Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 32

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 32
reyndi alltaf aö segja eitthvaö gáfulegt í því sem ég gerði. HELGI: En nú hefur þú hreinsað alla „vitleysu" úr myndunum, þær eru sem sé grafalvarlegar núna? JAN: Ég er alveg viss um þaö aö ég var aldrei aö vinna með vitleysuna, jafnvel ekki þá, ég var alvarlegur. Gruppe Normal var hugmynd Peters og Milans, Peter hafði jafnvel líka gaman aö vinna meö þessa ertni, en mér líkaði þaö aldrei. Kannski var stundum fjörugt þegar viö máluðum allir saman, þá fljúga brandararnir og ef þér finnst þú hafa betri hugmynd en félagi þinn, þá málaröu yfir hans hluta, þetta eru bara einkenni sam- vinnuverka. INGÓLFUR: Eins og popphljóm- sveit? JAN: Nei, eiginlega ekki. INGÓLFUR: Hefur þessi tími mótaö þig aö einhverju ráði? JAN:Eg veit ekki. Jú, auðvitað, ég er viss um það, á einhvern hátt. Ég held ég megi segja að ég hafi lært margt af Peter, ég læröi aftur að hafa ánægju af aö mála, en hana haföi ég misst aö fullu þegar ég haföi áöur unnið í geometrískum anda, þaö var kannski einhver ánægja fólgin í því aö vinna viö eitthvað sem aldrei haföi neina raunverulega lausn. Þetta var undar- leg veröld. Allt varö að vera nákvæmt samkvæmt einhverjum settum regl- um sem alls ekki voru svo nákvæmar í eðli sínu. Á Group Normal tímanum hefði ég alls ekki getað málaö t.d. fíl án einhverra útúrdúra, ég heföi gert eyrun, fjóra fætur og lítið skott í leik- fangastíl og verið eitthvaö aö vand- ræðast meö þaö, en Peter hefði sagt að það væri nógu gott. Þá fór ég aö mála tígrisdýr, þiö vitið, þetta var bara það aö framkvæma hlutina. Svo komu erfiðleikarnir þegar ég var einn fyrir framan strigann og vissi ekki hvaö ég ætti aö gera. En þá kom lítið blístur. Það tók tíma aö uppgötva ófullnægj- una en þegar það kom var eitthvað aö keppa að, og mér finnst nú að hver ný mynd komi með eitthvað betra. HELGI: Hvaö áttu viö meö betra? JAN: Betra. Nákvæmara. Eöa kannski alvarlegra, mér fellur auðvitaö húmor í myndum, en . . . INGÓLFUR: Meiri dýpt í húmornum? JAN: Já, en varlega, ekki í brandara- stílnum, líkara sáökorni, leik mundi ég kalla þaö frekar en húmor. HELGI: Eitthvað hárnákvæmt? JAN: Já, hárnákvæmt, ég veit ekki, alvarlegt, ég veit ekki. INGÓLFUR: Að hafa meiri hugsun? JAN: Ég veit ekki, ég er að tala um neistann. Málverkin eiga raunveru- lega aö snerta þig. Ég veit aö þaö er möguleiki í gegnum málverk. Þú málar eitthvað, t.d. fólk eöa kyrralífs- mynd eöa landslag og þú stendur allt í einu fyrir framan það fyrirvaralaust og þaö snertir þig. Svo ég held aö þetta sé þaö sem málið snýst um. Til- finningin. HELGI: En hvað þá um formræna byggingu verksins? JAN: Þetta er að hluta til það sem höföar til mín frá því liðna og frá nátt- úrunni, jafnvel Cézanne og hans mið seinni ár, þá byggöi hann rækilega ég hef hrifist mikið af því og finnst aö ég sé að fást við eitthvað skylt því. Hann byggði þetta og sagan sýnir að margir miklir málarar hafa notað geometrí- una. Endurreisnin, barokkið, það höfðar til mín, ég veit ekki nákvæm- lega hvers vegna, þetta er einskonar regla. Nákvæmni, jafnvægi, það er ekkert abstrakt í þessum áhuga á myndhlutum myndarinnar. Ég gætti þess að þetta væri ekki of augljóst við fyrstu sýn, og þetta er alltaf tengt því raunverulega. Sú mynd sem kemst næst því að lýsa þessu er mynd af húsvegg og hrífu upp við vegginn. Á veggnum er stór skuggi af tré og þú rétt grillir í jörðina. Handan við hús- hornið sést heilaga fjölskyldan og landslag. Þarna vildi ég jafnvel snerta einhvern tengilið milli hins abstrakta og lífsins. Suma abstrakt hluti er auð- velt að skilja, þá sem snerta það sem er, og aðra ekki. Þú þekkir ástæðuna fyrir hlutunum, eitthvað sem við getum orðið undrandi á og skilið og ekki skilið. Ég trúi því að mannleg skynsemi sé eitthvað í líkingu við hendur, þú þarfnast einhverra sér- stakra hluta, suma þarftu aðeins að nokkru leyti og aðra alls ekki. En það þýðir ekki að skynsemin sé að koma með eitthvað nýtt, lokaatkvæðið sýn- ist mér vera þetta hreina abstrakt, hrein, listræn fastskorðuð abstraktlist sem reynir að yfirtaka þessa hluti. En það er auðvitað ekki satt. Abstrakt- listamennirnir eru að leika litla Guði. Mér sýnist, kannski, kannski ekki, að þeir séu að fjarlægjast mannlega þátt- inn sem mest, og það er einskonar sjálfsdýrkun. Þetta er einskonar synd. Þið vitið, fyrsti maðurinn o.s.frv. HELGI: En hver er ástæðan fyrir þessari breytingu yfir í hina hreinu óhlutlægu mynd? JAN: Það er stærilæti, þú veist eins og englarnir í Biblíunni sem snerust gegn Guði. Þetta lætur heimskulega í eyrum margra og þeir spyrja hver hann svo sé, þessi Guð. Það er ekki rétt að ganga fram hjá sannfæringu sinni, það er ekki tilhlýðilegt gagnvart Guði. Maðurinn tapar möguleikum sínum þegar hann reynir að vera eitthvað annað en hann er. Besta dæmið er þegar heil þjóð fær þá hug- Ijómun, eins og Þjóðverjarnir í seinna stríðinu, að þeir væru einhver herra- þjóð og trúðu því sjálfir. í dag finnst fólki það út í hött. Það voru 25 mill- jónir Rússa sem dóu, svo maður sleppi því að tala um Gyðingana, 7 milljónir Pólverja og milljónir annarra. INGÓLFUR: Þú ert að segja að þarna hafi tapast síðasti hlekkurinn gagnvart náttúrubundnum gæðum? Andstæða Guðs? JAN: í andlegum skilningi, en að öðru leyti gapa menn yfir efnislegum hlutum í áhuga sínum á andlegum hlutum, það hefur vissan áhuga á andlegum efnum, en leggur sig ekk- ert eftir dýpri skilningi á lífinu sjálfu. Ekki þessi andlegi hrærigrautur sem hefur hvorki upphaf né endi. Menn hafa tapað hæfileikanum til að sjá hlutina í sönnu Ijósi, menn misvirða sjálfa sig. INGÓLFUR: Ég var að tala um þessa svokölluðu hvatalist. Þar er kannski um möguleika sem þú býður áhorf- andanum upp á í verkunum, að vera skapandi. Meðvituð list gefur áhorf- endanum einskonar neista, og það er tækifæri til að gera eitthvað gott. JAN: Já, eitthvað, þarna kemur þetta eitthvað aftur sem þú ætlar að skapa tilfinningu með. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.