Austurland


Austurland - 04.03.1977, Blaðsíða 2

Austurland - 04.03.1977, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 4. mars 1977. | Æisturiand ( 1 Útgefandi: | | fCjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi | | Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. | | NESPRENT I > W'VVWVWVWVVWWWWWWWWW V WVAAAAAAWVVVVVVVVVVWVAAAVW VVVV VVIUWW^ VVVVV VX'WW Á að svíkja gerða samnmga um Austurlandsáætlun? Sjaldan eða aldrei hefur aumara plagg sést í sölum Alpingis en vegaáætlun sú, sem nú er þar til umfjöllunar. Einmitt á þessu sviði á hver ríkisstjóm sitt gullna tækifæri til að sýna alvöru sína í byggðamálum, ]jví hér er um eitt stærsta hagsmuna- mál landsbyggðarinnar að ræða. Þessi ríkisstjórn hefur nýtt þetta tæki- færi mjög vel og rækilega. Framlög til nýbygginga vega hafa lækkað að raungildi um yfir 50% frá síðasta ári vinstri stjórnarinnar p. e. að í sumar er útlit fyrir að vegaframkvæmdir verði aðeins helmingur pess að magni. sem var 1974. í mörgu hefur samdráttarstefna núv. ríkisstjórnar komið mæta vel í ljós, en hér hefur henni tekist að slá öll fyrri met. Enn er þessu fé óskipt, en benda má til viðbótar á j>að, að á síðasta ári var til hrað- brautanna einna varið yfir 50% af nýbyggingarfénu og hafði hækkað úr ríflega 30% á síðasta ári vinstri stjórnarinnar, svo hlutur landsbyggðar- veganna hafði rýmað um meira en heildarlækkunin segir til um. Nú er Austurlandsáætlun felld brott með öllu og þrátt fyrir áskoranir þingmanna Austurlands í umræðunum vildi ráðherra ekkert ákveðið segja um það, hvort hún fengi að halda gildi sínu innan ramma þessarar vegaáætlunar, en því aðeins höfum við haldið okkar hlut skár á síðustu tveim árum, að þessi áætlun hefur þó verið sjálfstæður þáttur, þrátt fyrir seinkun og vanefndir. Austurland hefur nefnilega ekki verið á blaði í úthlutun þess ríflega helmings, sem í hraðbrautir hefur farið. Á það reynir nú í fjárveitinganefnd, hvort hér á að svíkja áætlun, sem gerð var með skriflegu samkomulagi milli stjómvalda og þing- manna Austurlands um lúkningu tiltekinna verkefna, verkefna, sem enn eru að hluta óunnin eða hálfkláruð. Það yrði þeim framsókarmönnum mjög til sóma, ef ráðherra þeirra stuðlaði þar að eða beinlínis tæki þar um ákvörðun. Fulltrúar annarra kjördæma ýmissa hafa talað um forgangsverk- efni þar sem Austurlandsáætlunin hefur verið. Ég fór að reikna út þennan forgang mér til fróðleiks og þeim væntanlega líka. Þegar ég felldi allar áætlánir niður og notaði prósentutölu þá sem gilt hefur um þjóðbrautir og landsbrautir sem viðmiðun þ. e. 16% og miða þar við allt vegaféð núna, þá er þar um að ræða 362 milljónir til Austurlands í stað þeirra 320, sem við fengum í heild af sömu upphæð í fyrra. — Þetta sýnir blekk- inguna best. Forgangurinn er vitanlega enginn og það eru aðeins Vest- firðir, sem fara og hafa farið verr út úr skiptingu heildarfjárins en við austfirðingar, en þá ber að hafa í huga, að þeir höfðu áður fengið sína landshlutaáætlun framkvæmda að fullu. Ef prósentan gilti ein yrðum við því hærri, þó Austurlandsáætlun væri þurrkuð út sem sjálfstæður þáttur, þar gerir hraðbrautaféð vitanlega svo stórt strik í reikninginn. Það er svo því miður vitað, að alls ekki er ætlunin að nota þessa annars sanngjömu og eðlilegu reglu, þá yrði það til þess að skerða hraðbrautaféð svo mjög, að brúarmeisturunum þætti óviðunandi. Þess vegna er sérstök og sjálfstæð Austurlandsáætlun hið eina, sem getur tryggt okkar hlut áfram, þó of lítill sé. Enn er allt á huldu, hverjar reglur verða samþykktar inni í fjár- veitinganefnd, og enn kann að vera að ráðherrar og stjórnarliðar heykist „Hins vegar... Framhald af 1. síðu. Þörf að hreinsa til í kerfinu Hvað svo sem kemur út úr því, þá er það staðreynd, að undan- gengna 3 mán. hefur verið svo til algert atvinnuleysi hér í plássinu og hafa þingmenn kjördæmisins gott af að hugleiða það, þar sem þeir eru á föstum launum og það góðum — maður talar nú ekki um þá sexföldu. Það er harkalegt, ef rllur mannlegur skilningur á sam- félagslegum þörfum er genginn fyr- ir stapann, en við hefur