Austurland


Austurland - 25.04.1975, Blaðsíða 4

Austurland - 25.04.1975, Blaðsíða 4
4 AUST URLAND Neskaupsm^, 25. apnl 1975 Stefán Jónsson, alþm.: 3árnbjání á Austfjörðum Málgagn Framsóknarflokks- ins í Austurlandskjördæmi birti fyrir skemmstu óundirskrifaða grein um afstöðu mína til kísil- járnverksmiðjunnar sem fyrir- huguð er i Hvalfirði. Þetta hnýtti höfundur svo við þings- ályktunartillögu sem ég fiiutti í vetur um áburðarverksmiðju á Norðurlandi eystra, nánar til tekið á Kópaskeri eða við Fjalla- hiö'fn. Ekki get ég hælt mér af því að hafa knúið flokksforystu Al- þýðubandaiagsns til andstöð- unnar gegn þessari verksmiðju. Fkokkurinn gerði einróma sam- þykkt á fundi sínum í haust er leið þar sem kveðið er ljósum orðum að afstöðu Alþýðubanda- lagsins í málinu, en tillöguna þar að lútandi undiirituðu þeir Lúðv.k Jós-epsson, Magnús Kjart ansson og Ragnar Arnalds. í minn hlut kom aðeins að hafa orð fyrir flokknum í efrideild Aiþingis þar sem frumvarp rík- isstjórnarinnar um þetta ó- þokkalega mál var lagt fram. í þingflokki Alþýðubandalags- ins hefur alls ekki verið neinn ágreiningur um kísiljárnfrum- varpið, þótt einstakir þingmenn hafi tíundað rök sín gegn því í mismunandi röð. Ég hef til dæmis talið fyrst fram þau rök- in, sem lúta að lífríki og vist- fræði. hættu á mengun. óæski- legum félagslegu’m áhrifum, röskun byggðajafnvægis, aug- ljóst efnahagslegt tjón af þess- um fyrirhugaða samningi, og svo loiks þá vanvirðu að ganga í félagsskap við annað eins fyrir- bæri og auðhringinn Union Carbide. Framsóknarflokkurinn hefur tekið sér forystúhlutverk í „karbítsmálinu,“ eins og það nefnist á þingi. Það er leiðinlegt, að þessi fyrrverandi vinstri- stjórnarflokkur, sem lætur 1- haldið teym-a sig til hvers óhæf u- I verksins á fætur öðru, skuli ekki hafa getað álpast til þess að velja sér sæmilegra mál að hafa forystu um í hægri stjórninni þá loks hann tók sér eitthvað fyrir hendur. Það er til dæmis ótví- rætt, að þingflokkur Framsókn- ar gekk fram fyrir skjöldu í því að synia beiðni Búnaðarþings, Búnaðarsambands Borgarf j arð- ar og bændasamtakanna f Kjós og á Kjalarnesþ um líffræðileg- ar athuganir við Hvalfjörð, sem Alþingi gæti stuðst við er það tæki afstöðu til frumvarpsins. Þessar kröfur studdi ég náttúru- lega með ráðum og dáð, jafn- framt því sem ég brafðist rann- sókna varðandi féiagsleg áhrif af völdum þessa fyrirtækis, og könnunar á fyrirsjáanlegum búsetuáhrifum í landinu. Öllu þessu synjaði þingflokkur Fram- sóknar, og kaus heldur að láta sitja við yfirlýsingar Union Carbides sjálfs u'm skaðleysi verksmiðjunnar. Sjálíur er ég efaiaus um það að lífríki Hvaifjarðar og þar næst sjáús Faxaflóa er steínt í voða með þessari verksmiðju- gerð. Það eru þungmálmar frá svipuðu iðjuveri, sem eitruðu einhver frjósömustu fiskimið Japana í flóa. sem er þrisvar sinnum stærri að flatarmáli en Faxaflói. Þar er nú hvert kvik- indi baneitrað^ og veiðar bann- aðar eftir að hundruð manna létust en þúsundir biðu varan- legt heilsutjón af völdum fisk- eitrunar. Einnig austfirðingar eiga no-kkuð í húfi þair sem er lífríki Faxaflóa. Þó munu þeir áður finna fyrir áhrifum hinnar nýju byggðastefnu, sem mark- ast aí 40 milljarða fjárfestingu á næstu fjórum árum í beinum og óbeinum tengslum við þetta fyrirtæki Framsóknarflokksins. Ekki veit ég hvort heldur það er fyrir greindarsakir eða sann- sögli að hinn nafnlausi'greinar- höfundur tengir kísiljárnverk- smiðjuna við þingsályktunartil- lögu mína um ábuiðarverk- smiðju á Norðurlandi eystra. Gætu þó báðar dyggðirnar ráð- ið nokkru um. í þingsályktunar- tllögunni segir