Morgunblaðið - 26.10.2011, Side 3
KVENNALANDSLIÐIÐ
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Kvennalandsliðið í knattspyrnu leik-
ur í kvöld sinn síðasta leik á árinu
þegar það etur kappi við Norður-Íra
í undankeppni Evrópumóts landsliða
en leikurinn fer fram í Belfast. Ís-
lenska liðið fagnaði 1:0 sigri gegn
Ungverjum á laugardaginn í fjórða
leik sínum í riðlinum en Norður-Írar
léku sinn fyrsta leik um síðustu
helgi og höfðu betur á móti Búlgör-
um á útivelli, 1:0.
Búum okkur undir
mjög erfiðan leik
„Við búum okkur mjög erfiðan
leik. Síðast þegar við mættum Norð-
ur-Írum hér í Belfast var um hörku-
leik að ræða en við náðum að skora
mark undir lokin og vinna,“ sagði
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálf-
ari kvennalandsliðsins, við Morg-
unblaðið í gær.
Ísland og Norður-Írland voru í
sama riðli í undankeppni fyrir HM
2010. Íslendingar höfðu betur í báð-
um rimmunum, 2:0, á Laugardalvelli
og 1:0 í Belfast þar sem Katrín Óm-
arsdóttir skoraði sigurmarkið 10
mínútum fyrir leikslok.
Ætla að ná markalausu
jafntefli
„Norður-írska liðið er baráttulið
og ef marka má viðtöl við þjálfara
og leikmenn þeirra þá ætla þeir
leggja áherslu á að spila sterkan
varnarleik og spila með lið sitt aft-
arlega á vellinum og freista þess að
ná markalausu jafntefli. Fyrirfram
reiknaði ég með að þessi leikur yrði
sá erfiðari af þessum tveimur sem
við erum að spila í þessari ferð og
reyndar held ég að allir leikirnir í
riðlinum verði erfiðir og leikirnir
vinnist á fáum mörkum. Það er oft
erfitt að finna leiðir til að komast
framhjá þykkum varnarmúr og því
held ég að við verðum að búa okkur
undir strembinn leik,“ sagði Sig-
urður Ragnar.
Leikurinn er í kvöld er sá síðasti
sem íslenska liðið spilar á árinu en
fyrsti leikur liðsins í undankeppn-
inni verður 4. apríl þegar það mætir
Belgum ytra. Áður en að þeim leik
kemur mun landsliðið taka þátt í
Algarve-mótinu eins og undanfarin
ár en það hefst í lok febrúar. Ísland
lék til úrslita á mótinu á þessu ári
en tapaði fyrir Bandaríkjunum í úr-
slitaleiknum.
Farinn að merkja
þreytu í hópnum
„Þetta er búið að vera langt og
strangt tímabil hjá flestum leik-
mönnum í landsliðinu og auðvitað er
ég farinn að merkja smáþreytu hjá
mannskapnum og þá hafa álags-
meiðsli gert vart við sig. Við höfum
til að mynda ekki getað tekið mikið
á því á æfingunum hér úti og þetta
hefur snúist um að hjálpa þeim að
jafna sig, hvílast vel, láta þær fá
góða næringu og fara yfir leik-
skipulag okkar og mótherjanna á
fundum. Það er mikilvægt fyrir okk-
ur að enda árið vel. Þetta hefur ver-
ið frábært ár. Þó svo að við höfum
hikstað á móti Belgíu á Laugardals-
vellinum töpuðum við honum ekki.
Aðrir leikir hafa verið frábærir hjá
okkur. Mótið í Algarve í febrúar á
næsta ári verður flottur undirbún-
ingur fyrir síðari hlutann í keppn-
inni. Við ætlum okkur sigur í leikn-
um á móti Norður-Írunum og það
yrði draumur að enda árið með 13
stig af 15 mögulegum,“ sagði Sig-
urður Ragnar.
Mikið hefur rignt í Belfast og ná-
grenni síðustu dagana og á tímabili
var útlit fyrir að leikurinn yrði
færður á gervigras en Sigurður
sagði við Morgunblaðið í gær að
dregið hefði úr úrkomunni og meiri
líkur væru á að leikurinn yrði spil-
aður á The Oval-vellinum.
„Það er mjög mikilvægt
að enda árið vel“
Morgunblaðið/Kristinn
Mikilvæg Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni í Belfast í kvöld en hún er mikilvægur hlekkur í liðinu.
Ísland mætir N-Írlandi í undankeppni EM í Belfast í kvöld
Ísland í efsta sæti
» Ísland er efst í riðlinum. Ís-
lenska liðið hefur 10 stig eftir
fjóra leiki. Belgía kemur næst
með 4 stig eftir tvo leiki, Noregur
hefur 3 stig eftir tvo leiki og N-
Írland hefur 3 stig eftir einn leik.
» Ísland og N-Írland hafa tvíveg-
is áður mæst. Ísland hafði betur í
Belfast, 1:0, árið 2009 og 2:0 í
Laugardalnum í fyrra.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2011
Mikil pressaer komin á
Roland Nilsson
þjálfara danska
meistaraliðsins
FC Köbenhavn
sem þeir Sölvi
Geir Ottesen og
Ragnar Sigurðs-
son leika með.
