Austurland


Austurland - 18.03.1966, Blaðsíða 2

Austurland - 18.03.1966, Blaðsíða 2
2 f AUSTURLAND Sigurður Helgason: Þœttir frá norðurfjörðum á Austurlandi - Framh. Þess er áður getið, að Jón Sig- fússon, sem oft er kallaður ætt- fræðingur, minnist á Snjólf Sæ- mundsson að minnsta kosti í einu handriti, sem eftir hann liggur (smb, IB. 578, 8vo í Lbs.). En fræðimennska hans liefur löngum þótt fremur varhugaverð. — Sumt af því, sem hann segir frá Snjólfi, kemur samt heim við það, sem kunnugt er um hann úr öðr- um heimildum, annað er í meira lagi vafasamt, enda við því að búast, þar sem aðalheimildir hans hafa auðsjáanlega verið ýmis konar sagnir, og það voru liðin yfir hundrað ár frá ævilokum Snjólfs þegar hugsanlegt er, að Jón Sigfússon hafi skráð þær, en sagnir geymast ekki lengi í munnmælum án þess að breytast, svo sem kunnugt er. Meðal annars skrifaði Jón Sig- fússon á þessa leið um Snjólf: „Snjólfur kvaðst ekki vilja deyja á Islandi og vildi því sigla og fór út með helztu eigur sínar“ (smb. 44. gr. í fyrrn. handr.). Hér eru þá komnar þessar upp- lýsingar um erindi Snjólfs til út- landa, sem vanta svo bagalega í Desjamýrarannál, en því miður er allt annað og miklu lakara að fá þær í þessu skrifi, enda er þetta sannast að segja helzt til ósenni- legt til þess að taka það gott og gilt athugasemdarlaust. En ef þetta er samt sem áður réttilega eftir Snjólfi haft og talað í alvöru, þá ber það vott um bilað'a geðs- muni eða því um líkan andlegan heilsubrest hjá viðkomandi manni. Vissulega gæti það líka átt sér stað, að Snjólfur hefði orðið geðveikur, þegar aldur færðist yfir hann, en hitt er líka allt eins trúlegt, ekki sízt með hliðsjón af því, hvers konar sagn- fræði tíðkast hjá viðkomandi fræðimanni, að þetta sé marklaus munnmælatilbúningur til þess að gera grein fyrir því, hvers vegna Snjólfur hefði tekið sig upp til að fara utan, þar eð menn hefðu ekki vitað neina sérstaka ástæðu til þess. Slíkt er eðli munnmæla- sagna, sem berast manna á milli. Þær breytast og við þær bætist á skömmum tíma. Sama er að segja um það, að Snjólfur hefði tekið með sér helztu eigur sínar, þegar hann sigldi. Engar líkur eru til þess, að Jón Sigfússon hafi átt kost á sannsögulegum heimildum um fararefni Snjólfs. Þetta mun því vera meðal þess, sem bætzt hefur við sögu hans, eftir að1 hún var orðin að munnmæla sögnum, sem beint framhald af þeirri fullyrð- ingu, að hann hefði ekki ætlað sér aftur heim til Islands. — En um það leyti, sem Snjólfur fór af landi burt, hefur jörðin Urriða- vatn eflaust verið meðal helztu eigna hans, og andvirði hennar hefði hann eflaust getað haft meðferðis, ef því hefði verið að skipta og hann hefði lagt sér- staka áherzlu á það að skilja eig- ur sínar ekki eftir heima á Is- landi, en svo hefur auðsjáanlega ekki verið, að1 minnsta kosti ekki hvað þessa eign hans snerti. 