að hún skuli miðuð við þörf íislenskra bænda fyrir áburð á ræktunarlönd sín O'g bithaga, og er miðað við að afköstin verði álíka og verk- smiðjunnar í Gufunesi. Ástæðan fyrir staðarvalinu er fyrst og fremst sú, að á þessu svæði verð- ur tiitækt rafmagn frá Kröflu- virkjun innan skamms, en hitt talið líka, að æskilegt væri fyrir byggðina í Norður-Þingeyjar- sýslu að verksmiðjan rísi þar. Ég treysti mér ekki til að út- skýra nákvæmlega fyrir grein- arhöfundi þann mun_ sem al- þýðubandalagsmenn sjá á notk- un raforku til framleiðslu á á- burði sem stuðlað geti að auk- inni framleiðslu ’matvæla í svelt- andi heimi_ og á framleiðslu kísiljárns. Og nú höfum við Helgi Seljan lagt fram 1 þokkabót fi'umvarp um enn aðra verksmiðju til nýt- ingar íslenskrar raforku í þágu landsbyggðarinnar: Byggingar- efnaverksmiðju ríkisins, sem framleiði gler, einangrunarplöt- ur, þak- og veggjapiötur úr ís- lensku grjóti og gosefnum. Fram leiðslunni á að verja til húsbygg- inga á þessu kalda og vætusama landi. Ónefndum ritsnillingu’m Framsóknarflokksins á Austur- landi er frjálst að líikja því fyrir- tæki einnig við kísiljárnsverk- smiðju ef þeim þóknast. Þegar ég var að álast upp á Austurlandi voru þar rnargir grandvarir og vitrir menn sem studdu Framsóknarflokkinn. Þeim hefur náttúrulega fækkað talsvert. Ef svo skyldi nú reyn- ast að höfundur fyrrnefndrar greinar væri ekki austfirðingur þá bið ég frændur mína og vini í röðum Framsóknar þar eystra, velvirðingar á því að ég skyldi láta mér detta það í hug. Það hefur margt breyst síðan ég fluttist að austan. Svona menn voru náttúrulega til. En við not- uðu’m þá ekki. WWVWWVW V\\\\\V\\\\ vw V V WVVVWVVVWV V V Minningarkort Sjálfsbjargar íást i Apótekinu og Bókabúðinni vvvwwvvvvvwx wvvvvwvvvvvvvvvvvvvvvvvvw WWVV VWWW WWWVV VWWVVWW WVW W V V VWV V WV W V V V W V W VV V W V V V V W W WW V VV W V VV V'VV vv Héraðsvaka 1975 *•* í Valaskjálf, Egilsstöðum 2.—4. viaí i Föstuidiaginn 2. maí kl. 21. \ 1) Héraðsvaka sett. % 2) Umræðufundur um Menntaskóla á Austurlandi. S Frummælendur Hjörleifur Guttoi’msson forrn. bygg- j ingarnefndar, arkitektar skólans Ormar Þór og Örn- ólfur Hall og Indriði Þorláksson deildarstjóri. Frjáls- ar umræður. Vilhjálmur Hjálmarsson mætir á fund- inum. Laugardagur 3. maí kl. 20.30. 1) Dagskrá sem fljótsdælingar flytja. Sveitarkynning o. fl. Aðg. kr. 300. 2) Dansleikur á eftir. Aðg. kr. 700. Sunnudagur 4. maí kl. 21.00. 1) Kristján skáld frá Djúpalæk kynntur — Ármann Hall- dórsson, kennari. 2) Kristján frá Djúpalæk segir frá skáldskap sínum og lífsskoðun. 3) Flutt verða kvæði eftir skáldið. Lesarar Jón Kristjáns- son og Einar Rafn Haraldsson. 4) Félagar úr Tónkómum flytja lög við ljóð eftir Kristján. 5) Afhent verðlaun fyrir snyrtilega umgengni utanhúss. 6) Héraðsvökunni slitið. Aðg. kr. 300. — Lúðrasveitin Þrestir leikur frá kl. 20.30. MenningarsamtöJc Héraðsbúa. | £ \\\\ VW\W VWV VWWWWWWWVWW WVW VV VV V WWWV V W WWVVWVV WV V wwvwwv vwwv vv w\ WWWWWWVWVWWVWVWVWWWVWWWV VWWVVWV V WV V V VVV V WWW WWWWWVWW VWVVW Hús til sölu S Tilboð óskast í húseignina Urðarteig 37. g % Tilboðum sé skilað til Karls Jóhanns Birgissonar5 síma í I 7379, Nesk. fyrir 10,—5—’75. £ ? i W V V\ VVVVV WVV V W V W WVWWVV W V V VVVW VW W V W W\ W V V \ V W\ WV W W VWW VW V wwvwwvwwv WWWWVWWWVWWWWWWVWWVWWWWWWWVWWW VV W V V V WV V V VV V VVVW VV W V V V V w vv w Gólfteppi, Gólfdúkar og veggklæðning frá So’mmer, s D.L.W., Výmura og fl. ? < Verslun Elísar Guðnasonar. S Vwwwwww vwvwvw vww vvww wwwww vvvw wwvvvvwvwwww V \ vwvwvwv wvvwww

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.