Austurland


Austurland - 21.06.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 21.06.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. júní 1968. Hátíðarhöld 17. júní Á HÉRAÐI Hallormsstað, 19. júní — Sibl/HG Menningarsamtök Héraðsbúa gengust fyrir hátíðarhöldum á Eglsstöðum 17. júní. Við fengum nú á ný afnot af gamla samkomu- svæðinu í Egilsstaðaskógi, ' þar sem ekki hefur verið haldin úti- samkoma í nær 10 ár, en Egils- staðafeðgar voru svo vinsamlegir að leyfa okkur afnot af svæðinu fyrir þetta sérstaka tækifæri. Hugmyndin va.r, að þarna færu öll dagskráratriði fram nema dansleikur, en veður skipaðist þannig, að færa varð sumt af dagskránni í hús í Valaskjálf. íþróttir og leikir, sem á dag- skrá voru, fóru fram uppi í skógi samkvæmt áætlun. Þar var frem- ur fátt fólk mætt, en þó fleira en Rdðstefna m lólks iim Atlantshflfsbandfllfiðið Æskulýðsfylkingin hefur boðað til ráðstefnu um Nato sömu dag- ana og bandalagið heldur ráð- stefnu sína í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða flutt eft- irtalin framsöguerindi: 1. Atlantshafsbandalagið og heimsvaldastefnan. 2. Atlantshafsbandalagið og Grikkland. 3. Vietnam og samábyrgð ríkja Atlantshafsbandalagsins. 4. Atlantshafsbandalagið og ísland. 5. Framtíð Atlantshafsbanda- lagsins. Ráðstefnan verður opin almenn- ingi. Forráðamenn Æskulýðsfyiking- arinnar hafa skýrt frá því, að þeir leggi sig fram um, að mót- mæli þau, sem efnt verður til vegna Natofundarins, fari frið- samlega fram. Þá verður efnt til nýrrar Kefla- víkurgöngu á sunnudaginn til þess að mótmæla aðildinni að Na.to, og við komu hennar til Reykjavíkur verður efnt til úti- fundar í Reykjavík. Samtök her- námsandstæðinga gangast fyrir þessum mótmælaaðgerðum og einnig þau leggja áherzlu á, að þær fari friðsamlega fram. En þótt þeir, sem að mótmæla- aðgerðunum standa, geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að forðast ólæti, er ekki víst að það takist. Heimdallarskríllínn í Reykjavík er sérþjálfaður í að efna til óláta við svona tækifæri og kennir svo friðsömum fundar- mönnum um óknyttina. Ef að vanda lætur, láta Heimdellingar þetta tækifæri til að efna til skrílsláta, sér ekki úr greipum ganga. búast hefði mátt við í þessu veðri. Samkoman hófst með því, að skátar báru fána inn á svæðið; síðan kom það atriði, sem nýstár- legast var og vakti verulega at- hygli, það var hópreið 22ja hesta- manna úr hestamannafélaginu Freyfaxa, og riðu knaparnir inn á völlinn klæddir hvítum skyrt- um. Var það vissulega sjón, sem hefði tekið sig enn betur út í sólskini og góðu veðri. Riðu þeir þarna nokkrum sinnum um völl- inn og skipuðu liði á mismunandi hátt. Næsta atriði var knatt- spyrnuleikur milli blómarósa úr Egilsstaðakauptúni og gamalla í- þróttahetja, sem kvaddar voru til leiks á staðnum. Báru blómarós- irnar af þeim sigurorð með eins marks mun. Þá kom reiptog „yfir Lagarfljót“, og lyktaði því með sigri liðsins austan fljóts. Svo var naglaboðhlaup milli byggingafé- laganna Brúnáss og Húsiðjunnar, þar sem Húsiðjan sigraði. Síðasti leikurinn var eggjaboðhlaup milli kvenfélaganna í Vallahreppi og á Jökuldal, og sigruðu Vallakonur. Tók dagskrá þessi um tvo klukku- tíma, en að því búnu var haldið í Valaskjálf þar sem húsfyllir varð. Þar flutti í upphafi sr. Ágúst Grjótkast úr glerhúsi Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, skrifar grein í 4. tbl. „Þjóðkjörs", blaðs stuðningsmanna Gunnars Thor- oddsens tii stuðnings þessum fyrrverandi samráðherra sínum. I grein þessari leggur sjávarút- vegsmálaráðherrann, eins og fleiri úr þeirri fyikingu, megináherzlu á nauðsyn þess, að forsetinn sé æfður stjórnmálamaður. Sem góðum rithöfundi sæmir styður sjávarútvegsmálaráðherr- ann mál sitt dæmisögum, sem hann býr til af miklum hagleik. Ráðherrann segir, að enginn mundi vitandi vits stíga út á það skip, þar sem vitað væri, að skip- stjórinn. þekkti ekki á kompásinn. Einmg segir hann, að verklýðs- félögin kjósi sér ekki leiðtoga, sem aldrei hefði nálægt málefn- um þeirra komið. Ráðherradómur Eggerts skýt- ur dálítið skökku við þessum dæmisögum. Þar hafa menn sýnt þann frumleik, að skipa múrara í embætti sjávarútvegsmálaráð- herra, þótt ekki sé til þess vitað, að hann beri umtalsvert skyn- bragð á málefni sjávarútvegsins. Eða vill ráðherrann staðhæfa, að lieimfæra beri