Eftir tap liðsins á heimavelli gegn
Nordsjælland heimtuðu margir
stuðningsmenn Kaupmannahafn-
arliðsins að Nilsson yrði rekinn en
liðið hefur tapað tveimur leikjum í
röð og hefur ekki tekist að vinna sig-
ur í síðustu fimm leikjum sínum. Nils-
son tók við þjálfun FC Köbenhavn
fyrir tímabilið af Norðmanninum
Stole Solbakken.
Úrvalsdeildarlið Hauka í körfu-knattleik karla er með Banda-
ríkjamanninn Christopher Smith til
reynslu. Smith, sem er um tveir
metrar á hæð, þekkir vel til körfu-
boltans hér á landi. Hann lék með
Fjölni í Grafarvogi tímabilið 2009-10
og með Njarðvíkingum á síðustu leik-
tíð. Hann lék 15 leiki með Suð-
urnesjaliðinu á síðustu leiktíð þar
sem hann skoraði að meðaltali 20,09
stig og tók 8,1 fráköst að jafnaði.
Aron Einar Gunnarsson, leik-maður Cardiff, var valinn í lið
umferðarinnar hjá Sky fyrir frammi-
stöðu sína í leiknum gegn Barnsley í
ensku 1. deildinni í knattspyrnu um
síðustu helgi en Aron skoraði tvö af
mörkum sinna manna.
Oddur Gretarsson, einn af lyk-ilmönnum Akureyrarliðsins í
handbolta, var í gær úrskurðaður í
eins leiks bann á fundi aganefndar
HSÍ. Oddur fékk útilokun vegna
brots á síðustu sekúndunum í við-
ureign Akureyrar og Vals í síðustu
viku þar sem liðin skildu jöfn.
Oddur tekur bannið út á sunnudag-
inn þegar Akureyringar sækja HK-
inga heim í Digranesið.
Fólk folk@mbl.is
Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfuknattleik
karla greindi frá því á heimasíðu félagsins
að það hefði ákveðið að leysa Bandaríkja-
manninn Brandon Cotton undan samningi.
Kann þessi ákvörðun að hafa komið ein-
hverjum körfuboltaunnendum í opna skjöldu
því Cotton skoraði 35 stig að meðaltali í
deildaleikjunum þremur.
„Við réðum leikstjórnanda en fengum skor-
ara og í raun skotbakvörð. Við þurfum leik-
stjórnanda sem gerir leikmennina í kringum
sig betri og hann gerði það ekki,“ sagði Ingi
Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þegar Morgunblaðið spurði
hann út í þessa ákvörðun í gær. Cotton fer ekki af landi brott
heldur getur hann haldið áfram að raða niður körfunum með
Hamri í Hveragerði í 1. deildinni. kris@mbl.is
Vantar leikstjórnanda
Ingi Þór
Steinþórsson
Argentína varð í fyrrakvöld Ameríkumeist-
ari í handknattleik eftir sigur á Brasilíu,
26:23, í úrslitaleik á Ameríkuleikunum í
Mexíkó. Argentína hefur þar með tryggt sér
keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London á
næsta ári.
Brasilía fer í forkeppni Ólympíuleikanna
og einnig Síle sem hafnaði í þriðja sæti eftir
sigur á Dóminíska lýðveldinu, 27:24, í leikn-
um um bronsið.
Federico Gaston Fernandez skoraði mest
Argentíumanna, sex mörk, og Diego Estaban
Simonet var með fimm.
Ljóst er að íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir
annaðhvort Brasilíu eða Síle í forkeppni Ólympíuleikanna í apr-
íl. iben@mbl.is
Argentína meistari
Diego Estaban
Simonet
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari,
tilkynnti í gærkvöldi byrjunarliðið sem mætir
Norður-Írum í undankeppni EM í knattspyrnu
ytra í dag. Hann gerði tvær breytingar á liðinu
sem hóf leikinn gegn Ungverjum á laugardag-
inn. Dóra María Lárusdóttir og Dagný Brynj-
arsdóttir koma inn fyrir Laufeyju Ólafsdóttur
og Málfríði Ernu Sigurðardóttur.
Markvörður: Þóra Helgadóttir, hægri bak-
vörður: Ólína G. Viðarsdóttir, miðverðir: Sif
Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði,
vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir, tengi-
liðir: Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Dóra
María Lárusdóttir, hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir, vinstri
kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir og framherji verður Margrét
Lára Viðarsdóttir. iben@mbl.is
Dagný og Dóra byrja
Dagný
Brynjarsdóttir
Bikarkeppni karla
Eimskips-bikarinn:
Hamrarnir – Stjarnan...........................11:42
Þýskaland
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Melsungen – RN Löwen ......................29:31
Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark
fyrir Löwen. Guðmundur Þórður Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
Beckdorf – TV Bittenfeld....................31:41
Arnór Þór Gunnarsson og Árni Þór Sig-
tryggsson hjá Bittenfeld.
HG Saarlouis – Füchse Berlin ............28:39
Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyr-
ir Füchse Berlin. Dagur Sigurðsson er
þjálfari liðsins.
Wetzlar – Flensburg ............................27:29
Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt
mark fyrir Westzlar.
Kiel – Magdeburg.................................28:19
Aron Pálmarsson lék með Kiel en skor-
aði ekki mark. Alfreð Gíslason er þjálfari
liðsins.
Björgvin Páll Gústavsson lék í marki
Magdeburg.
HANDBOLTI