Austurland - 04.03.1977, Qupperneq 1
ÆJSTURLAND
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI
27. árgangur. Neskaupstað, 4. mars 1977. 9. tölublað.
Blaðabingó
8. skipti
0JI-06J-IB-NB
Geymið númerin.
Guðjón Sveinsson:
„Hins vegar ber aö harma"
Austri vill vekja athygli á því, að
þessi frásögn Tómasar Árnasonar
hrindir þeim áburði Alþýðubanda-
lagsmanna hér eystra . . .
Tóm. 1. 6.
f blaði þeirra framsóknarmanna,
Austra, er grein eður fréttatilkynn-
ing eða eitthvað þar mitt á milli,
því ekki ber hún merki framleið-
anda og því erfitt að flokka skrif
þau nákvæmlega, er ber heitið
Byggðasjóður og Breiðdalsvík. Við
lestur hennar kemur þó í ljós, að
hún er í nánum tengslum við Tómas
Ámason, ef þá bara ekki náskyld-
ingur hans a. m. k. er hún sett á
þrykk, til að hnekkja helberri lýgi
einhverra Alþýðubandalagsmanna,
sem að ósekju hafa „þyrlað upp
heilmiklu moldviðri um afskipti
Framkvæmdastofnunarinnar af
Hvalbaksútgerðinni“. Samkvæmt
orðabók „handa skólum og almenn-
ingi“, er moldviðri „þykkt kafald,
ótöluleg mergð e. s.“, svo líklega
er betra að reyna að rýna í sortann
og athuga, hvað hér er um að vera.
„Verslið ódýrt"
í fiskbúðinni
Sl. föstudag var fundið að því
hér í blaðinu að ekki fengjust hrogn
og lifur í fiskbúð kaupfélagsins
Fram í Neskaupstað. — Að vonum
brugðust kaupfélagsmenn vel við
þessari aðfinnslu og eftir helgina
voru hrogn og lifur á boðstólum í
fiskbúðinni.
Eitt blöskraði mönnum, og það
var verðið á þessari gæðavöru. 1
kg af hrognum kostar 500 kr. og 1
kg af lifur kostar 400 kr. — Hrogn-
in og lifrina kaupir kaupfélagið af
fiskvinnslustöð S.V.N. og fyrir hvert
kg af hrognum greiðir kaupfélagið
200 kr. en lifrina fær kaupfélagið
fyrir ekki neitt — ókeypis.
Hvers vegna þessi voða álagning?
Kannski vegna mikils flutnings-
kostnaðar? — Kannski vegna af-
mælis S.Í.S.? — Spyr sá sem ekki
veit. — G. B.
Refsiaðgerð í garð
breiðdæla
Nú hef ég kannski ekki fengið
eða lesið öll blöð Austurlands síð-
ustu vikur, jJÓtt blaðið sé hið læsi-
legasta, en í þeim blöðum sem ég
hef lesið, þá hef ég ekki rekist á
þetta „moldviðri“, en mér býður
fyrir, að hér sé átt að nokkru leyti
við grein mína í Austurlandi frá
10. des. 1976 og þá líklega ritstjórn-
argrein sama blaðs a. m. k. hef ég
ekki annað séð þessu að lútandi.
Varðandi þessar greinar, get ég ekki
komið auga á að verið sé að ásaka
Framkvæmdastofnun né Byggða-
sjóð eingöngu hverjar lyktir þetta
„Hvalbaksmál“ hafði. Orðrétt sagði
ég m. a. í Austurlandi: „Aftur á
móti fékkst loforð úr Byggðasjóði
fyrir 10—15 millj. kr. láni og slík
viðbrögð ber að þakka — en það
dugði skammt". Það er því sama,
hvemig Austri og/eða T. Á. reyna
að teygja lopann, endalokin eins og
þau urðu, voru einungis vegna vilja-
skilnings- og getuleysi stjórnvalda
og síðast en ekki síst voru þau refsi-
aðgerð í garð okkar breiðdæla. Það
þýðir ekkert að reyna að flækja
málið með vöntun á nokkrum tug-
um milljóna hitt stendur óhaggað.
Tókst að koma fyrirtiækinu
fyrir kattamef
En hvernig leit pá dæmið út varð-
andi yfirtöku Hvalbaks. Jú, það er
rétt í Austra að 170—180 millj.
þurfti, til þess að komast yfir skip-
ið. Heimamenn höfðu hugsað sér
að mæta Jm' á eftirfarandi hátt:
Heimaframlag (skuldabréf, hluta-
fjárloforð) 50 millj., framlag Byggða
sjóðs 10—15 millj., semja við fjár-
festingasjóðina, sem og fáskrúðs-
firðingar gerðu, en hjá þeim voru
vanskil 40 millj. Þá hefði verulegur
hlutur stöðfirðinga komið á skulda-
bréf og einnig hefði verið reynt að
semja við pá heimamenn er inni
áttu hjá útgerðinni, en þar var um
nokkrar millj. að ræða. Einnig hefði
fleira komið til greina m. a. að um
kaup Selvíkur hefði ekki' verið að
ræða. Á þessu má vera ljóst, „að
saxast hefði á limina hans Björns
míns“. Sem sagt, dæmið var ekki
eins hrikalegt og sagt var frá í
Austra, en það skal viðurkennt, að
betra hefði það mátt vera.
