Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 3
FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Svo gæti farið að landsliðsmanninum sterka, Eggerti Gunnþóri Jónssyni, verði frjálst að ræða við önnur félög í janúar. Samningur hans við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts rennur út næsta sumar en hálfu ári áður geta fé- lög sett sig í samband við leikmenn í þeirri stöðu. Morgunblaðið forvitnaðist um gang mála hjá Eggerti í gær og var hann pollrólegur yfir stöðunni. Eggert sagði Hearts hafa lýst yfir áhuga á því að halda honum hjá félaginu en hins vegar væru samningaviðræðurnar skammt á veg komnar. „Við erum rétt að byrja að tala saman. Þeir hafa sagt mér að þeir vilji gera við mig nýjan samning og ég ætla bara að bíða eftir tilboði frá þeim og sjá hvernig mér líst á. Ef ekkert spennandi kemur út úr því þá skoða ég kannski aðra möguleika. Ég er ekkert að stressa mig á þessu,“ sagði Eggert en hann kann vel við sig hjá félaginu enda hefur hann verið í her- búðum þess í Edinborg allar götur síðan 2005. Eggert er þó einungis 23 ára gamall en hefur öðlast mikla reynslu í Skotlandi og er varafyrirliði Hearts. Ræðir við Hearts Fréttir bárust af því í lok sept- ember að Eggert hefði hafnað tilboði frá Hearts en hann segir félagið ekki hafa lagt fyrir sig formlegt samnings- tilboð heldur hafi verið um þreifingar að ræða. „Þetta var frekar óformlegt en ég hafnaði því ekki að semja aftur við fé- lagið þó ég hafi sagt þeim að ég væri ekki sáttur við þær hugmyndir sem þeir viðruðu á þeim tímapunkti. Við höfum rætt saman í rólegheitunum síðan þá þó það sé ekki komið á alvar- legt stig,“ sagði Eggert sem nú stend- ur frammi fyrir þeirri spurningu hvort hann eigi að söðla um og reyna sig á nýjum slóðum eftir að hafa sann- að sig í skosku deildinni. Kominn tími á nýja áskorun? „Í janúar má ég tala við önnur félög og þá gæti svo sem eitthvað komið upp. Ég ætla samt sem áður að heyra fyrst hvað Hearts hefur að bjóða en ef það verður ekki ákjósanlegt þá byrja ég að horfa í kringum mig í janúar. Ég kann vel við mig hérna en það er spurning hvort maður þurfi að breyta til. Ég er búinn að vera hérna lengi og kannski er kominn tími á nýja áskor- un,“ sagði Eggert ennfremur og mun vafalaust hafa úr einhverjum til- boðum að velja fari svo að hann verði ekki búinn að semja í janúar. Líst vel á Lagerbäck Eggert hefur unnið sér fast sæti í landsliðinu á undanförnum misserum og var fastamaður í U-21 árs liðinu sem komst í lokakeppnina í Dan- mörku í sumar. Þar lék hann í stöðu hægri bakvarðar en Eggert spilar oft- ast nær sem tengiliður. Ekki var því úr vegi að spyrja Eggert hvernig hon- um lítist á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck? „Mér líst vel á. Hann hefur gríðarlega góða reynslu og gerði mjög góða hluti með Svíþjóð. Það er aðalmálið í þessu og kannski var þetta eitthvað sem þurfti til þess að rífa landsliðið upp aftur því það hefur verið mikil lægð yfir þessu og neikvæðni.Vonandi nær hann að lyfta þessu öllu saman upp. Ég vonast eftir því að halda áfram að standa mig og geta fengið tækifæri til að vinna með honum,“ sagði Eggert í samtali við Morgunblaðið. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu“  Samningur Eggerts Gunnþórs við Hearts rennur út að tímabilinu loknu Morgunblaðið/Eggert Sterkur Eggert Gunnþór Jónsson hefur betur í návígi í sigurleiknum á móti Kýpur í Laugardalnum á dögunum. