Austurland


Austurland - 26.04.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 26.04.1968, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupstað, 26. apríl 1968.' 4 r r lón Mýrdal: Ténleikor Lúðrasveitarinnar Síðastliðinn laugardag gafst okkur Norðfirðingum kærkomið tækifæri til að bregða okkur nið- ur í Egilsbúð og hlýða á tónleika Lúðrasveitar Neskaupstaðar und- ir stjórn Haralds Guðmundssonar. Það er því miður allt of langt síðan lúðrasveitin hefur látið í sér heyra á sjálfstæðum tónleikum. Það þarf ekki að kynna hana fyr- ir Norðfirðingum, þvi að við vit- Snjóbíll y/ir Fönn Á pálmasunnudag birtist hér á götum bæjarins snjóbíll, en það er farartæki, sem Norðfirðingar hafa haft lítil kynni af, því að þetta er í fyrsta skipti sem snjóbíll fer yfir fjallgarðinn sem umlykur Norðfjörð. Hér var á ferðinni hinn kunni ferðagarpur og dugn- aðarmaður Þorbjörn Arnoddsson frá Seyðisfirði. Með honum í för- inni voru Kristján, Hailgrímsson, lyfsali, Seyðisfirði og sonur hans Hallgrímur, svo og Einar Sveins- son, Seyðisfirði. Undirritaður náði tali af Þor- birni og spurði hann frétta af þessari merku för. Þorbjörn sagði ferðina hafa gengið ágætlega. Hann kvaðst hafa farið út af Fjarðarheiði við Efri-Stafi, yfir Gagnheiði og yfir á vörp á Slenjudal, þá niður Slenjudal, ofan í Eyvindardal og síðan upp Tungudal, þá haldið frá vörpum Tungudals upp á Fönn, síðan af Fönn niður svokallaðan Hraundal og þaðan niður í Fann- ardal. Þorbjörn sagði, að vegalengdin sem hann fór þarna milli Seyðis- fjarðarkaupstaðar og Neskaup- staðar, hefði mælzt alls 62 km. Frá Neskaupstað og inn í botn á Fannardal væri vegalengdin 17 km og frá botni Fannardals upp á Fönn 6—7 km. Ferðin frá Seyð- isfirði til Norðfjarðar tók alls 7Vá. klst. Þar af eyddu þeir félag- ar löngum tíma til þess að skoða sig um og til myndatöku. Þeir félagar fóru sömu leið til baka og tók heimferðin ekki nema tæpar 4 klst. Þorbjörn taldi þessa leið vel færa við sæmileg skilyrði. Hann sagði, að snjóbílar sömu tegund- ar og hann notaði í þessari för, gætu farið brekkur með ailt að 60° halla og þyldu allt að 30° hliðarhalla. Aðspurður kvað Þorbjörn snjó- bílsleið um Oddsskarð vel færa ef mesti hliðarhallin í Skarðs- kinnunum yrði tekinn af. - .ftof&n Þaitofejtpju., um að hún er til, og hefur látið til sín taka á tyllidögum við sundlaugina hér í bæ. Á efnisskrá sveitarinnar að þessu sinni voru lög og kaflar úr tónverkum eftir erlenda og inn- lenda höfunda. Samleikur lúðra- sve:tarinnar var með ágætum og ber vitni um góða þjálfun og ör- ugga stjórn Haralds. Erfitt er að gera upp á milli í hinum ýmsu verkum, en þó vil ég geta nokk- urra. I „Óðnum til tónlistarinnar“ eftir Chopin, kom fram óvæntur mjúkleiki á milli blásturshljóðfær- 1 anna, en þetta fallega lag er sam- ið fyrir píanó (Etude op. 10 nr. 3) I köflum úr tónverkum eftir Tschaikowsky komu hvað bezt fram andstæður í millisterkum samleik allrar hljómsveitarinnar er hún lék upphafskaflann úr Píanókonsert nr. 1 og í lokakafl- anum, er bassarnir þrumuðu á fortefort'ssimo stef úr „1812-for- leiknum" er lýsir því, er Rússar ráku Napóleon úr landi, var stór- fengleg og áhrifamikil túlkun. í lagi Jóns Laxdal, „Sjá roðann á hnjúkunum háu“, kom fram traustur og vel upp byggður sam- leikur hljómsveitarinnar í fyrsta hluta lagsins. 1 miðkaflanum var fagurt og tignarlegt undirspil bassahljóðfæranna er tenórinn hóf upp sína rismiklu sóló, en lagið endar í fjörugum samleik allrar hljómsveitarinnar. Örn Óskarsson skilaði einleiks- hlutverki sínu með prýði í „Man- söng“ Schuberts, en það verk út- heimtir bæði leikni og tilfinningu flytjandans, en Örn virðist hafa bæði „teknik“ og tilfinningu fyrir túlkun. Trompet-polki Haralds Guð- mundssonar, er það fyrsta sem ég hef heyrt af tónsmíðum hans. Bendir það til þekkingar höfund- ar á því hversu beita má trom- petinum, en Haraldur er kunnur trompetleikari. Samleikur þeirra félaga, Arnar og Ómars, var lofs- verður, og sýnir, að þeir hafa lagt mikla rækt við að ná sem beztum árangri í flutningi polkans, og er ég illa svikinn ef hér eru ekki á ferðinni upprennandi tónlistar- menn og vil ég nota tækifærið til að óska þeim til hamingju með það sem áunnizt hefur og góðs brautargengis í framtíðinni á sviði