Austurland - 13.06.1976, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI
26. irgangur. Neskaupstað, 13. júní 1976. 24. tölublað.
Austorlind óshor íslenshum
sjÉönim illri tieilla
I tilefni dogsins
Naður d svo bdgt með að slíti sig frd þessu
Spjallað við Holldór V. finnrsson, sjómnnn
Austurland hefur oft birt viðtöl við sjómenn á sjó-
mannadaginn, unga eða gamla. Að þessu sinni var Halldór
Einarsson beðinn að segja okkur ágrip að sjómannssögu
sinni og varð hann fúslega við þeirri beiðni.
Halldór Valgeir Einarsson heitir hann fullu nafni.
Hann fæddist í Kastala í Mjóafirði 6. júlí 1907 og í Mjóa-
firði og Neskaupstað hefur saga hans að mestu gerst.
Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson, sjómaður og
fyrri kona hans, Sólveig Ingimundardóttir bæði sunn-
lensk.
Halldór kvæntist 16. nóvember 1934 Kristínu Einars-
dóttur, eyfirskri konu. Hún andaðist 12. nóv. 1959. Þeim
varð fimm sona auðið, en aðeins einn er á lífi, allir hinir
hafa látist af slysförum.
Um þessar mundir eru 60 ár síðan Halldór fór sinn
fyrsta róður, þá aðeins 9 ára gamall.
Hér á eftir fer svo stutt spjalj, sem við Halldór áttum
saman á hvítasunnudag. Halldór hefur frá mörgu að segja
og segir vel frá. Yrði það allt tíundað sæmilega væri það
efni í dávæna bók.
— Hvað varstu gamall þegar þú
fórst þinn fyrsta róður?
— Ég fór nú fyrsta róðurinn þeg-
ar ég var níu ára með pabba og Óla
bróður mínum. Ég man eftir þeim
róðri eins og hann hefði verið far-
inn í dag. Ég var voða montinn og
þóttist vera mikill sjómaður, en var
náttúrulega, eins og allir geta skihð,
ekkert nema montið. Lauga systir
mín var alltaf að stríða mér á því, að
ekki væri til neins fyrir mig að fara
á sjó, því ég gæti engan fiskinn dreg-
ið, því ég yrði svo sjóveikur.
Jæja, svo er róið út á Dalaröst.
Við vorum með eitt eða tvö bjóð af
línu. Svo er farið að renna færi. í
sama bili skaut Óli bróðir minn
hnísu. Það pótti mér mikill atburður,
því nógur var veiðihugurinn. Svo
renni ég færinu og J>að kemur á
fiskur, en ég get ekki dregið fiskinn
upp ,svo Óli segir við mig: „Á ég
ekki að hjálpa þér, vinur“. Jú, Jú
ég segi að Jrað væri ágætt. Kominn
var rigningarsuddi. Náttúrlega var
beitt í bjóð. Þá er ég orðinn veikur,
voðalega sjóveikur, og Óli segir:
„Farðu bara aftur í skut og sestu
á hm'suna, ég skal gera þér skjól úr
bjóðunum“. Ég geri j?að. Sennilega
sofna ég klofvega á hnísuhryggnum,
en vakna við Jiessi ógurlegu hlát-
ursköll, maður, þetta sé nú aldeilis
sjómaður, sem sofi á hmsuhrygg hér.
— Hver heldur Jjú að þetta hafi
verið? Það var Elías Jónasson. Hann
reri þá á árabáti úr Mjóafirði. Sér
hann mig }>ama. Lengi á eftir gat ég
pikkí litið Elías réttu auga, mér
fannst Jætta svo mikil niðurlæging.
Svo er nú farið í land úr þessum
róðri. Þegar komið var inn undir
Jíorpið — við áttum heima á Sléttu
— pá var ég orðinn ágætur og vel
montinn yfir Jm' að vera farinn að
fara á sjó. Og ég bið Óla að segja
ekki Laugu frá því, að ég hefði
orðið sjóveikur. Ég orðaði J>að ekki
við pabba. Ég vissi að hann mundi
ekki hafa orð á frammistöðu minni.
Þetta var nú fyrsti róðurinn. Og
síðan er ég eiginlega búinn að stunda
sjó.
— Og rerir þú svo ájram þetta
sumar?
— Nei, ég reri ekki áfram þetta
sumar, en þetta var engu að síður
minn fyrsti róður. En næsta sumar
á eftir, pegar ég var 10 ára, reri ég
með pabba }>að, sem róið var að
heiman, Jm að svoleiðis stóð á J>á,
að Óli var héma á Norðfirði og reri
á Haka, sem Bjöm á Krossi átti. Þá
gekk voðalega vond inflúensa og var
Mjóafjörður settur í sóttkví. Óli
fékk ekki að koma heim fyrr en
seinni partinn um sumarið. Þá reri
ég marga róðra. Og eftir J>að reri ég
á hverju sumri.
— Og þið hafið auðvitað róið á
árabáti.
— Þetta var á árabáti.
— Hvað rerir þú lengi á árabáti?
Nú voru vélbátar komnir til sögunn-
ar. x
— Fyrsti vélbáturinn, sem ég reri
á, var Neptúnus með Sveinlaugi
Helgasyni.
—• Hver átti Neptúnus?
■— Sveinlaugur og Kristján Lars.
En fyrsti báturinn sem ég eignast
hlut í, hét Kári Sölmundarson,
keypti hann á móti Kristjáni Lars.
— Og það hefur verið vélbátur.
—■ Ja, trilla, stór trilla með Wick-
mann.
— Var veruleg útgerð í Mjóafirði
á þessum árum?
— Já, það var mikil útgerð. Það
var útgerð frá hverju heimili.
— Og fiskurinn hefur auðvitað
verið meðhöndlaður eins og þá var
venja ,saltaður og þurrkaður.
— Já, já.
— Hvert var hann seldur?
— Hann var fluttur út beint frá
Mjóafirði. Fyrir mitt minni keypti
Konráð Hjálmarsson fiskinn. Þá
hafði hann flest í sínum höndum
þarna. En þegar ég fór að muna eft-
ir mér var J>að Kaupfélag Aust-
fjarða á Seyðisfirði, sem tók á móti
fiski |>arna. Þá komu fiskitökuskip-
in inn eftir fiskinum.
— Undirstaða mannlífs í Mjóa-
firði hefur þá líklega fremur verið
sjór heldur en land.
— Menn studdust að ‘minnsta
kosti mjög mikið við sjóinn, en
nær allir höfðu einhvem búskap.
Oft voru }>etta J>ó smáblettir, )>ví
landþröngt er í Mjóafirði. Faðir
minn hafði alltaf tvær kýr og J>etta
40 ær. Hann heyjaði á engi, Skóga-
engi.
— En hvenær ferðu svo úr Mjóa-
firði?
— Alfarinn fer ég ekki úr Mjóa-
firði fyrr en 1936. Síðar átti ég pó
eftir að búa J>ar í nokkur ár.
— Fórst þú á vertíðir á meðan
þú áttir heima í Mjóafirði?
— Já.
— Og hvert?
— Ég var ellefu vertíðir á Homa-
Framh. á 2. síðu.
1
1
Halldór á bát sínum Þóreyju Björgu. (Ljósm. Sig. Arnjinnss.)