Austurland


Austurland - 16.02.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 16.02.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 16. febrúar 1968. Björn G. Eiríksson, Reyðarfirði Ævintýri í Ausiurlöndum Framhald. Um pýramídana Pýramídarnir eru í fornum heimildum taldir með sjö furðu- verkum heims. Hin furðuverkin voru: Vitinn mikli við höfnina í Alexandríu, Svifgarðarnir í Baby- lon, Artenis musterið í Efessus, (helgað Díönu), Zeifs líkneskið í Olympas, gröf Mausoiusar kon- ungs og Colossusstyttan á Rhod- os. Sagt var, að Napóleon sálugi keisari hinn mikli, sem forðum réði fyrir Frakklandi, hafi sagt er hann sá pýramídana í fyrsta sinn: „Hér horfa fjörutíu aldir yfir oss“. Hann virðist hafa verið orðhepp’inn þar, gamli maðurinn, þvi pýramídarnir munu nálægt því að eiga um 4000 ára sögu og telja aldur sinn til um 2100 f. Kr. Stærstur og mestur allra pýra- mídanna er „Pýramídinn mikli“, sem kenndur er við Keops kon- ung og einn!g nefndur Keops- pýramídinn. Hann nær yfir rúml. 13 ekrur lands. Hæð hans er tal- in í metrum nálægt 160 m. Þak- inn var hann í fyrstu með ala- basturssteinþekju og ljómaði all- ur er sól skein á. Alabastursstein- námur voru all víða í Nilardaln- um. Síðar létu konungar og höfð- ingjar taka niður þekjuna af pýramídunum og notuðu steininn í ýmsar viðhafnarbyggingar í Kaíró. Nægir sem dæmi í því sam- bandi að benda á höll Muhamed Ali, sem áður er sagt frá, svo og ýmsar moskur. I pýramídanum mikla eru um 2,3 millj. af steinblokkum, þar sem hver steinn vegur 2ýí> tonn. Pýramídann byggðu 100.000 þrælar á 20 árum. Að bygging- unni var unnið þrjá mánuði á hverju ári, hina mánuði ársins voru þrælarnir bundnir við vinnu á ökrunum. Samtals befur bygg- ingin tekið 60 mánuði eða u.þ.b. 5 ár miðað við að unnið hefði verið samfleytt að verkinu. 1 pýramídanum mikla eru tvö grafhýsi, konungsgröfin og drottningargröfin. Yfir konungs- herberginu voru loftræstirúm, fimm að tölu, hvert yfir öðru. Hinn upphaflegi inngangur var á norðurhlið pýramídans og sá inngangur vandlega falinn. Ekki dugði það samt til þess að forða „helg:dóminum“ frá grafarræn- ingjum. I | Keops konungur eða Kufu öðru nafni lét gera mannvirki þetta. Árið 1925 fannst gröf Hete- phere drottningar, móður Kúfu, eða Keops, nálægt pýramídanum mikla. Aðrir pýramídar í Giza eru Kefrens-pýramíd’nn, en Kefren 'v ar bróðir Kúfu Kefrin iét gera pýramída þann er við nafn hans er nefndur og gengur að mikil- leik næstur pýramídanum mikla. Kefrens pýramídinn er um 157 m á hæð. Þriðja pýramídann byggði son- ur Kefrens og hét sá Menkure. Menkure pýramídinn er um 71 m á hæð og flatarmál hans líkt, um 118 fermetrar. Þarna eru einnig tveir smærri pýramídar. Rétt hjá pýramídunum er mey- ljónið fræga sem er allra mey- ljóna mest og frægast. Eigi er vitað hvenær meyljónið mikla var fyrst byggt, en ekki er ólíklegt talið, að það geti talið aldur sinn til og um 2900 f. Kr. Skaddað er það á nefi, blessað, en nef sitt missti meyljónið árið 1798, en þá börðust hermenn Napóieons mikla um pýramídana í Giza, en Frakkar, sem annars eru ta'.dir menn kurteisastir, a. m. k. við allt kvenkyns, voru samt það ósvífnir þarna, að skjóta nið- ur nefið á meyljóninu. Frá þeim tíma hefur það horft með sínu skaðaða andliti á heim- inn. .A „Sögnsýningin“ og Sahara City Þegar búið var að mynda hóp- inn hátt og lágt bæði með ,,feis“ (tyrkneskt höfuðfat, dumbrautt á lit og með skúf í kollinum) og án ,,feis“, var stigið af baki af „skipum eyðimerkurinnar" og inn í það hávaðasama faratæki nú- tímans, er b’freið nefnist, og ek- ið að fínu veitingahúsi, þar sem drukkið var te eða eitthvað því líkt, eins og t. d. gosdrykkir. Mentolte er sérkennilegur drykk- ur, að vísu dálítið beizkur á bragðið. Ferðafólkið hreiðraði um sig í þægilegum stólunum og lét sér líða vel. Þarna átti að bíða eftir kvöld- sýningu, er nefna mætti á ís- lenzku „Pýramídarnir segja sögu sína“. Rökkrið