Austurland - 07.11.1975, Síða 2
AVVWV
2
AUSTURLAND
Neskaupstað, 7. nóvember 1975.
iDSTUBLAND
Útgefandi: \
Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi ?
Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ;
NESPRENT |
WWYVWYVVVWVVWWWWVWWWWWWWWVWVVVWVWVVWVYYVVWY'WX/WWVWVWVVWVVWWW
Misréttið í skattamálum
Nýlega var útvarpað fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið
fyrir árið 1976. Meðal annars gerði Ragnar Arnalds þá að umræðu-
efni skattamál félaga. Upplýsingar þær, sem hann gaf um það mál,
hafa vakið óskipta athygli.
Ragnar gat þess, að 416 félög í Reykjavík með um 20 þúsund
milljóna króna velitu greiddu engan tekjuskatt. Listi um þessi
félög birtist í Þjóðviljanum 31. október og er afar foxvitnilegur.
Hann sýnir að ýmis auðugustu og mestu gróðafélög landsins greiða
engan tekjuskatt.
Þótt gróðafélög greiði engan tekjuskatt er ekki þar með sagt
að þau svíki undan skatti. Að möi’gum þeirra mundi engum koma
til hugar að drótta skattsvikum. En skattalöggjöf okkar er með
þeim eindæmum úr garði gerð, að þótt fyrirtæki græði stórfé, geta
þau á löglegan hátt komist hjá að greiða tekjuskatt. Er nú svo
komið, að tekjuskatturinn er að mestu skattur á launamenn.
Það, sem veldur því, að gróðinn er ekki skattlagður, er fiá-
leitar reglur um afskriftir svo og heimild til að leggjia fé í vaia-
sjóð án þess að greiddur sé skattur af því fé. Af þessu leiðir, að
gróðinn þarf að verða mjög mikill til þess að hluti hans komi
til skattlagningar. Afskriftir geta numið al'lt að 30% á ári og það er
hægt að afskrifa endalaust með málamynda eigendaskiptum á
eignunum.
Þess hefur áþreifanlega orðið vart, að óánægjan með misréttið
í skattamálum er gífurlegt og hávær mótmæli hafa borist úr ýms-
um byggðariögum. En þótt það sé miikil íþrótt hér á landi að svíkja
undan skatti, þurfa tortryggilegar tölur í skattskrá ekki að benda
til skattsvika. Óánægjan þarf því að beinast fyrst og fremst gegn
hinni ranglátu skattalöggjöf, sem undanþiggur skattlagningu stór-
eignamenn og atvinnurekendur.
Nú er talað hátt og mikið um að skera verði niður framlög
ríkisins til verklegra framkvæmda, menntamála og félagsmála.
Ragnar Arnalds benti á, að ef afskriftareglum yrði breytt í það
horf sem þær voru fyrir fáum árum, myndu tekjur ríkissjóðs af
tekjuskatti að öllum likindum hækka um lallt að fjögur þúsund
milljónum. En þeir, sem völdin hafa á löggjafarsamkomunni mega
ekki heyra á það minnst, að lögunum sé breytt í þessa átt. Fremur
skal skera niður framlög til brýnna iramkvæmda og skerða þau
félagslegu réttindi, sem landsmenn hafa áunnið sér. Þetta er
ofurskiljanleg afstaða þegar þess er gætt, að ríkisstjórnin er mynd-
uð til að standa vörð um hagsmuni auðmagnsins í landinu.
En þótt lagaákvæðum um skattgreiðslu atvinnurekstursins
yrði breytt svo að hann bæri eðlilegan hluta siameiginlegra útgjalda
landsmanna, yrði þar með ekki öllu réttlæti fullnægt. Fjölda marg-
ar smugur eru í löigunum, sem menn geta notfært sér til að kom-
ast hjá eðlilegum sköttum. Líklega næst mest jafnrétti í skatta-
málum með því að leggja tekjusikattinn á eftir svipuðum reglum
og nú gilda um útsvör, það er að almenna reglan verði sú, að leggja
á brúttótekjur en ekki nettótekjur eins og nú er.
Alþýðuleikhúsið
i ra’núi. af 1. síðu.
Það er vissulega ástæða til að
fagna stofnun þessa leikhúss.
Mikil nauðsyn er að hér á landi
komi upp leikhús sem tekur þátt
i virkri og eðlilegri félagsiegri
umræðu um mótun samfélags-
ins, vegna hinna miklu mögu-
leika sem leikhstin býður upp á
í túlkun og verkefnavali.
