Austurland


Austurland - 01.03.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 01.03.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 1. marz 1968. 1' Rœtt við Örn Scheving: Tíðindamaður Austurlands ræddi við Örn Scheving, formann Verkalýðsfélags Norðfirðinga, á skrifstofu félagsins sl. miðviku- dag og innti hann eftir gangi samningaviðræðna við atvinnu- rekendur og hvað liði undirbún- ingi aðildarfélaga Alþýðusam- bands Austurlands fyrir hugsan- lega vinnustöðvun. Örn sagði meðal annars: — Það er algjör lágmarkskrafa verkalýðsfélaganna nú að fá bættar þær verðhækkanir, sem orðið hafa frá 1. desember. Það er ekki gerð krafa um neinar kauphækkanir, það er algjör rangfærsla að tala nm nokkuð slíkt. Vil viljum aðeins fá að halda sama kaupmætti og var 1. des. — Forsætisráðherra ræddi um það, er hann mælti fyrir frum- varpinu um afnám vísitölugreiðslu á kaup, að nú ætti verkalýðs- hreyfingin að semja við atvinnu- rekendur um kjör sín. Vissulega er verkalýðshreyfingin reiðubúin til slíkra samninga, t. d. að semja núna frá og með 1. marz um þá uppbót á laun, sem visitalan hef- ur mælt síðan 1. des. En tilhögun sem þessi hefur verið reynd áður og ekki gefizt vel. Afnám laganna um vísitölubindingu launa var ó- heillaspor, ekki bara fyrir verka- lýðinn, heldur einnig fyrir at- vinnurekendur. Þeir eiga nú á hættu endurteknar vinnudeilur og óvissu á vinnumarkaði, m. a. vegna verðhækkana, sem þeir sjálfir fá oft litlu ráðið um. Reynslan af slíkum samningavið- ræðum hefur líka oftast verið sú, að atvinnurekendur hafa leitað á náðir ríkisvaldsins fyrr en seinna. Að þessu sinni hefur gangurinn verið sá í stuttu máli sagt, að i þessum mánuði fóru fram þrír viðræðufundir milli samninga- nefnda Alþýðusambandsins og at- vinnurekenda. Fyrsti fundurinn var nánast kynningarfundur; á öðrum fundi lýstu atvinnurekend- ur yfir því, að eins og staðan væri hjá atvinnuvegunum í dag væru þeir allsendis ófærir um að greiða það sem þeir kalla kaup- hækkun, — og vísuðu þar með málinu í reynd til ríkisvaldsins. Hvort það var hrein tilviljun, að þeir fengu þessum viðræðufundi frestað, þar til forsætisráðherra var kominn heim af fundi Norð- urlandaráðs, sagt ósagt látlð, en grunlaus er maður ekki. — Á þriðja ' iðræðufundinryn geröist svo það eitt markvert, að deilunni var vísað til sáttasemjara ríkis- ins. Hann hélt fyrsta fund með aðilum í dag, án þess nokkurt samkomulag næðist. Vissulega þýðir vísitöluuppbót á kaup aukin útgjöld fyrir at- vinnurekendur, og útflutningsat- vinnuveginrr eru vissulega lítils megnugir að rísa undir auknum kostnaði. Meinsemdin er auðvitað öllu öðru fremur stjórnarstefnan, Örn Scheving. . sem þannig býr að grundvallarat- vinnuvegunum að þeir treystast ekki til að standa undir lágmarks kaupgjaldi. Óumdeilanlegt er, að launafólk lifir ekki af dagvinnu- tekjum sínum, eins og nú er hátt- að öllu verðlagi. Og sjá þá allir, í hvert óefni er komið. Lægra má kaupið ekki fara, og því fylkja nú verkalýðsfélögin liði til að halda um fjöregg sitt, verðtrygg- ingu kaupsins. Hér á Austurlandi hafa nú 10 af 14 aðildarfélögum ASA boðað vinnustöðvun, meirihlutinn frá og með 4. marz, hin 6. og 7. marz. Félögin sem boðað hafa verkfall eru: Verkalýðsfélag Vopnafjarð- ar, Verkalýðsfélag Borgarfjarðar eystri, Verkalýðsfélag Egilsstaða- hrepps, Verkalýðsfélag Norðfirð- inga, Verkalýðsfélagið Árvakur, Eskifirði, Verkakvennafélagið Framtíðin, Eskifirði, Verkalýðsfé- lag Reyðarfjarðarhrepps, Verka- lýðs- og sjómannafélag Fáskrúðs- fjarðar, Verkalýðs- og sjómanna- félag Stöðvarfjarðar og Verka- lýðsfélag Breiðdælinga. Félögin sem ekki liafa boðað vinnustöðvun eru á Bakkafirði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Höfn í Hornafirði. Hið síðast talda hefur algjöra sérstöðu, þar eð það gerði um það samning við aðal at- vinnurekandann á staðnum, hrað- frystihúsið, í janúar sl. að boða ekki vinnustöðvun á ýfirstandandi vertíð gegn því að hraðfrystihús- ið stöðvaði ekki rekstur sinn. Af þessu samkomulagi eru þeir nú bundnir til