Morgunblaðið - 26.10.2011, Side 4

Morgunblaðið - 26.10.2011, Side 4
NBA-DEILDIN Gunnar Valgeirsson gval@mbl.is Eftir langar samningaviðræður eigenda og stéttarfélags leik- manna NBA-deildarinnar í síðustu viku virtust möguleikar á að aðilar væru að nálgast hvor annan og verkbanni eigenda yrði fljótlega aflétt. Þegar fulltrúar þessara að- ila birtust hins vegar eftir fundinn í fréttaviðtöl var fljótlega ljóst að allt er nú komið í hnút í deilunni og lítil ástæða til að halda að nokkuð verði keppt í deildinni fyrr en um jól í fyrsta lagi. Leikmenn fært sig nær Í samningaviðræðunum í síðustu viku höfði leikmenn fært sig mun nær kröfum eigenda um skiptingu á sameiginlegum „körfuknattleiks- tekjum“ liðanna. Leikmenn fengu 57% þeirra í síðasta samningi og voru tilbúnir að minnka sinn hlut í 52,5%, en eigendur eru ekki til viðræðu um málið fyrr en leik- menn fara alla leið í 50%. Punktur! Leikmenn höfðu einnig gefið eftir í að stytta samninga reyndari leikmanna, auk þess að þrengja reglur um svokallað launaþak lið- anna, sem nú gefa ríkari liðunum töluvert tækifæri á að fara vel yfir það. Eigendur verða sjálfir að leysa vandann Þrátt fyrir þennan sveiganleika leikmanna voru flestir eigendur á því að standa hart á 50% tölunni og gefa ekkert eftir af þeirri kröfu. Tvennt virðist augljóst í stöð- unni nú. Í fyrsta lagi er ljóst að meirihluti eigenda vill fara í hart í þessari deilu áður en hann sam- þykkir nýjan samning. Stór hluti eigendanna heldur því fram að rík- ari liðin, eins og Chicago Bulls, Dallas Mavericks, Miami Heat, New York Knicks og Los Angeles Lakers, hafi of mikinn sveigj- anleika að laða til sín stórstjörnur þar sem eigendur þeirra hafi efni á að brjóta launaþak liðanna (hvert lið í deildinni á einungis að geta greitt leikmannahópi sínum ákveðna heildarupphæð á hverju keppnistímabili). Þetta væri hægt að leysa ef reglur um umfram- eyðslu væru hertar í núverandi samningaviðræðum (sem leikmenn eru tilbúnir að semja um), auk þess sem eigendurnir sjálfir gætu bjargað þessu vandamáli með því að skipta sértekjum sínum betur á milli liðanna en nú er gert. Stærsta málið hér er að ríkari lið- in í stærri borgunum fá mun hærri tekjur af sjónvarpssamningum sín- um við sjónvarpsstöðvar sinna eig- in borga, sem sjónvarpa meiri- hluta leikja þeirra í deildarkeppninni. Ef eigendur dreifðu þeim jafnt myndi þetta tekjubil liðanna hverfa að miklum hluta. Hér verða eigendur sjálfir að leysa vandann. Annað atriðið er að leikmenn hafa mun minna vald í þessari stöðu en margir af þeim halda. Eigendurnir eru flestir reyndir í viðskiptum og hafa nægilegt fé til að standa af sér margra mánaða verkbann án leikja. Flestir leik- manna deildarinnar eiga hins veg- ar stuttan feril og þegar þeir fara að missa stórar upphæðir í launum er augljóst að reyna mun á einingu þeirra í þessari deilu. Svo virðist sem deila aðilanna muni dragast á langinn þangað til leikmenn gefa meira eftir. Eru eigendurnir blankir? Opinber rökstuðningur eigenda í þessari deilu er að meirihluti lið- anna tapi peningum undir fyrri samningi eigenda og stéttarfélags leikmanna og að nýr samningur verði að bæta það. Þegar rekstr- artölur liðanna eru hins vegar skoðaðar kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Liðin tapa ekki á rekstrinum. Um áratugi hafa eigendur NBA- liðanna, rétt eins og eigendur í NFL-ruðningsdeildinni og MBL- hafnaboltadeildinni, oftast fengið skattgeiðendur borganna til að fjármagna stóran hluta af bygg- ingu leikvanga og íþróttahalla. Það þýðir að stærsti hluti kostnaðar þeirra er laun leikmanna. Í þessari stöðu eru lið ekki í fjárhagsvanda eða að tapa rekstrarlega. Líta á lið sín sem búðarkassa Það sem gerst hefur á undan- förnum árum er að nýríkir millj- arðamæringar hafa keypt NBA-lið á uppsprengdu verði og oft tekið stór lán á alþjóðafjármálamörk- uðum til að fjármagna kaupin. Þetta þekkja knattspyrnu- áhugamenn vel frá Evrópu, þar sem nýríkir eigendur líta á lið sín sem búðarkassa sem þeir geta not- að að vild. Þessir eigendur hafa töluverðan fjárhagskostnað sem þeir verða að fjármagna, rétt eins og Glazer- fjölskyldan hjá Manchester United stendur