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Xavi Hern-andez er nú orðinn sá leikmaður Barcelona sem hefur spilað flesta deild- arleiki fyrir fé- lagið. Xavi lék sinn 392. deild- arleik gegn Granada í fyrrakvöld og hélt upp á það með því að skora eina mark leiksins. Xavi tók leikjametið af Migueli sem lék með Katalóníuliðinu á sjöunda og áttunda áratugnum. Xavi á líka metið hjá Barcelona yfir þá leik- menn sem hafa spilað flesta leiki fyrir liðið en þeir eru núna orðnir 591.    Nýliðar Vals í úrvalsdeild karlaí körfuknattleik hafa fengið liðsauka fyrir baráttuna í Iceland Express-deildinni. Hamid Dicko er kominn til félagsins að því er fram kemur á vef félagsins. Dicko er bandarískur en er með franskt ríkisfang. Dicko lék með Vals- mönnum þegar þeir töpuðu fyrir Njarðvíkingum í Lengjubikarnum í fyrrakvöld. Í þeim leik skoraði hann 14 stig.    HelenaSverr- isdóttir skoraði fimm stig og lék í 13 mínútur þegar lið henn- ar, Good Angels Kosice frá Sló- vakíu vann Go- spic frá Krótaíu, 91:76, í Meist- aradeild Evrópu í körfuknattleik á útivelli í gær. Þetta var annar sig- ur Helenu og félaga í þremur leikjum í keppninni.    Tonje Larsen, einn af lyk-ilmönnunum í norska kvenna- landsliðinu í handknattleik sem Þórir Hergeirsson þjálfar verður ekki með Norðmönnum á heims- meistaramótinu sem fram fer í Brasilíu í desember. Larsen hefur glímt við hnémeiðsli um nokkurt skeið og undafarin hefur hún ekki æft með liði sínu, Larvik, heldur bara spilað. „Það er erfitt að geta ekki æft og spilað á full, segir Larsen á vef Larvik. Fólk sport@mbl.is Ernir Hrafn Arnarsson og sam- herjar hans í þýska handknattleiks- liðinu Düsseldorf féllu í gærkvöldi úr þýsku bikarkeppninni í handknatt- leik. Sömu sögu er að segja af Berg- ischer HC, sem Rúnar Kárason leik- ur með. Bergischer laut í lægra haldi fyrir 2. deildar liðinu Friesenheim. Ernir Hrafn skoraði sex mörk, þar af tvö úr vítakasti, þegar Düsseldorf, sem leikur í 2. deild, tapaði fyrir 1. deildar liðinu Lübbecke, 34:32, á heimavelli í hörkuleik. Ernir Hrafn hefur sótt jafnt og þétt í sig veðrið í leikjum Düsseldorf eftir því sem á keppnistímabilið hefur liðið en hann kom til Düsseldorf í sumar. Bergischer HC var undir allan leikinn við Friesenheim á heimavelli og tapaði með sex marka mun, 33:27. Rúnar skoraði fjögur mörk. Óhætt er að segja að um brotlend- ingu hafi verið að ræða hjá Berg- ischer HC því um síðustu helgi fóru leikmenn liðsins á kostum og unnu stóran sigur á SC Magdeburg. Hannover Burgdorf, sem Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannes Jón Jóns- son og Vignir Svavarsson leika með, vann stórsigur á Dessau, 35:20, á úti- velli. Vignir skoraði fimm mörk. Góður sigur hjá Holstebro Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Team Tvis Holstebro þegar liðið lagði Danmerkurmeistara FCM Håndbold, 29:27, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær að viðstöddum nærri 2.500 áhorfendum. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Leik- menn Team Tvis Holstebro voru yfir nær allan leikinn en gestirnir náðu þó eins marks forskoti um miðjan síðari hálfleikinn, 22:21. Rut Jónsdóttir gat ekki leikið með Team Tvis Holstebro vegna meiðsla. Team Tvis er á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum átta leikjum eins og Viborg og Esbjerg. Randers kemur þar á eftir með 12 stig og á leik til góða. iben@mbl.is Brotlending hjá Rúnari og félögum Bikarkeppni karla Fjölnir – HK ..........................................13:36 Víkingur – ÍBV ......................................28:29 Danmörk