Austurland


Austurland - 11.03.1977, Side 1

Austurland - 11.03.1977, Side 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 27. árgangur. Neskaupstað, 11. mars 1977. 10. tölublað Blaðabingó 9. skipti BJ-HJÍ HM-BIO Geymið númerin. Hugleiðing um talsímann Á liðnu ári var mikið rætt um )>ann gífurlega mismun, sem er á talsímagjöldum eftir búsetu manna í landinu. Voru skrifaðar margar merkar greinar um málið, sem urðu þess valdandi að einstakir þing- menn utan af landi rumskuðu og báru fram bænakvak á hinu háa Alþingi um einhverjar úrbætur, en „Á eina leið \>ó allt fór, árangurinn pvengmjór", eins og segir í þulunni hans Bjama heitins Ásgeirssonar um raforkumál Snæfellinga. Menn hafa að vonum velt f>ví fyr- ir sér hvers vegna þessi krossferð í nafni réttlætis til handa dreifbýling- um vafð svona endaslepp, eins og reyndar margar fleiri slíkar. Ég leyfi mér að halda því fram að það hafi fyrst og fremst verið vegna þess að máttarvöldum land- símans hafi ekki verið bent á leiðir til að finna hinn tölfræðilega grund- völl til að byggja réttlætið á, eða er ekki öllum ljóst að embættis- kerfið er beinlínis nauðbeygt að prófa allar úrlausnir í tölvu, áður en endanleg ákvörðun er tekin, þó ekki væri til annars en að geta kennt tölvunni um, ef illa tekst til. Hinn 21. desember 1976 var út- gefin af Samgöngumálaráðuneytinu ný gjaldskrá og reglur fyrir síma- þjónustu og birt landslýð til eftir- breytni í stjómartíðindum 28. des. undir númerinu 410, á bls. 777—792 í B-deild. Fyrir notkun talsíma skal greiða afnotagjald (fast gjald) og símtala- gjald, p. e. fyrir svonefnd Ianglínu- samtöl og verður hér fjallað um pessi gjöld að Jm er sjálfvirka síma varðar, en öðrum gjöldum af tal- síma sleppt, pó þau séu sannarlega allrar athygli verð. Afnotagjaldið er kr. 3.900.- á ársfjórðungi fyrir alla sjálfvirka einkasíma. Svo virðist sem það hafi hvarflað að semjendum gjaldskrár- innar að réttlætið væri ekki full- komið ef sá símtólshafi, sem tengd- ur er við t. d. 300 númera sjálfvirka símstöð er látinn gjalda nákvæm- lega sama gjald og sá, sem er tengd- ur við margfalt stærri miðstöð. Til þess að jafna metin er notendum skipt í tvo flokka, p. e. pá sem tengdir eru miðstöð með 20.000 númerum eða færri, og pá sem tengdir eru stærri miðstöð. Fasta- gjaldið er að vísu það sama í báð- um tilvikum, en þeir sem tengdir eru miðstöðvum, sem hafa 20.000 númer eða færri, njóta þeirra miklu forréttinda að fá 600 teljaraskref innifalin í fastagjaldinu á móti 300 hjá hinum. Hvert teljaraskref innan sömu stöðvar kostar kr. 8,70 og verður því mismunur á afnotagjöld- um þessara tveggja hópa kr. 2.610 á ársfjórðungi, hið mesta. Nú er það svo, að allar sjálfvirk- ar miðstöðvar í landinu eru með langt undir 20.000 símnotendur, nema ein, p. e. stöðin í stór-Reykja- vík. Að vísu eru þar margar sjálf- virkar stöðvar, svo sem Hafnafjarð- arstöð og Kópavogsstöð, auk nokk- urra í Reykjavík, en af réttlætis- ástæðum eru þær allar taldar ein miðstöð. Þetta þýðir að 45.000 not- endur stór-Reykjavíkurstöðvarinn- ar geta talað ótímamælt hver við annan fyrir eitt skrefgjald, kr. 8,70, þegar frískrefunum hefur verið eytt. Sama réttar njóta allir notendur litlu miðstöðvanna utan Reykja- víkur, annað væri kannski heldur ekki sanngjarnt? Sá er pó munur á að notendur litlu stöðvanna geta aðeins hringt í nokkur hundruð í sl. mánuði tók til starfa í Nes- kaupstað rannsóknarstofa í nýju húsnæði í loðnubræðslu SVN. Stof- an er útibú frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og er henni ætlað að þjóna Austfjörðum öllum. Aðalverkefnið nú er í sambandi við loðnubræðsluna, bæði við að fitugreina sýni af loðnu, sem landað er í Neskaupstað og nágrannabæj- um og eins við efnagreiningu á af- urðum loðnubræðslu SVN, en við það starf vinna 3 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn. Þama