Austurland


Austurland - 08.02.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 08.02.1979, Blaðsíða 2
__________Æusturland_________________________ Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthóif 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað siml 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Tólfta prósentið Sveitarstjómarmenn berja nú óspart lóminn vegna slæmrar afkomu sveitarfélaganna. Það er ekkert nýtt að sveitarstjómar- menn beri sig illa og j?að vita þeir, sem málum em kunnugir, að það hefur aldrei verið að ástæðulausu. Sveitarfélögin hafa átt mjög í vök að verjast fjárhagslega, en sjaldan munu þau hafa verið í jafn erfiðri aðstöðu sem nú. Þótt tekjur þeirra hafi margfaldast að krónutölu á fáum áram, hrekkur j>að engan veginn til að halda óbreyttri stöðu, vegna vaxandi verð- bólgu og þeirrar áráttu stjómvalda, að auka byrðar sveitar- félaganna án j>ess að heimila peim tekjuöflun á móti. Tekjur sveitarfélaga eru bundnar í lögum. Þau era ekki í jjcirri aðstöðu, eins og ríkisvaldið, að geta mætt auknum út- gjöldum með j>ví að finna upp nýja skatta eða hækka gömlu skattana. Þau verða, vegna takmarkaðra tekna, að skera niður nauðsynlegar framkvæmdir eða auka skuldir sínar, en oftast mun hvoratveggja vera raunin. Það skerðir verulega rauntekjur sveitarfélaga, að löggjaf- inn hefur ekki komið því í verk, að lögbjóða staðgreiðslu út- svara. Talið er, að álögð útsvör, sem era 10 eða 11%, séu í raun ekki nema 7—8% útsvarsskyldra tekna, J>ví gjaldmiðillinn rýrnar frá }>ví gjaldandinn aflar hans og j>ar til hann greiðir útsvarið sitt. ÚtsMör eru nú samkvæmt lögum 10% útsvarsskyldra tekna, en heimilt er að hækka j>au í 11%. Það hafa gert flest eða öll sveitarfélög, sem teljandi umsvif hafa og ekki sækja j>jón- ustu, sem j>au að réttu lagi ættu að veita sjálf, til annarra sveitarfélaga. Samtök sveitarstjómarmanna og einstakir sveitarstjórnar- menn sækja j>að nú fast, að fá að hækka útsvörin í 12% út- svarsskyldra tekna. Enginn J>arf að ætla að menn geri slíkt að gamni sínu. Brýn j>örf liggur hér að baki. Þegar j>etta er rit- að er ekki vitað hvort löggjafinn verður við j>essari kröfu, en undarlega dauflega er í hana tekið og sumir }>ingmenn hafa beinlínis lýst sig andvíga henni. Fróðlegt er að athuga viðbrögð málgagna íhaldsins og ábyrgðarmanna borgarstjórnaríhaldsins við tilraunum sveitar- stjómarmanna til að fá bættan hag sveitarfélaganna, í ljósi J?eirra skattheimtustefnu, sem íhaldið fylgdi á meðan }>að réði lögum og lofum í borgarstjóm höfuðstaðarins. Borgarstjómaríhaldið notaði sér yfirleitt út í æsar heim- ildir til álagningar útsvars, sem kemur hvað harðast niður á launamönnum, sem lög ívilna í engu. Aftur á móti hagnýtti J?að sér ekki nálægt j?ví til fulls réttinn til að leggja á aðstöðu- gjöld. Þá var komið við hjartað í íhaldinu. Aðstöðugjöld greiða einkum fyrirtæki og j>ví hærri sem umsvif j?eirra era meiri. Aftur á móti era }>au ekki útsvarsskyld. Það var j?ví í sam- ræmi við hugsunarhátt íhaldsins, að nota sér út í æsar réttinn til að leggja á útsvör en stilla aðstöðugjaldinu mjög í hóf. íhald- ið heldur uppi skarpri gagnrýni á pá ákvörðun núverandi borg- arstjórnarmeirihluta að láta auðfélögin greiða aðstöðugjöld eins og lög gera ráð fyrir. Fálkinn }>ekkir frænku sína rjúp- una j>egar kemur að hjartanu. fhaldið }>ekkir frændur sína, braskarana, j>egar komið er að pyngjunni. Sérstakur kapituli eru svo fasteignagjöldin. Þótt j?au séu álögð eftir lögum, sem í núverandi mynd eru mótuð af íhalds- stjóm, hamast }>að nú gegn borgarstjómarmeirihlutanum fyrir há fasteignagjöld. Þau koma líka j>yngst niður á heildverslun- um og öðrum auðkýfingum, sem