Austurland


Austurland - 16.01.1976, Blaðsíða 2

Austurland - 16.01.1976, Blaðsíða 2
2 austurland Neskaupstað, 16. janúar 1976. | dUSTURLAND j % Útgefandi: í ? Kjördœmisráð AJþýðubandalagsins á Austurlandi \ Í? Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. % NESPRENT | MIAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV VVVVVVVYVVY VVVVWV VWV\ VV VW VW\AAAVV\V\ VV\ V Fjáriagaafgreiðslan Aígreiðsla íjárlaga nú og xnál henni tengd munu iengi minnis- stæð þeim, sem þar fylgdust með. Alilir vita, hve ríka áherslu sjálfstæðismienn lögðu á það að geta sýnt það, sem þeir kalla minnkandi ríkisumsvif, en sem á venjulegu máli kallast einfaldlega minni samfélagsleg þjónusta og framkvæmdir. Tilburðir í þessa átt voru greinilegir og vert er að undirstrika skilyrðislausa hlýðni þeirra framsóknarmanna við þá tilburði, þó suma virtist um tíma velgja við. En lauðvitað komu þessir tilburðir ekki niður á þeim liðum, sem snerti rekstur og beina eyðslu, þar 'urðu aðrir þættir til að koma og þá urðu framkvæmdaþætitir og þeir félagslegu eðlilega fyrir valinu. En íhverjir voru svo heistu kostirnir, sem til var gripið, í hverju lýstu þeir sér? Fyrst og fremst með lántökum erlendis, þrátt fyrir mörg og fögur orð um nýja stefnu í þeim málum. Eða muna menn efcki söng þeirra sjálfstæðismannia undir vinstri stjórn um hættulega miklar erlendar skuldir, þegar þó var um að ræða !án vegna nauðsynlegrar og sjálfsagðrar atvinnuppbyggingar í landinu, þegar verið var að taka lán til verðmætasfcöpunar 1 stað þess, sem nú blasir við, hrein eyðslúlón. En meira þurfti að gera og best er að refcja helstu þættina stuttlega. 500 milljónir voru íærðar til sveitarfélaganna á grundvelli nýrrar verkefnaskiptingar. Hafi menn lagt trúnað á skraf þeirra sjálfstæðismanna um auknar tekjur til handa sveitarfélögunum þá hefði hér átt að vera um beina tilfærslu að ræða, án þess nofckur ný verkefni fylgdu. En vitanlega viar ekki hægt að búast við neinni samkvæmni í orð- um og athöfnum, hvað þetta snerti. Og það, sem lakast er, skiptin voru síður en svo jöfn, ekfci einu sinni miðað við næsta ár, hvað þá framtíðina allt var það sveitar- félögunum í óhag, fyrir utan það, að með þessari tilfærslu var framsókn að ógildia merkilega lagasetningu frá vinstri stjórnar árunum til þess eins að þóknast duttlungum sjálfstæðismanna. Hér var um að ræða þátttöku ríkis í byggingu élliheimila og rekstri dagvistunarstofnana, lög sem ollu miklum breytingum í framfaraátt í báðum tilfellum og voru þó rétt að byrja að sanna gildi sitt. Allir félagslega hugsandi menn hljóta að viðurkenna réttmæti bess, að samfélagið taki hér þátt í ti!l örvunar framkvæmda og iukins félagslegs jiafnréttis. Að hvoru tveggja skal vikið sérstaklega síðar. En tökum dæmi um skiptin af öðrum vettvangi. Vilhjálmur menntamálaráðherra vor hafði í þingbyrjun í haust lagt fram ágætt lagaifrumvarp um almenningsbókasöfn og var stoltur af. Þetta frumvarp var hins vegar endanlega slegið af með verkefna- skiptunum svokölluðu. Skv. frv. áttu 23 millj. að renna til safna á næsta ári, 46 á þar næsta ári og 1978 áttu lögin að taka gildi að fullu með 69 millj. kr. framlagi, allt miðað við núgildandi verðlag. í skiptunum nú gilti Sitt af hverju Framhald á 4. síðu. að tryggja að sjóðirnir geti rækt hlutverk sitt sómasamlega. Lífeyrissjóðirnir og lánveitingar Snar þáttur í starfsemi lífeyr- issjóðanna er lánveitingar til sjóofélaga vegna íbúðabyggmga, auk þess sem þeir hafa lagt Hús- ...smálastofnuninni til