verður einnig unnið fyrir frystihúsin á Austfjörðum, m. a. við ferskleikamælingu á fiski og gerla- prófanir. Ennfremur verður unnið við ýmis hagnýt rannsóknarverk- efni í samvinnu við fiskvinnslufyrir- tæki á Austfjörðum, svo sem nýt- ingu ýmissa fisktegunda. Helgi Þórhallsson efnaverkfræð- ingur hefur séð um að koma stof- númer, flestir hverjir, með þessum kostakjörum. Til að vinna upp það sem á skortir að afnotagjaldið standi und- ir kostnaði við talsímann kemur til skjalanna áðurnefnt símtalagjald. Símtöl milli einstakra miðstöðva eru tímamæld og hver sekúnda verð- lögð í beinu hlutfalli við fjarlægð- ina milli stöðvanna, pó með undan- tekningum, því að annað getur vart talist sanngjarnt. Dæmi: Skv. vegakorti er fjar- lægðin frá Hafnarfirði að Brúar- landi í Mosfellssveit 27 km. Sím- Eins og kunnugt er af fréttum undanfarið stórskemmdi gríska flutningaskipið Aliakom Progress hafnarmannvirki á Reyðarfirði, er það sigldi tvisvar á hafnargarðinn þegar gerðar voru tilraunir til að leggjast upp að honum þann 1. og 2. mars sl. Skip þetta, sem er 12.000 lestir, var komið til Reyðarfjarðar til þess að sækja loðnumjöl og hafði skipstjóri skipsins aldrei áður lagt unni upp og stjórnaði henni í byrj- un, en nú um mánaðamótin tók við forstöðu hennar Þórhallur Jónasson efnaverkfræðingur. Reikna má með a. m. k. einum aðstoðarmanni allt árið -— og þrem að auki meðan brætt er á vöktum í bræðslunni. Starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins er fyrst og fremst bein þjónusta við fiskiðnaðinn í landinu og því mikilvægt að hafa útibú í öllum landshlutum og auk útibússins í Neskaupstað hefur þeg- ar verið komið á fót útibúum á ísafirði og í Vestmannaeyjum. Væntanlega getur orðið samstarf m'illi þessara útibúa og einnig úti- búa Hafrannsóknastofnunarinnar, sem sett hafa verið upp á ísafirði, Húsavík og Höfn. Gæti slíkt sam- starf orðið mikilvægt framlag til þróunar fiskiðnaðarins. — Krjóh. talagjald milli þessarra staða er skv. gjaldaflokki A, kr. 8,70 á mínútu. Skv. sama korti er vegalengdin milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar 27 km. Símtalagjald milli þeirra staða er í 1. flokki, kr. 21,75 á mínútu, eða réttum 150% hærra en í fyrra tilvikinu. Þótt undarlegt megi virðast er símatalagjald milli Reykjavíkur og Egilsstaða það sama og milli Egils- staða og Reykjavíkur, kr. 87 fyrir hverja mínútu. Framhald á 3 c’ð'i skipinu að hafnargarði, því dráttar- bátar munu sjá um slíkt í erlendum höfnum, þegar um er að ræða skip af þessari stærð. Hafnarmannvirki skemmdust mikið við árekstra skipsins. Stál- þilið beyglaðist og brotnaði, járn- varinn og steyptur viðlegukantur- inn brotnaði og undir sjávarmáli komu tvö göt á stálþilið með þeim afleiðingum að 150—200 tonn af uppfyllingarefni rann í sjóinn. Gríska skipið skemmdist einnig mikið og gekk hluti af stefni skips- ins undir sjólínu þcss um 4 metra inn og má nokkuð af því marka hve árekstrarnir hafa verið harðir. Nú hefur verið unnið að bráða- birgðaviðgerð á hafnarmannvirkj- unum og skipinu. Tíðindamaður blaðsins á Reyðarfirði, Björn Jóns- son, sagði að þegar væru komnir verkfræðingar og kafari frá hafn- armálastjórn til að meta skemmd- irnar á hafnarmannvirkjunum. Ekki höfðu pó enn verið gefnar upp nein- ar tölur um fjárhagslegt tjón. Sl. þriðjudag var allt tilbúið til að skipa um borð í skipið 1700— 2000 tonnum af lóðnumjöli. Að lokum má geta þess að nú fyrr í vikunni kom annar grískur skip- stjóri til Reyðarfjarðar til þess að taka við skipinu. Kannski er sá sér- fræðingur þeirra grísku í því að leggjast upp að og því ástæða fyrir hafnaryfirvöld, í þeim höfnum ís- lenskum sem von eiga á Aliakom Progress, að anda léttar. — S. G. Únbu jrd rannsóhfldstojnun fishiónaðaríns Grísht ship stórshemmdi hafnarmannvirhi ó Reyðarfirði

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.