Austurland


Austurland - 04.11.1966, Qupperneq 2

Austurland - 04.11.1966, Qupperneq 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 4. nóvember 1966. Ófremdarásíand í síma- málum Auslfirðinga Við Austfirðingar höfum oft með réttu kvartað yfir því, að okkar hlutur væri mjög fyrir borð borinn þegar um hefur verið að ræða opinberar framkvæmdir eða þjónustu, sem ríkið hefur látið í té. Benda má á mýmörg dæmi þessu til sönnunar. Upp á síðkastið hefur síma- þjónustan og framkvæmdir Lands símans verið einna augljósust sönnun fyrir því, að Austfirðing- ar eru, af hálfu stjórnarvaldanna, algerar hornrekur. Að undanförnu hefur verið frá því skýrt, að fjölmargar sjálf- virkar símstöðvar hefðu tekið til starfa, sumar á fámennum stöð- um, ein með aðeins rúmlega 30 númerum. Þess er þó skylt að geta, að það var í Hvalfirði, en þar hafa annarrar þjóðar menn hagsmuna að gæta og það hefur lengi þótt kurteisi hér á landi, að búa betur að útlendum en inn- fæddum. f En hvað eru þær margar sjálf- virku stöðvarnar í Austurlands- kjördæmi? Því er fljótsvarað. Ekki ein einasta sjálfvirk símstöð er í öllu hinu víðlenda Austur- landskjördæmi. Stutta stund — ég held það hafi verið í fyrra — hélt maður, að sjálfvirk símstöð hefði verið vígð í Hafnarhreppi í Hornafirði, þó manni hafi þótt lýgilegt, að henni hefði verið komið upp án þess að spurnir færu af, enda reyndist það lygi, svo sem vænta mátti. Útvarpið sagði frá því eitt kvöldið, að sjálfvirk símstöð hefði tekið til starfa á Höfn í Hornafirði. I Frá Flugsýn Flugferðir Reykjavík— Neskaupstaður: Daglegar ferðir. Reykjavík — Akureyri Neskaupstaður: Miðvikudögum og föstudögum. Aukaferðir eftir þörfum. Flugsýn hf. Símar 303 og 263. Justurla nú Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT næsta fréttatíma var sagt, að sjálfvirk símstöð hefði verið opn- uð í Hafnahreppi í Gullbringu- sýslu. Þannig gekk það nokkra fréttatima. Ýmist hafði stöðin verið opnuð í Hafnarhreppi í Hornafirði eða Hafnahreppi í Gulibringusýslu. Engin leið var að átta sig á því lengi vel hvor staðurinn hafði orðið fyrir þess- ari upphefð og helzt að skilja, að þeir hefðu orðið það báðir. Að síðustu upplýstist þó, að stöðin hefði verið opnuð í Gullbringu- sýslu. Hornfirðingar höfðu enga sjálfvirka stöð fengið og hafa enn ekki fengið — auðvitað. Á síðari árum hefur mjög mik- ill og sívaxandi hluti verðmætis- sköpunar þjóðarbúsins farið fram á Austurlandi. Þetta hefur auð- vitað aukið mjög símanot, eink- um í iandlegum, þegar kannski 2000 sjómenn hafa eðlilega viljað nota tækifærið til að hafa sam- band við heimili sín. Ekki skal ég halda því fram, að af hálfu Landssímans hafi ekkert verið gert til að mæta þessari auknu eftirspurn, en fullyrða má, að það er allt of lítið. Ein afleiðingin af ófremdará- standinu í símamálunum er sú, að meginhluti símtala á sumrin mun vera hraðsamtöl. Fyrir það fær Landssíminn þrefalt gjald. Ef til vill er þar að leita skýringa á því, hve lítið er til þess gert að bæta úr símaþjónustunni — að þetta sé gróðabragð af símans hálfu. En þegar svo er komið, að meginhluti samtala eru hraðsam- töl, verka þau sem venjuleg sam- töl. Það kæmi út á eitt fyrir not- endur þó þeir hættu með öllu hraðsamtölum. Frá Eskifrði Framh. af 4. síðu. Byggingar Mikið er byggt hér, og eiga margir einstaklingar hús í smíð- um. Vinnuaflsskorturinn tefur þó mjög allar framkvæmdir þar sem annars staðar. Ekkert hefur verið unnið við viðbyggingu félagsheimilisins inni, en búið er að loka byggingunni. Hið nýja hús Landsbankans rís óðum og er nú verið að slá upp fyrir 3. og efstu hæðinni. Sjötugur í dag Helgi Halldórsson, fyrrum út- vegsbóndi á Stuðlum í Norðfirði, er sjötugur í dag. Hann á nú heima á Stuðlabergi í Hafnar- firði. Ljóst dæmi um sinnuleysi Landssímans er símstöðin hér á Norðfirði. Hún er látin kúldrast í gömlu, „forskölluðu" timburhúsi og þrengslin eru svo mikil, að undur mega það heita, ef