36 árum síðar (1762) var Urriða- vatn enn í eigu þeirra tveggja dætra hans, sem þá voru á lífi. Og vitanlega hefur Snjólfur haft einhverja sérstaka ástæðu til þess að leggja upp í þessa langferð, sem hann átti ekki aft- urkvæmt úr. Má ef til vill í því sambandi minna á ummæli hans um vanheilsu sína þremur árum áður í bréfinu til landfógetans, sem tilfært er hér að framan. — Og hafi skipstjórinn látið einhver þau orð falla, sem eftir honum eru höfð vegna farbeiðni Snjólfs, að hann vissi ekki, hvað sá gamli maður vildi forsækja, nema kann- ske að fá sér legstað — til hinztu hvíldar í hafinu, þá hefur hann að líkindum átt við það, að hon- um litist þannig á Snjólf, að hann væri ekki maður til að þola sjó- volkið á leiðinni frá Islandi til Kaupmannahafnar, og yrði sér því úti um legstað í sjónum með því að ráðast í þessa ferð. Hitt er fráleitt, að skipstjórinn hafi verið að spá feigð1 síns eigin skips með þessum orðum. Það er því ef til vill hugsan- legt, að Snjólfur hafi átt það er- indi til Kaupmannahafnar að leita sér lækninga, þó að lítið væri um slík ferðalög héðan frá Islandi á þessum tíma. Hann var kunnugur í Kaupmannahöfn frá fornu fari og hefur því vitað, hvernig hægt mundi vera að fá slíku erindi framgengt þar í borg. Að lokum gefur Jón Sigfússon það allt að því í skyn í grein sinni um Snjólf, að hann hafi ráð- stafað konu sinni til Sigfúsar Ei- ríkssonar, áður en hann fór ut- an. Slíkt er vitanlega fjarstæða, enda er sýnt hér að framan, hvernig atvik urðu til þess, að Sigfús var viðlátinn til þess að taka að sér umsjá á Urriðavatni í fjarveru Snjólfs — og einnig, að engin gild ástæða er til að trúa því, að hann hafi ekki ætlað sér að koma heim aftur, þegar hann fór af stað í ferð sína, ef auðið yrði. Þessi saga um ráðstöfun hans á konu sinni hefur eflaust orðið til eftir á, þegar séð var, að Sigfús varð seinni maður Krist- ínar. — Hún var enn á bezta aldri, þegar Snjólfur fórst, að- eins 35 ára, en Sigfús 29. Þau voru barnlaus. Þau Sigfús og Kristín bjuggu á Urriðavatni. Fardagaárið 1731 —32 er Sigfús skrifaður bóndi þar, en 1753—58 bjó hann ann- ars vegar á Hafrafelli í tvíbýli við Ólaf Jónsson, sem kvæntur var Guðlaugu stjfipdóttur hans, eins og áður er sagt. Önnur stjúpdóttir hans, Ingibjörg (eldri) Snjólfsdóttir og maður hennar, Hildibrandur Einarsson, bjuggu þau sömu ár á Urriðavatni, en ó- kunnugt er hvenær Sigfús og Kristín hættu að búa þar, líklega samt nálægt 1750 eða þar um bil. Fardagaárið 1762—63 bjó Ól- afur enn á Hafrafelli, en þá var Sigfús hættur að búa þar og er ekki getið meðal bænda annars staðar á Austurlandi og ekki heldur eftir það, svo að kunnugt sé, en árið 1768 var hann enn á lífi (smb. Isl. æviskr.). m Bændur á Seyðisfirði I skýrslunni um vogrekaupp- boðið á Seyðisfirði sumarið 1710 eru 9 menn nafngreindir —- þar með talinn sjálfur sýslumaðurinn í miðhluta Múlasýslu, Bessi Guð- mundsson. Sjö þeirra — þar á meðal sóknarpresturinn — voru bændur á Seyðisfirði þetta sum- ar (fardagaárið 1710—11) og flestir þeirra miklu lengur, en einn — auk sýslumannsins — hefur líklega verið að'komandi, 1 aðeim staddur á manntalsþing- inu, þó að hann sé skrifaður meðal þingsvitnanna. Nöfn þeirra voru þessi: 1. Jón Ketilsson 2. Árni Hjörleifsson 3. séra Sigfús Vigfússon 4. Jón Jónsson 5. Högni Hallsson 6. Rögnvaldur Steingrímsson 7. Jón Steingrímsson 8. Pétur Ásmundsson, líklega ekki bóndi á Seyðisfirði en staddur á manntalsþinginu. 9. Bessi Guðmundsson, sýslu- maður í miðhluta Múlasýslu. 