mikið fé. Þessi starfsemi hefur verið mjög þýðingarmikii og auðveld- að mörgum að eignast þak yfir höfuðið. Ungt fólk metur almennt þennan þátt í starfsemi sjóðanna meir en lífeyristryggingiuna, sem það gæti átt von á eftir áratugi. Yrói horfið að því fyrir-komu- iagi, sem á er minnst hér að íi aman, féllu lánveitingar niður, þar sem tekjur sjóðanna yrðu gireiddar út jöfnum höndum sem ufeyrir. Jafnframt því, sem það fyrirkomulag yrði tekið upp, þarf að opna mönnum aðrar leið- ir til þess að fá byggingalán og þá helst með því að sjá Húsnæð- ismálastofnuninni fyrir auknum LEIÐRÉTTING í viðtali „Þar er allt í eyði“, slæddust inn hvimleiðar villur, sem nauðsyn ber til lað leiðrétta. Hið rétta er: Á Stuðlum bjuggu Sigurður Finnbogason og Pálína Þorleifsdóttir. Innsti bær suðurbyggðar var Viðfjörður. Þar bjuggu Sveinn Bjarnason og Ólöf Þórarinsdótt- ir. Á Seli bjó Halldór Marteins- sqn og kona hans Guðrún Jósepsdóttir. Biðjumst velvirðingar á mis- tökunum. Ritnefnd. tekjum svo að hún geti aukið lán sín a. m. k. sem nerna lán- 'um þeim, sem rnenn a'lmennt eiga nú kost á úr lífeyrissjóðun- um. Sparifé Lxn sparifé landsmanna gildir að því leyti hið sama og um lííeyrissjóðina, að það rýrnar stööugt vegna verðbólgunnar. Vextir hrökkva engan veginn til þess að höfuðstóll verði óbreytt- ur að kaupmætti. Þessi stað- reynd er mönnum lítil hvöt til sparnaðar. Það eru fyrst og fremst hinir almennu borgarar, sem eiga spariféð. „Framkvæmdamenn- irnir“ eiga ekki sparifé. Þeir eru með aJt sitt fé í braski og gróða- bralli og til viðbótar sparifé hinna, sem þeir fá fyrir milli- 'göngu bankanna. Það er hart fyrir mann, sem reynir að leggja fyrir fé til að tryggja framtíð sína t. d. í ell- inni, svo hann þurfi ekki að vera öðrum fjárhagslega háður, eða leitast við að safna fé til að kom- ast yfir einhverja eign, að horfa á spariféð tapa gildi sínu ár frá ári og standa næst'um slyppur uppi þegar ald- urinn færist yfir. Það er engu minna réttlætis- mál að tryggja raungildi spari- f jár en fjár lýfeyrissjóðanna. Til þess hljóta að finnast leiðir. Þjóð félagið getur ekki verið þekkt fyr ir að koma fram eins og óprútt- inn ræningi gagnvart þeim sem af litlum tekjum eru að leitast við að leggja eitthvað til hliðar. Eyðslustefnan er það rík í verð- bólguþjóðfélaginu, að ástæða er til að búa þannig um hnútana að menn verði hvattir til sparnaðar. Það mundi breyta viðhorfum manna svo að þeir telj i meiri hag i því að spara fé sitt en eyða því, cft í gagnslitla hluti og lítt eftir- sóknarverðar skemmtanir. — B. Þ. þessi liður, yfirfærður frá ríki til sveitaríélaga 20 millj., nægði sem sé ekfci til næsta árs, hvað þá meir. En hverju skipti það, ef hægt var að íesta 500 milljóna króna rós 1 hnappagat fjármálaráðherrans og 'liofa hann síðan fyrir minnkandi ríkisumsvif í stuðningsblöðum hans. Auðvitað féllst Vilhjáimur frekar á þetta en frumvarpið sitt góða frá haustdögunum sælu. En Vilhjálmur hafði afsökun, hann ætlaði að ná til sín fúlgu nokkurri af 500 millj ónunum til rekstrar fræðsluskrifstofanna í landshlutunum og leysa þar með þeirra vandamál og sveitarfélag- anna um leið. Um þetta voru lengi vel höfð góð orð af þeirn sjálfstæðismönn- um, en raunin varð vitanlega sú, að Vilhjálmur féfck ekkert 1 sinn hlut, nema ný loforð um að mlálið yrði tekið jáifcvætt upp á næsta ári. Táknrænt um húsbóndavaldið á sjálfstæðisheimilinu og hina dyggu vinnumennsku hins vegar. En nóg um það í bili. — H. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.