Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 29

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 29
AÐ GEFA LIFINU LITINN KOSS VIÐTAL VIÐ JAN KNAP Rétt er aö kynna viömælandann í upphafi samtals. Jan Knap heitir mað- urinn og er tékkneskur, fæddur árið 1949, en flutti til Bandaríkjanna 1968, og býr nú í Köln í Vestur-Þýskalandi. Þar í landi kynntist hann Milan Kunc og Peter Angermann og stofnuðu þeir málarahópinn Gruppe Normal sem lesa má um í viðtali við Peter í 4. hefti Tenings. Hann opnaði sýningu á Nýlistasafninu í aprílmánuði síðast- liðnum og var þá beðinn um þetta viðtal. Við ræddum fram og aftur yfir kaffibollum hvernig best væri að hefja viðtalið sem kom svo eiginlega af sjálfu sér þegar okkur hugkvæmdist loks að kveikja á segulbandinu. En hvað skyldi Jan Knaþ hafa að segja um viðfangsefni sín? JAN: Þetta eru mjög persónulegir hlutir og illmögulegt að útskýra svo vel fari. Ég er kaþólskur eins og þið vitið. Þegar þið biðjist fyrir í einrúmi, í þögn, með lokaðar dyr að baki, er það leið til að skilja og uppgötva. Þið verðið að muna að þið berið ábyrgð á ykkur sjálfir, þið biðjið til Guðs í ein- rúmi, en gerið ekki sýningu úr því. Farísearnir báðust fyrir á torgum úti, vitið þið hvers vegna? Það var ekki vegna þess að þeir vildu vera dáðir, þeir vildu gefa fólkinu gott fordæmi, þeir vildu töfra og hrífa. Þannig voru gömlu ferskurnar, 5 metra myndir gerðar af hógværð tilbeiðslunnar. Þetta er annað hjá Werner og Paul Maens. (Michael Werner og Paul Maens galleríin eru meðal þekktustu gallería sem sýna nútímalist í Köln, og Jan Knap sýnir hjá Paul Maens). INGÓLFUR: En heldur þú ekki að stærðin á verkunum hjá t.d. Barnett Newman hafi ekki merkingu? Að inni- hald verka krefjist ákveðinnar stærðar? JAN: í tilfelli Michaelangelos og Raf- aels hafði þetta mjög ákveðna merk- ingu, það var ákveðinn veggur sem þeir fengu til umráða, hann varð að mála og þannig urðu myndirnar eign almennings. En í nútímalist hefur þetta orðið allt öðruvísi. Barnett Newman til dæmis, 6 fermetra rauður flötur með blárri línu, það er alls ekki hægt að segja að þetta sé raunveru- legt innihald litarins, þetta hefur ekk- ert að gera með hið listræna. Þetta eru skyndiáhrif. Ég veit um fólk sem vinnur með ekta litarefni á vegg, auð- vitað hefur það áhrif, en það hefur ekkert að gera með vísindi. Það er bara verið að nota efni sem hefur lit þess sjálfs, það er ekki verið að segja neitt ákveðið. Auðvitað getur efnið verið fallegt, en það segir ekki neitt. HELGI: Þú talar um stærðir og áhrif lita. Þú hefur sjálfur málað stórar myndir. JAN: Já, það er rétt (hlær), en ég sækist ekki eftir þessum snöggu áhrifum þegar þú sérð myndina, myndirnar mínar eru fullar af smá- atriðum, þú veist, þessir sjálfstæðu myndhlutar innan myndarinnar. Þú verður að hverfa inn í myndina. INGÓLFUR: En myndir sem eru gerðar í ákveðið rými til að skapa sérstakt andrúmsloft, jafnvel trúarlegt andrúmsloft. JAN: Ég hef ekkert á móti þessum mismunandi reglum, ég veit jafnvel ekki of mikið um þær. Þetta gæti hljómað ágætlega, en hvað segir þetta í raun? Hver er mismunurinn á hugleiðslu í einveru, eða hafa yfirborð hugleiðslu sem lífsstíl, yfirgefa mann- lega þáttinn. Þér getur ekki líkað við herbergi aðeins sem herbergi, þau hafa því aðeins þýðingu að þangað komirðu og jafnvel búir. Eins og kirkja eða herbergi þar sem t.d. litur og stærð eiga að hafa áhrif á þig. Hvers- konar áhrif? Eflaust eiga það að vera einskonar kapelluáhrif. Ég er krist- innar trúar og í gegnum hana leita ég hins mannlega en býst ekki við neinu einu föstu svari. Ég trúi ekki á neina algilda list eða málverk. HELGl: En hverju sækist þú eftir með málverki þínu? JAN: Mér líkar ekki þegar fólk kemur og segir að þessi eða hin myndin sé falleg, barnalegt sé fallegt o.s.frv. Ég held að það geti vel verið, en það skiptir ekki máli. Ég trúi að lífið sé heil lífsreynslusaga, og mín myndlist á að fjalla um þessa lífsreynslusögu, en ég neita að tala um hana eingöngu í svörtu og hvítu. Ég deili á þessar afskræmingarmyndir sem þú sérð alls staðar þegar þú gengur um skólastof- ur. Ég velti því stundum fyrir mér hvenær maðurinn glataði virðingunni fyrir sjálfum sér. Hvers vegna mála allir þessi krambúleruðu andlit og andlit með stórt nef eða auga? INGÓLFUR: Þetta er bara hluti af sakleysi þeirra, þau gera bara eitthvað án þess að hugsa. HELGl: Þau hafa hugmynd um 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.