Austurland


Austurland - 05.09.1969, Blaðsíða 4

Austurland - 05.09.1969, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND r Neskaupstað, 5. september 1969. Rshjuveiðar í Reyðarfirði I fyrra og í sumar var leitað að rækju í nokkrum Austfjarð- anna á vegum Hafrannsóknar- stofnunarinnar. Bar leitin ekki umtalsverðan árangur nema í Seyðisfirði og Reyðarfirði. Að lokinni leit í ágúst sl. voru tald- ar líkuir á, að í Reyðarfirði ein- um yrði um framtíðarveiði að ræða. Lítill vélbátur frá Eskifirði hofui' gert veiðitilraunir í Reyð- arfirði, en árangur mun ekki sem skyldi, að því er við bezt vitum. Nú er nýlega hafin útgerð báts á irækjuveiðar frá Búðareyri við Reyðarfjörð. Það er söltunar- stöðin Aldan á Reyðarfirði, sem á þennan bát, ®n framkvæmda- stjóri hennar og aðaleigandi er Garðar Jónsson fyrrum útgerðar- maður tog skipstjóri. Við áttum stutt viðtal við Garðar og spurðum frétta af þessum nýja út.vegi. — Hvernig bátur er jietta sem þið eruð nýbúnlir að kaupa? — Þetta er 14 lesta bátur, Tvistur VE, keyptur frá Rifi, og hafa kaupin verið lengi á döf- inni. — Hver er iskípstjóri, og hvað verða margir á? — Skipstjóri er Gunnar Árn- marsson, ungur Reyðfirðingur og áhugasamur um þessar veiðar. Gert er ráð fyrir, að tveir menn verði á bátnum, en ég hefi ver- ið með þeim þá tvo róði'a, sem farnir hafa verið. — Já, segðu mér frá þessum íóðruni. — Á laugardaginn fórum við aðeins til að reyna vörpuna og útbúnaðinn, .en um veiði var ekki að ræða þá. I gær fómm við svo fyrsta eiginlega róðurinn. Við reyndum á svæðinu frá Hjálmeyri (nokkru innan við Eyri) og út fyrir Skaga (neðan við Kolmúla). Toguðum við aðallega á svæðinu frá Skaga og inn undir Grímu (neðan við Berunes). Við feng- um alls 330 kg., í bezla toginu um 170 'kg. — Er þetta ekki sæníilegt mið- að við það, sem fengizt hefur í ræk juleitinni ? — Jú það he’d ég. Þeir munu t.d. hafa fengið mest þar upp- undir 200 kg. í togi. En nú er aðeins eftir að vita, hvernig framhaldið verður. Hauistið og veturinn er aðalveiðitíminn, svo að nokkur reynsla verður fengin eftir næsta vetur. — Þið ætlið að gera út á rajkj- una í vetur og vinna liana sjálf- ir? — Já, það er ætlunin að gera út í vetur, og rækjan verður unn- in í húsum söltunarstöðvarinnar. Allt verður handunnið, svo að nok'kur vinna ætti að skapast. Hins vegar fer það vissulega eft- ir því, hvernig aflast, því að nýt- ingin er aðeins 15%, svto að nokkuð þarf til að umtalsvert magn fáist af unninni vöru. — Hafið þið fcngið einhverja fjárhagslega fyrirgreiðslu frá liinu opinbera til þessara til- rauna, sem vissulega má uafna þessar nýju veiðar hér? — Nei, það höfum við ekki fengið. Ég reyndi t.d. að fá brot af 300 milljónunum marglofuðu, en fékk þvert nei, það væri ekki ætlunin að hjálpa mönnum til að kaupa gamla báta. — Og að Iokum, Garðar, hvers- vegna varstu að byrja á þessu? — É)g hefi lengi haft þá skoð- Frá Breiðdal Breiðdal, 2. sept. — HÞG/HG Heyskaparhoríur. Það sumar, sem nú er senn á enda, hefui' verið bændum hér um slóðir einkar óhagstætt. Tún