Austurland


Austurland - 15.10.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 15.10.1965, Blaðsíða 3
AUSTURLAND 3 Neskaupstað, 15. .ar 1965. Alúmínsamning ar á lokasligi Að undanförnu hafa staðið yfir í Reykjavík samningaviðræður milli trúnaðarmanna ríkisstjómar- innar og Swiss Aluminium um byggingu alumínverksmiðju hér á landi. Talið er, að samningar séu komnir á lokastig og að þeir :muni takast. Má búast við fréttum af þessu þá og þegar og munu þær verða taldar til stórtíðinda. Frá því mál þetta fyrst bar á góma, hefur það verið mjög um- deiit og áreiðanlega eiga þær deilur eftir að magnast um allan helming nú, er fyrirætlanirnar um byggingu alúmínverksmiðju eru að verða að veruleika. En alveg á næstunni munu landsmenn fá að kynnast fyrstu afleiðingum alúmínsamninganna. Alþjóðabankinn mun hafa sett það skilyrði fyrir lánum til verk- smiðjunnar, að rafmagnsverð í landinu yrði hækkað til mikilla muna og mega menn búast við verulegum verðhækkunum á raf- magni á næstunni. Aftur á móti mun raf-magn til alúmínhringsins Mikil síidveiði Síðasta vika var bezta veiði- vikan á síldveiðunum í haust og sumar, enda voru gæftir ágætar. Heildaraflinn var yfir 300 þús. mál og tunnur. Er heildaraflinn nú orðinn meiri en á sama tíma í fyrra. Síðustu þrjá daga hefur ekki verið veiðiveður og liggja skipin inni og bíða sjómenn þess, að lægi. selt undir framleiðsluverði og landsmönnum ætlað að bera hall- ann og greiða rafmagnið fyrir hringinn. Bent skal á, að það er ekki nefnd sú, er Alþingi kaus til að fylgjast með málinu, sem fer með samningaviðræður af hálfu ríkis- stjórnarinnar, heldur sérstök nefnd, sem það verk hefur verið falið. Firma- keppni t golfi Golfklúbbur Neskaupstaðar hélt sína fyrstu firmakeppni sl. laugardag, 9. okt. Alls tóku 12 fyrirtæki í bænum þátt í keppn- inni. Keppendur voru 6 og var dregið um, hverjir kepptu fyrir hvert fyrirtæki. Keppt var í 3 riðlum. Sigurvegari varð Verzlun Björns Björnssonar hf., en fyrir hana keppti Friðrik Jón Sigurðs- son. Annar varð Drífa hf., en fyrir hana keppti Gissur Ó. Erlingsson. Þriðji varð Sparisjóður Norð- fjarðar, sem Friðrik J. Sigurðs- son keppti einnig fyrir. Golfklúbburinn veitir verð- launagrip sigurvegaranum, en það er stytta af golfmanni sem búinn er að slá kúluna og horfir á eft- ir henni með kylfu reidda um öxl. Dömudeild Herradeild Peysur Blússur, svartar og hvítar Golftreyjur Ný sending af kápum og kjólum Rósótt brjóstahöld komin aftur. Lee-gallabuxurnar komnar aftur Herravesti, 4 gerðir Peysur Danskar terelyn-buxur Stakir jakkar Úrval af mislitum skyrtum Hvítar skyrtur Melka og Starmount. Höfum fengið krakkaúlpurnar aftur. Skódeild Dömu- og herrakuldaskór. Verzlunin Fönn NESKAUPSTAÐ Egilsbúð H FUGLASALINN Hrífandi óperettukvikmynd í litum, eftir óperettu Carls Zeller. — Aðalhlutverk: Conny Froboesj. — Sýnd sunnudag kl. 3. — Síðasta sinn. EINEYGÐI SJÓRÆNINGINN Æsispennandi ensk-amerísk mynd í litum og Cinemaseope. Aðalhlutverk: Iíerwin Matthews, Glenn Corbett og C-hristopher Lee. — Sýnd sunnudag kl. 5. HVÍT HJÚKRUNARKONA I KONGÓ Amerísk mynd frá Warner Bros, tekin í Technicolor. ) Sýnd sunnudag kl. 9. — Hækkað verð. Aðrar sýningar auglýstar í útstillingarglugga. Ath.: Kvöldsýningartíminn getur breytzt. 3-Tannen 30-den sléttir. ALLABÚÐ. /NAWl/NWVWV'A/NWSe/VS^A^^eeA^^AVWVWVVWWWWV/VVWVVVWWVVWWVVVVVWVVVV*' Aðvörun Nokkur brögð virðast að þvi, að menn flytji hingað til bæj- arins, eða komi hingað til annarrar tilkynningarskyldrar dval- ar, án þess að tilkynna það svo sem lög mæla fyrir um. Tilkynningarskyldir eru: 1. Þeir, sem flytja búferlum. Skulu þeir tilkynna flutning- inn innan 7 daga frá því hann ;á sér stað. 2. Þeir, se-m -koma til bæjarins til tveggja mánaðar dvalar, eða lengri, án þess þó að þeir flytji lögheimili. Skulu þeir tilkynna komu sína innan 7 daga. Undanþegnir til- kynningarskyldu eru þó þeir, sem dvelja hér við nám ein- göngu, svo og þeir, sem koma til að stunda árstíðar- bundin störf. Húsráðendur bera ábyrgð á því, að fólk, sem setzt að í hús- um þeirra, fullnægi tilkynningarskyldu. Vanræksla varðar sektum. Er hér með skorað á alla þá, sem hlut .eiga að máli, gð til- kynna aðsetursskiptin nú þegar. Sé vitað um einhverja, sem ekki hafa fullnægt tilkynning- arskyldu 1. nóv. n. k., verða þeir og viðkomandi húsráðendur, kærðir án frekari viðvörunar. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjórinn í Neskaiupstað. Aa/\AA/V\/\/\AA/\/\A/\/\A/\/W\/WWWVWW^>/WSA/WW\A/WW\/WVW\/V\/\/WVWW\^/VWW\^/WV/WW< Fró Heilsuverndarstöðinni Börn, fædd 1959—1962 verða bólusett gegn kúabólu föstu- daginn 22. okt. kl. 13—15. ^VWWW\/\AAAAAAAAAAA/VW\A/^AAA/W\A/WWWW\^WW\A/\/V\AA/\^A/WWWVWWWVW^^^W GOLFKENNSLA í athugun er að halda stutt byrjunarnámskeið í golfleik í Neskaupstað. — Uppl. veita Gissur Ó. Erlingsson, pósthúsinu og Sigfús Guðmundsson, sparisjóðnum. Golfklúbbur Neskaupstaðar. WVWV\AAAAAAAAAAAA/WVW\AAAANAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WW\AAAAAAAAArw A/\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/\A^V\AA/WW\AAA/^^^AA^^/VWWWVWVWW^^^A/^W^^^^^AAW

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.