeir hafa nú orðið fyrir. Lánstíminn, 5 ár, er líka allt of stuttur. Lánveitingar til bænda þurfa að miðast við, að lánin nægi til heykaupanna. Að öðrurn kosti má búast við, að þeir neyðist til að skerða bústofn sinn og verður ekki séð fyrir hvaða afleiðingar það kann að hafa. Lánstíminn þarf að verða a. m. k. 10 ár og vextir mjög lágir og helzt engir. Sanngirni mælir og með því, að hluti fjárins verði veittur sem óafturkræfur styrkur. En þá er að líta á imöguleika Bjargráðasjóðs til að taka þessar kvaðir á sig. Talið er, að Austfirðingar þurfi að fá 3000 lestir af heyi að- keypt. Ákveðið mun, að svo verði um hnútana búið, að það verði flutt bændum að kostnaðarlausu á austfirzka höfn og kosti þang- að komið 1500 krónur lestin eða alls 4.5 millj. króna. Viðurkenna ber, að það er mjög mikill styrk- ur fyrir bændur, að fá fóðrið flutt þeim að kostnaðarlausu á austfirzka höfn og má ætla, að það sé um þriggja imilljón króna aðstoð, sem að verulegu leyti mun greidd með gjafaheyi, en eins og kunnugt er hafa bændur, sem við árgæzku búa, sýnt þann lofsverða samhjálparhug, að bjóða fram verulegt mágn af heyi að gjöf til austfirzkra bænda. Framh. á 3. síðu. Engum er alls varnað Þau tíðindi gerðust sl. laugar- dag, að út kom 6. tölublað Þórs og var það að því leyti til merki- legt blað', að þar kom fram all- mikil gagnrýni á stefnu ríkis- stjórnarinnar, og er það nýtt hljóð úr því horni. Vart er þó við því að búast, að sá tónn verði lengi í blaðinu, því að nú fer ábyrgðarmaður þess, Jónas Pétursson senn suður til þingstarfa og þá verður honum ábyggilega ekki liðið að vera að óþægðast neitt eða „brúka munn“. Við birtuim hér klausu, er birt- ist á forsíðu Þórs, feitletruð und- ir fyrirsögninni „furðuleg ráða- breytni", og hefði maður að ó- reyndu getað haldið, að hún hefði verið sennilegra efni í Austur- landi. En Þór virðist sem sagt óhlýðnast húsbændum sínum í þetta skiptið og láta sig hag síld- veiðisjómanna svo og annarra einhverju skipta. Sennilega fær höfundur klausunnar bágt fyrir, þar sem hann kallar ráðstafanir stjórnar sinnar „makalausa vit- leysu“. Klausan í Þór var þannig: „Sú ráðabreytni að láta síldar- leitarskipið Ægi hætta síldarleit fjTÍr Austur- og Norðurlandi, hefur vakið furðu manna. Ef draga má lærdóm af síldargöng- um sl. haust, má gera ráð fyrir nýjum síldargöngum við Austur- land fram eftir hausti. Sú ákvörð- un, að láta færasta mann okkar á þessu sviði, Jakob Jakobsson, hætta síldarleit nú, er algjörlega ótímabær og raunar makalaus vitleysa. Þjóðarhagsmunir krefj- ast jæss, að máli þessu verði kippt í liðinn Jægar í stað“. Vöruhappdrætti SÍBS Eftirtalin númer í umboðinu hér fengu 1000.00 króna vinning í síðasta drætti happdrættisins: 781 3584 4369 9385 13325 17669 20313 24379 28381 52089 52100 63125 63136 63144 63194 (Birt án ábyrgðar). Frá Flugsýn Fljúgið með Flugsýn til Reykjavíkur. Flogið alla virka daga. Frá Reykjavík kl. 9.30. Frá Neskaupst. kl. 13.00. Aukaferðir eftir þörfum. Kynnizt fegurð Austfjarða úr lofti og fljúgið með Flugsýn. Flugsýn hf. Neskaupstað Símar 79 og 263. Kalskemmdirnar og hlutverk r ~ "i 'i Bjargráðasjóðs Til er Bjargráðasjóður íslands. Núgildandi lög um sjóðinn eru frá

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.