A-deild karla: Tvis Holstebro –Bj./Silkeborg ...........26:29  Guðmundur Árni Ólafsson leikur með Bjerringbro. A-deild kvenna: Team Tvis Holstebro – Midtjylland ...29:27  Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir TTH. Rut Jónsdóttir gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla. Þýskaland Bikarkeppnin, 3. umferð: Friesenheim – Bergischer HC............33:27  Rúnar Kárason skoraði fjögur af mörk- um Bergischer Dessau – Burgdorf ...............................20:35  Ásgeir Örn Hallgrímsson og Hannes Jónsson léku með Burgdorf. Vignir Svav- arsson skoraði fimm mörk með Burgdorf en takmarkaðar upplýsingar bárust um leikinn. Düsseldorf – Lübbecke........................32:34  Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk fyrir Düsseldorf. Svíþjóð A-deild karla: Alingsås – Malmö .................................30:22  Ásbjörn Friðriksson var ekki á meðal markaskorara Alingsås. Guif - Drott............................................31:25  Haukur Andrésson skoraði ekki fyrir Guif í leiknum. Kristján bróðir hans þjálfar liðið.  Gunnar Steinn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Drott en fékk rautt spjald á síðustu mínútu. HANDBOLTI sú að mörg lið tefla fram þremur erlendum leik- mönnum og við stöndum verr að því vígi að því leyti. Ég varaði við þessu og ítrekaði óskir mínar um að fá að bæta við leikmanni. Sérstaklega vegna þess að ég tel að Tindastóll eigi mjög góða möguleika í vetur í ljósi þess að lykilmenn úr sterkari liðunum eru farnir utan. Til að mynda fannst mér það vera afar gott skref að fá Þröst Leó Jóhannsson frá Keflavík en að tefla bara fram tveimur erlendum leikmönnum var að mínu mati tvö skref aftur á bak. Við byrjuðum mjög illa í deildinni og töpuðum fyrstu þremur leikj- unum. Mér fannst á þeim tímapunkti rétt að láta staðar numið þar sem ég hef meiri metnað en svo. Ég óska Tindastóli og vinum mínum í Skagafirði að sjálf- sögðu alls hins besta,“ sagði Ilievski við Morg- unblaðið. kris@mbl.is di Illa hefur gengið hjá hollenska meistaraliðinu Ajax síðustu vikurnar en frá því liðið lagði Her- acles í hollensku deildinni, 3:2, hinn 10. september hefur meisturunum aðeins tekist að innbyrða fjög- ur stig í fimm leikjum. Frank de Boer, þjálfari liðsins, hefur vitaskuld áhyggjur af gengi sinna manna en hann ræddi við leikmenn liðsins í gær og er bjartsýnn á að liðið komist á rétta braut á næstunni. „Slaka frammistöðu okkar má að mínu mati helst rekja til hugarfarsins hjá leikmönnum en hefur ekkert með leikskipulag liðsins að gera,“ sagði Frank de Boer í samtali við hollenska blaðið De Telegraaf. „Ég veit hvað menn eru færir um að gera og það var góður andi á fundi okkar. Allir fengu tækifæri til að tjá tilfinningar sínar. Það er erfitt að finna útskýringu á slöku gengi okkar upp á síðkastið en ég er vongóð- ur um að við komumst á rétta sporið eftir þennan fund,“ sagði De Boer en meistararnir eru í sjötta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 10 umferðir. Kolbeinn Sigþórsson leikur sem kunnugt er með Ajax en er á sjúkralistanum eftir að hafa fótbrotnað fyrr í þessum mán- uði. Hann gekkst í kjölfarið und- ir aðgerð og vonir standa til að hann geti byrjað að spila um mánaðamótin janúar-febrúar. Kolbeins hefur verið sárt saknað í framlínunni en áður en hann meiddist hafði hann skorað fimm mörk í átta leikjum með liðinu. gummih@mbl.is Boer kennir hugarfarinu um slakt gengi Kolbeinn Sigþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.