En það kostar peninga að reka
ieikhús og rekstrargrundvöllur
er ekki fyrir hendi nema fjöldi
fóiks sé reiðubúinn til að sjá
sýningar þess og styrkja það á
annan hátt. Því býður Alþýðu-
leikhúsið fólki að gerast styrkt-
araðilar. Um tvenns konar aðild
er að ræða, — þ. e. 5.000 kr. sem
gilda jafnframt sem fimm að-
göngumiðar og 2.000 kr. sem
gilda sem tveir aðgöngumiðar að
sýningum leikhússins. Ef menn
vilja vera með þá snúi þeir sér
til Alþýðuleifchússins, uitaná-
skriftin er: Alþýðuleifchúsið,
pósthólf 26, Akureyri.
í framkvæmdanefnd Alþýðu-
ieikhússins eru: Böðvar Guð-
mundsson, Helgi Guðmundsson,
Ragnheiður Garðarsdóttir og
Ragnheiður Benediktsdóttir, þau
eru öll búsett á Akureyri.
— G.B.
SkotloiÉíerí
Framhald af 4. síðu.
húsa, sem nú verða að víkja og
sum hver eru 300 ára gömul,
Síðan kom heimsókn á skrif-
stofu Flugleiða, svo sem áður er
sagt, en eftir hádegi gafst okkur
smátími til að versla.
.Seinni partinn þ. 10 okt. var
lagt af stað heim með þotu frá
Fiugieiðum og laufc þar með
skemmtilegri 2Vz dags ferð, sem
gjarnan hefði mátt vera. lengri.
Þessari ferð er lokið en trúlega
eiga Flugleiðir eftir að bjóða
fréttamönnum af landsbyggðinni
í aðra ferð einhverntíma seinna
og þá er bara að vita hvort Hall-
dór á Kirkjubóli verður í þeirri
för til að færa Sveini Sæmunds-
syni kvæði í ferðalok, 1 þakkar-
skyni fyrir lipra fararstjórn,
eins og hann gerði núna.
ÚR BÆNUM
Afmæli
Sigurveig Einarsdóttir, hús-
móðir, Þiljuvöllum 8 varð 75 ára
5. nóvember. Hún fæddist í
Mjóafirði, en hefur átthér heima
síðan 1963.
Byltingin er 58 ára í dag.
WWVWWWVWIWWWVWVWWYWWYWWWW
BÍLASALA
Chewrolet Chewelle 6 cyl. 1968
Chewiolet Blazer 6 cyl. 1971
Ohewrolet Nova 1967
Citröen 2CV4 1971
Citröen D Special 1971
Citröen GS 1974
Dodge Dart 1970
Fiat 128 Rally 1974
Fiat 128 1974
Fiat 128 station 1971
Fiat 1800 Special 1973
Ford Torino 1970
Ford Fairiane 1967
Ford Bronco 8 cyl. 1972
Ford Taunus 20M 1970
Ford F-100 1962
Jeepster 6 cyl. 1973
Land-Rover benzín 1969
Land-Rover benzín 1964
Land-Rover benzín 1966
Land-Rover diesel (langur) 1973
Land-Rover diesel (langur) 1971
Morris Marina 1973
Moskwich sendibifr. 1971
Moskwich sendibifr. 1972
Moskwich fólksb. 1972
Moskwich fólksb. 1973
Opel Record station 1966
Opel Record 1900L 1969
Peugeot 404 1968
Peugeot 404 1970
Rússajeppi framb. 1969
Rússajeppi framb. diesel 1972
Simca 1974
Sunbeam 1500 1971
Scout 4 cyl. 1972
Saab 96 1967
Toyota Crown 1970
Toyota Crown 1968
Toyota Crown 1967
Volvo 544 1963
Volkswagen 1303 1973
Voikswagen 1300 1973
Volkswagen 1300 1971
Volkswagen 1200 1964
Volkswagen Variant 1970
Willys 1963
Willys 1955
Willys 1946
Wagoneer 8 cyl. 1970
Wagoneer 6 cyl. 1973
Söluumiboð fyrir nýjar FORD og
VOLVO bifreiðir og varahluti.
FELL S F .
Egilsstöðum
Bílasala.
V arahluta verslun.
Framleiðsla á háþrýsti-
slöngum.
Sími 97-1179.
WWWVYWWWWYWWVWWWVWWWWWWW