Austurland


Austurland - 29.11.1968, Side 1

Austurland - 29.11.1968, Side 1
Austurland MALGAGN AU>tÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 29. nó\ember 1968. 48. tölublað. Sjdlfstœðisbardttu smdbjóðar lýkur uldrei Fiamtíu dr síðan ísland varð fullvalda ríki Það var 1. desember 1918, sem Islánd var viðurkennt frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörk. Þetta var lang- stærsti sigurinn, sem Islendingar höfðu til þess tímá unnið í margra áratuga harðvítugri sjálf- stæðisbaráttu, sem fjöldi beztu sona Islands hafði helgað krafta sína af mikilli fórnfýsi og ætt- jarðarást. Næsta sunnudag er hálf öld liðin síðan Islendingar hlutu sjálfstæði sitt. Margt hefur á daga þjóðarinnar drifið þessi 50 ár og hún hefur mátt þola súrt og sætt. Og mikil breyting hefur á orðið á þessu tímabili hér á landi sem annars staðar. Fram- farir hafa verið miklar á öllum sviðum menntunar og verkmenn- ingar og kjör þjóðarinnar eru allt önnur og betri. Þjóðin, sem landið byggir er enn sú sama og byggt hefur það frá öndverðu — og þó. .. Engin þjóð er í raun og voru hin sama eftir að hafa breytt öllum sínum háttum jafn rækilega og Islendingar hafa gert síðustu áratugina. Og landið er enn hið sama og áður — og þó . . . Það er í raun og veru miklu betra land. Fyrir atorku þjóðarinnar og miklar tæknilegar framfarir og menntun, er landið nú færara um að sjá börnum sínum farborða en nokkru sinni áður. Þeir hörmungartímar, þegar mikill hluti þjóðarinnar lifði við sult og seyru og örbjargamenn fóru í flokkum um landið til að leita sér bjargar og hrundu nið- ur úr hungri, eru ekki langt und- an í Islandssögunni. Það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan ís- lendingum tókst að vinna bug á hungurvofunni, vonandi fyrir fullt og allt. En í meðvitund þjóðarinn- ar eru þessir hörmungartímar órafjarlægir. Og vegna sjálfs- bjargarmöguleika þjóðarinnar og möguleikanna á að koma til hjálp- ar þegar einhvers staðar sverfur að, höfum við fulla ástæðu til þess að gera okkur vonir um, að hér eftir falli enginn maður á ís- landi af bjargai’skorti. Sambandslagásamningurinn fiá 1918 heimilaði Islendiingum að rjúfa öll stjórnarfarsleg tengsl við Danmörku að liðnum 25 ár- um. Þegar þar að kom logaði heimurinn í heiftúðugu styrjald- arbáli og landið var hersetið og skuggi ófriðarins lá yfir því, þótt ekki væri það beinn þátttakandi í styrjöldinni. En Islendingar létu það ekki á sig fá. Næstum ein- róma samþykktu þeir að stofna lýðveldi og á meðan vopnabrakið var sem hæst í kringum þá, hrundu þeir þessari ákvörðun í framkvæmd á Þingvöllum 17. ■júní 1944. Áreiðanlega hafa margir litið svo á, að með lýðveldisstofnun- inni hafi Islendingar unnið fulln- aðarsigur í sjálfstæðisbaráttunni. En sjálfstæðisbaráttu smáþjóða lýkur aklrei. Við höfum á þessum aldarfjórðungi mátt þola skert sjálfstæði. Við höfum lengi mátt þola tvíbýli við erlendan her sem er hættulegur sjálfstæði okkar, ekki fyrst og fremst vegna þeirr- ar hættu, að hann leggi landið undir sig, heldur vegna þeirra ó- heillavænlegu áhrifa, sem hann hefur á hugarfar landsmanna og tungu þjóðarinnar. Og nú steðjar ný hætta að sjálfstæðinu. Nú er unnið kapp- samlega að því að draga Island inn í allskonar efnahagsbandalög, sem m. a. heimila hér á landi er- lendan atvinnurekstur og inn- flutning verkafólks og leggja okkur á herðar stórhættulegar, efnahagslegar skuldbindingar, sem frjálst ísland getur ekki sam- þykkt. Nú þegar er svo komið, að varla verður með sanni sagt, að þjóð okkar sé efnalega sjálfstæð. Og efnalega ósjálfstæð þjóð get- ur ekki verið stjórnarfarslega óháð. Það er ekki nóg að vera sjálf- t,tæð þjóð í