færðist yfir um leið og síðustu geislar sólarinnar hurfu, en hún virtist hníga til viðar bak við pýramídana, sem andartak glóðu í rauðum sólar- geislunum. Um leið og sólin var hnigin til viðar fór að kula. Fáir ferðamenn voru þarna á ferli, enda ekki við öðru að búast, eins og málum var nú komið í Aust- urlöndum. Skömmu eftir sólarlag hófst svo sjálf sögusýningin. Byrjað var á að lýsa upp meyljónið með fölbláum tunglskinsbjarma. — Að líkindum átti það að vera tákn- rænt fyrir aldur þess, þar sem Egyptar munu álíta meyljónið tákn hinnar fyrstu menhingar. Og það er vissulega rétt, að mey- ljónA er leifð fornrar og frægrar menningar. Var meyljónið því næst látið segja sögu sína og mælti á sett- legri og hárfínni Oxford-ensku — Vegurinn um Oddsskarð hefur verið opinn af og til í vetur, enda snjóalög ekki mikil. Ormur Sveins- son, bílstjóri, hefur verið hægri hönd Vegagerðar ríkisins hér í bæ og verið óspar á að reka á eft’r að vegurinn væri ruddur og hefur sýnt mikinn áhuga á því. Fyrir fáum kvöldum var orð- um hagað þannig í útvarpsfrétt, að skilja mátti, að Oddsskarð yrði ekki aftur rutt í vetur. I sömu Shautasvell d íþrótta- vellinum Undanfarin kvöld hefur verið margt um manninn á íþróttavell- inum í Neskaupstað. Þar hefur verið gott skautasvell, sem óspart hefur verið notað. Er ekki ónýtt að hafa skautasvell á svo að- gengilegum stað. — En er ekki orðið tímabært að fara að huga að byggingu skautahallar ? Gam- an væri og gagnlegt að geta reist hana þegar íþróttahúsið er full- búið. lír bœnum Afmæli Kristínn ívarsson, fyrrverandi sjómaður, Egilsbraut 6, varð sjötugur í gær — 15. febr. — Hann fæddist á Djúpavogi, en hefur átt hér heima síðan 1924. Vöruhappdrætti SÍBS í 2. flokki happdrættis SlBS hlutu eftirtalin númer vinninga í umboðinu hér (birt án ábyrgða: Nr. 52088 kr. 10.000 — 53896 — 10.000 — 63199 —• 5.000 — 783 — 1.500 — 9378 — 1.500 — 13324 — 1.500 — 17661 — 1.500 — 28388 — 1.500 — 52095 — 1.500 — 52122 — 1.500 — 53897 •—- 1.500 — 63140 . -— 1.500 — 63186 — 1.500 eins og hún hljómar bezt í munni frægustu leikara og upplesara enskra. Var það löng ræða er meyljómð hafði upp, og minntist þar m. a. upphafs menningarinnar. Er það hafði lokið máli sínu, hófu pýramídarnir einn af öðr- um mál sitt. Óþarft er að geta þess, að þar mæltu konungar og drottningar og slíkur lýður allur á óaðfinnanlegu leikhúsmáli — Oxford-ensku. Framhald. andrá er sagt frá því, að verið sé að ryðja vegi á Snæfellsnesi og Norðurlandi í grenjandi byl. — Ormur segir mér, að hann komist á jeppanum sínum suður yfir skarð og því lítið verk að opna það. Hins vegar þarf að ryðja úr görðum, og er það tals- vert verk. Við krefjumst þess, að haldið sé áfram að ryðja Oddsskarðsveg á meðan það er vel viðráðanlegt. Hingað þarf að flytja mjólk of- an af Héraði og benzín frá Eski- firði, svo á eitthvað sé minnzt. Slœmar atvinnuhorfur d Seyðisfirði Alvarlegt atvinnuleysi er nú á Seyðisfirði. Verið er að ijúka við að ganga frá saltsíld til útflutn- ings og þegar því er lokið lítur út fyrir versnandi ástand í þess- um efnum. Seyðisfjörður er verr settur en firðirnir fyrir sunnan hann, því þaðan mun engin vetrarútgerð rek:n. Þegar síldinni sleppir er lítið við að vera. 1 Neskaupstað hefur ástandið batnað í atvinnumálunum og mun þar nú tæpast um atvinnuleysi að ræða, og atvinnuhorfur ekki slæm- ar, ef gæftir verða. Þrdlát frost - Neyzluvatnsshortur Frost hafa verið óvenju hörð og langvinn um land allt í vetur og víða snjóalög mikil. Hér um slóðir er þó lítill snjór og hefur sama og ekkert þurft að ryðja snjó af vegum í vetur. En frost- hörkurnar hafa leitt til þess, að borið hefur á vatnsskorti. 1 Nes- kaupstað hefur nú um skeið ver- ið tilfinnanlegur vatnsskortur í efstu húsum, og á Seyðisfirði er nú svo lítið vatn í Fjarðará, að vatn er ónógt í vatnsleiðslu bæj- arins. Oddsskarðsvegur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.