Þá er ég raunar kominn aftur að
J>ví sama — viljaleysi (e. t. v. getu-
leysi hjá einhverjum) valdhafanna
að koma til móts við óskir og þarf-
ir okkar breiðdæla, enda stendur í
Austragreininni, að viðskiptabanki
Hvalbaks, p. e. Landsbankinn, hafi
lýst J>ví yfir í upphafi, að frekari
lánafyrirgreiðsla til þess fyrirtækis
kæmi ekki til greina fram yfir eðli-
leg viðskiptalán. (Merkilegt nokk að
fyrirtækið skyldi njóta viðskipta-
lána). Það virðist J>ví í upphafi hafa
verið stefnt að því að koma þessu
útgerðarfyrirtæki fyrir kattarnef og
það tókst, húrra fyrir þeim mikil-
mennum. Þeir eiga áreiðanlega
bjarta framtíð fyrir höndum að hafa
drepið af sér annan eins ósóma.
Eiga bankarnir en ekki
Aþingi að stjóma?
En pá kem ég að öðru og það
er e. t. v. það alvarlegasta í þessu
öllu, hver á að stjóma þessu landi.
Eru það bankarnir eða réttkjorið
Alþingi? Mér virðist, og ég hef lát-
ið þá skoðun áður í ljós, að þessu
landi sé æ meir og meir stjórnað af
bankakerfinu og þá af fámennum
hóp. Er slíkt rökrétt í lýðræðisríki?
Það getur vart verið, að þeir menn
sem á Alþingi sitja, geti unað við
slíkt. Eða er þjóðskipulagið orðið
þannig, að það sé einn hringdans,
þar sem einn skýtur sér bak við
annan. Okkur alþýðumönnunum
virðist svo vera og þá er ekki gott
að horfa fram á veginn, því við blas-
ir biksvart einræði og misbeiting
valdsins stígur þar dans sinn í jötun-
móð hefndar- og drottnunargirni og
vei þeim er ekki kyssa vöndinn.
Kannski liggur hér hundurinn graf-
inn og orð T. Á. sem annarra þing-
manna máttlaust mjamt, sem hinir
raunvemlegu stjórnendur henda
gaman að og satt að segja hef ég
orðið þess var. Nóg um það í bráð,
en snúum okkur aftur að Tómasar-
^uðspjalli.
2.—5. vers
1 2., 3., 4. og 5. versi er farið
nokkmm orðum um fómir Byggða-
sjóds til handa breiðdælum. Jú, rétt
er sagt frá. Byggðasjóður lánaði
Breiðdalshreppi, sem svo endurlán-
aði Braga hf., 2 millj. til bráðnauð-
synlegra endurbóta á fiskmjölsverk-
smiðjunni, en hún var svo úr sér
gengin, að tap hafði verið á rekstri
ár frá ári. Vissulega var það góð
og þörf fyrirgreiðsla, en ég tel hana
eólilega vegna þeirrar einföldu stað-
reyndar, „að góður fjármaður o. s.
frv.“. í sama máta var sama upp-
hæð lánuð til kaupa á m/b Selvík.
Varðandi lánsfyrirgreiðsluna til
kaupa á m/b Emilý, vil ég taka
iram, að hún kom ekki til fyrr en
eftir áramót (eftir að ég skrifaði í
Austurland) og er ljóst var, að Hval-
bakur var á braut. Þá er það salan
á m/b Sigurði Jónssyni. Ég held, að
hún eigi ekkert erindi inn í upp-
byggingu atvinnulífs á Breiðdals-
vík. Þar var Byggðasjóður einungis
að bjarga sínu eigin andhti.
Þá er það 4. versið um frysti-
húsið. Ekki skal vanþökkuð sú fyr-
irgreiðsla er þar á að koma, en ætli
hún sé nokkurt einsdæmi eða hvað-
an kom fjármagn til frystihússins á
Fáskrúðsfirði og til togarakaupanna
þar t. d. og í leiðinni langar mig að
spyrja, til hvers er Byggðasjóður?
Um kaupfélagsþáttinn er ég nokk-
uð ófróður, en ég vænti þess, að
honum verði gerð skil af öðrum.
Eitt veit ég þó, að hann ku vera
dálítið athyglisverður og var raun-
ar gott að Austri hreyfði því máli,
en það hefur, að ég best veit, ekkert
verið um það ritað.
Af þessu má sjá, að Byggðasjóður
hefur lagt atvinnumálum hér lið-
sinni, enda aldrei um það kvartað
ég best veit, en þá væri líka fróðlegt
að sjá, hvort það er nokkuð meira
að tiltölu en til annarra austfirskra
sveitarfélaga t. d. á sl. 5 árum?
Gott væri að fá upplýsingar um það
fljótlega.
Framhald á 3. síðu