það undir meíri- háttar afglöp, að hann var skip- aður sjávarútv^gsmálaráðherra ? Sigurðsson í Vallanesi stutta messugjörð, kirkjukór Egilsstaða- sóknar söng, en að þvi búnu flutti Sigurður Blöndal fullveldisræðu. Karlakór Fljótsdálshéraðs söng. Frú Edda Sigfúsdóttir á Egils- stöðum kom fram sem fjallkonan í skautbúningi og flutti kvæði. Og enn söng karlakórinn og lykt- aði þar með dagskránni, nema hvað dansleikur var um kvöldið, og var þar húsfyllir. Samkoman fór í öllum atriðum hið bezta fram. , L ; HÖFN I HORNAFIRÐI Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins hófust með skrúðgöngu frá Sindrabæ eftir hádegi. Síðan var guðsþjónusta, þar sem sr. Fjalar Sigurjónsson messaði. Að því loknu fór fram íþróttasýning og keppni á nýju íþróttasvæði, en síðan var gengið til hátíðarsam- komu í Sindrabæ, og var þar fjölbreytt dagskrá. Fullveldisræð- una flutti Kristinn Eyjólfsson, fjallkonan birtist og flutti kvæði, og Sigurður Daníelsson lék ein- leik á píanó. Um kvöldið var dansað. Veður var leiðinlegt meö rigningu framan af degi, en skán- aði síðdegis. Hernflðdrbandalað í Dagana 24. og 25. júní verður haldin í Háskóla íslands ráð- stefna Norður-Atlantshafsbanda- lagsins, sem er hernaðarbandalag svokallaðra „vestrænna ríkja“, sem Island hefur verið dregið inn í að þjóðinni forspurðri. Banda- lag þetta er leyfar kalda stríðs- ins og er nú uppi sterk hreyfing í mörgum aðildarríkjum þess um að leggja það niður. Varsjárbandalagið var stofnað til mótvægis við Nató og er einn- Tvísýn bardtta Baráttan um forsetaembættið er ákaflega tvísýn og á einskis manns færi að gera sér grein fyr- ir því, hver úrslitin verða. Tals- menn beggja aðila bera sig mjög vel og báðir þykjast vissir um sigur. Líklegt er, að munurinn á atkvæðamagni þess, sem sigrar og þess, sem tapar, verði ekki mikill. Að sjálfsögðu munar mest um Reykjavík og þar næst Reykja- neskjördæmi og mun því barátt- an þar hörðust. Ekki treysti ég mér til að spá um úrslit þar né í öðrum kjördæmum utan Aust- uriands. Líkleg úrslit á Austur- landi eru af mörgum talin 20—25 á móti 75—80 Kristjáni í vil. | NESKAUPSTAÐUR 1 Neskaupstað hófust þjóðhá- tíðarhöld með skrúðgöngu eftir hádegi og Lúðrasveit Neskaup- staðar í fullum skrúða í broddi fylkingar. Var gengið um bæinn og m. a. staðnæmzt við Sjúkra- húsið og le:kið þar nokkra stund, en síðar haldið að sundlauginni og þar hófst samkoma, sem Sig- urður Björnsson, formaður Þrótt- ar, setti, en íþróttafélagið sá um hátíðarhöld dagsins. Fullveldis- ræðuna flutti Jóhannes Stefáns- son, framkvæmdastjóri, en aug- lýstur ræðumaður dagsins, Matt- hías Eggertsson tilraunastjóri á Skriðuklaustri, forfallaðist sökum lasleika. Þá fór fram sundkeppni, fyrst einstaklingskeppni en síðan keppni milli Innbæinga og Utbæ- inga, og báru þeir fyrrnefndu sigur úr býtum. Samkomunni við sundlaugina lauk svo með fleka- boðhlaupi. Lúðrasveitin undir stjórn Haralds Guðmundssonar lék mílli atriða. Síðdegis fóru svo fram knatt- leikir á íþróttavellinum. I knatt- spyrnu áttust við úrval úr Þrótti og „pressulið", og sigraði úrval- ið, svo sem vera bar. Stúlkur kepptu í handbolta, og var þar nánast um æfingu að ræða. — Um kvöld:ð var svo dansleikur í Egilsbúð. Veður var óhagstætt og dró það úr aðsókn að útihátíðar- höldunum. Allt fór hið bezta fram. Hdshóla íslands ig kalda stríðs-fyrirbrigði, sem einnig mætti hverfa úr sögunni. Það er ef til vill ekki fréttnæmt að Nató skuli halda fund sinn í Reykjavík, því einhvers staðar verða vondir að vera. En hitt er öllu meiri tíðindi, að Háskóli íslands skuli lagður undir þennan fund. Stúdentar, sem þarna voru að vinna að verk- efnum varðandi nám sitt, hafa verið reknir út fyrir nokkrum vikum, og sömuleiðis fræðimenn, sem þarna vinna að vísindastörf- um. Þessi misnotkun Háskólans hef- ur vakið mikla óánægju í röðum stúdenta og hafa samtök þeirra mótmælt þessu athæfi, en þau mótmæli eru að engu höfð1 af stjórnvöldum. Llr bœnum Afrnæli tí gríður Sigurðardóttir, hús- móðir, Nesgötu 35, varð 50 ára 15. júní. Hún fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Hjónaband Hinn 17. júní voru gefin saman í hjónaband af bæjarfógetanum í Neskaupstað, ungfrú Guðrúu Jónsdóttir, bókari, Ekrustig 2 og Ámi Þonnóðsson, starfsmaður verkiýðsfélagsins.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.