reist hafa verslunarhallir í Reykjavík. — B. Þ. UÍA... NESHREPPUR I NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐ ARSON TÓK SAMAN 11. Axel Valdimar Tuiinius, bæjarfógeti f. í Reykjavík 4. apríl 1918, d. í Reykjavík 22. nóv. 1976. Foreldrar: Hallgrímur Tuliníus, stórkaupmaður og fyrri kona hans Hrefna Lárusdóttir. Varabæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins 1958—1962. Sat 5 bæjarstjórnarfundi. Fyrri kona: Kristjana Kristinsdóttir f. á Húsavík 2. nóv. 1920. Foreldrar: Kristinn Jónsson, kaupmaður og kona hans Guðbjörg Óladóttir. Seinni kona: Áslaug Kristjánsdóttir f. á ísafirði 30. maí 1923. Foreldr- ar: Kristján Stefánsson, skipstjóri og kona hans Alberta Albertsdóttir. 12. Benedikt Bencdiktsson, skipstjóri f. á Borgareyri í Mjóafirði 18. apríl 1889 d. í Neskaupstað 15. sept. 1966. Foreldrar: Benedikt Sveins- son, bóndi og kona hans Margrét Hjálmarsdóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1938—1942. Sat 6 bæjarstjórnarfundi. Kona: Helga Hinriksdóttir, f. í Neskaupstað 16. okt. 1904 d. í Reykjavík 5. mars 1967, alsystir Borghildar konu Níelsar Ingvarssonar nr. 75 og föður- systir Ragnars Sigurðssonar nr. 84. Foreldrar: Hinrik Þorsteinsson, út- vegsbóndi og kona hans Jóhanna Björnsdóttir. 13. Benedikt Guttormsson, skrifstofumaður f. í Löndum, Stöðvar- firði 8. febr. 1935. Foreldrar: Guttormur Þorsteinsson, bóndi og kona hans Fanney Ólafsdóttir. Varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins síðan 1974. Hefur setið 5 bæjarstjórnarfundi. Kona: Olga Jónsdóttir f. í Neskaupstað 30. sept. 1937, alsystir Sigurjóns Jónssonar nr. 94. Foreldr- ar: Jón Karlsson, matsveinn og kona hans Gíslína Sigurjónsdóttir. 14. Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri, f. á Kálfafelli, Suðursveit, A-Skaft. 24. apríl 1914. Foreldrar: Þórður Bergsveinsson, bóndi og kona hans Matthildur Bjarnadóttir. Albróðir Þórðar nr. 109. Bæjarfulltrúi Kommúnistaflokksins 30. jan.—11. sept 1938, síðan Sósíalistaflokksins til 1958 og Alþýðubandalagsins til 1978. Bæjarstjóri 2. febr.—15. júní 1946 og 15. aprfl 1950— 30. júní 1973. Sat 559 bæjarstjórnarfundi. Fyrri kona: Anna Eiríksdóttir f. í Neskaupstað 2. nóv. 1918, d. í Nes- kaupstað 25. júlí 1975. Foreldrar: Eiríkur Elísson, trésmiður og kona hans Hildur Jónsdóttir. Síðari kona: Hlíf Bjarnadóttir f. í Eydölum í Breiðdal 19. des. 1914. Foreldrar. Bjarni Snjólfsson, bóndi og kona hans Dagrún Sigurðardóttir. 15. Björn Björnsson, kaupmaður f. á Seyðisfirði 25. des. 1912. Foreldrar: Bjöm Björnsson, kaupmaður og kona hans Málfríður Arn- grímsdóttir. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1954—1974. Sat 16 bæjarstjórnarfundi. Kona: Guðlaug Ingvarsdóttir f. í Neskaupstað 3. mars 1915. Alsystir Níelsar Ingvarssonar nr. 75 og Sigurjóns Ingvars- sonar nr. 92. Foreldrar: Ingvar Pálmason, alþingismaður nr. 49 og kona hans Margrét Finnsdóttir. 16. Björn Steindórsson, rakarameistari f. 14. des. 1914 á Miðhús- um, Egilsstaðahreppi. Foreldrar: Steindór Árnason, bóndi og kona hans Jónína Jónsdóttir. Varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1970—1974. Sat 5 bæjarstjórnarfundi. Kona: Bjarný Sigurðardóttir f. 8. okt. 1919 á Barðsnesi í Norðfjarðarhreppi. Foreldrar: Sigurður Þorleifsson, skipasmiður og kona hans Halldóra Davíðsdóttir. Geta verið betri? Það hefur ekki farið framhjá neinum sem horfir á sjónvarp hversu skilyrði eru miklu verri úti á landi en í höfuðborginni. Segja má að skilyrðin versni í réttu hlutfalli við fjarlægðina frá höfuðborginni. Kröfur dreifbýlis- manna um bætt sjónvarpsskilyrði hafa ekki alltaf fengið góðar und- irtektir. Aðgerðarleysið afsakað með því að stofnunin