vertíðarloka. Auðvitað væntir verkafólk á Austurlandi og um land allt þess af heilum hug, segir Örn að lok- um, að ekki þurfi að koma til verkfalla til að ná fram sanngirn- iskröfum. En því miður bendir nú flest til að svo verði, og þá ríður á að verkalýðshreyfingin verði samhent og láti stéttarhagsmuni sína sitja í fyrirrúmi. Því sam- hentari sem við verðum, þeim mun fyrr náum við rétti okkar. — H. G. Austfirzkar örnefnaskrár 1 forspjalli að 2. hefti Múla- þings víkur Ármann Halldórsson að máli, sem nú er á döfinni hjá Sögufélagi Austurlands og rétt þykir að kynna hér lítillega. Eins og margir vita, var Stef- án Einarsson prófessor, mikil- virkur örnefnasafnari og ferðað- ist oft um Austurland á sumrum þeirra erinda, en náði auðvitað drjúgum hluta bréflega frá að- stoðarmönnum innan fjórðungs- ins. Safn þetta er hinn mesti fjársjóður, og er nú varðveitt á Þjóðminjasafni í handriti Stefáns og aðstoðarmanna. En örnefni eiga ekki að geym- ast á söfnum fyrst og fremst, þau eru heiti á stöðum og kennileit- um ýmsum út um byggð og ó- byggð, og eiga helzt að haldast, eða að minnsta kosti að vera að- gengileg og þekkt af því fólki, er næst byggir. Handrit Stefáns er eflaust vel varðveitt á Þjóðminja- safninu, en það er enn ekki full- unnið og kemur fáum að notum í hirzlum þar suður við Faxaflóa. Þjóðminjasafnið hefur sýnt á- huga á að vinna að örnefnasöfn- un. Á vegum safnsins starfar Svavar Sigmundsson að söfnun og úrvinnslu þess háttar efnis. En Þjóðminjasafnið hefur ónóg fjárráð til slíkra verkefna, og fullunnin verða örnefnasöfn held- ur ekki nema í náinni samvinnu við fólk í viðkomandi byggðarlög- um. Prófessor Þórhallur Vilmundar- son sneri sér í fyrravetur til Ár- manns til að kanna, hvort Sögu- félag Austuriands vildi ekki ljá þessu máli nokkurt lið og vinna að því í samvinnu við Þjóðminja- safnið að ljúka úrvinnslu á þessu austfirzka örnefnasafni. Félagið hefur áhuga á þessu máli og mun stjórnin að líkindum fjalla um það bráðlega, en viðræður hafa þegar farið fram við Þjóðminja- vörð og fleiri um hugsanlega sam- vinnu. Það sem gera þarf er fyrst og fremst eftirfarandi: 1. Vélrita handritasafn Stefáns í nokkrum eintökum. 2. Dreifa eintökum til sveitar- félaga á Austurlandi, sem útnefnl menn til að yfirfara skrárnar, leiðrétta og fylla í eyður eftir þörfum. , i 3. Fullvinna síðan örnefna- skrárnar, fjölrita þær og dreifa til safna og sveitarfélaga og hafa þær til sölu handa einstaklingum, er þær vildu eignast. Þjóðminjasafnið hefur tjáð sig geta lagt til vinnuafl til að sjá um vélritun, fjölritun og niður- röðun, en Sögufélagið þyrfti að leggja fram fjármagn til að kosta þá vinnu. Sjálft hefur Sögufélagið ekki úr neinum sjóðum að taka, enda sýnist eðlilegt að fleiri hlaupi hér undir bagga, þar eð um svo víð- tækt verkefni er að ræða. Virðist undirrituðum ekki óeðlilegt, að sveitarfélögin í Múlasýslum veiti máli þessu fjárhagslegan stuðn- ing, því að hér er um menningar- legt hagsmunamál að ræða, sem þau varðar beinlínis. Mun vart ástæða að brýna sveitastjórnar- menn til að veita þessu máli það lið sem þarf, verði til þeirra leit- að, svo að örnefnaskrárnar liggi fyrir fullbúnar innan fárra ára. Uppvaxandi kynslóð mun sízt af því veita að hafa slík hjálpar- gögn tiltæk, þá gengið er um heimahaga. — H.G. Nýtt hlutafélag í Lögbirtingablaðinu, sem út kom 16. febr., er tilkynnt stofn- un nýs hlutafélags í Egilsstaða- kauptúni. Nefnist það „Prjóna- stofan Dyngja“. „Tilgangur fé- lagsins er að reka prjónastofu og skyldan atvinnurekstur“. Stofnendur eru: Bergur Ólason, Bragi Björgvinsson, Einar Einars- son, Gyða Vigfúsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ingólfur Steindórs- son, Jón Pétursson, Sigurjón Jón- asson, Steinþór Eiríksson, Þor- steinn Sigurðsson og Þórður Benediktsson, öll til heimilis í Egilsstaðakauptúni, og Þórhallur Sigurjónsson, Kópavogi. i stjórn eru: Þorsteinn Sigurðs- son, Jón Pétursson og Sigurjón Jónasson. Hlutaféð er 600 þús. kr. lUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.