1. Jón Ketilsjon, hreppstjóri á Brimnesi. F. 1654 líkl. á Barðs- nesi í Norðfirði, d. 25. janúar 1732. — Foreldrar hans voru Ket- ill bóndi á Barðsnesi á 2. þriðj- ungi 17. aldar — Teitsson, hefur að líkindum flutzt til Austur- lands norðan úr Skagafirði, en ó- kunnugt er um hann að öðru leyti, þar á meðal um föðurnafn hans. Menn vita því harla fátt um uppruna Ketils, en mikil ætt er frá honum komin. Verður lítið eitt nánar á hann minnzt síðar í þessum þáttum með bændum á Norðfirði. — Kona Ketils og móð- ir Jóns var Helga Þorsteinsdótt- ir Magnússonar lögréttumanns á Eiðum Vigfússonar (smb. Lög- réttumannatal eftir Einar Bjarna- son). Haustið 1688 (fardagaárið 1688 —89) bjó Jón Ketilsson í Mjóa- firði (smb. bréfið, sem áður er Neskaupstað, 18. marz 1966. ---------------------------------■» nefnt, frá bændum þar þetta haust til Skálboltsbiskups), en hvorki verður séð á hvaða bæ né heldur hve lengi hann hafði búið þar þetta haust. Hins vegar er kunnugt, að hann fluttist að Brimnesi næsta vor (1689) og bjó þar upp frá því til dauða- dags í 43 ár alls. Jón Ketilsson var allvel efnum búinn. Á árunum um og eftir aldamótin 1700, fardagaárin 1699 —1702, sem manntalsbók Bessa sýslumanns nær itil, var tíund hans alls að verðmæti 55 lausa- fjárhundruð, eða 18 % hundr. til jafnaðar á ári. Aðeins tveir bændur í miðhluta Múlasýslu, sem manntalsbókin greinir frá, höfðu lítið eitt meiri tíundir á þessum árum, Einar Ólafsson á Hafursá og Pétur Einarsson í Gagnstöð. Þar með er þó ekki sagt, að þessir 3 bændur hafi verið allra manna efnaðastir í sýsluhlutanum. Þessi tala lausa- fjárhundraða hjá hverjum ein- stökum bónda táknar verðmæti búfénaðr rins, sem þeir höfðu tal- ið fram eða tíundað, en hún er tilgreind í manntalsbókinni vegna þess, að upphæð hinna opinberu gjalda — manntalsbókargjald- anna — sem hverjum og einum bar að greiða til konungs, fór í aðalatriðum eftir lausafjáreign þeirra. — Hins vegar var all- margt manna í hverri sýslu — miðhluta Múlasýslu eins og öðr- um, sem voru undanþegnir því að greiða þessi gjöld. Má þar til nefna alla opinbera starfsmenn, s. s. presta, sýslumenn, lögréttu- menn og uppgjafamenn úr þess- um stéttum, prestsekkjur og ein- stöku menn aðra. Lausafjáreignir þeirra, sem skattfrjálsir voru í miðhluta Múlasýslu, eru ekki til- greindar í manntalsbókinni, en sennilegt er, að sumir þeirra hafi verið betur megandi en áður nefndir bændur. Að vísu verður ekki sagt, að lausafjáreign Jóns Ketilssonar, rúml. 18-hundr. til jafnaðar á ári þessi 3 ár, væri nein sérleg auð- æfi. 18 kýrverð jafngilda nú á tímum því sem næst 120 þús. krónum. En þó að það væri ekki meira en þetta, hefur það verið velmegun í samanburði við efna- hag flestra annarra á þessum slóðum og nægt til öruggrar af- komu. Á þessum árum var árferði hið versta hér á landi, eins og áður er vikið að. Veturinn 1701—02 var „hungur og harðrétti meðal manna og mannfall af hungur- sóttum“. Veturinn 1700—1701 var mjög harður frá jólum norð- an- og austanlands. Þá var etið þang úr fjörum á Austfjörðum". (Saga ísl. VI., 270). Veturinn áð- ur, fyrsta árið, sem manntalsbók- in nær til, var góður vetur á Austurlandi, en harður sunnan- lands, og veturinn þar áður (1698 —99) var svo harður „að áttræð- ir menn mundu ei þvílík harðindi af jarðieysum, fjúkum, snjóum,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.