ekki varðar við lög að bjóða mönnum upp á önnur eins vinnuskilyrði og þar tíðkast. Svipuðu máli mun að gegna um Vinstri mtnn Framh. af 1. síðu. nýrra fiskiskipa og báta verði hækkuð í 90% verðsins, stefnt að því, að fslendingar smíði öll sín fiskiskip sjálfir og hlúð að inn- lendri skipasmíði. Laiulbúnaður Landbúnaðurinn „verði efldur svo hann sé jafnan fær um að fullnægja þörfum vaxandi þjóð- ar um kjöt og mjólkurvörur, garðávexti og grænmeti á kom- andi árum“. Tekið sé upp „nýtt skipulag á verðlagningu landbúnaðarvara þar sem í meginatriðum sé við það miðað, að stéttarsamtök bænda séu viðurkennd sem samn- ingsaðili við fulltrúa ríkisvalds- ins“. f „Alþýðubandalagið leggur á- herzlu á, að því fólki, sem við landbúnað starfar, tryggi þjóðfé- lagið lífvænleg kjör og í engu lakari en þau, sem almennt tíðk- ast í bæjum landsins". Alþýðubandalagið leggur á- herzlu á að skýr stefna sé mörk- uð í framleiðslumálum landbúnað- arins, að stuðningur við nýjar greinar landbúnaðarframleiðslu verði aukinn, ián til landbúnaðai; verði hagstæðari en nú er, unnið markvisst að því að auka lax- og silungsveiði og fiskeldi gert að arðgæfum þætti í búskapnum. Ullar- og skinnaiðnaður verði stóraukinn. Iðnaður „Iðnaðurinn sé efldur og þess sérstaklega gætt að hlúa vel að þeim iðngreinum, sem mesta þjóðhagslega þýðingu hafa. Þess skal vel gætt, að tryggja nauðsynjaiðnaðinum hráefni með sem lægstum tollum .. . Þá ber þess vel að gæta, að inn- anlandsmarkaðinum sé ekki spillt með óþörfum innflutningi iðnaðarvara...“ Raforkumál „Alþýðubandalagið telur að stefna beri að því, að ríkið eigi og Seyðisfjörð, þar sem stöðin kúldr- ast í gamla Wathnes-húsinu, sem áreiðanlega er algjörlega ófull- nægjandi til þeirrar starfsemi. I mörg ár hefur Landssíminn þótzt ætla að reisa nýtt stöðvar- hús í Neskaupstað, og yrði þar aðstaða fyrir vélar sjálfvirkrar stöðvar. Hafa þeir símamenn ver- ið að svipast um eftir lóðum, en það er sama á hvaða stað er bent, allir eru þeir óhæfir, svo eftir því að dæma er ekki hægt að byggja símstöð í Neskaupstað og má hver trúa því, sem vill. Það er viljaleysið og annað ekki, sem veldur því, að ekki er þegar búið að byggja nýtt stöðv- arhús í Neskaupstað. reki öll stærstu raforkuver lands- ins. Það telur, að sem fyrst eigi að tengja saman aðalraforku- kerfin í ölium landshlutum, þann- ig, að sem stærstur hluti lands- ins verði á sameiginlegnr orku- veitusvæði...“ Hér hefur verið birtur ófull- kominn útdráttur úr hluta stefnu- yfirlýsingar landsfundar Alþýðu- bandalagsins og verður ekki hald- ið lengra áfram að sinni. En í næsta blaði mun gerð stutt grein fyrir þeim hluta yfirlýsingarinn- ar, sem eftir er, en þar er fjallað um hagsmuna- og mannréttinda- mál, sjálfstæðis- og utanríkismál. I lok landsfundarins var kosin miðstjórn Alþýðubandalagsins skipuð 72 mönnum víðsvegar að af landinu og auk þess formanni og varaformanni. Formaður Al- þýðubandalagsins var kosinn Hannibal Valdimarsson og vara- formaður Lúðvík Jósepsson. Full- trúar Alþýðubandalagsmanna á Austurlandi í miðstjórninni eru: Sigurjón Jónsson, Vopnafirði Garðar Eymundsson, Seyðisf. Sigurður Blöndal, Hallormsstað Helgi Seljan, Reyðarfirði Benedikts Þorsteinsson, Homaf. Hjörleifur Guttormsson, Nesk. Bjarni Þórðarson, Neskaupstað Stefán Þorleifsson, Neskaupst. Til vara: Sveinn Árnason, Egilsstöðum Guðjón Björnsson, Eskifirði Guðjón Marteinsson, Neskaupst. Samtök Alþýðubandalags- manna hafa allt of lengi verið laus í reipunum og hefur það ástand hamlað mjög starfsemi þeirra. Nú hefur verið ráðin bót á þessu. Alþýðubandalagsmenn um land allt hafa nú loks komið lagi á skipulagsmál sín og tekið ein- arða afstöðu til þjóðmálanna. Stórsókn vinstri miamia er hafin undir forustu Alþýðubandalags- ins. Það mun sýna sig við kosn- ingarnar að vori, að Alþýðubanda- lagið finnur sterkan- hljómgrunn með þjóðinni.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.