Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 ólfsson, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. Ánægja með Dagnýju og Dóru Ísland sigraði Norður-Írland 2:0 en Rangæingarnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynj- arsdóttir skoruðu mörkin með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir leikhlé. Sigur Íslands var því meira sannfærandi en í Belfast í síð- ustu undankeppni þar sem Ísland vann 1:0 með marki Katrínar Óm- arsdóttur seint í leiknum. Dagný kom inn í byrjunarliðið ásamt Dóru Maríu Lárusdóttur sem lagði upp fyrra markið og Sigurður hrósaði þeim sérstaklega fyrir þeirra fram- lag. „Núna spiluðum við miklu, miklu betur. Flæðið var gott í sóknar- leiknum þar sem boltinn gekk vel á milli leikmanna. Við sköpuðum okk- ur fullt af færum og vorum hættuleg í föstum leikatriðum. Fyrra markið kom eftir horn og það var gott því við höfum aðeins hikstað í föstum leikatriðum eftir að við misstum Eddu út. Það er líka jákvætt, að þó að við missum út sterka leikmenn eins og Eddu og Katrínu Ómars, þá koma aðrar inn og standa sig vel. Ég var mjög ánægður með þær sem komu inn í liðið vegna þeirra breyt- inga sem ég gerði frá síðasta leik. Þær stóðu sig frábærlega vel, bæði Dóra María og Dagný.“ Úrslitin í riðlinum sýna að sigr- arnir eru ekki auðsóttir og því er vafalaust öllum í íslenska hópnum létt eftir að hafa náð sex stigum út úr leikjum ferðarinnar. Ísland hefur setið í toppsæti riðilsins frá fyrsta leik í vor og gaf ekki færi á sér í þessari atrennu. Morgunblaðið/Eggert Barátta Tveir leikmenn N-írska landsliðsins sækja að Ólínu G. Viðarsdóttur bakverði íslenska landsliðsins. Viðeigandi endir á árinu  Kvennalandsliðið í knattspyrnu lauk frábæru ári með sannfærandi sigri  Öruggari sigur en síðast í Belfast  Ísland heldur toppsæti riðilsins Oval-völlurinn í Belfast, undankeppni EM-kvenna, miðvikudaginn 26. októ- ber 2011. Skilyrði: Svalt í veðri en völlurinn ágætur þrátt miklar rigningar. Skot: N-Írland 5 (2) – Ísland 16 (8). Horn: N-Írland 1 – Ísland 8. Lið N-Írlands: Emma Higgins, Lyndsay Corry, Demi Vance, Nadane Coldwell, Julie Nelson, Ashley Hut- ton, Kenda McMullan (Jessica Stephens 66.), Rachel Furness, Sa- rah McFadden, Kristy McGuinness (Simone Magill 79.), Aoife Lennon (Laura Nicholas 88). Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Þóra B. Helgadóttir. Vörn: Ólína G. Viðars- dóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jóns- dóttir, Hallbera Gísladóttir. Miðja: Fanndís Friðriksdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir (Þórunn Helga Jónsdóttir 78.), Dóra María Lárusdóttir (Guðný Björk Óð- insdóttir 81.), Hólmfríður Magn- úsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 89.). Sókn: Margrét Lára Viðars- dóttir. Dómari: Carina Vitulano frá Ítalíu. N-Írland – Ísland 0:2 FÆRI 19. Ólína G. Við-arsdóttir fékk dauðafæri um tvo metra frá mark- inu eftir hornspyrnu Dóru Maríu Lárusdóttur en skallaði framhjá. 0:1 39. Aftur tók DóraMaría hornspyrnu og aft- ur reyndi Ólína fyrir sér. Að þessu sinni skaut hún í Hólmfríði Magnúsdóttur og þaðan fór tuðr- an í netið. 0:2 41. Dagný Brynj-arsdóttir bætti öðru marki við aðeins tveimur mínútum síðar. Hallbera Guðný Gísladóttir gaf fyrir frá vinstri og Dagný skallaði laglega í fjærhornið úr vítateignum. Vel að þessu marki staðið. I Gul spjöld:Engin. I Rauð spjöld: Engin.  Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í A- landsleik þeg- ar hún gerði seinna mark Íslands í Bel- fast í gær- kvöld. Þetta var hennar 17. lands- leikur.  Hólmfríður Magnúsdóttir, sem er úr Rang- árvallasýslunni eins og Dagný, skoraði hinsvegar sitt 26. mark en hún er næstmarkahæsta landsliðs- kona Íslands frá upphafi.  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörn- unnar, kom inn á undir lokin og spilaði sinn fyrsta A-landsleik.  Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Sara Björk Gunn- arsdóttir voru í byrj- unarliði Ís- lands í öll- um níu landsleikj- unum á þessu ári.  Ólína G. Viðarsdóttir og Fanndís Friðriks- dóttir léku líka alla níu landsleik- ina. Ólína kom einu sinni inn á sem varamaður og Fanndís tvisv- ar.  Margrét Lára Viðarsdóttir varð markahæst á árinu með 8 mörk fyrir landsliðið og er nú með 63 samanlagt. Hólmfríður Magn- úsdóttir skoraði 4, Dóra María Lárusdóttir 2, og þær Katrín Jónsdóttir, Hallbera Guðný Gísla- dóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir gerðu sitt markið hver.  Ísland lék án Eddu Garð- arsdóttur og Katrínu Ómars- dóttur sem báðar eru tengiliðir. Edda var í landsliðshópnum en lék hvorki í Ungverjalandi né í Norður-Írlandi. Hún sat á bekkn- um í fyrri leik ferðarinnar en í gærkvöldi var hún ekki í hópnum vegna veikinda. Katrín gaf ekki kost á sér vegna anna í námi í Berkeley í Bandaríkjunum.  Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði tvær breytingar á liðinu frá því í sig- urleiknum á móti Ungverjum á laugardaginn. Dóra María Lár- usdóttir og Dagný Brynjarsdóttir komu inn í liðið sem miðtengiliðir í stað þeirra Laufeyjar Ólafs- dóttur og Málfríðar Ernu Sigurð- ardóttur sem fengu sér sæti á varamannabekknum.  Ísland spilar ekki aftur í und- ankeppni EM fyrr en 4. apríl en í millitíðinni spila hin liðin í riðl- inum átta leiki. Ísland mætir Belgíu á útivelli 4. apríl.  Ísland lék í gærkvöldi fimmta leik sinn í keppninni en liðið er með 13 stig eftir fimm þá fyrstu. Ísland vann Búlgaríu 6:0, Noregi 3:1 og Ungverjaland 1:0 en gerði 0:0 jafntefli við Belgíu. Þetta gerðist í Belfast FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu lauk í gærkvöldi einu glæsi- legasta ári í sinni sögu með því að sækja þrjú stig til Belfast í undan- keppni EM. Ísland er á toppi riðils- ins með fjóra sigra og eitt jafntefli eftir fimm leiki en tekur ekki upp þráðinn í keppninni fyrr en í apríl á næsta ári. „Í síðustu tveimur leikjum hafði verið svolítið basl á okkur en leik- menn mínir komu ótrúlega sterkir til leiks og spiluðu flottan fótbolta. Það er virkilega gaman að enda þetta frábæra ár hjá okkur svona vel. Við spiluðum úrslitaleik á Algarve, höf- um unnið fjögur lið sem eru hærra skráð en við og höfum unnið alla hina leikina nema leikinn gegn Belg- íu sem fór 0:0. Eini tapleikur ársins var á móti besta liði í heimi og það er því varla hægt að gera betur en við höfum gert núna í ár,“ sagði lands- liðsþjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.