orði. Við eigum einn- ig að vera það á borði. Það er til lítils að hafa íslenzka ríkisstjórn, ef hún þarf að lúta valdi og fyr- irmælum erlendra fjármálastofn- ana. Á 50 ára fullveldisafmæli sjálf- stæðisins á íslenzka þjóðin að strengja þess heit, að stöðva þegar í stað þá óheillaþróun, sem nú á sér stað, og birtist í afsali landsréttinda og síauknum er- lendum ítökum í landinu. Og hún á að hefja baráttu fyrir endur- heimt þess, sem misvitrir stjórn- málamenn hafa glatað. Það er hin nýja sjálfstæðis- barátta. i Shorað d skipstjára Á fundi sínum 5. þ. m. sam- þykkti Kvennadeild Slysavarnar- félagsins hér í bænum eftirfar- andi: „Fundur haldinn í Kvennadeild Slysavarnarfélags Islands á Norð- firði 5. nóvember 1968, samþykk- ir að beina áskorun til skipstjórn- armanna um að hafa vakt um borð í bátum sínum, er þeir liggja í höfn, til öryggis fyrir á- hafnir sínar og aðra, sem leið eiga um höfnina“. Heimsókn skdkmeistara Um helgina mun einn af fremstu skákmeisturum landsins dvelja hér í bæ og tefla fjöltefli og flytja skákskýringar. Er það Bragi Kristjánsson, núverandi skákmeistari Reykjavíkur. Þótt Bragi sé aðeins 23 ára að aldri, hefur hann í nokkur ár verið í fremstu röð skákmanna hérlend- is. Sinn fyrsta meiriháttar sigur í taflmóti vann hann árið 1961, er hann varð unglingameistari Norð- urlanda á Skákþingi Norðurlanda, sem haldið var í Reykjavik. Síð- an hefur Bragi verið þátttakandi í flestum meiriháttar mótum hér á landi, venjulega með góðum árangri, og fyrr á þessu ári vann hann sinn stærsta sigur við skák- borðið, þegar hann sigraði á Skákþingi Reykjavíkur. Einnig hefur Bragi teflt töluvert á al- þjóðlegum vettvangi, m. a. tví- vegis á þessu ári, fyrst í Austun- ríki í sumar þar sem hann var einn af keppendum íslenzku stúdentasveitarinnar, sem tefldi þar með miklum ágætum á Heims- meistaramóti stúdenta og síðan í Framh. á 2. aíðu. r I Hannibal endurhjörinn forseti aj íbaldí, Fromsókn og hrötum Það fór sem til var getið í síð- asta blaði, að mikið mundi verða um pólitískar refskákir á Al- þýðusambandsþinginu sem lauk klukkan að ganga 8 í morgun. Hófust þær strax við kjör fundar- stjóra og sameinuðust íhald og Framsókn um að gera Björn Jóns- son að forseta sínurn og var þá strax séð hvert krókurinn beygð- ist. Alþýðuflokksmenn höfðu ekki náð samkomulagi við sjálfa sig og sátu hjá við forsetakjör. Við kosningu stjórnar sam- bandsins, sem nú skal sitja í fjögur ár samkvæmt nýjum lög- um sambandsins voru kjörin: Hannibal Valdimarsson,. forseti;- Björn Jónsson, varaforseti; Óð- inn Rögnvaldsson, prentari; Bald- ur Óskarsson, erindreki Fram- sóknar, Guðmundur H. Garðars- son, varaþingmaður íhaldsins; Guðjón Sigurðsson, fyrrverandi borgarfulltrúi íhaldsins; Hilmar Guðlaugsson; Jón Sigurðsson; Jóna Guðjónsdóttir; Óskar Hall- grímsson, öll Alþýðuflokksmenn; Hermann Guðmundsson og loks Alþýðubandalagsmennirnir Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson, Jón Snorri Þorleifsson og Einar Ög- mundsson. Það vekur sérstaka athygli, áð Ilannibal skuli hafa verið endur- kjörinn forseti, jafn fast og hanri hafði neitað því opinberlega fyrir þingið, síðast í útvarpsþætti á þriðjudagskvöldið. En hvað mun- ar Hannibal Valdimarsson um að verða að viðundri enn einu sinni. Þetta er ógæfusamleg stjórn og ekki líkleg til mikilla afreka til framdráttar málum launþega. — Þetta er sameiginlegt afkvæmi stjórnarflokkanna, Framsóknar og Hannibalista og bendir eindregið til þess, að nú dragi mjög saman með þessum þokkalegu öflum. Mörgum mun koma framkoma Framsóknar á þessu þingi mjög á . óv.art?, en ekki okkur, sem fyrir Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.