tekið stein- dautt tölvukerfi. Ég er þeirrar skoð- unar að slíkt þjóðfélag eigi ekki langa lífdaga, því ef hinir mannlegu þættir bresta, stendur eftir sálarlaus óskapnaður. Það virðist því vera þörf á að hreinsa til í kerfinu og ekki bara nóg að skipta um út- varpsráð. Ef stjóma á landinu gegn um sérlundaðar peningamyllur, þar sem ávísanabrask og annar skolla- leikur ríður húsum, þá fer að harðna á dalnum eins og þeir gömlu kváðu. Sá baugur lýsir skammt Þá vík ég aftur að „moldviðri“ Austra og T. Á. Er það moldviðri, þó skýrt sé frá, þegar byggð er að missa sitt aðalatvinnutæki? Er það moldviðri, þótt fólkið í byggðinni reyni að vekja athygli og biðja um skilning og stuðning stjómvalda, til að halda atvinnulífi og atvinnu- uppbyggingu gangandi? Hvað myndu Akureyringar segja, ef þeir stæðu frammi fyrir því, að KEA væri að flytjast þaðan, eða egils- staðabúar ef þeir væru að missa t. d. Brúnás og reykvíkingar ef þeir misstu yfir 50% af þjónustu- og iðn- fyrirtækjum sínum? Er T. Á. og aðrir þingmenn kjördæmisins lok- aðir fyrir málefnum þessa byggðar- lags? Ég vona að svo sé ekki og ef T. Á. hefur með upplýsingum sínum í Austra ætlað að flétta einhvern geislabaug um höfuð sér og firra sig allri ábyrgð af þessu „Hval- baksmáli“, þá er ég smeykur um, að sá baugur lýsi skammt. Hann hefði þá a. m. k. átt að halda al- mennan fund, er hann var hér á ferð á dögunum og lofa kjósendum að sjá það ljós — en hræddur er ég um, að það hefði orðið hálfgert villuljós, því í Sjónvarpinu stuttu eftir áramót kom fram hjá Tómasi, að það voru ekki eingöngu atvikin sem Austri birtir, sem voru orsök vandans, heldur ósamkomulag heimamanna! Sjálfsagt hefðu heima- menn getað staðið betur að þessu máli, því lengi má bæta sig, en um verulegt ósamkomulag hafði verið að ræða, fellst ég ekki á — en kannski vita þeir Byggðasjóðsmenn betur. Nei, þessi Austragrein er því yfir- klór. „Fáskrúðsfjarðarplanið“ var og er í fullu gildi og því fór sem fór. Það er raunar hlálegt, að slík áætlun skuli vera á prjónum þeirra stjómvalda, sem nú sitja. Slíkt sam- krull hefði einhvem tíman verið kallað kommúnismi. Það sýnir glöggt, hve uppbygging landsbyggð- arinnar er háð algerri hentistefnu. Hjólin farin að snúast, en frekara moldviðri gætí. dregið dilk á eftir sér. Þessi grein er farin að verða lengri en ráð var fyrir gert, þó skal að lok- um geta þess, að hjólin em nú farin að snúast hér. Þar á blessuð loðnan sinn hlut að máli og svo hef- ur borist afli frá Fáskrúðsfirði (við fáum 35% af afla, en ekki 25% sem Austri greinir frá). En sá er gallinn á gjöf Njarðar, að flutnings- kostnaðurinn ætlar líklega að verða meiri, en álitið var og er sýnt, að þessir flutningar verða skammgóð- ur vermir. Bátamir eru nýbyrjaðir veiðar, en afli verið sáratregur og gæftir stirðar. Það er því Ijóst, að hér austur frá eru það togskipin sem stólandi er á, hvað varðar örugga hráefnisöflun. Þess vegna teljum við hér á Breiðdalsvík, að missir togarans hafi verið mjög nei- kvæður í mörgum tilvikum og Austragreinin því hálfgert mold- viðri, til að breiða yfir mistök, skammarleg mistök þeirra, er kalla vilja sig byggðastefnumenn. En nú er það svo, að öllum getur orðið þetta á. En af mistökum geta menn lært og vonandi má af þessu máli draga nokkum lærdóm, einkum þeir er vilja að frjótt og mannlegt þjóðlíf festi rætur í þessu landi. Úr því sem komið er, er líklega best að fymist yfir þetta „Hvalbaksmál“. Ég vara við frekara „moldviðri" um ; að, því slíkt gæti dregið dilk á eftir sér. (Millifyrirsagnir eru blaðsins). ÚR BÆNUM Frá Alþýðubandalaginu Félagsvist í Egilsbúð í kvöld föstudag kl. 21.00. Kirkjan Messa í Narðfjarðarkirkju n. k. sunnudag, 6. mars kl. 2. Æskulýðs- dagurinn. Ungmenni aðstoða og Sigurður Þorbergsson leikur einleik á víólu í messunni. Sóknarprestur. á að fella Austurlandsáætlun niður og svíkja þannig gerða samninga. En viðleitnin leynir sér hvergi til að skerða hlut Austurlands enn meira en þegar er orðið og því þurfa austfirðingar að svara á verðugan hátt. — Helgi Seljan.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.