Austurland


Austurland - 22.02.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 22.02.1979, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND Mikill árangur verðbólgunni gegn 29. árgangur Neskaupstað, 22. febrúar 1979. 8-töiubiað- Lœkkun úr 52 í nœr 22 prós. Kemst ríkisstjórnin út úr þeim brotsjó? Enn er allt í óvissu um stöðu mála innan ríkisstjórnarinnar eft- ir að forsætisráðberru lagði fram frumvarp sitt um efnahagsmál í rikisstjórninni í síðustu viku. Hefur þjóðin fylgst með þeim málum og flestir mjög undrandi svo að ekki sé meira sagt. Fram- sóknarmenn ekki síður en aðrir. Fyrir liggur að annar af sam- starfsflokkum Framsóknar í rík- isstjórn er samþykkur hverju einu og einasta atriði frumvarpsins og heimtar það fram lagt á Alþingi breytingalaust, en Alþýðubanda- lagið neitar að standa að ýmsum mjög veigamiklum atriðum þess og styður þorri forystumanna verkalýðshreyfingarinnar þau sjónarmið. Meðal atriða, sem Al- þýðubandalagið gagnrýnir harð- lega og ráðherrar þess mótmæltu með sérstakri bókun í ríkisstjórn- inni degi eftir að frumvarpið var sýnt þar, eru kauplækkunarákvæði með bindingu verðbóta og að óbeinir skattar og önnur slík gjöld verði tekin út úr vísitölu. Einnig var mótmælt fjölmörgum sam- dráttarákvæðum er í frumvarp- inu felast og stofnað geta at- vinnuöryggi í stórfellda hættu á næsta ári, ef lögfest yrðu. Eru þessi ákvæði sótt beint f smiðju Alþýðuflokksins og um þau var að sjálfsögðu engin samstaða í ráðherranefndinni svokölluðu sem undirbúa átti málið og skilaði áliti til ríkisstjórnarinnar 1. febr. síðastliðinn. Auk efnisatriða undrast menn ekki síður vinnubrögð Ólafs Jó- hannessonar og Framsóknar- flokksins í þessu máli því að ( Góður fundur um barna- bólonenntir Sl. sunnudag boðaði Menning- amefnd Neskaupstaðar til fundar í Egilsbúð og var þar fjallað um barnabækur. Var fundur þessi haldinn í tilefni barnaárs Samein- uðu þjóðanna. F. h. Menningarnefndar setti Ólöf Þorvaldsdóttir fundinn og stýrði honum. 1 upphafi lásu þau Kjartan Heiðberg, Olga Guðrún Ámadóttir og Ragnheiður Arn- ardóttir kafla úr nokkrum barna- og unglingabókum. Að því loknu flutti Silja Aðalsteinsdóttir bók- menntafræðingur, gestur fundar- ins, einkar fróðlegt erindi um ís- lenskar barnabækur. Að loknu framsöguerindi voru almennar umræður um fundarefnið. Góð aðsókn var að fundinum og sóttu hann um 50 manns. Á meðan á fundi stóð var barna- gæsla fyrir böm fundargesta í Sjómannastofunni og dvöldust þar 15 börn í besta yfirlæti með- an á fundi stóð. — G. B. stað þess að byggja frumvarp sitt á, þeim mörgu þáttum sem sam- staða var um innan ráðherra- nefndarinnar dregur forsætisráð- herra fram veigamikil atriði sem mikill ágreiningur var um innan hennar og milli þingflokka ríkis- stjórnarinnar og fyrirfram var vit- að að einn stjórnarflokkanna og sumpart tveir vom algjörlega andvígir. Þá er hvergi að finna í frum- varpinu, sem svo er kallað, ákvæði um þær aðgerðir sem Alþýðu- bandalagið lagði þunga áherslu á við undirbúning málsins og hlot- ið höfðu góðar undirtektir sam- starfsflokkanna, að því er virðist, svo sem um átök til að tryggja undirstöðu atvinnuveganna með hagræðingu og bættum rekstri sem leitt gæti til verulegrar framleiðni- aukningar á skömmum ti'ma og orðið grundvöllur bættra lífskjara. Þar er heldur ekki fallist á til- lögur Alþýðubandalagsins um styrka fjárfestingarstjórn og sókn gegn óeðlilegri milliliðastarfsemi og svo mætti lengi telja. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar hvar í flokki sem þeir standa bíða nú spenntir eftir því að sjá hvort stjórnin kemst út úr þeim brotsjó sem sigling forsætisráð- herra að undanförnu hefur leitt hana út í og þar sem fylgt er stefnuvitund og áróðursglamri Al- þýðuflokksins á ódulbúinn hátt. Ljóst er að fram verða að fást veigamiklar breytingar á þessu frumvarpi Ólafs Jóhannessonar ef ætlunin er að sýna tillögur um stefnumið í efnahagsmálum á Al- þingi á næstunni í nafni þessarar ríkisstjórnar. Alþýðubandalagið hefur teygt sig til samkomulags margsinnis í þessu stjórnarsam- starfi og það er enn reiðubúið til þess á grundvelli þeirra atriða, sem stjórnin var mynduð um, en ekki með því að standa að mál- um og lögfesta atriði sem ganga þvert á viðhorf launþegasamtak- anna í landinu og kallað geta at- vinnuleysi yfir alþýðu manna fyrr en varir. Tölur sýna það sem almenning- ur hefur fundið með ýmsum hætti, að verðbólga hefur rénað stórlega frá því í haust. Þannig mælir framfærsluvísitalan aðeins 11,4% hækkun á 6 mánaða tímabili það er frá 1. ágúst 1978 til 1. febrúar 1979 sem svarar til 22,4% hækk- unar á ársgrundvelli í stað 52% verðbólgu sem ríkti á síðasta skeiði stjórnar Geirs Hallgríms- sonar. Þetta er ótvíræður árangur af niðurfærslu- og aðhaldsaðgerð- um núverandi ríkisstjórnar það tæpa hálfa ár sem hún hefur setið að völdum. Fyrirsjáanlegar olíu- verðshækkanir tefla þessum ávinn- ingum að vísu sýnilega í nokkra hættu en menn geta rétt ímyndað sér ástandið ef fram hefði haldið óbreytt stjórnarstefna og óðaverð- bólga hægri stjórnarinnar. Hækkun olíuverðs og átak í orkusparnaði. Gífurlegar verð- hækkanir á olíu og bensíni á heimsmarkaði að undanförnu vekja með mörgum ugg og kvíða sem vonlegt er og koma þvert of- an í viðleitni stjórnvalda til að halda niðri verðlagi og vinna bug á verðbólgu. Svavar Gestsson við- skiptaráðherra upplýsti á Alþingi í' síðustu viku að frá því í febrúar 1978 hafi meðalverð á gasolíu og bensíni hækkað um rösklega 100% en svartolía um „aðeins" 25%. Mikið af þessum hækkunum er ekki farið að segja til sín vegna eldsneytisbirgða á eldra verði í landinu en þær verða á þrotum þegar kemur fram í apríl og hlýtur þá hækkunin á innflutta eldsneyt- inu að segja til sín af fullum þunga. Iðnaðarráðuneytið undir forystu Framhald á 3. sfðu Eiríkur tekur sæti á þingi Eiríkur Sigurðsson Eiríkur Sigurðsson, 5. maður á lista Alþýðubandalagsins hér í kjördæminu og þar með 2. vara- maður á þing, hefur tekið sæti á Alþingi fyrir Helga Seljan. Eirík- ur er mjólkurbússctjóri á Höfn í Homafirði og hefur ekki setið á þingi áður. Þorbjörg Arnórsdóttir, úr Suðursveit, sem er 1. varamaður boðaði forföll en vonandi verður þess ekki langt að bíða að hún taki sæti á þingi því að þangað á hún fullt erindi. Búskapur með blóma á Jökuldal Miðvikudaginn 7. febrúar fóru þeir bræður Gisli og Einar Páls- synir frá Aðalbóli og Aðalsteinn Aðalsteinsson yngri frá Vað- brekku