Austurland


Austurland - 22.02.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 22.02.1979, Blaðsíða 3
Úr Idnsfjdrdstlun Framhald af 1. síðu. sem n úeru horfur á. Aukning á raforkunotkun á Vopnafirði er fyrirsjáantega 20% næstu 2 ár en fer lækkandi úr því samkvæmt spá Orkuspárnefndar. Aðveitustöðvar í Reyð- arfirði og Neskaupstað Áður var fram komið sam- kvæmt fjárlögum, að fé yrði veitt til aðveitustöðva við Stuðla í Reyðarfirði 54 m. kr. og í Nes- kaupstað 82 m. kr. auk marghátt- aðra annarra framkvæmda á veg- um Rafmagnsveitnanna. Þá eru eru nokkrar til lúkningar fram- kvæmda og frágangs við Austur- línu til kaupa á háspennusíma og varaspennis fyrir byggðalínurn- ar. Hitaveita á Egilsstöðum Til hitaveitu Egilsstaða og Hlaða eru áætlaðar 200 m. kr. á árinu 1979 par af 170 m. kr. sem er- lend lántaka samkvæmt lánsfjár- áætlun. Af heimamönnum er nú unnið af kappi að því að ljúka nauðsynlegum framkvæmdaund- irbúningi í samráði við Orkustofn- un og að ganga frá margháttuð- um samningsatriðum við Iðnaðar- ráðuneytið vegna þessa nýja mann- virkis. Mun í ráði að virkja það vatn, sem nú fæst úr tveimúr borhol- um við Urriðavatn, og tengja í um helming húsa á Hlöðum og í Egilsstaðakauptúni fyrir lok árs- ins. Fjarvarmaveita á Höfn Áætluð fjárfesting vegna fjar- varmaveitu á Höfn er 150 m. kr. þar af 65 m. kr. samkvæmt láns- fjáráætlun en aðrar 65 m. kr. úr lánásjóði íslenskra sveitarfélaga eða orkusjóði. Er áformað að nýta í fyrstu heitt frárennslisvatn frá olíustöð Rarik til veitunnar en síðan komi til sérstök kyndi- stöð sem nýti afgangsraforku og svartolíu. Unnið er að samninga- undirbúningi við iðnaðarráðuneyt- ið og Rarik um hlut rafmagns- veitnanna að málinu. Er lagt til grundvallar að Rarik reisi og reki kyndistöðina en Hafnarhreppur sjái á sama hátt um dreifikerfi fyrir byggðina. Tenging Austur- Skaftafellssýslu við landskerfið brýnni en áður Ljóst er að þýðing þess að hraða tengingu Austur-Skaftafellssýslu við landskerfið og binda þar með enda á olíuvinnslu til rafmagns- framleiðslu þar er orðið enn brýnna verkefni en áður var talið í Ijósi 100% hækkunar á gasolíu. Er kostnaður við olíustöðina á Höfn nú áætlaður 900 m. kr. á árinu 1980 miðað við hækkað olíuverð. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið aflaði sér frá Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra, eru þessi mál nú í athugun á veg- um ráðuneytisins og rafmagns- veitnanna og hefur ráðuneytið í undirbúningi víðtækt endurmat á orkubúskap okkar og fram- kvæmdaþörf í ljósi verðþróunar á innfluttu eldsneyti að undan- förnu og hugsanlegrar eldsneytis- framleiðslu hér innanlands í ekki mjög fjarlægri framtíð. DAGMAMMA Dagmömmu vantar handa 4 mánaða gömlu barni. Upplýsingar í síma 7283 og 7212. Sjúkrahúsið Neskaupstað Tilboð óskast í að fullgera sjúkrahúsbygginguna í Neskaupstað. Nú pegar er lokið við múrhúðun, hitalögn tengd, vatns- og skolplagnir frágengnar að tækjum og loft- ræstistokkar uppsettir að mestu. Verkinu skal skila í þrem áföngum. Verklok eru áætl- uð 15. nóvember 1981. EGILSBÚÐ Ar=== Sími 7322 □□□□□□ □□□□□□□□□c Neskaupstnð ROCKY Hörkuspennandi hnefaleikamynd með ítalska folanum Sylvester Stallone. Mynd þessi var sýnd í Tónabíó á síðasta ári við metaðsókn, 36.000 manns. — Sýnd fimmtudag (í kvöld) kl. 9. — Hækkað verð. — Kvöld- bann 14 ára. NÝTT TEIKNIMYNDASAFN Sunnudag kl. 3. SJÖ HETJUR Hörkuspennandi mynd með úrvalsleikurum. Aðalh. Yul Brynnar, Eli Wallach, Steve Mc Queen, Charles Bronson, James Coburn. Endursýnd sunnudag kl. 9. Bönnuð innan 14. ára. ROCKY Sýnd mánudag kl. 8. — Bönnuð innan 12 ára. (Ath. breyttan sýningartíma) — Síðasta sinn. Útboðsgögn verða afhent gegn 25.000 kr. skilatrygg- ingu á skrifstofu vorri Borgartúni 7. Reykjavík og enn- fremur hjá sjúkrahúsráðsmanninum Neskaupstað. NESKAUPSTAÐUR Bæjarskrifstofurnar verða lokaðar vegna breytinga fimmtudaginn 1. mars. ATHUGIÐ Hvers konar notkun bæjarmerkis og 50 ára afmælis- merkis Neskaupstaðar er óheimil án sam}>ykkis bæjar- yfirvalda. Þeim, sem kunna að hafa hug á að nota merk- in við útgáfu minjagripa, korta eða einhvers annars, er bent á að snúa sér til starfsmanns afmælisnefndarinnar, Ágúst Ármanns Þorlákssonar, í síma 7625, Neskaup- stað. AFMÆLISNEFND BÆJARSTJÓRl Sólþurrkaður saltfiskur, sími 7174. Bíll til sölu Wagoneer 8 cyl. árgerð 1974, keyrður 60 jmsund km. Tilboð — Upplýsingar í síma 97-7401, frá kl. 5—7.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.