Austurland


Austurland - 10.03.1972, Blaðsíða 4

Austurland - 10.03.1972, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 10. marz 1972. Hvaö er í fréttum? Frá Eskifirði Eskifirði, 8. marz — EB. SjóscSkn og aflabrögð. Héðan frá Eskifirði er fremur fátt í fréttum, umfram iþað, isem telja má til almæltia tíðinda. Heldur góð atvinna hefur verið hér, það sem af er árinu, þ. e. a. s. í þeirri grein atvinnulífsms, sem hvað mest veltur á, þ. e. a. s. fisk- vinnslu. Loðnuaflinn sem hingað hefur borizt í vetur, nemur orðið um 12.500 lestum, eða 2.500 lest- um meira en 1971. Þrjú skip héð- an, Jón Kjartansson, Seley og Sæberg hafa verið á loðnuveiðum í vietur. — Sæljón og Víðir Trausti réru með línu eftir áramót, en b’áðir bátarnir eru fyrir nokkru f arnir á vertíð til Vestmannaeyja enda afli tregur á línuna. Hóim*a- tindur hefur að isjálfsögðu verið á togveiðum og íhefur skipið land- að hér um 430 lestum frá því um miðjan janúar, er skipið hóf veið- ar eftir áramótahlé og við'gerðir. Að minnsta kostí einn loðnu- Happdrsttislán bol út Hinn 15. marz hefst sala á s'kuldabréfum í happdrættisláni ríkissjóðs vegna mannvinkjagerð- ar á Skeiðarársandi til að koma á hringvegi um landið. Að þessu sinni verða boðnar út 100 milij. kr. en alls er heimilað að taka j 250 millj. kr. að láni með1 þessum hætti, en áætlað er, að fram- ! kvæmdir þessar kosti 500 millj. i kr. — Áæflanir eiu miðaðar við, að framkvæmdir geti hafist í vor j cg að ljúlka megi þeim 1974. Skuldabréfin eru hvert um slg 1CC0 kr. 'og falla í gjalddaga að 10 áium liðnum. Efcki eru greidd- ir vextir af bréfum, en vinningar cru dregnir út úr öllum skulda- bréfum ái'sins. Dregið verður einu sinni á ári, í fyrsta sinn 15. júní í vcr. Árieg fjárhæð vinninga er 7% aifl 'heildarfjárhæð bréfanna. Alls verða vinningar í hverjum drætti 255, tveir milljón króna vinnimgar, einn 500 þús. kr. vinn- ingur, 22 hundrað þús. kr. vinn. og 230 tíu þús. kr. vinningar. Við innlaus.n foréfan.na eftir 1G ár, verða grecddar á þau vísitölu- bætur í samræmi við þá hækkun, sem á iánstímanum hefur orðið á vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldalbréfin og vinningar em undaniþegin framtalsskyldu og öll um sköttum. Sikuldabréfin verða tiil sölu 1 bönkum og sparisjóðum um land allt. Upphafsmaður þess, að afla fjár íil þessara framkvæmda með sölu happdrættisskuldabréfa, er Jónas Pétursson, fynver. alþm. ibáturinn mun senniiiejga fara á net að loknum loðnuveiðum, og þá væntanlega landa heima. Að öllu óbreyttu þarf vart að kvíða þvi að atvinnuástandið versni, enda síðustu vikurnar verið skortur á ver.kafólki til fiskvinnu á stundum Lítið um að veira hjá iðnaðar- mönnum. En þó sæmilega ári hjá verka- fólki, hefur heldur lítið verið að gera hjá iðnaðarmönnum (t.d. smiðum) að því er einn þeirra sagði mér í dag. Veit ég þó ékki, hvort hægt er beinlínis að tala um verkefnaleysi hjá þeim, en oft hefur eftirspurn verið meiri eftir vinnu þeirra. íþróttahúsið í stöðugri notkun. Félagslíf ihér virðist í hálfgerð- um dróma. Að vísu héldum við okkar árlega ,,Þorrablót“ sem að veinju -var 'hin bezta skemmtun, en fátt annað frásagnarvert helur skeð á þessum vetttangi í vetui’. Þó er rétt að minnast á það hlut- verk, sem hið nýja íþróttahús er farið að gegna í lífi allmargra þorpsbúa, sem þar æfa ýmsar í- þróttir, svo segja má, að húsið sé fullnýtt frá morgni til kvölds, með leiikfimitímum skólanna og íþrótta æfingum áhugafólks. Mest ber að sjálfisögðu á yngri aldurshópun- um í iþróttaæfingum, en þó er einn og einn, sem kominn er yfir fimmt ugt finnanlegur innan þessa stóra hcps (aðalega í badminton). Mín skoðun er sú, að tilkoma þessa húss sé ákjósanleg upp- fylling í lífi margra, sem vilja og tíma hafa til þess að sprikla þar nckkurn tíma í viku hverri. Að auki gefur svo ihúsið möguleika á íþróttakeppnum af ýmsu tagi, og hcfum við þegar fengið nokkrar vel þcgr.ar heimsóknir íþrótta- flofcka frá nági-annabyggðarlög- unum, og eigum von á fleiiri. Á- hugi fóiks virðist líka geysimikill fyrir því sem fram fer, og hefur alltaf verið fullt á áhorfendapöll- um, þegar keppni hefur farið fram, og er trúlegt að svo verði í framtíðinni. Veðráttan. Tæplega þarf að geta þess, að veturinn ihefur frarn til