inn á Öræfi. Fóru þeir á snjósleða innundir Hrauka á Vest- ur-Öræfum. Var lítill snjór og víða sæmilegur hagi. Fundu þeir í ferð sinni ellefu kindur, ein var dauð, fimm voru frá sama bæ. Síðan síðast var smalað í haust af fjalli, hafa skilað sér þrjátíu kindur til byggða. Síðan snjósleð- ar komu til sögunnar hafa menn frá Aðalbóli, Vaðbrekku og Klausturseli farið inn til heiða til leitar að eftirlegukindum. Búskapur er með hlóma á Jökul- dal, á Efra-Dal háfa margir ungir menn tekið við búum og horfa þeir björtum augum fram á veg. Heyfengur þeirra er ekki alltaf nógur til að fóðra þeirra stóra bú- stofn, kaupa því margir bændur 10—16 tonn af heykögglum og gefur góða raun. Hreindýr eru nú miklu meira á afréttunum en undanfarin ár ,og er lítill snjór á Öræfum sennilega skýringin. Hreindýrin halda sig mest f Eyvindardal og innundir jökli. — A. E. Ur lánsfjáráœtlun Skýrsla ríkisstjórnurinnar um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1979 var Iögð fram á Alþingi í síðustu viku og geymir mikinn fróðleik. Er þar gerð grein fyrir áætlaðri fjárfestingu upp á sam- tals 182 milljarða króna á þessu ári sem skiptist þannig í grófum dráttum, að fjárfesting atvinnu- veganna er áætluð 79 milljarðar, íbúðabyggingar 44 milljarðar og til opinberra framkvæmda 59 milljarðar. Austfirðingar hafa mjög horft til fjárveitinga á þessari áætlun til orkuframkvæmda eins og raun- ar fleiri og verður hér getið nokk- urra atriða á þessu sviði sem eink- um snerta fjórðunginn. Bessastaðaárvirkjun Um hana segir orðrétt í texta lánsfjáráætlunar „Til Bessastaða- árvirkjunar er áformað að afla 600 m. kr. lánsfjár. Gert er ráð fyrir að áætlanagerð og undir- búningi vegna virkjunarinnar ljúki á þessu ári. Hvenær ráðist verður í framkvæmdir ræðst af því hven- ær virkjunin telst hagkvæm í heildarskipulagi orkumála lands- ins, þar með talin öryggissjónar- mið“. Af þessari upphæð er áætlað að um 200 milljónir króna fari til að ljúka hönnun og gerð út- boðsgagna en afgangurinn um 400 milljónir króna, geti nýst til und- irbúningsframkvæmda eftir því sem ákveðið yrði að ráðast í næsta sumar. V opnafja rða rlí na Til raflínu frá Lagarfossvirkjun til Vopnafjarðar verður varið 100 millj. kr. í ár vegna byrjunar- framkvæmda, það er til að ljúka staurareisingum yfir Hellisheiði og Búr og slóðagerð og tryggja pönt- un á aðveitustöðvum. Eiga þess- ar aðgerðir að gera kleift að ljúka línunni haustið 1980 ef nauðsyn- leg fjárfesting fæst. Alls er stofn- kostnaður við línuna ásamt að- veitustöðvum áætlaður um 800 m. kr., það er línan sjálf 600 m. kr., aðveitustöð á Vopnafirði um 150 m. kr. og úttak við Lagarfoss 40 m. kr. Verður að teljast mikill ávinn- ingur að hafa nú knúið fram byrjun á þessari framkvæmd sem engar tillögur voru um sam- kvæmt áætlunum við stjórnar- skiptin — Vopnafjarðarsvæðið hefur eingöngu byggt á raforku- framleiðslu í olíustöð til þessa og er kostnaður af olíunotkun áætl- aður um 150 m. kr. árið 1980. Miðað við 57.50 kr. pr lítra á gasolíu en hækkar í 230 m. kr. ef olían hækkar í 92 kr. á lítra svo Framh. á 2. síðu Hjörleifur Guttormsson, orku- og iðnaðarráðherra við vígslu Austurlínu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.