Austurland


Austurland - 02.02.1978, Blaðsíða 4

Austurland - 02.02.1978, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND 0 Neskaupstað, 2. febrúar 1978. Frambjóðendur hafa orðið: Þurfum ríkisstjórn vinveitta launþegum Guöjón Bjöwsson í vor eru tvennar kosningar, kosn- ing sveitarstjóma og alþingiskosn- ingar. Kosningakonfektið verður því á borð borið næstu vikur af stjóm- málaflokkunum, misjafnt að gæðum eins og flokkamir eru margir. Við höfum sl. 4 ár haft ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og fengið að bragða á f>ví sælgæti sem þessir flokkar hafa borið á borð fyrir þjóðina. Fjáraflamenn og braskarar láta vel af bragðinu, enda ástæðulaust fyrir pá að kvarta, pcir vita sem er að þeirra hagsmunum er óhætt meðan ráðherrastólamir eru skipaðir eins og raun ber vitni. En hvað segja launpegar? Eru þeir eins ánægðir með sitt hlutskipti? Þeir hafa Jmrft að heyja harða baráttu á tveim vígstöðum við viðsemjendur sína, atvinnurekendur og fjandsam- legt ríkisvald, til að fá nokkra leið- réttingu á kjörum sínum. Ég segi fjandsamlegt ríkisvald vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn sem aug- ljóslega ræður ferðinni í ríkisstjóm- inni hefur aldrei stutt launþega í baráttu sinni að lifa mannsæmandi lífi. Það var ekki fyrr búið að semja við verkafólk á síðastliðnu sumri en verðhækkunarskriðan fór af stað; og þegar samið var við opinbera starfsmenn á sl. hausti hleypti ríkis- stjórnin skriðunni á fulla ferð og hafði engan hemil par á og gaf pá skýringu í tíma og ótíma, að vinn- andi menn hefðu of hátt kaup. Þeir eru furðu margir. sem enn trúa slíkri bábilju. Nú á að vinna markvisst að pví að taka )>að sem ávannst í samning- um á sl. ári að áliti þcirra sem ráða ferðinni. Að dómi ríkisstjómarinnar hafa verkamenn, sjómenn, bændur og opinberir starfsmenn alltof hátt kaup, hjóðarbúið þolir ekki slíkan lúxus. Þessari þróun verður að snúa við. Það ætti að vera hverju mannsbami ljóst, að ekkert vit verður í efna- hagsmálunum, fyrr en í landinu sit- ur ríkisstjóm sem er í nánum tengsl- um við samtök launafólks. Alþýðu- bandalagið er verkalýðsflokkur sem berst fyrir hagsmunum vinnandi fólks til sjávar og sveita og mun leggja þunga áherslu á að varðveita þann ávinning sem samtök launa- fólks náðu sl. sumar. Alþýðubandalagið hefur mótað stefnu í atvinnumálum, íslenska at- vinnustefnu, sem er alger andstæða stóriðjudrauma stjórnarsinna og ættu allir að kynna sér pá stefnu. Alpýðubandalagið hefur sérstöðu meðal flokka í herstöðvamálum, skýra stefnu: Herinn burt, fsland úr Nató. Vegna þessa og margs annars skipa ég sæti á lista Alpýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi í komandi alþingiskosningum. Guðjón Björnsson. Kaupstaðarréttindi fyrir Egilsstaðahrepp Á fundi hreppsnefndar Egilsstaða- hrepps 17. janúar sl. var samþykkt eftirfarandi tillaga um kaupstaðar- réttindi fyrir Egilsstaðahrepp: TILLAGA: 1. gr. Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps samþykkir að óska þess við hið háa Alþingi að Egilsstaðahreppi verði veitt kaupstaðarréttindi frá og með sveitarstjórnarkosningum 1978. 2. gr. Tillögunni skal vísa til almennrar skoðanakönnunar meðal íbúa Egils- staðahrepps, sem fari fram eigi síð- ar en 20. mars 1978. 3. gr. Atkvæðisrétt í skoðanakönnun samkvæmt annarri grein hafa allir íbúar Egilsstaðahrepps 18 ára og eldri. 4. gr. Verði tillagan samþykkt með ein- földum meirihluta gr. atkvæða sam- kvæmt þriðju grein, verður málinu vísað af hreppsnefnd til alþingis- manna Austurlands með ósk um að þeir flytji frumvarp til laga um kaupstaðarréttindi til handa Egils- staðahreppi. 