þessa ver- ið sérlega mildur, svo sem víðast hvar á landinu. Trúlega er það svo til einsdæmi, að stungnar séu sniddur og hlaðinn vegarkantur í febrúar, eins og Sveinbjörn Kjart- a.nsson gerði hér í vetur á vegum Es kifj arð arhr epps. Reykjavíkurklerkar í afleys- ingar. Rétt er að nota þet.ta tækifæri til þess að koma því á framfæri að enginn sálusoigari virðist fáanleg ur til þess að setjast að á meðal vor, því enn er hér prestlaust. Að vísu er búið að auglýsa brauðið í annað sinn, en eigi veit ég hvort nokkur hefur sýnt. áhuga á „djobbinu". Heyrzt hefur um einn líklegan, en hvort hann slær til veit ég ebki. Þrátt fyrir ágæta. þjónustu hins prýðilega Kolfreyju staðaúklerks, þá er það nú metn- aðarmál hverrar sóknar, að hafa sinn eigin prest, og er ekki að undra, þó ohkur finnst hart að- göngu, að presfsbústaðurinn, sem er eitt stærsta íbúðarlhús þorps- ins sé að jafnaði mannlaus. E. t. v. erum við útkjálkabúar svo vel kristnir, að eigi sé þörf á miklu til viðbótar, en ætla mætti þá, að fólkið í fjölbýlinu við Faxaflóa sé allvel 'heiðið, eða a. m. k. veikt í trúnni, eftir þeim fjölda presta að dæma, sem sækir um hvert brauð í nágrenni Reykjavíkur. En mér býður nú sarnt í grun, að kirkjunnar þjónar séu ekki síð- ur veraldlega þenkjandi menn en aðrir, og meti lifsþægindi og fjöl- breytni borgarlífsins, engu síður en sauðsvartur almúginn, sem telst söfnuður þeirra. Til að firra vandræðum ofckar útkjálkamanna vil ég gera það að tillögu minni, að þéttbýlisprestar verði stöiku sinnum sendir í afleysingar úti á land, því það ihljóta að vera hæg heimatökin fyrir þá, að leysa hvern annan af, þar sem þeir eru í flestum tilfellum tveir um hverja kirkju. Eins og sézt vafalaust á fram- ansögðu, tek ég þetta. ekki til um- ræðu af persónulegum trúará- huga, heldur af því að mér finnst ástæða til þess að vekja athygli á þeim mismun sem virðist fel- ast í því að búa á meðal okkar skrælingjanna austur á hjara veraldar, og á því að búa við -borg ar- eða þéttbýlismienningu, ef dæma má eftir ásókn þeirra sem sízt, skyldi í að fcomast í borgar- glauminn. Skiptir þá engu, þó veglausir og villuráfandi sauðir séu skildir eftir forsjár og fyrir- hyggjulausir, á viðsjárverðum veraldarvegi. Vistheimili fyrir vangefna verði í öllum landshlutum Helgi Seljan mælti í fyrri viku fyrir þingsályktunartillögu í Sam- einuðu þingi um vistheimili fyrir vangefna, er hann flytur ásamt Karvel Pálmasyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að beita sér fyrir því í (samráði við Styrktarfélag van- gefinna, að komið verði upp \ist- Helgi Seljan, alþingistnaðuir lieimilum fyrir vangefna í þeim ilandslilutum, þar sem slík heimili er u ekki til nú“. I framsöguræðu sinrii ræddi Helgi Seljan almennt um málefni vangefinna og kvað mál þeirra hafa verið mjög vanrækt allt ,til síðustu ára. Skilningur á málefn- inu hefði þó farið sívaxandi og störf lækna, sálfræðinga og félags ráðgjafa hefðu auðveldað úrbæt- ur. Þá hefði almenningsálitið á vandamálum þessa fólks breytzt til hins betra og hið opinbera kom- ið allmyndarlega til liðs við það. En síðast og eikki sízt ihefði starf- semi Sí.yrktarféjlags vangefinna verið dýrmæt og árangursrík. Helgi ræddi um starfsemi þeirra fjögurra vistheimila fyrir van- gefna, sem nú eru til í landinu, ríkishæ’.ið í Kópavogi og daigheim- ilin tvö, sem Styrfctaríélagið starf rækir í Reykjavík. Kvað ihann st.arfrækslu þessara heimila lofs- verða, en hinsvegar vekti það at- hygli, að í tveim landshlutum væri ekliert slíkt vistheimili til, en það er á Austurlandi og Vestfjörðum. Helgi rafcti í ræðu sinni þær for- sendur, sem vera þyrftu fyrir hendi, til þess að1 unnt væri að starfrækja stofnanir af þessu tagi. Því miður mun ekki skorta vist- fclk á slík heimili, þar sem talið er, að efcki færri en 2000 manns á iandinu öllu þarfnist slíkrar vist- ar. Hins vegar er það frumskil- yrði, að við svona stofnanir starfi fólk, ssm hilotið heöur til þejss næga kunnáttu, og getur þar orðið um vandamál að ræða. Helgi kvað það skoðun flutn- ingsmanna tillögunnar, að dreifa beri slíkum stofnunum um landið, og til þess lægju tvær meginá- stæður: 1) Að með því væri aðstandend- Framliald á 2. Síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.