tónlistarinnar. Ennfremur gafst okkur tæki- færi til að hlusta á skemmtilegan samleik Haralds og Höskuldar Stefánssonar á banjó og harmon- iku. Haraldur sýndi þar, livað hægt er að gera með þessu litia Jiljóðfæri, banjóinu. með aðstoð harmonikunnar, sem Höskuldur þandi af sinni alkunnu smekkvísi og leikni, en hann er þekktur sem snjall hljóðfæraleikari. Litla hljómsveitin „Fjórir í firði“ kom að þessu sinni fram með unga söngkonu, Maríu Árna- dóttur, sem með sinni fallegu Hér í blaðinu birtist hinn 29. marz greinarkorn, sem bar fyrir- sögnina: „Staða samvinnusamtak- anna“. Þar voru kaupfélögin flokkuð í tvennt, annarsvegar þau, sem ekki fengjust við á- hættusaman atvinnurekstur og hinsvegar þau, sem hefðu slíkan rekstur með höndum. I greininni var kaupfélagið á Borgarfirði tal- ið til fyrra flokksins. Fyrir nokkrum dögum hringdi Ásgrímur Jónsson á Borgarfirði til blaðsins og taldi, að vegna ó- kunnugleika væri hér rangt með farið. Aðild kaupfélagsins að síld- arverksmiðju og fiskimjölsverk- smiðju og viðskiptin við þau fyr- irtæki, hefði sannarlega verið á- hættusöm. Þá hefur kaupfélagið lengi rekið frystihús, sem engan Vinnsla sjávnrajla Að aflamagni voru Islendingar hinir 11 í röðinni meðal fisk- veiðiþjóða árið 1965 með tæplega 2.5% af heimsaflanum. Sé miðað við hina frægu hausatölu vorum og erum við auðvitað með heims- met í sjávarafla. Þegar þetta er athugað, hlýtur það að verða okkur nokkuð um- hugsunarefni, hve lítið við eigum af heimildum og upplýsingum um sjávarútveginn. Fátækt okkar í þessum efnum er mjög bagaleg þeim sem áhuga hafa á að kynn- ast sjávarútveginum nánar. Hvergi er sá hópur sennilega að tiltölu stærri en hér á Islandi þar sem afkoma þjóðarinnar byggist að langmestu leyti á sjávarút- vegi. Verkfræðingafélag íslands hefur nú gengið fram fyrir skjöldu í því að upplýsa okkur um sjáv- arútveginn. Síðastliðið vor hélt það ráðstefnu í Reykjavík um vinnslu sjávarafla. Þar héldu flestir af okkar helztu séfræðing- um í fiskvinnslu erindi um sér- greinar sínar. Þessi erindi og um- ræður um þær, hafa nú komið út í bókarformi. Heitir bókin: „Vinnsla sjávarafla“ og fæst á skrifstofu Verkfræðingafélags ís- lands í Reykjavík. Bókin er 336 bls. og kostar um kr. 1000.00. Hún á örugglega erindi til fjöl- margra lesenda þessa blaðs og er það ástæðan fyrir því að hennar er getið hér. Ó. framkomu og skemmtilega söng setti sinn svip á kvöldið. Að lokum má geta þess, að að baki þessum tónleikum liggur mikil vinna hljómsveitarmanna og stjórnandans. Þökk fyrir skemmtunina. fisk hefði fengið síðustu árin og því aðallega verið rekið í sam- bandi við sláturhúsið. Þá benti Ásgrímur á, að kaup- félagið hefði ekki verið tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota, heldur hefði það leitað nauða- samninga við lánardrottna sína. Þeir samningar hafa þó enn ekki verið gerðir. Kaupfélag Héraðs- búa leigir nú eignir og aðstöðu Kaupfélags Borgarfjarðar og rek- ur verzlunina og sláturhúsið. 1 sambandi við greinina frá 29. marz þarf blaðið raunverulega ekki annað að leiðrétta en það, að Kaupfélag Borgarfjarðar var ranglega talið í flokki þeirra kaupfélaga, sem ekki höfðu með höndum áhættusaman atvinnu- rekstur, þar sem upplýst er, að það hefur rekið áhættusöm fyrir- tæki. Að kaupfélagið hefur ekki ver- ið tekið til skiptameðferðar af- sannar ekki, að það sé gjaldþrota. Enginn getur leitað nauðasamn- inga nema hann sé gjaldþrota. í nauðasamningnum er lánar- drottnum boðið upp á að fá greiddan hluta — oftast lítinn hluta — krafna sinna, þar sem sá, er samninga beiðist getur ekki greitt meira. Á opinberu gjaldþroti og nauða- samningum er í rauninni harla lítill munur, nema þá kannski frá lögfræðilegu sjónarmiði. Hreppamörkum breytt með lögum I vetur fluttu þingmenn Aust- urlandskjördæmis frumvarp til laga um breytingar á hreppa- mörkum milli Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarhreppa. Samkomu- lag hafði ekki náðzt um málið milli hreppsnefndanna og er les- endum Austurlands það að nokkru kunnugt af skrifum um málið. 17. apríl var frumvarpið sam- þykkt sem lög og munu hreppa- mörkin framvegis verða um Hólmaháls og Hólmanes. lUSTURLAND Ritstjóri: | Bjarni Þórðarson. | NESPRENT { Alhugasemd

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.