Austurland


Austurland - 25.04.1975, Side 1

Austurland - 25.04.1975, Side 1
MÁLGAGN ALÞÝGUBANDALAGSINS ÁAUSTURLANDI 25. árgangur. Neskaupstaö, 25. apríl 1975. 18. tölublað. 1 ðrstí Samkvæmt almanakinu er nú vetur a3 baki og sumarið gengið í garð. Sumardagurmn fyrsti hefur jafnan verið merkisdagur með íslendingum. Hann er tákn þess, að veturinn sem oft hefur xeynst þjóðinni þungbær sé runninn í aldanna skaut og framundan sé betri tíð og bættur hagur. En oft hefur sumaiáð brugðist von- um manna, einkum fyrr á öld- um, þegar 'menn höfðu fá úrræði ti'i að verjast óáran af völdum i-lrar veðráttu eða náttúruafl- anna. Liðinn vetur varð Norðfirð- ingum mjög erfiður. Snjóþyngsli voru með meira rnóti og gildir það raunar um Austurland allt, og samgönguerfiðleikar miklir. Miptin En hið skelfilega áfall, sem dundi yfir Neskaupstað 20. des- ember, var auðvitað þyngsta launin. Mannskaðinn, sem þá varð, var vitanlega sárastur og tilfinnanlegastur. En það tjón, sem varð á atvinnutækju'm, var einnig þungt áfall. í einni svip- an sópuðust burtu eða stór- skemmdust í snjóflóði helstu at- vinnutæki bæjarins. Norðfirðingar brugðust af manndómi við áfallinu. Æðru- lausir gengu þeir að björgunar- störfum og slkjótlaga fóru þeir að huga að endurreisnarstarf- inu. Sú mikla og almenna samúð og aðstoð, sem norðfirðingar nutu í þessum þrengingum, var þeim mikill styrkur. Og fram- coðm aðstoð nágrannanna og fjárhagslegur stuðningur ríkis- valds og al’mennings, sýndu svo að ekki varð um villsþ að norð- fircingar stóðu ekki einir; heldur var litið á slysið sem skaða þjóð- arinnar allrar og að í hlut þjóð- a.heildarinnar kæmi að bæta það sem bætt varð. Norðfirðingar gieyma aldrei Liðnum vetri. En nú er sumarið gengið í garð og öll vonum við að það verði gjöfullt og að í sumar verð- um við þess megnug, með aðstoð samborgaranna, að græða sem best þau sár sem veturinn veitti okkur. Kappsa’mlega verður unnið að uppbyggingarstarfinu cg að því stefnt að ljúka því á þessu ári. Vonandi tekst það. Austurland óskar lesendum sinum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Hvaö er í fréttum? Fra Hornafiröi Tíðarfarið hefur verið hér með eindæmum milt og votviðra- samt, en ekki viðrað að sáma skapi vel fyrir sjóinn. Svo bætist það ofan á. að aflinn er mjög lélegur — það fiskast hreint ekki neitt. Héðan róa 12 bátar á net og bolfiskaflinn er um 2300 tonn. Þetta er hreinasta hörmung, okkur vantar togara, við vorum bölvaðir klaufar að fylgja ekki þeim sem keyptu sér skuttog- ara. Þá væri annað ástand hér í fiskvinnslunni, en þar hefur stundum rétt hangið í að dag- vinna hafi verið unnin. Loðnubræðslunni er nú senn að ljúka. Á land bárust 14.800 tonn, sem eru um 1000 tonnum minna en í fyrra. Dýrtíðin flæðir yfir eins og landfarsótt. Fjölbýlishúsbyggj- endur hafa svona heldur betur fengið að kenna á verðlagsþró- uninni_ sem raunar fleiri. Þann- ig er nú byggingarkostnaður fjölbýlishúsanna kominn 50— 60% fram úr áætlun og 'miklir eriiðleikar blasa við fyrir alla aðila. Sveitarfélagið sem fram- kvæmdaaðili er komið í van- skil við verktaka og kaupendur íbúðanna horfa fram á