spruttu seint, þannig að sláttur gat ekki hafizt sivo neinu næmi fyrr en seinl í júlímánuði af þeim sökum. En þá skall á langvinn- asti óþurrkakafli, sem hér hefur komið lengi, með þrálátri suð- austanátt, og fylgdu þokur og stundum stórrigningar. Það var fyrst fyrir um þ-að bil viku að þessum ósköpum tók að linna, þannig að bændur gátu hafið slátt, og má nú telja að heyskap- ur sé um það bil hálfnaður, þótt auðvitað sé það misjafnt eftir býlum. Þarf nú gcðtan þurrka- kafla áfram, ef forðað skal stór- vandræðum, og í öllu falli fá bændur minni hey en í meðalári, þar eð um háarslátt verður ekki að ræða. Hér fyrir sunnan í Berufirð- inum mun ástandið fremur verra en hitt, þvi að þar byrjuðu menn fyrr að slá og veit ég dæmi þess, að orðið hefur að henda heyi, sem var gersamlega ónýtt af tún- um. Hlýindin, sem fylgdu væt- unni bættu hér ekki úr skák. Atvinna á Breiðdalsvík. Ségja rná, að næg atvinna hafi un, að rækjuveiðar ættu framtíð fyrir sér hér. Meðan ég átti Hek’u gerði ég tilraunir með rækjuveiðar, ég held það hafi verið 1956. Útbúnaður var að visu ófullkominn, en við urðum þó varir við rækju. Nú á síðustu árum hefur þessi trú mín styrkzt, þar sem sæmilegur ár- angur hefur orðið af rækjuleit- inni. [ Að hinu leytinu súrnar mér um augun að sjá byggingar okkar hér standa ónotaðar, en síld kem- ur sennilega engin til okkar á þessu ári. verið á Breiðdalsvjk í sumar. Báturinn Hafdís hefur flutt þang- að 2100 tunnur af saltsíld af Hjaltlandsmiðum, og hinn bát- urinn, Sigurður Jónsson, hefur fengið rúmlega 300 tonn af fiski í troll, og landað hjá frystihús- inu. Nú býr hann sig hins vegar undir að sigla með aflann. Hreindýraveiðar. Einslaka menn hafa brugðið. sér á hremdýraveiðar og skotið sér dýr. Má raunar segja, að hver hafi leitað fanga í sinni landareign, en hér er talsvert af dýrum, og auðvitað miklu meira en okkur er heimilað að veiða. Raunar eru reglur þar að lút- andi nánast hneykslanlegar, þar eð Breiðdælingum er aðei.ns út- hlutað 10 dýrum árlega, en með sérstakri umsókn hefur fengizt heimild fyrir 10 til viðbótar. Reglugerðin um hreindýraveið- arnar er frá árinu 1960, og kann þá að hafa verið réttlætanleg, en síðan hefur hreindýrum fjölgað hér stórlega og hald-a sig hér meirihluta ársins. Ferðamannastraumur. Vaxandi fjöldi ferðamanna leggur nú leið sína hér um Breið- dalinn, og liggur straumurinn mest áfram suður lil Hornafjarð- ar og Öræfa, en síðan að sjálf- sögðu til baka. Geysimikið var um ferðamenn í júlímánuði, en Framh. á 2. síðu. Þehhtur sönghvartetí syngur í Egilsbúð Wflupstflí næsthomundi mdnudng Á söngskránni eru létt þjóðlög og klassísk lög, frá ýms- um löndum. TÓNAKVARTETTINN FRÁ HÚSAVÍK: Ingvar Þórarinsson, fyrsti tenor, Stefán Þórarinsson, annar ten- or, Eysteinn Sigurjónsson, fyrsti bassi, Stefán Sörensson, annar bassi. 1 Undirléikari, fru Bjorg Ffiðriksdóttír. " [ Frá Reyðarfirðk — Aðalstöðvar kaupfélagsins og hluti af höfninni. Hádegisfjall í bakiýn. Hvað er \ fréttum?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.