Austurland


Austurland - 14.09.1978, Page 2

Austurland - 14.09.1978, Page 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 14. seþtember 1978. lUSTURLAND Útgejandi: Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. — NESPRENT Staðan í Austurlandskjördœmi Úrslitin á Austurlandi í vor voru fyrir margra hluta sakir athyglisverð. í fyrsta lagi var ofurvaldi Framsóknar í kjördæminu hnekkt. Fram ið þessu hefur flokkurinn haft yfirburði umfram aðra flokka í fylgi. Frá ?ví núverandi kjördæmaskipun var upp tekin hefur flokkurinn jafnan engið þrjá af fimm kjörnum [úngmönnum Austurlands í sinn hlut og iýndist ekki í mikilli hættu með að tapa |>eirri aðstöðu. Flokkurinn lagði jfurkapp á j>að í áróðri sínum, að ef hann héldi ekki hlut sínum hlyti úngmönnum Austurlands að fækka um einn, |>ví Al)>ýðubandalagið gæti :kki fengið uppbótarsæti, ef j>að fengi tvo menn kjörna. Að þessu sinni tóku kjósendur ekki m'kið mark á fæssari áróðurs- ^rellu Framsóknar. Flokkurinn er ekki lengur stærsti flokkur kjördæmis- ns að pví er kjörfylgi snertir. Hann tapaði manni án j?ess að júngmönnum kjördæmisins fækkaði við j>að. Enn athyglisverðari er stórsigur Alj>ýðubandalagsins. Það hlaut nú meira fylgi en nokkur flokkur annar og er hlutfallslega sterkara á Aust- urlandi en í nokkru kjördæmi öðru, fékk tvo menn kjörna og sá j>riðji varð landskjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut slæma útreið og ]>olir varla annað eins Lap öðru sinni án þess að tapa þingsæti sínu. Hlutur Alþýðuflokksins varð góður eftir Iangt niðurlægingatímabil. En fylgi hans er ótraustara en annarra flokka og getur hrunið af honum við minnsta mótbyr. Samtökin töpuðu miklu fylgi, en frammistaða þeirra var j>ó ekki verri ;n við mátti búast. Um framtíð J>eirra er allt í óvissu og eins víst að j>au bjóði ekki fram aftur. Hvað verður um J>að fylgi getur ráðið miklu um urslit næst. Eðlilegt væri, að mestur hluti j>essa fólks gengi til liðs við Alj>ýðubandalagið og má í |>ví sambandi minna á orð Ágústu á Ref- stað, á framboðsfundi í Neskaupstað. Hún sagði að á milli Alj>ýðubanda- lagsins og Samtakanna væri enginn málefnalegur ágreiningur. Kosningaúrslitin sýndu, að mjög hefur slaknað á flokksböndum. Vlenn kjósa ekki í eins ríkum mæli og áður J>ann flokk, sem j>eir áður hafa kosið. Menn leggja meir til grundvallar atkvæði sínu pcrsónulegt mat. Er }>etta vel og hlýtur að leiða til j’ess, að kjörnir fulltrúar reyni í ríkari mæli en áður að standa við ]>au fyrirheit, sem J>eir hafa gefið. Fylgi Alj>ýðubandalagsins var mjög mikið í öllum hlutum kjördæmis- ns og fylgisaukning j>ess í sveitum mun hafa ráðið úrslitum. Nú bíður liokksins j>að verkefni, að halda }>essu fylgi og auka við ]>að. Það tekst ekki, nema með auknu starfi og góðri frammistöðu kjörinna fulltrúa. Að sjálfsögðu hvílir í J>essum efnum mikil ábyrgð á j’ingmönnum og enginn skyldi halda, að J>eir láti sinn hlut eftir liggja. Á fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum veltur líka mikið. Þeirra verkefni er, að standa sig J>annig, að kjósendur fái traust á j>eim og flokki j>eim, sem þeir eru ulltrúar fyrir. Alj>ýðubandalagið á nú fleiri fulltrúa í sveitarstjómum en nokkru sinni fyrr og er sterkasti flokkurinn í Neskaupstað, á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Þessi staðreynd býður upp á mikla mögu- leika og svcitarstjórnarmenn Al|>ýðubandalagsins á j>essum stöðum verða ið gera sér grein fyrir |>eirri ábyrgð. sem á j>eim hvílir gagnvart flokknum og fólkinu sem kaus j>á. En mest á J>ó flokkurinn undir hinum almenna flokksmanni. Enginn flokkur kemst áfram eins og nú standa sakir, nema félagar hans starfi af }>rótti og fyrirhyggju. Skipulegt starf getur ekki orðið, nema flokks- félögin séu lifandi og virk. Eitt af J>eim tækjum, sem Alj>ýðubandalagið á yfir að ráða í baráttu sinni er ]>etta blað. Velunnarar j>ess j>urfa að vinna að stóraukinni út- breiðslu J>ess, senda j>ví efni til birtingar og styðja j>að á annan hátt. Það verkefni býður nú úrlausnar kjördæmisráðs, að stækka }>að, bæta og útbreiða svo að J>að geti orðið }>að vopn, sem J>ví er ætlað. Upphaf björgunaraðgerða Framhald af 1. síðu. á J>essar vörur hefur ekki verið hækkaður. Skattur á ferðagjaldeyri Lagður er 