einhverj- ar vanefndir á afhendingu íbúð- anna, en þær fyrstu átti að af- henda 1. apríl n. k. Það er nefni- lega enga peninga að fá að láni. Þingmennii'nir eru fullir af „góðum vilja“ til að redda lán- um en allt er samt stopp. Ég vorkennf dálítið þingmönn- um stjórnarflokkanna í svona málum. Það er svo erfitt að fram kvæ’ma samdráttar- og niður- skurðarstefnu stjórnarinnar og hafa um leið „góðan vilja“ hér úti á landsbyggðinni. Þetta tvennt á eina og sama andar- takinu, hlýtur að valda pólitískri kransæðastíflu! Á laugardaginn fyrir páska var opnaður grillskáli í sam- bandi við bensínafgreiðslu Skelj- ungs hér á Höfn. Þar eru á boð- stólum ýmsar veitingar s. s. grillréttir, kaffi, brauð, öl o. fl. Skálann eiga í sameiningu Sig- urður Sigfússon og Viðar Þor- björnsson, en Viðar sér um allan rekstur skálans. Annað fréttnæmt hefur ekki gerst hér í byggðarlaginu. Allar sögur um reka á njósnaduflum er löngu liðin tíð og enginn veit með vissu hver duflar við hvern um þessar mundir. Þorsteinn Þorsteinsson. Héraðsvahð Menningarsamtök Héraðsbúa gangast fyrir héraðsvöku í Valaskjálf Egilsstöðum 2. 3. og 4. maí n. k. Dagskráratriði verða á kvöldin. 2. ’maí verður fundur um menntaskóla á Austurlandi. 3. maí verða fljótsdælingar með dagskrá og einnig verður þá dansleikur. 4. maí verður síðan dagskrá helguð Kristjáni frá Djúpalæk og verður skáldið við- statt. Gestur vökunnar verður Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Áshorun Svohljóðandi áskorun var sam þykkt af hreppsnefndinni á Egilsstöðum: Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps skorar á Menntamálaráðherra, að sjá svo um að nýleifð hækk- jn afnotagjalda sjónvarps fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní náj ekki til sjónvarpsnotenda á \uiturlandi, vegna óviðunandi móttökuskilyrða frá Gagnheið- arstöðinni síðastliðinn vetur, eða verulegur afsláttur verði veitt- ur. Hreppsnefndin mótmælir harð lega, að afnotagjöld fyrir út- varp og sjónvarp eru innheimt sameiginlega, og menn látnir greiða fyrir útvarpstæki þó eig- andi sjónvarpstækis eigi ekkert útvarp. Bridgemót Austurlands Sl. helgi var bridgemót Aust- urlands haldið í Neskaupstað. AUs kepptu 9 sveitir frá Egils- stöðum, Neskaupstað, Fásikrúðs- firði og Stöðvarfirði. Úrslit urðu þessi: Nr. 1 sveit Sigfinns Karlsson- ar Nesk., 1111 stig. Auk Sig- finns eru í sveitinni Friðrik Vil- hjálmsson, Bjarni Guðmundsson og Valdemar Andrésson. Nr. 2 sveit Þórarins Hallgríms sonar, Egilsstöðum 1092 stig. Nr. 3 sveit Ara Sigurbjörns- sonar, Egilsstöðum 1053 stig. Nr. 4 sveit Bjöms Steindórs- scnar, Neskaupstað 1000 stig, Spiluð voru 56 spil og meðal- skor 1008 stig. Ráðgert er að tvímennings- keppni Austurlands verði haldin á Fáskrúðsfirði í lok maí. — G. B. ÚR BÆNUM Afmæli Hjálmar Kristjánsson, fyrr- verandi verkámaður, Þiljuvöll- um 8, varð 80 ára í gær — 24. apríl. Hann fæddist í Sandhúsd, Mjóafirði en fluttist hingað 1965 Frá blaðinu Að réttu lagi á Austurland að koma út n. k. þriðjudag, en út- gáfu blaðsins. hefur verið frest- að til n. k. fimmtudags — 1. 'maí.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.