5. gr. Verði tillagan felld við skoðana- könnun samkvæmt annarri grein samþykkir hreppsnefnd að óska eft- ir við sýslunefnd Suður-Múlasýslu að fjölga hreppsnefndarmönnum úr Framh. á 2. síðu Hvað er í fréttum Frá Höfn Austurland hafði samband við Heimi Þór Gíslason á Höfn og átti við hann eftirfarandi fréttaviðtal. — Var ekki miklum fiski landað á Höfn á sl. ári Heimir? — Jú, hér var landað um 35.000 lestum af fiski á árinu 1977. Til samanburðar má geta þess að á ár- inu 1976 var landað hér um 22.000 lestum af fiski. Það er aðallega aukin loðnulöndun, sem hefur þessi áhrif til aukningar. Bolfiskafli, sem hér kom á land á árinu 1977, var heldur minni en árið áður og er ástæða þess fyrst og fremst sú að skuttogarinn Skinney var seldur. — Hvað er að frétta af vertíðinni? — Helstu fréttimar eru af línu- veiðunum. Á þessari vertíð róa 8 bátar með línu og hafa þeir fiskað mjög vel. Fyrir áramót fengu þeir 7—8 tonn að jafnaði í róðri, en nú eftir áramótin hafa þeir fengið um það bil 6 tonn að jafnaði. Hafa línu- bátarnir farið 50—60 róðra á vertíð- inni. Svo vikið sé að annars konar veið- um, pá hafa rjúpnaveiðar gengið hér heldur treglega eins og annars stað- ar á landinu. Þó veit ég til þess að rjúpnaskytta hafi komið með 32 rjúpur úr einni veiðiferð. —- Er eitthvað nýtt að frétta af öðrum sviðum atvinnulífsins? — Já, hér hefur að undanfömu alvarlega verið rætt um uppsetn- ingu prjónastofu á staðnum. Ýmsir aðilar hafa tekið þátt í þessum um- ræðum m. a. Kaupfélagið, hreppur- inn, Kvenfélagið og Búnaðarfélagið. — Fyrir nokkru var tekin í notkun ný verbúð á Höfn, er það ekki rétt? — Jú, það var tekin hér í notkun ný verbúð um áramótin. f henni er rúm fyrir um 60 í tveggja til þriggja manna herbergjum. Einnig er lítil húsvarðaríbúð í verbúðinni. Kaupfélagið á stærstan hlut í þessari nýju verbúð, en aðrir at- vinnurekendur eiga í henni líka. — Hafið þið orðið mikið fyrir barðinu á rafmagnsbilunum í vetur, eins og sumir nágranna ykkar? — Hér var skömmtun í vikutíma fyrir nokkru og var hún vegna bil- unar í stærstu dieselvélinni í raf- stöðinni hér. Annars hefur ástandið í rafmagnsmálum verið gott í vetur. Það sama er ekki hægt að segja um sjónvarpið hins vegar. Það er hér mjög algengt að myndin detti út oftar en tíu sinnum á kvöldi. Það mun oftast vera endurvarpstöðin á Háafelli í Mýrdal sem gerir Hom- firðingum þennan óleik. — S. G. Bréfkorn aö sunnan Síðasta dag í mörsugi 1978 Enn einu sinni er bankakerfið okkar efst á baugi í tali manna á meðal. Verður ekki betur séð en það hafi tekið að sér að leggja til eina stórbombu á ári, fjölmiðlum til næringar^ hrekklausu fólki til undrunar og Andskotanum til at- hlægis; Alþýðubankinn, ávísana- hringurinn og nú sú síðasta og feit- asta, eins og þriðja frilla Danakóngs í íslandsklukkunni, Landsbanka- blaðran stóra, sem sprakk rétt fyrir jóliií eins og allir muna. Vonandi er pó, að „allt sé pá þrennt er,“ eins og góður maður tók til orða fyrir austan um árið. Og pó . . . Hver þorir í rauninni að vona það? Bankakerfið okkar virðist vera, svo undrum sætir, þrautseigt að ganga með ýmiskonar kvilla án þess að kenna sér meins. Allt í einu kem- ur svo í ljós, fyrir tilverknað utan- aðkomandi aðila, að ein af deildum Landsbanka fslands hefur árum saman stundað ekkert smáræðis lauslæti með þeim afleiðingum, að bankinn er orðinn kasóléttur fyrir löngu. Forstöðumaður þessarar deildar hefur gert sér lítið fyrir og starfrækt heilan banka innan í Landsbankanum, eins og eitt dag- blaðið komst að orði hér á dögun- um. Stjórnendur bankans hafa setið með sælubros á vör í sínum mjúku stólum og hvorki heyrt hósta né stunu, hvað pá fundið titring frá allri þessari athafnasemi. Það var semsé engin venjuleg blaðra, sem sprakk í bankakerfinu okkar fyrir jólin, heldur líknarbelg- ur utan af einhverju því undarleg- asta fóstri, sem vaxið hefur með þessari þjóð, svo menn viti. Enginn virðist enn vita hversu stórt þetta bankafóstur er( en ýmsa grunar að það muni enginn óburður verða í fyllingu tímans. Sérfræðingar hafa verið kallaðir á vettvang að hjálpa þessum synd- arinnar ávexti í heiminn, en þrátt fyrir allharðar hríðir virðist fæð- ingin ætla að dragast á langinn, eins og oft vill verða þegar fóstrið er orðið fullstórt, eða óeðlilega lengi hefur verið með það gengið. Að vonum bíða margir þess óþol- inmóðir að fá barið afkvæmi þetta augum. Við skulum því vona, að hagur Landsbankans greiðist fyrr en síðar. Ekki get ég neitað því, að und- anfarnar vikur hefur mér oftar en áður dottið í hug snilldarsaga, sem bóndi nokkur á Austurlandi sagði eitt sinn að vorlagi til marks um, hversu stórum lömbum ærnar hans bæru: Framh. á 2. siðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.