sé fjárvana. Hvað Neskaupstað viðkemur þá sjást sjónvarpssendingar tiltölulega illa. Ástæðurnar fyrir því eru tvær. í fyrsta lagi sú að sendirinn í endurvarpsstöðinni í Skuggahlíð er alltof lítill (1 watt) og í öðru lagi eru loftnet endurvarps- stöðvarinnar rangt staðsett. Þar að auki eru geysimisjöfn sjón- varpsskilyrði. Sumsstaðar all góð annarsstaðar afar léleg. Framleið- endur litatækja halda því fram að til að ná fullkomnum litgæðum þurfi 1000 mícróvolta signalstyrk. Hér í bæ er styrkurinn víða ekki meiri en 3—400 mícróvolt. Stærri sendir mundi að sjálfsögðu bæta hér verulega úr. Fróðir menn í sjónvarpsmálum halda því fram að loftnet endur- varpsstöðvarinnar í Skuggahlíð séu rangt staðsett. Þau séu ekki í beinni sjónlínu frá Gagnheiði. Telja þeir sömu að skilyrðin myndu batna hér til mikilla muna væru þau flutt upp á klifið fyrir ofan Skuggahlíð. Slíkt mundi að sjálfsögðu vera talsvert kostnaðar- samt. En það verður að segjast eins og það er, að upphafleg staðsetning endurvarpsstöðvar- innar er mjög hæpin og furðuleg skammsýni að spara einhverja peninga við byggingu endurvarps- stöðvarinnar á kostnað sjónvarps- skilyrða hér í bæ. Ekkert er á döfinni hjá þeim aðila er annast dreifikerfið, Pósti og síma, til úrbóta. Bæjarstjóm Neskaupstaðar hlýtur að þrýsta á um að eitthvað verði gert. Framhald af 3. síðu. Minnispeningnr Nýlega barst stjórninni í hendur fullgerð teikning af minnispen- ingnum um Þórarin heitinn Sveins- son. Teikningin er gerð af Þresti Magnússyni FÍT og er snilldar- verk. Nú er verið að útbúa áskrifta- lista, sem væntanlegir kaupendur verða látnir skrifa sig á, en ákveð- ið hefur verið að hafa upplag umfram pantanir mjög takmarkað. Bronspeningurinn mun kosta kr. 15.000 og silfurpeningurinn kr. 35.000. Einnig verður sleginn gull- peningur, ef pantanir berast f hann en hann kemur til með að kosta kr. 300.000 miðað við gengi ísl. kr. í dag. Dálagleg fjárfesting það, en rétt er að geta þess að U.Í.A. fær svipaða krónutölu í álagningu út úr öllum gerðunum. Hagnaði, ef einhver verður, skal varið til endurbóta á íþrótta- svæði U.Í.A. að Eiðum, og er þar fyrst og fremst stefnt að mal- arhlaupabrautum, svo að austfirsk- ir hlaupagikkir þurfi ekki lengur til annarra landshluta til að ná sínum besta árangri. IÍVABB Við samantekt mína á sveitar- stjómarmannatali hef ég hvað eft- ir annað rekið mig á, að heimild- um ber ekki saman. Á það eink- um við um fæðingardag manna, en einnig önnur atriði. Munar oft dögum, stundum vikum eða mán- uðum, jafnvel árum. Ég er ekki í aðstöðu til að kanna frumheimild- ir í nálægt því öllum tilvikum. Því vil ég biðja alla þá, sem telja sig vita betur, að gera mér sem fyrst aðvart, svo hægt sé að leið- rétta hugsanlegar villur áður en sérprentun verður gefin út. Bjarni Þórðarson Hvervillskrifa? Blaðinu hefur borist bréf frá sænskri húsmóður, Maj-Britt Smedbáck frá Torshalla rétt við Eskilstuna sem er vinabær Nes- kaupstaðar. Maj-Britt vill gjarnan eiga bréfa- viðskipti við íslendinga. Hún er 35 ára og hefur ánægju af heimili sínu og börnum, dýr- um og náttúruskoðun yfirleitt, blómarækt bæði úti og inni, ljós- myndum, landslagsmyndum, tón- list, bókum, handavinnu og vefn- aði. ísland og Grænland vekja einnig mikinn áhuga hennar. Vonandi verður einhver til að skrifa henni, heimilisfangið er: Maj-Britt Smedback Violgatan 12 S - 64400 Torshaila Sverige AFMÆLI Pálína Isaksdóttir, húsmóðir, Víðimýri 10 varð 70 ára 5. febr. Hún fæddist á Raufarhöfn, en hefur átt heima í Neskaupstað síðan 1933. — G. B. Bæjannálaráðið í Neskaupstað: Fundur kl. 8 á hverju miðvikudagskvöldi. Alþý5ubandalcigiö

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.