10% skattur á ferða- gjaldeyrir annan en viðurkenndan kostnað námsmanna og sjúklinga og áhafnagjaldeyri. Jafnframt er heimild til að kaupa ferðamanna- gjaldeyri tvöfölduð. Tóbak og áfengi Að sjálfsögðu hefur verð á tóbaki og áfengi verið hækkað. Það er sígild og örugg fjáröflunarleið, j>eg- ar ríkiskassinn hefur verið tómur. Nemur hækkunin 20%. Fjandsamleg atvinnurekendasamtök Málpípur íhaldsins í flokki at- vinnurekenda og forstjóra hafa tek- ið j>essum ráðstöfunum og öðrum vægast sagt illa og hafa allt á horn- um sér. Þeir minna helst á hunda, sem stigið hefur verið ofan á skottið á, svo ámátleg er emjan j>eirra. En hver minnist j>ess, að nokkurn tíma hafi nokkuð verið gert af viti í efnahagsmálum J>essa lands, svo að j>essi öfl risu ekki öndverð gegn |>ví? Það er ljóst, að samtök atvinnu- rekenda hafa skipað sér í andstöðu- sveit ríkisstjórnarinnar og munu gera allt j>að sem j>au geta henni til miska og bölvunar. Allir vita j>ó, að björgunaraðgerðimar eru ekki síst gerðar vegna atvinnu- rekenda. Og árangurinn kom strax í ljós: Fiskvinnslustöðvar, sem lengi höfðu verið lokaðar undir óstjórn íhaldsins, tóku aftur til starfa, fiski- bátar, sem lágu við festar vegna ]>ess að frystihúsin vildu ekki sjá afla J>eirra, ýttu frá landi, og at- vinnuleysisskýrslumar, sem orðnar voru nokkuð langar, tæmdust. Aðgerðir, sem orðið hafa til j>ess að koma atvinnulífinu í gang. eiga ekki upp á pallborðið hjá forvstu- mönnum atvinnurekenda. Traustasti bakhjarlinn Verkalýðssamtökin eru traustasti bakhjarl j>essarar stjórnar, enda áttu J>au drjúgan J>átt í myndun vwvuv\ wvvwv wwvw\ vwvwwvv vwvx vv v\- TIL SÖLU Citroin GS 1220 árg. 1974 ekinn 60 j>ús. km. Upplýsingar í síma 7397 eftir kl. 7 á kvöldin. VA' \\ \ A \ W\ \\ WW\\\\W \ \ VA A A \ v > VV\ \A \A » V\ \ A\ wwwwwvwvw VWWWW \\\\\ WWWW vv TIL SÖLU Morris Marina árg. 1974, ekinn 64 ]>ús. km. Uppl. í síma 7437, Neskaupst. hennar. Takist henni að haga störf- um sínum svo, að hún haldi írausti launj>ega- og bændasamtakanna, verður hún engin bráðabirgðastjóm. Þá mun hún sitja út kjörtímabilið og festast f sessi við hvert verk, sem hún vinnur í anda málefnasamnings síns, og mest traust hlýtur hún, ef hægt væri að sannfæra alla stjóm- arfíokka um nauðsyn j>ess, að af- létta hernáminu og segja landið úr Nato. Úr einu i onnað Framhald af 4. síðu. ætla að hann taki til hendinni j>ar sem forverar hans létu reka á reið- anum. Því er hann boðinn velkom- inn til starfa. Samvinna — sameining Á landsj>ingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem nú er nýlokið, var iögð fram skyrsla frá stjómskipaðri nefnd um breytta verkefnaskiptingu ríkis og sveilarfélaga. Er hér um að ræða fyrsta hluta heildarskýrslu. en hinir tveir hlutarnir eru væntanlegir að ári og munu fjalla um breytta tekjuskiptingu }>essara aðila og um- dæmaskipanina í landinu. í umræðum um skýrsluna kom greinilega fram, að menn telja stór- an hluta sveitarfélaganna, en j>au eru 224 alls — eða litlu færri en í Danmörku, allsendis ófæran um að taka við auknum verkefnum sökum smæöar. Margir voru j>eirrar skoð- unar, að sameina }>yrfti sveitarfé- lög víða urn land, en aðrir töldu að samvinna gæti leyst vandann. Samvinna sveitarfélaga er áreiðan- lega hvergi rneiri en á Reykjanesi. Þeir reka saman fjölbrautaskóla, elhheimili, sorpeyðingu, hitaveitu og fieira. Þessi samvinna hefur gengið prýðilega og með henni hefur tekist að leysa verkefni, sem sveitarfélögin hefðu ekki ráðið við hvert í sínu lagi. En böggull fylgir skammriii. Að sögn bæjarfulltrúa í Keflavík er nú svo komið, að völdin hafa að miklu leyti færst úr höndum bæjarfulltrú- anna í hendur samstarfsnefnda um hin ýmsu verkefni. Þá fer að verða hætta á árekstrum, sem ekki væri urn að ræða í einu sveitarfélagi. Andstaða við sameiningu er mest í minnstu hreppunum. Þeir telja, að hagsmunir }>eirra yrðu fyrir borð bornir í stærri heild. En í allflestum tilfellum eru J>etta hreppar, sem ekkert bolmagn hafa til að gera nokkurn hlut fyrir íbúa sína einir sér. Vissulega væri æskilegast að sameiningin yrði frjáls, en hér er um svo stórt mál að ræða, að til- finningar mega ekki einar ráða ferð- inni. — Krjóh. AVWWVVWWVWWWWWWWWWWWWWVW

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.