frammi fyrir á Englandi. Þennan fjárhagskostnað vilja margir þessara eigenda að leik- menn fjármagni að hluta til með því að gefa meira eftir í samninga- viðræðunum. Þetta telja leikmenn afleitt og ósanngjarnt. Hvor að- ilinn hefur rétt fyrir sér hér er umdeilanlegt, en ef litið er á eyðslu margra eigenda á und- anförnum áratugum er ljóst að þar til þeir taka betri ákvarðanir í samningaviðræðum við einstaka leikmenn mun launakostnaður þeirra halda áfram að fara upp úr öllu valdi. Hver ræður því hversu há laun þeir bjóða leikmönnum? Reuters Tilþrif Stjörnurnar í NBA halda sér í formi með því að taka þátt í góðgerðarleikjum og hér eru þeir Carmelo Anthony, LeBron James og Chris Paul í góðgerðarleik sem fram fór í Flórída fyrr í þessum mánuði. Allt komið í hnút í NBA  Leikmennirnir tilbúnir að gefa eftir en ekki nóg að mati eigendanna  Meirihluti eigenda vill fara í hart áður en hann samþykkir nýjan samning Deilur í NBA » Keppni í NBA-deildinni hefst varla fyrr en í kringum jólin en deila á milli eigenda og leik- manna er í algjörum hnút. » Um áratugi hafa eigendur NBA-liðanna, rétt eins og eig- endur í NFL-ruðningsdeildinni og MBL-hafnaboltadeildinni, oftast fengið skattgreiðendur borganna til að fjármagna stóran hluta af byggingu leik- vanga og íþróttahalla. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2011 Guðjón ValurSigurðsson og Svíinn Niclas Ekberg, leik- menn danska meistaraliðsins AG Köbenhavn, voru valdir í úr- valslið Meist- aradeildar Evr- ópu fyrir leiki síðustu helgar. Báðir fóru þeir á kostum með Kaup- mannahafnarliðinu þegar það gerði sér lítið fyrir og lagði frönsku meist- arana í Montpellier. Þeir Guðjón og Ekberg skoruðu níu mörk hvor en AG Köbenhavn hefur unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar.    Norski landsliðsmarkvörðurinnSteinar Ege, sem leikur með danska meistaraliðinu AG Köben- havn, íhugar að gefa ekki kost á sér með landsliðinu þegar það leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í Serb- íu í janúar. Ege hefur þegar tekið ákvörðun um að gefa ekki kost sér í æfingamót með norska landsliðinu en Norðmenn mæta þá Portúgal, Makedóníu og Litháen. Ege er orð- inn 39 ára gamall og segist þurfa að hugsa um skrokkinn en hann átti stórleik með AG Köbenhavn um síð- ustu helgi í sigri liðsins á Montpel- lier. Norðmenn leika í riðli með Ís- lendingum, Slóvenum og Króötum á EM.    Leiknismenn,sem nýlega réðu Willum Þór Þórsson sem þjálfara liðsins, hafa fengið góðan liðstyrk fyrir bar- áttuna á næstu leiktíð en miðju- maðurinn Andri Steinn Birgisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðholts- liðið. Andri Steinn hefur leikið með Keflvíkingum undanfarin tvö ár und- ir stjórn Willums Þórs en samningur leikmannsins við Keflavík rann út á dögunum.    Suðurafrískahlaupakonan Caster Seme- nya, sem varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi á HM í Þýska- landi fyrir tveim- ur árum, hefur ákveðið að gera Mariu Mutolu að þjálfara sínum en Mutola, sem er frá Mósambík, hefur bæði orðið heims- og ólympíu- meistari í 800 metra hlaupi. Mutola mun þjálfa Semenya fyrir Ólympíu- leikana sem fram fara í London á næsta ári. Semenya, sem er tvítug, varð mikið fréttaefni eftir sigurinn á HM 2009 en vafi þótti leika á hvort hún væri karl eða kona. Hún var sett í bann meðan kynferði hennar var rannsakað en fékk aftur að keppa gegn kynsystrum sínum tæpu ári síðar. Hún keppti á HM í Suður- Kóreu í ágúst þar sem hún vann til silfurverðlauna í 800 metra hlaupinu.    Maria hefur verið mitt átrún-aðargoð frá því ég byrjaði að hlaupa,“ sagði Semenya við fjölmiðla í Suður-Afríku. „Eftir HM í S-Kóreu spurði ég hana hvort hún væri áhugasöm um að þjálfa mig. Hún var jákvæð fyrir því og nú er ég mjög ánægð að hún hefur ákveðið að verða þjálfari minn. Hún á langan og glæsi- legan feril að baki og ég veit að hún mun reynast mér frábær kennari,“ sagði Semenya.    Varnarjaxlinn Freyr Bjarnasonhefur skrifað undir nýjan eins árs samning við FH-inga. Freyr, sem er 34 ára, hefur leikið með FH frá árinu 2001 en þar áður var hann í herbúðum ÍA. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.